Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. Spurningin Kaupirðu oft plötur? Helena Jónsdóttir nemi: Nei, mjög sjaldan. Auöbjörg Jónasdóttir förðunarstúlka: Nei, ég geri ekki mikið að því að kaupa plötur. Óiafur H. Kárason: Nei, ég kaupi aldrei plötur. Guðleifur R. Kristjánsson verslunar- maður: Nei, aldrei. Ásta Jónsdóttir hásmóðir: Nei, þaö kemur nú ekki oft fyrir. Sigrún Guðmundsdóttir myndhöggv- ari: Nei, það kemur ekki oft fyrir nú orðið. En ég gerði meira að því hér einu sinni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Steindórsplanið við Hafnarstræti. Steindórs- stööinni veröi fokað Skjöidur Eyfjörð leigubílstjóri hrlngdi: Mánudaginn 4. febrúar birtist grein í DV um „væringar meöal leigubíl- stjóra” í Reykjavík. Langar mig til aö taka eftirfarandi fram vegna þessa máls. Umrædda laugardagsnótt fannst okkur leigubílstjórum sendibílstjór- arnir frá Steindórsstööinni fara mjög freklega inn á okkar starfssvið og brjóta þar með lög. Gengu þeir svo langt aö bíöa í röðunum fyrir utan samkomuhúsin og taka þar farþega. Þessir menn hafa einungis leyfi til flutninga á pökkum en ekki farþegum og einn þeirra sem fékk afgreiðslu á Steindórsstööinni er meira aö segja leyfislaus meö öllu. Við króuðum þann bílstjóra af ítrekað og kölluöum á lög- regluna og var hann kæröur fjórum sinnum þessa nótt. Loks lokaði lögregl- an bíl hans inni en maðurinn náði sér þá í sendibíl og hélt áfram uppteknum hætti. Okkur leigubílstjórum er mjög þungt í skapi vegna þessa máls. Viö krefj- umst þess aö borgaryfirvöld og sam- göngumálaráöuneytiö láti þaö til sín taka og að Steindórsstöðinni verði end- anlega lokað. Rokká rásinni Iron-man skrifar: Mig langar til aö spyrja forráða- menn rásar 2 hvort þeir hafi heyrt minnst á tónlistarstefnu þá er nefnist þungarokk. Eg held ekki en ef svo er af hverju er þaö þá aldrei spilaö á rás- inni? Þaö er til skammar aö sniöganga þessa tónlist eins og gert er. Jafnvel Siguröur Sverrisson, forsprakki þungarokksklúbbsins á sínum tíma, spilar næstum því aldrei þungarokk í morgunþætti sínum. Einstaka jákvæð- ur punktur hefur þó litið dagsins ljós s.s. kynningar Rokkrásarinnar á Deep Purple og Led Zeppelin, sem voru til fyrirmyndar. Mér þætti tilvalið aö hafa þunga- rokksþátt á dagskrá rásar 2 eins og þar eru nú reggíþáttur, þáttur um tón- list 5. áratugarins, íslenska tónlist, kristilega popp- og soultónlist, o.s.frv. , FÁNÝTT, UTVARPSRAÐ Eitthvað á þessa leiö hljóðaöi frétt i dagblaði fyrir stuttu. Ennfremur sagöi í fréttinni um bókun útvarps- ráðs aö „staöreyndin væri, aö kann- anir hvarvetna erlendis sýndu ótví- rætt að þessir þættir væru meöal langvinsælasta efnis hjá öllum þorra almennings, og mætti daglega lesa áskoranir til sjónvarpsins í lesenda- bréfum dagblaöa hér að hafnar yrðu útsendingar á einhverjum af þessum þáttum. — Bókunin frá útvarpsráöi væri því tilkomin til aö knýja á, hvaö þessum málum viöviki”! Sem sagt — útvarpsráö var að rumska nú, í mars 1985, þegar allir hafa löngu afskrifaö sjónvarpiö hvað þessa þætti varðar, enda allflestir fengiö videotæki og horfa nú á alla þessa þætti, án tilverknaðar sjón- varpsins. tltvarpsráöi hefði verið nær aö rumska fyrr. Nú er þaö oröiö of seint; þessir þættir eru löngu komnir í umboössölu til einkaaöila hérlendis, þar sem íslenska sjónvarpið virtist ekki hafa áhuga. Og sjónvarpið viröist enn engan áhuga hafa á einu né neinu, sem er flokkað undir skemmtiefni. Sl. sunnudagskvöld var dagskráin enn eins léleg og hún getur verið: Sjón- varp næstu viku — Stiklur — Finnsk sjónvarpsmynd í þremur hlutum og jazz i Gamla bíói — síðan fyrir tveimur árum. Sjónvarpiö er nú aö senda til út- landa mannskap til að gera viötals- þátt um rithöfund og heimspeking. Þaö á að vera liður í andlitslyftingu sjónvarpsdagskrár. — Otvarpsráð ætti að gera bókun um að láta kanna kostnað vegna gerö þessa þáttar. Sannleikurinn virðist vera sá að svokölluð lista- og skemmtideild stendur ekki undir nafni og viröist stjórnað af þröngsýni og and- bandariskum áhrifum. — Utvarps- ráð hefur þar ekkert aö segja, enda fánýtt með öllu, og óþarft. Sjónvarpsnotandi skrifar: Margt er nú hægt aö segja um sjón- varpið og dagskrá þess, og fátt gott. Stærsta glappaskot þess hefur þó sennilega veriö, þegar þaö ákvaö, eða þeir tveir aðilar sem sagöir eru ráöa á lista- og skemmtideildinni (sér er nú hver skemmtunin!), að klippa á sýningu Dallas-þáttanna, þrátt fyrir itrekaðar áskoranir um hiö gagnstæða. Og nú loksins, hinn 1. mars 1985, er aö renna upp fyrir útvarpsráöi aö þættirnir Dallas, Falcon Crest og Dynasty séu nú liklega þaö vinsælir hjá almenningi að óhætt sé að sam- þykkja „bókun” ráösins þess efnis, aö farið sé fram á við stjórnendur lista- og skemmtideildar sjónvarps- ins, aö þeir geri nú þegar gangskör aö fá til sýninga einhverja af þessum geysivinsælu þáttum. Sjónvarpsnotandi telur útvarpsráð óþarft og bókun þess um Dallas, Falcon Crest og Dynasty koma allt of seint. Á myndinni sjást stjörnurn- ar úr Dynasty. Fólk í hjólastólum Kona hringdi: Hjólastólakeppnin í Laugardalshöll- inni vakti mann til umhugsunar um málefni þeirra sem eru bundnir við hjólastóla. I framhaldi af því langar mig til að spyrja af hverju það er ekki gert ráö fyrir aðstöðu fyrir hjólastóla viö tröppurnar sem er verið að byggja bak viö Hugvísindahús Háskólans. Fatlaðir eiga erindi þarna inn og þaö er sjálfsagt aö taka tillit til þeirra. Ragnar Ingimarsson hjá Háskólanum: Þaö er svo mikil hæö þarna viö þess- ar tröppur aö það er nánast ógerningur að koma þar viö skábraut. Afturá móti er gert ráð fyrir greiðri Ieiö fyrir hjóla- stóla ef farið er út á Sturlugötuna og síðan til baka með húsinu aö aðalinn- ganginum. Stigar aru erfiður farartálmi fyrir fólk í hjólastólum. KOTDNGSHATTUR ISLENDINGA Ámi hringdi: Eg hef nú ekki mikið vit á tónlist en alltaf hef ég þó jafngaman af því aö hlusta á góða söngvara syngja hvort sem er í óperum eða einsöngslög. Eg hlustaði nýlega á útsendinguna frá Englandi þar sem aöstandendur tón- leikahússins tilvonandi stóðu fyrir tón- leikum og hafði út af fyrir sig af því ágæta skemmtun. Þama var mjög hæft tónlistarfólk á ferð. Eitt var það þó sem mér gramdist mjög við allt þetta. Mér finnst óþarfi að viö Islendingar séum að stofna til einhverra fjáröflunartónleika úti í heimi með ýmsum erlendum lista- mönnum. Ef við viljum byggja tón- leikahöll þá getum viö og eigum aö fjármagna hana sjálfir úr eigin vasa en ekki ganga bónarveg annars staðar. Eg get ekki varist því að finna fyrir einhverjum kotungshætti í þessu öllu saman. Nálar- stungu- læknir óskast Ragna skrifar: Eg er í smávanda. Mig vantar nefni- lega nafn á einhverjum lækni sem leggur stund á nálarstungur. Eg er bú- in að spyrjast fyrir hér og þar en ekk- ert gengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.