Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. TIL SÖLU járnklætt timburhús að Vagnhöfða 23 Reykjavík. Stærö 160 fermetrar, vegghæð ca 4 metrar. Húsið er tilvalið sem hlaða eða geymsla. Selst til brottflutnings. Tilboð óskast. Húsið erí eigu Fornbílaklúbbs íslands. Upplýsingar á kvöldin í símum 37680 40015. 77010 og fLAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Skrifstofumenn hjá Innkaupastofnun. Vélritunar- og málakunnátta áskilin. • Skrifstofumaður hjá Innkaupastofnun. Starfið er m.a. fólgið í sendiferð- um. Upplýsingar veita Sigfús Jónsson og Sævar F.R. Sveinsson í síma 25800. • Rafmagnseftirlitsmaður í innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Iðnfræðings- menntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R. R. í síma 686222. • Bókasafnsfræðingur (deildarstjóri) óskast við nýtt útibú Borgarbókasafns í efra Breiðholti. Upplýsingar eru veittar á, skrifstofu Borgarbókasafns í síma 27155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. mars 1985. TILKYNNIIMG UM AÐSTÖÐUG JALD í REYKJAVÍK Ákveðið er að innheimta í Reykjavik aðstöðugjald á árinu 1985 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hérsegir: A) 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla B) 0,65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði C) 1,00% af hvers konar iðnaði öðrum D) 1,30% af öðrum atvinnurekstri Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undanþegin aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldsskyldir aðiiar skulu skila skattstjóra sér- stakri greinargerð um aðstöðugjaldsskyldan rekstrar- kostnað í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Greinar- gerð þessari skal skila með skattframtali framtalsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri framtalsskyldu, skulu fyrir 31. maí nk. skila greinargerð þessari ásamt ársreikn- ingi til skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lög- heimili. Reykjavík, 27. febrúar 1985. Skattstjórinn í Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhaldið umallt land: Hæst á Kópaskeri og lægst í Grindavík Upplýsingaseðlar bárust frá þrjátíu og tveimur stöðum á landinu fyrir janúarmánuð. Við höfum tekið meöal- talskostnað af hverjum stað fyrir sig og birtist hann hér að neðan. Að vísu er aðeins einn seðill frá sumum stöðun- um, en allt upp í fimm til sex frá ýms- um öðrum. t>að er mjög ánægjulegt að sjá hve víða þessir upplýsingaseðlar eru að komnir. Það sýnir að neytendasíða DV er lesin um allt land og fólk tekur vel áskorunum okkar um að sýna hagsýni í heimilisrekstri og halda heimilisbók- hald. Akranes 2.436 Akureyri 2.574 Blönduós 2.346 Bolungarvík 3.017 Dalvík 1.997 Egilsstaðir 2.782 Eyrarbakki 3.167 Eskifjörður 3.370 Grindavík 1.534 Hafnarfjörður 3.802 Hnífsdalur 2.543 Hella 1.928 Húsavík 2.580 Hvammstangi 3.645 Höfri.Hornaf. 2.217 I.—Njarðvík 2.187 Isafjörður 2.253 Kefiavík 3.082 Kópasker 3.985 Kópavogur 3.007 Neskaupstaður 3.353 Rangárvellir 3.178 Raufarhöfn 2.088 Reykjavík 2.804 Sauðárkrókur 2.004 Selfoss 3.241 Sandgerði 3.090 Vogar 2.178 Vopnafjörður 3.144 Vestmannaeyjar 2.610 Þorlákshöfn 3.116 Þingeyri 2.447 Ef tekið er meðaltal allra þeirra staða sem sendu inn kemur út 2.741 kr. á mann. Ef Reykjavík er tekin frá verður útkoman 2.739 kr., en meðaltal- ið í Reykjavík var kr. 2.804, eða rétt að- eins hærra. Oft áður hefur þessu verið öfugt farið en munurinn er svo lítill að hann ’brey tir svo sem engu. Oft heyrast þær raddir að þessar meðaltalstölur séu ekki réttar, — það geti enginn lifað af þessum lágu upp- hæðum. Við erum á annarri skoðun. Þessar tölur eru svo líkar og oftar en einu sinni kemur fyrir að fleiri en ein fjöl- skylda er með nákvæmlega sama meðaltal. Það eru ekki nema fáeinir seðlar sem skera sig úr og eru talsvert hærri en flestir seðlamir. Þetta finnst okkur benda til að tölumar séu fengnar með svipuðum hætti. En gleymum ekki að þama er um meðaltalstölur að ræða, þ.e. kostnað- inn á hvem heimilismann. Það er ekki öll fjölskyldan sem lifir fyrir þessar upphæðir. Sú tala fæst með því að margfalda meðaltalið með fjöiskyldu- stærðinni. Þannig er t.d. meðaltals- kostnaðurinn í Reykjavík 2.804 kr. á mann, en ef um fjögurra manna fjöl- skyldu er að ræða væri kostnaðurinn 11.216. Hæstur meðalkostnaður var á Kópaskeri, 3.985 kr. Þá yrði samsvar- andi kostnaður við fjögurra manna fjölskylduna kr. 15.940. Við vonumst til að allir þeir fjöl- mörgu sem sendu okkur upplýsinga- seöla í janúar missi ekki kjarkinn þótt viö séum seint á ferðinni og haldi áfram í heimilisbókhaldinu meö okkur. Fyllið út seðilinn fyrir febrúar og sendið okkur um hæl. A. Bj Ostur er alltaf jafnlystugur Deigið 200 g smjör eða smjörlíki, 61/2 dl hveiti, l/2tsk.salt, lmsk. vatn. Fyllingin 250 g sterkur ostur, 1 tsk. múskat, 1/2 tsk. pipar. Ofanákemur: 1 egg og 1/2 dl rifinn ostur. Hnoöið saman smjörliki og hveiti, látiö salt og vatn í deigiö og hnoðið saman. Látið deigið bíöa yfir nótt á köldumstað. Fletjiö deigið þunnt út og skeriö út tvær jafnstórar kringlóttar kökur, ca 25 cm í þvermál. Látið aðra plötuna á vel smurða plötu og raöiö þykkum ostsneiðunum ofaná. Kryddið með múskati og pipar. Penslið kantana með egginu og leggið hinn helming deigsins yfir. Þrýstið köntunum vel saman. Penslið síðan yfirborðið með afganginum af egginu og sáldrið rifna ostinum vel og jafnt yfir. Bakið síðan ostapæiö í 225 C heitum ofni í um það bil 30 mínútur. hhei/A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.