Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. Útlönd Útlönd > Útlönd Útlönd ÁFANGASTAÐUR Guernsey Ein Ermarsundsevia * Ein Ermarsundseyja Flug alla föstudaga með Flugleiðum til London og síðan með ,,UK airlines" til Guernsey um 40 mín. flug. Gist á góðum hótelum eða „guesthouses". Góð þjórtusta og fæði. Gott að versla, ekkert V.A.T. Skoðunarferðir til eyjanna Alderney og Sark en einnig til Frakklands. Mjög þægilegur staður fyrir fólk sem vill hafa það rólegt og hvílast vel. Nýr áfangastaður, sem er að verða æ vinsælli meðal ferðamanna. Hægt er að dveljast viku og allt að 4 vikum og hafa viðdvöl í bakaleið í London. Verð frá kr. 24.700 fyrir 2 vikur, innifalið hálft fæði, gisting og flug. Allar upplýsingar og bæklingar fáanlegir í skrifstofu okkar. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogi 44,104 Reykjavík @ 68-62-55 Hættulegt vatns- byssurán í Belgíu Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DVíBelgíu: Bankastarfsmaðurinn Roger Mart- ens varð fyrir óskemmtiiegri reynslu fyrir stuttu er hann var aö fara úr bankanum með 260.000 franka. Þegar hann opnaði hurðina á bíl sínum kom annar bíll þar á fleygiferö upp að hon- um. Hann sneri sér við og hélt að þetta væri einhver viöskiptavinurinn sem hefði orðiö of seinn í bankann. Ut úr bílnum stukku þá tveir menn og hróp- NYEREREFISKUR Hollenskir vísindamenn hafa nefnt fisktegund sem þeir fundu í Viktoríuvatni eftir Julius Nyerere, forseta Tanzaníu. Vísindamennim- ir ætla aö afhenda Nyerere málaða mynd af fiskunum þegar hann kemur til Hollands í fjögurra daga heimsókn sem gestur Beatrice vatninu. drottningar og Kláusar, manns hennar. Fiskurinn lifir einungis í Viktor- íuvatni. Hann er af einni af hundraö tegundum sem vísinda- mennimir hafa fundið síðan 1977 í uðu á frönsku, „peningana, pening- ana.” ,,Ég vildi ekki láta þá hafa neitt en þá sá ég að annar þeirra tók upp byssu og miðaði á mig. Þar sem ég stóð aug- liti til auglitis við byssuna sá ég hvar maðurinn tók í gikkinn en við það kom vatn úr byssunni. Ég kastaði mér til hliðar og vatniö lenti á bílnum minum. Við það hljóp lakkið allt upp á honum.” Eftir þetta rétti bankastarfsmaður- inn ræningjunum peningana með snar- hasti. Þetta mun fyrsta vatnsbyssu- rániöí Belgíu. Við nánari rannsókn kom í ljós að í vatnsbyssunni hafði verið sýra sem hefði blindað bankastarfsmanninn hefði hún hæft hann. Lögreglan fann síðar bíl bankaræn- ingjanna en þeir hafa ekki enn f undist. Innrás Bandarikjanna og banda- manna þeirra á Grenada 1983 var gerð með litlum undirbúningi og fljóta- skrift. Segir í skýrslu, sem fram var lögð í Washington í morgun, að innrás- arliðið hafi haft lélegt kort við að styöj- ast, verið of klyfjað til að elta óvinina uppi og nær því ráðist á sendiráð Vene- zúela á eyjunni vegna þess aö her- mennimir þekktu ekki fánann á bygg- ingunni. Segir í skýrslunni að miðað við und- irbúning og aðstæður hefði innrásin þó veriö „fagmannlega” útfærö, en háð hefði landgönguliðinu lélegt fjar- skiptasamband viö herskipið undan ströndum, þaðan sem innrásinni var stjórnað, og erfiöleikar við að koma þyrlum við til aö styðja innrásarliðið á jörðuniðri. Rokkarar rnð- mælast við hippa Frá Kristjáni Ara Arasyni, frétta- ritara DV i Kaupmannahöfn: Hið mikla ofbeldi sem einkennt hefur fríríkið Kristjaníu aö undan- förnu mun nú heyra fortíðinni til. Á sunnudaginn var gerði rokkara- grúppan Bullshit samkomulag viö hina friðsömu blómahippa sem búa í Kristjaníu. Samningurinn kveður á um að rokkaramir láti af fyrra ofbeldi og setji sig undir reglur fríríkisins. Reglur þessar kveða meöal annars á um bann við notkun bíla, eiturlyfja og vopna innan fríríkisins og allt of- beldi er stranglega bannað. Fyrir hönd Bullshitrokkaranna skrifaði foringi þeirra, höfðinginn, undir samninginn. Um langt skeið hafa rokkaramir vakiö mikla ógn og skelfingu í frírík- inu enda þekktir fyrir annað en náungakærleik. Mikið ofbeldi og mikil eiturlyfjaneysla hefur fylgt rokkurunum og hafa þeir oft staðiö fyrir blóðugum bardögum, jafnt í Kristjaníu sem víðar í Kaupmanna- höfn. Rokkaramir hafa yfir miklu af vopnum að ráða og oftsinnis hafa þeir beitt skotvopnum. Bækistöðvar sínar hafa þeir haft í Kristjaníu enda ákjósanlegur felustaður því lög- reglan heimsækir staðinn sjaldan. Þrátt fyrir ásókn rokkara til Kristjaníu hafa hipparnir á margvís- legan hátt reynt að koma endurbót- um á innan fríríkisins. Hafa þeir til dæmis reynt aö koma á fót fjölda handverksmiðja sem og annarri at- vinnustarfsemi. Einnig hafa þeir reynt að bæta samstarfið við yfirvöld og efla tiltrú almennings á réttmæti fríríkisins. Nýlega reiddu hippamir af hendi eina milljón danskra króna til danska hersins sem leigu fyrir afnot af staönum. Umbæturnar virð- ast hafa tekist að miklu leyti og í dag er meiri hluti Dana hlynntur varð- veislu fríríkisins. Á fjölmennum fundi á sunnudag var síðan enn eitt skrefið tekiö viö endurbæturnar með samningum við rokkarana. Hipparnir hafa lengi reynt að losna við þessa óæskilegu gesti og meðal annars leitað eftir hjálp frá yfirvöldum. Þau hafa þó alfariö vísað óskum hippanna á bug og sagt að vandinn sé þeirra. Þeir virðast nú hafa verið vanda þessum vaxnir. Hipparnir í Kristjaníu og aðrir Kaupmanna- hafnarbúar anda því léttar þessa dagana. Samfara hækkandi sól virð- ist nú friður rikja hér í Kaupmanna- höfn. Pósturínn Ruperts Blaöaútgefandinn Rupert Murdoch hefur lýst því yfir að hann hyggist hefja útgáfu á nýju dag- blaði í London. Blaðið á að koma út í London sem kvöldblað en annars staðar í Bretlandi sem morgun- blað. Það á aö heita The Post eða Pósturinn. Fyrir á Murdoch virtasta blað Bretlandseyja, The Times, og þaö óvirtasta.TheSun. REAGAN TEKUR TILLOG- UM MUBARAKS FÁLEGA Mubarak Egyptalandsforseta mis- tókst í gær aö fá Reagan Bandaríkja- forseta til að fallast á friðaráætlun sína. Áætlunin Mubaraks kveður á um aö Bandaríkjamenn taki þátt í viðræð- um viö sameiginlega samninganefnd Jórdana og PLO-palestínumanna. Síðar komi Israel inn í viðræðurnar. Reagan gaf í skyn að hann teldi óvíst hvert slíkar viðræöur myndu leiða og sagði að best væri ef aðilar deilunnar töluöu beint saman. Reagan sagðist þó vera ánægður með þá hreyfingu sem viröist komin á deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir því að deiluaðilar væru enn langt frá samninga borðinu. Mubarak sækist líka eftir rúmum þremur milljörðum dollara í efnahags- aöstoð frá Bandaríkjunum. Banda- ríkjastjórn hefur þegar lagt til í fjár- lagaáætlun aö Egyptar fái 2,1 milljarð dollara. Reagan lofaðiMubarak engu. Castro verður ekki við útför Tséménkos í Moskvu Bandaríkjamenn voru næstum búnir að sprengja upp sendiráð Venezeuela á Grenada vegna þess hvað kort þeirra voru léleg þegar þeir réðust þar inn fyrir rúmu ári. INNRÁSIN Á GRENADA VAR GERÐ í MIKLU ÍRAFÁRI Castro kúbuleiðtogi kemst ekki til útfarar Tsérnénkos. Hann sendir yngri bróður sinn, Raul, í staðinn. Þetta finnst mörgum stjórnmála- skýrendum skrítiö. Þetta er í annaö skipti sem Castro boðar forföll á mikil- vægan fund í Moskvu. Hann missti líka af leiðtogafundi Comecon ríkjanna fyrir minna en ári. Hann var bæði viö útfarir Bréznevs og Andropovs. Sérfræöingar hafa þó ekki séð neinn vott deilna miUi Sovétríkjanna og Kúbu. Castro er svo nátengdur Sovét- ríkjunum að þetta þykir mjög furðu- legt allt. I tilkynningunni um að Castro færi ekki til Moskvu voru engar ástæður nef ndar f yrir f orföllunum. Eftir samkomulagið við rokkarana rikir friður að nýju í fririkinu Krist- janíu í Kaupmannahöfn. Danmörk:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.