Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð é mónuði 330 kr. Verð i lausaeölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Lærdómsrík verkfallslok Kolaverkfallið í Bretlandi og lok þess hafa vakið mikla athygli hér á landi enda stórfrétt úr heimsmálunum. Endalok verkfallsins geta til dæmis kennt okkur hér á landi, að þeir sem fara offari í verkföllum þurfa ekki endilega að hafa sigur. Málið tekur einnig til tilrauna ríkisstjórnar Margrétar Thatchers til að skerða of mikið vald verkalýðsfélaga, tilrauna sem hafa lærdóm að geyma einnig fyrir okkur. I fljóti bragði kynnu menn að hugsa, að sorglegt sé, að verkfall hafi farið út um þúfur eftir eins árs úthald verk- fallsmanna. Sumir munu minnast gamalla daga, þegar verkaíólk barðist mjög örðugri baráttu fyrir smánar- launum. En þetta er ekki staðan í umræddu verkfalli. Tilgangur verkfallsmanna var að fella ríkisstjórn Thatchers, úr því slíkt hafði ekki tekizt í kosningum. Kolanámumönnum tókst að valda slíkum spjöllum í efnahag og stjórnmálum Bretlands árið 1974, að ríkis- stjórn Edwards Heaths og íhaldsflokksins fór frá. Þetta reyndu þeir aftur nú. Foringi námumanna er róttækur marxisti. Verkfallið hófst tólfta marz í fyrra. Deiluefnið var, hvort loka mætti um tuttugu ríkisreknum námum, sem ekki báru sig. Við þaö hefðu tæp tíu prósent brezkra kolanámumanna misst atvinnu. Öbreyttir námumenn höfðu fellt tillögur um verkfall, en það var engu að síður boðað og því að líkindum ólög- legt. Margir námumenn héldu áfram vinnu. Marxistinn í forystunni fékk lítinn stuðning frá brezkum verkalýðs- félögum öðrum vegna þess hvers eðlis verkfall hans var. Verkfallið olli þó miklum spjöllum í efnahagnum. Það hefur að líkindum kostað um 200 milljarða íslenzkra króna. Meirihluti námumanna tók þátt í verkfallinu. Þeim var beitt fyrir áróðursvagn forystu verkalýðs- félagsins, og margir misstu eignir sínar. Mikil harka varð oft í deilunni, slagsmál og jafnvel kom til morðs. Ríkisstjórnin lét sig ekki. Hald var lagt á eign- ir verkalýðsfélagsins vegna ólöglegs atferlis þess. Svo fór, að námumenn þreyttust á verkfallinu, bæði vegna þess hversu erfitt það var en ekki síður vegna hins póli- tíska undirtóns. Svo var komið, að rúmur helmingur kola- námumanna hafði snúið aftur til vinnu í trássi við forystu félagsins. Forysta Sambands námumanna samþykkti þá með 98 atkvæðum gegn 91 að hætta verkfallinu. Það var gert af þeim orsökum einum, að ella hefði verkfallið leystst upp skipulagslaust og verkalýðsfélagið flosnað upp. Við getum haft samúð með námumönnum, vegna þess að þeir létu glepjast af áróðri verkalýðsrekenda, sem höfðu pólitískt markmið. En að sjálfsögðu ber að hindra, að verkalýðsfélög steypi löglega kjörnum ríkisstjórnum. Auðvitað er rétt, að rekstri þeirra náma, sem ekki skila arði, sé hætt. Ella er ríkisrekstur kominn út í rugl og orðinn þjóðfélaginu til tjóns. Verkfallið hefur valdið því, að óarðbærum námum hefur fjölgað. I þessu lengsta og grimmilegasta meiriháttar verkfalli í sögu Bretlands var því tekizt á um grundvallaratriði, allt önnur en kaup og kjör. Brezka stjórnin hefur viljað takmarka vald verkalýðs- félaga. Það vald hefur lengi verið of mikið og baggi á framförum í Bretlandi. Mikilvægt atriði, sem við ættum að taka upp hér, er það, að meirihluti félagsmanna þurfi að samþykkja verkfall, ekki bara fámenn klíka, sem mætir á fundum eins og hér er oftast. Haukur Helgason. Nýlega lauk störfum á vegum menntamálaráöuneytisins nefnd um endurmat á störfum kennara. Nefndin var skipuö í desember sl. og hóf störf 1. janúar á þessu ári. Nefndarálitið kom út rétt áður en uppsagnir yfir 400 framhaldsskóla- kennara komu til framkvæmda nú 1. mars. Ætla má aö uppsagnimar hafi þrýst mjög á um að flýta verkinu því aö það hófst ekki aö neinu marki fyrr en í febrúar eftir þeim upplýsingum sem ég hefi aflað mér. Eðlisþættir kennara Eg hefi blaðað í skýrslunni þar sem fyrst er lýst hlutverki og kröf um til kennara samkvæmt lögum og reglugerðum. Skýrsluhöfundar gátu aö sjálfsögöu ekki breytt lögum og reglugerðum til aö árétta ýmsa þætti kennarastarfsins sem þar er ekki getið og skrifuðu þeir því kafla um hlutverk og kröfur samkvæmt „eðli INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR ._ OG KENNARI mæta um helgar til að undirbúa þær. Könnun hefur leitt í ljós það sem allir vissu að vinnuaöstaða í skólum er óvíða nógu góð. Þetta veldur því aö margir kennarar kjósa að vinna heima hjá sér þar sem þeir hafa komið sér upp betri aðstööu (t.d. rit- vél). I vinnuálagskönnun sem framhaldsskólakennarar efndu ný- lega til kemur fram að tveir þriðju hlutar starfsins utan kennslustunda eru unnir á kvöldin og um helgar. Ein skýringanna á því er ugglaust sú sem reyndur kennari tjáði mér: að eftir kennslu frá 8—13 sé hann þreyttari en eftir likamlega vinnu frá 8—16. Um 15% töldu þetta líka meginástæðuna fyrir því að þeir ynnuheima. Rétt er aö undirstrika að það er sennilega algengast að vinnuaöstaða skólanna sé lakari en heimafyrir. Er ^ það í samræmi við það tækjadrasl 1 sem víða viðgengst að sé notaö við Erfiðara starf — lægri laun — blaðað í skýrslu um endurmat kennarastarfsins ^ „Laun menntaskólakennara munu ^ hafa lækkað meira í þessum sam- anburði og hafa margir orðið til að halda því fram að það sé eðlilegt vegna fjölgunar í stéttinni.” starfsins”, eins og það er orðað. Þar er lýst skapgeröareiginleikum sem kennarar þurfa að hafa: sjálfstæði, frumkvæði, skipulagshæfileikum, þolinmæði, umburðarlyndi, skilningsríkidæmi, hjálpsemi, að geta umgengist marga, að geta tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi, að geta haldið uppi vinnuaga og aö geta stjórnað hópi nemenda. Frumkvæði er nauðsynlegur þáttur í fari kennara. I framhalds- skólum þar sem ekki er við lýði sam- ræmd námskrá þurfa kennarar t.d. einatt að setja fagleg markmiö sjálfir. Það er að mörgu leyti kostur. Það hefur uppeldislegt gildi fyrir nemendur að finna að kennarar þeirra hafi frumkvæði og geti tekið ákvarðanir sjálfir. Á/ag og aðstöðu/eysi Sérstakur kafli í skýrslu nefndar- innar fjallar um álag á kennara en það er meira en ókunnugir gera sér í hugarlund. Og verður hér fátt eitt nefnt af því sem álagi veldur. Stór þáttur í starfi kennara er skipulagsstörf. Fyrir utan áætlanir um kennslu hvers fags eöa áfanga nokkrar vikur í senn og hverrar stundar fyrir sig þarf aö skipuleggja verkefnavinnu nemenda, vettvangs- ferðir, yfirferð verkefna og margt fleira. Eins og gengur eru nemendur ekki alltaf tilbúnir að skila verkefn- um á tilsettum tíma eða geta ekki mætt í mikilvæg skyndipróf og verk- legar æfingar vegna lögmætra for- falla. Reynt er að koma til móts við þetta en það kostar umstang sem enginn kennari með sjálfsvirðingu telur eftir sér. Talsvert af þessari skipulagsvinnu getur ekki farið f ram á viðverutíma í skóla eða á venjuleg- um dagvinnutíma. Það gildir einnig um t.d. samskipti við foreldra sem vinna úti. Þau eru talsverð, einkum hjá grunnskólakennurum, en einnig hjá kennurum í framhaldsskólum. Algengt er og að kennarar sem stjórna verklegum æfingum þurfi aö t.d. tungumálakennslu og nemendur, sem langflestir eiga betri tæki, hlæja að. I skólanum þar sem ég kenndi í vetur á nemendafélagiö myndbands- tæki en skólinn ekki. Breytingar á starfi kennara Einn þýðingarmesti kafli skýrsl- unnar um endurmat á störfum kenn- ara fjallar um breytingar á störfum kennara á sl. hálfum öðrum áratug. Verða honum ekki lítil skil gerð hér en e.t.v. gefst tækifæri til að fjalla um þær síðar. Meginniðurstaðan er sú að kröfur til kennara hafi aukist en í næsta kafla skýrslunnar sem er um vinnutíma og laun, kemur fram að laun grunnskólakennara hafa lækkað sé miðað viö laun iðnaöar- manns. Laun menntaskólakennara munu hafa lækkaö meira í þessum samanburði og hafa margir orðiö til að halda því fram að það sé eðlilegt vegna fjölgunar í stéttinni. Það er skritin skoðun í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu um auknar kröfur til kennara og aukið álag á þeim. Meðal aukinna krafna má benda á að nú er allt kennaranám á háskólastigi og að kröfur til framhaldsskólakennara um nám í uppeldis- og kennslu- fræðum eru nú meiri. Þá kemst endurmatsnefndin að þeirri niðurstöðu að í starfsmati sem gert var á störfum hjá hinu opinbera 1970 hafi veigamiklir þættir i störfum kennara veriö vanmetnir, svo sem frumkvæði og ábyrgð. Einnig að áreynsluþátturinn hafi verið van- metinn. Andleg áreynsla er geysi- mikil í starfi kennara en líkamlcga áreynsluþáttinn má síst vanmeta, svo sem hlaup á milli kennslustofa, að burðast með myndvarpa og önnur kennslutæki o.fl. sem ætti að vera fastabúnaður en er það ekki vegna þess hve illa er aö skólunum búið fjárhagslega. Þá sitja kennarar ekki oft, heldur eru á þönum við að skrifa á töfluna eöa bogra yfir nemendum við verkefnavinnu. Ljóst er að þessi nefnd hefur unnið gott starf. Vonandi skilar það starf sér í því að betur verði búiö að skólunum um aðstöðu og laun starfs- manna. Ingólfur Á. Jóhannesson „Könnun hefur leitt i Ijós þafl sem allir vissu afl vinnuaflstaða í skólum er óvifla nógu gófl."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.