Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
39
EITUR
ÁEYJU
ÁR ÆSKUNNAR
1985
Klíkuforingi
við kaupfélagið
I viðtali við DV fyrir skömmu lýsti
Ásgeir Friðjónsson, dómari við fíkni-
efnadómstólinn, yfir vissum áhyggj-
um sínum vegna þess hve lands-
byggðin væriafskipt í fíkniefnavöm-
um og eftirliti.
„Hvað gerist ef klikuforingi í smá-
þorpi byrjar að púa hass við kaupfé-
lagshornið innan um félaga sína,”
sagði Ásgeir m.a. í viötalinu.
Fíkniefnasalar
á ferðalagi
Af fréttum er birst hafa í blöðum
undanfama mánuði er ljóst að sunn-
lenskir fíkniefnasalar eru byrjaöir
SAMTÖL VIÐ SÝSLUMENN SAMTÖL VIÐ SÝSLUMENN SAMTÖL VIÐ SÝSLUMENN SAMTÖL VIÐ SYSLUMENN
Fíkniefni á landsbyggðinni:
Sýslumenn eru slappir
Sýslumenn og bæjarfógetar á Is-
landi eru slappir í fikniefnamálum.
Þá ályktun má draga af orðum Guð-
jóns Marteinssonar, fulltrúa viö
fíkniefnadómstólinn, þó svo hann
segi þaö ekki berum orðum.
Einstök herstöð
„Ég veit vel að sýslumenn og bæj-
arfógetar hafa í nógu að snúast og
því e.t.v. ekki tími til að sinna fíkni-
efnamálum sem skyldi. En það hlýt-
ur að vekja furðu, er reyndar með
ólíkindum hversu lítið er um fíkni-
efnaneyslu í Kópavogi, Hafnarfirði,
Garðabæ, Keflavík og á Keflavíkur-
flugvelli. Við fáum aldrei skýrslur
frá fógetum á þessum stööum um
mál er varða fíkniefni. Og ef enginn
fíkniefni em á Keflavíkurflugvelli þá
er það eina bandaríska herstöðin i
veröldinni þar sem þetta vandamál
er ekki til staðar,” sagði Guðjón
Marteinsson í samtali við DV.
Tómarúm í nágrenni
Reykjavíkur
Þó eru ekki öll yfirvöld á lands-
byggðinni þessu marki brennd. Að
sögn Guðjóns Marteinssonar hefur
ágætlega verið unnið að þessum mál-
um á Akranesi, Isafirði, Akureyri,
Seyðisfirði, Selfossi og í Hveragerði.
„Ég trúi því ekki að óreyndu aö
vandamálið sé bundiö við þessa ör-
fáu staöi. Það getur vart ríkt eitt-
hvert tómarúm hvað varðar fíkniefni
í næstu nágrannabyggöum Reykja-
víkur.”
að leita út fyrir höfuðborgina. Sýslu-
maöurinn i Isaf jarðarsýslu þurfti að
hafa afskipti af fíkniefnaveislu í Isa-
fjarðarkaupstað ekki alls fyrir
löngu. Sýslumaðurinn í Skagafjarð-
eina tíð þó bæjarfógetinn þar segi nú
allt með kyrrum kjörum og reyk-
laust þar i bæ. Og svo mætti lengi
telja.
-EIR.
DALASÝSLA:
SNÆFELLSNESSÝSLA:
SVEITABÖLL
„A sveitaböllunum hér á Hvoli er
gamla brennivinið enn í hávegum
haft og ég hef aldrei heyrt lögreglu-
menn minnast á aö þar væri fíkni-
efnaneysla,” sagði Kjartan Þorkels-
son, fulltrúi sýslumannsins í Rangár-
vallasýslu. „Við verðum aldrei var-
ir við þetta nema þegar lögreglan í
Reykjavík er að elta menn sem fara
hérígegn.”
TILFINNING
„Ég hef það á tilfinningunni aö
fíkniefnavandinn sé ekki stórkostleg-
ur hér á Akureyri, hvað þá í sveit-
unum hér í kring,” sagði Elías I. Elí-
asson, sýslumaður í Eyjafjarðar-
sýslu. „Ég færi að hafa áhyggjur af
þessu strax og ég yrði þess var. Þau
mál sem upp hafa komið hafa alltaf
tengst emum og einum manni sem
hefur átt leið hér um.”
arsýslu lét menn sína handtaka
feröalanga er buðu Sauðkrækingum
hass á götum úti. Reyndust þeir vera
meö 400 grömm í fórum sínum. Mikið
var reykt af hassi á Neskaupstað i
MÝRA- OG BORGARFJARÐAR-
SÝSLA:
BARÐASTRANDARSÝSLA:
ÞINGEYJARSÝSLUR:
„Vafalaust hafa einhverjir innan-
sveitarmenn prófað ffkniefni en ég
þori að fullyrða að engin dreifing á
þeim fer fram hér í sýslunni,” sagði
Halldór Jónsson, sýslumaður í
Skagafjarðarsýslu. „Það eina sem
rekið hefur á fjörur okkar voru hass-
sölumenn sem voru hér á ferð fyrir
skömmu og buðu hass á götum úti.
Mig minnir að þeir hafi verið með 400
grömmásér.”
RANGÁRVALLASÝSLA:
1200
„Það búa nú ekki nema 1200
manns hér í sýslunni og þeir búa
dreift því sýslan er 300 km að lengd.
Við myndum vita um fíkniefni væru
þau hér,” sagði Ríkharður Másson,
sýslumaöur í Strandasýslu. „Ég þori
að f ullyrða aö það er ekkert um þetta
héma.”
EYJAFJARÐARSÝSLA:
ÍSAFJARÐARSÝSLA:
VAXANDI
„Fíkniefnavandinn er vaxandi í
mínu umdæmi. Fjöldi mála á um-
liðnum árum gefur vísbendingu þar
um,” sagði Pétur Kr. Hafstein,
sýslumaður í Isafjarðarsýslu. „Það
er full þörf á að gera átak í þessum
efnum hér við Isafjarðardjúp sem og
annarsstaðar.”
HVERAGERÐI
„Þetta hafa verið örfá mál í gegn-
um tíðina. Eins og er man ég ekki eft-
ir neinu fíkniefnamáli hér í sýslunni
nema hvað eitthvaö var um að vera í
Hveragerði í fyrra. Það var smá-
ræði,” sagði Karl Jóhannsson, full-
trúi sýslumannsins í Ámessýslu.
„Það er ekkert örvæntingariiljóð í
okkur og ég hef ekki trú á því að
garðyrkjubændurnir á Flúöum séu
að rækta marijúana í gróöurhúsun-
umsínum.”
SLAGSMÁL
„Auövitaö er eitthvað um fíkniefni
hér, en fólk er ákaflega vakandi og
því er ástandið tiltölulega gott,”
sagði Jón Isberg, sýslumaður í
Húnavatnssýslu. „Til marks um það
get ég nefnt að sumarið ’83 vom tveir
aökomumenn að reyna aö selja hass
í félagsheimilinu hér á Blönduósi en
enginn vildi kaupa. Lentu þeir í
slagsmálumfyrir bragðið.”
SNERTUR
„Það hefur verið snertur af þessu
hér í sýslunni. Einhverjir strákar aö
sunnan vora að flækjast með fíkni-
efni héma, en það mál var leyst í
samráöi við yfirvöld í Reykjavík,”
sagði Jóhannes Arnason, sýslumað-
urSnæfellinga.
Að sögn Ingólfs Ingólfssonar, yfir-
lögregluþjóns í Stykkishólmi, búa
ekki eintómir englar á Snæfellsnesi.
„Það væri einkennilegt ef þetta
vandamál væri ekki til staðar hér
eins og annars staðar. En þau mál
sem upp hafa komið hafa undantekn-
ingarlaust snert utansveitarfólk.”
STRANDASÝSLA:
HRÆDDUR
„Auðvitað er maður hræddur. Það
er vitað um þessa hættu hér fyrir
sunnan okkur og spurningin er bara
hvort maður sleppur lengur eða
skemur,” sagði Rúnar Guðjónsson,
sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu, aðspurður um fíkniefna-
vandann í hans umdæmi. „I svipinn
man ég aðeins eftir einu fikniefna-
máli sem kom hér upp. Þar átti í hlut
ferðalangur með óveralegt magn af
hassi í fórum sinum. Annars er vart
hægt að tala um fikniefnavandamál
hér í sýslunni.”
NORÐUR-MÚLASÝSLA:
ÖRLÍTIÐ
„Það er lítið um fíkniefni hérna,
sáralitið, eiginlega örlítið,” sagði
Sigurður Gizurarson, sýslumaður
Þingeyinga. „Þó man ég eftir því að
skýrsla var tekin af ungum heima-
manni fyrir skömmu. Sá var aö
koma að sunnan og sögusagnir
gengu um aö hann væri með eitthvað
í fóram sinum. Það fór allt veL Ann-
ars eru fíkniefni engin plága hér í
Þingeyjarsýslum Reyndar eru eng-
arplágurhér.”
SUÐUR-MÚLASÝSLA:
RASSÍA
„Við gerðum rassíu hér í fyrra en
fundum minna en búist haföi verið
við. Þar áttu heimamenn hlut að
máli en síðan höfum við ekki orðiö
varir við neitt,” sagði Sigurður
Helgason, sýslumaður á Seyðisfirði.
„Við erum þó við öllu búnir, höfum
starfandi 3 fíkniefnanefndir, þar af
eina 12 manna sem kvödd er saman
:við minnstagrun.”
„Það er skoöun mín aö fíkniefna-
neytendur eigi erfitt uppdráttar á
litlum stöðum úti á landi, a.m.k. er
erfiðara að athafna sig þar en í f jöl-
menni,” sagði Stefán Skarphéðins-
son, sýslumaður í Barðastrandar-
sýslu. „Það hefur komiö upp kvittur
um að fíkniefni væra hér í sýslunni
en við rannsókn hefur það reynst vit-
leysa.”
AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLA:
VERBUÐ
„Hér era venjulega 200 aNcomu-
menn á vertíð og það segir sig sjálft
að ýmislegt misjafnt flækist með,”
sagði Olafur Olafsson, fulltrúi sýslu-
mannsins á Höfn í Hornafirði. „Það
er alltaf eitthvað um fíkniefni í ver-
búðum. I fýrra þurftum við að hafa
afskipti af málum þriggja einstakl-
inga. Þar var aðeins um neyslu að
ræða, enga sölu eða dreifingu.”
ÁRNESSÝSLA:
UTLENDINGUR
„Við höfum skoöað fíkniefnamál
nokkrum sinnum og í þeim tilvikum
hefur heimafólk aldrei átt hlut að
máli,” sagði Bogi Nilsson, sýslumað-
ur í Suður-Múlasýslu. „Það er helst
að efnin berist hingað með vertíðar-
fólki og feröalöngum. Síöast man ég
eftir útlendingi sem var hér í fisk-
vinnu og við þurftum að hafa afskipti
af vegna þessa. Það var reyndar
nauðaómerkilegt. Það fréttist allt
svo fljótt á svona litlum stöðum. Þaö
auðveldar okkur verkin. ’ ’
HÚNAVATNSSÝSLA:
EKKERT
„Þaö er ekkert um fíkniefni í Dala-
sýslu,” sagði Pétur Þorsteinsson
sýslumaður. „Ég hef aldrei orðið var
við aö íbúar hér væru með hass undir
höndum.”
SKAGAFJARÐARSÝSLA:
SÖLUMENN
ERFITT