Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjornureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- ai nir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóöum eða almannatryggingum. iunstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextireru31% ogársávöxtun31%. Sérbók fær strax 3!.%nafnvexti 2% bætast síðan við eftir tiverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur orðið 37.31% Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bornir saman við vexti af þriggja mánaöa verðtryggðum reikn- ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bætt viö. Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft i tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: A tvo reikmnga i bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verötryggðan 6 mánaöa reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reiknmgunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserisiega, 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóösbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuöina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuöinn 28.5%, 6. mánuöinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Utvegsbaukinn: Vextir á reikningi með Ábót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg- ing, eins og á 3ja mánaða verötryggðum sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuö. Verslunarbbnkinn: Kaskó-reiknmgurinn er óbundinn. IJm hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, jsnúar—mars, apríl—júní, júlí— september, október—desember. 1 lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávöxtun látin gildþ. Hún er nú ýmist •á óverðtryggðuin 6 mán. reikningum með 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili og inn stxða látin óhreyfö næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt feliur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir reiknast þá 24%, án verðtryggingar. tbúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti tii lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaöur er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4.— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatimabilinu, standa vextir þess næsta timabil. Sé innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem betri reynist. Rikissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A, 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og meö 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum. Vextir greiöast misserislega á tímabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eru 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistryggmg miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 líféyrissjóöir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukrnn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánrn eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biötími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverium sióði eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaöir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin veröur þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á 24,0% nafnvöxtum verður innstæöan í lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuöi á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan veröur þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dróttarvextir I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir á ári reiknast 48%, dagvextir eru því 0.1333%. Vísitölur Lánskjaravísitaian fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvísitalan fynr fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig. Hún var 168 stig siðustu þrjá mánuöi ársins 1984. Miðað er við 100 í janúar 1983. VEXTIR BANKA OG SPflRISJÓÐA (%) INNLAN með SÉRKJ0RUM SJA sérusta liil iiiiiniÍMi li >s innlAn överðtrycgð SPARISJ0OSBÆKUR Úbundnmtaða 24D 244) 244) 245 245 245 245 245 245 245 SPARIREIKNINGAR mánaóa uppsögn w 285 274) 275 275 275 275 275 275 275 6 mánaóa uppsögn 38J 39J 304) 315 365 31,5 315 305 315 12 mánaða uppiögn 324) 3445 324) 315 325 IB mánaóa uppiögn na WA 37A SPARNAÐUR - UNSRÍTTUR Sparað 3-5 mánuói 274) 275 275 275 275 275 275 Spanð fi mán. og maái 31.5 305 275 Z75 315 305 305 MNUNSSKlRTEMI Ti 6 mánaða 324) 34.8 304) 315 315 31.5 325 315 TÉKKAREIKWNGAR Avfunaraimingar 224) 224) 185 115 195 195 195 195 185 Hlauparaðmingar 194) 164> 185 115 195 125 195 195 185 innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3p mánaða uppsöp 44) 44> 25 05 25 15 2.76 15 15 6 mánaða uppsögn BÆ 84) 35 35 35 35 35 25 35 INNLAN gengistryggð GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarfkjadolarar 95 95 15 85 7.5 75 7.5 75 85 Starfingspund 10,0 95 105 115 105 105 105 105 8.5 Vsstur þýsk mörk 44) 45 45 65 45 75 45 45 45 Oanskar krónur 10,0 95 105 141 105 105 10.0 105 8.5 útlAn överðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvaxtx) 3141 315 315 315 315 315 315 315 315 VIOSKIPTAVlXUR (forvflxtir) 324) 325 325 325 325 325 325 325 325 ALMENN SKULOABRÉF 344) 345 345 345 345 345 345 345 345 VKJSKIPTASKULDABRÉF 354) 355 355 355 355 355 HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttw 324) 325 325 325 325 325 325 325 325 útlAn verðtryggð skuidabrEf Að 2 1/2 ári 44) 45 45 45 45 45 45 45 45 Langrí an 2 1/2 ár 54) 55 55 55 55 55 55 55 55 útlAn til framleiðslú VEGNAINNANLANDSSOLU 244) 245 245 245 245 245 245 245 245 VEGNA ÚTFLUTNMGS SOR raðmimynt. . j Mj 95 w 85 95 II , 05 95 95 í gærkvöldi______ I gærkvöldi Fjölbreytni á rás 2 Nú hefur rás eitt fengið verðuga samkeppni á fimmtudagskvöldum. Rás tvö er nefnilega farin að færa sig upp á skaftið. Olikt öörum út- sendingartímum er dagskrá hennar þessi kvöld mjög f jölbreytt og ætti að höfða til f lestra aldurshópa. 1 gærkvöldi hófst hún að vanda á kynningu á vinsældalista rásarinnar þar sem hinn ágæti útvarpsmaöur Ásgeir Tómasson lék tíu vinsælustu lögin þessa vikuna. Hlustendur velja þennan lista með því að hringja og greina frá þremur bestu lögunum að þeirra mati en þar sem áhangendur vissra hljómsveita virðast lang- samlega duglegastir að kveða sér hljóðs hefur listinn ekki gefið vís- bendingu um raunverulegar vinsældir. Þannig er vinsælasta lagið á Islandi hin ævaforna lumma, Save a prayer, með þjóðlagasöngv- urunum í Duran Duran. Þaö er ljóst aö gera þarf breytingar á þessu vinsældavali ef mönnum er á annaö borð ætlað að taka eitthvert mark á því. Annar þáttur Þriðja mannsins kom næstur og ef að líkum lætur á þessi yfirheyrsla þeirra Ingólfs Mar- geirssonar og Arna Þórarinssonar yfir þekktu fólki í þjóðlífinu eftir að njóta mikilla vinsælda. Þaö er kær- komin breyting að hlýða á eitthvað Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri: Útvarps- dagskráin hef ur skánað annað en tónlist á dagskrá rás- arinnar. Guðrún Helgadóttir alþingismaður var kokhraust að vanda í gærkvöldi og lét þá félaga ekki vaða ofanísig. Svavar Gests var sjálfum sér líkur í Rökkurtónum, trúr sinni kynslóð og loks klykkti Vernharður Linnet út með nammigotti fyrir djassgeggjara í skemmtilegri upprifjun á tón- leikum Chet Baker í Gamala bíói fyrr ívetur. Flestir ættu að hafa fundið eitthvað viö sitt hæfi, ja, nema ef vera skyldu þungarokksaödáendur. Það verður víst að haf a það. -Jón Karl Helgason. Eg fylgist með sjónvarpinu eins og kostur er og þar er ýmislegt áhuga- vert á dagskrá þess. Helst finnst mér dagskránni ábótavant um helgar þegar flestir gefa sér tíma til að horfa á sjónvarpið. Það mætti til dæmis vanda betur val á kvik- myndunum sem sýndar eru. Astæða þessa getur hugsanlega verið fjár- skortur. I útvarpinu hlusta ég á fréttir og ýmis fróðleg erindi. Mér finnst dag- skrá þess hafa farið skánandi undan- farin ár og góðir þættir verið gerðir um ýmislegt úr sögu landsins og at- buröi sem hafa sögulegt gildi. Rás 2 stendur fyrir sinu. Þar virðist sjóndeildarhringurinn vera að stækka því auk tónlistarinnar hefur verið tekin upp viss umfjöllun um þjóölífið. Ölöf Halldórsdóttir lést 1. mars sl. Hún fæddist þann 9. mars 1896 í Neðri-Miö- vík, Aðalvík í Sléttuhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Theófílus- son og Kristjana Jónsdóttir. Olöf giftist Sigurði Hallvarðssyni en hann lést árið 1977. Þeim hjónunum varð sex barna auðiö. Otför Ólafar veröur gerð frá Bú- staðakirkju í dag kl. 15. Anna Guöbrandsdóttir Kroeger frá Loftsölum andaðist 5. þ.m. á heimili sínu í Sarasota, Florida. Kári Guðjónsson rafvirki, Hagamel 28, andaöistö.mars. Sigrún Jónasdóttir frá Húsavík, Klapparstíg 4 Njarövík, sem andaðist 2. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Y-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 16. Guðmundur G. Hagalin rithöfundur verður jarðsunginn frá Reykholts- kirkju í Borgarfiröi laugardaginn 9. mars kl. 14. Rútuferð frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík kl. 11 f.h. Nói Bergmann, Tacoma Washington, lést 2. marssl. Eilífur Óiafsson, Nýbýlavegi 36 Kópa- vogi, lést 19. febrúar 1985. Utförin hef- ur farið fram í kyrrþey. Guðni Þorsteinsson múrarameistari, Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 9. mars kl. 13.30. Einar Þór Agnarsson, Smyrilsvegi 29, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Sturla Steindór Steinsson, Suðurgötu 4, veröur jarðsunginn frá: Fossvogs- kirkjuí dagkl. Afmæli 70 ára er í dag, 8. þ.m., Kári tsleifur Ingvarsson trésmiður, Heiðargerði 44 Reykjavík. Hin síðari ár hefur hann verið húsvörður hjá Landssíma Is- lands. Kona hans er Margrét Stefáns- dóttir. Þau eiga þrjú börn. Tilkynningar Gullúr tapaðist á Laugaveginum Á fimmtudaginn sl. tapaðist tölvugull- úr fyrir framan tískuverslunina 17. Drengimir tveir sem gáfu sig fram í versluninni eru vinsamlegast beönir aö hringja í síma 667239 eftir kl. 19 eða í síma 17015 á daginn. Fundarlaun. Tölvur '85 Dagana 7,—10. mars næstkomandi verður haldin tölvusýning í anddyri Laugardalshallar. Hún ber nafniö Tölvur ’85 og er í umsjá félags tölvunarfræðinema við Háskóla Islands. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir slíkri sýningu en fyrir tveimur árum var haldin tölvusýning á vegum þess sem þótti takast mjög vel. Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í sýning- unni og munu þau bjóða upp á margt nýtt og fróðlegt. Bryddað verður upp á þeirri nýjung að sett verður upp örtölvuver með einka- tölvum sérstaklega fyrir sýningar- gesti. Þar geta þeir sest niöur og próf- að sjálfir hinar ýmsu tölvutegundir og hugbúnaö. Samfara örtölvuverinu verður sýnt það nýjasta af skákfor- ritum. 1 tengslum við sýninguna verður staðið fyrir fyrirlestrahaldi. Mun hver dagur hafa sína yfirskrift, þ.e. hvern dag sýningarinnar verður tekið fyrir ákveðið efni og reynt að gera því nokkuðgóðskil. Hundur í óskilum Hjá Dýraspitalanum er í óskilum gulur, íslenskur hundur sem fannst hjá BSI að kvöldi 5. mars. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að vitja hans. Síminn h já Dýraspítalanum er 76620. Dekkja útsala Eigum yfir 100 notuð vörubfladekk í stærðunum 1100 x 20 og 1000 x 20. Nylon, radial á mjög góðu verði. 250 kaldsóluð radíaldekk af ýmsum stærðum og gerðum á hreint hlægi- legu verði, komdu og skoðaðu um leið nýja verkstæðið - við skiptum um fyrir þig á staðnum. Kaldsóiun hf. Dugguvogi 2. Sími: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.