Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Qupperneq 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Lækka fargjöld á Norður-
Atlantshafsflugleiðinni?
jFrobisher Bay| [Sondre Stromfjorcl | WÉM
I~" jKeflavikl
7 '
m- 'Smm........................................................................................................................................................................
/
j- '
Á tveimur hreyflum til Bandarikjanna.
-k-i Venjuleg leið þriggja
og fjögurra hreyfla
farþegaflugvéla.
Frankfurtj •
í»l ■ ■
- Ví
Má búast viö aö fargjöld á flug-
leiöinni til Norður-Atlantshaf lækki
meö tilkomu tveggja hreyfla flug-
véla á þeirri leiö? Þeirri spumingu
veltir þýska vikuritið Der Spiegel
fyrir sér. Fyrsta tveggja hreyfla
þotan í farþegaflugi flaug yfir
Atlantshafiö 2. febrúar síöastliöinn.
Flugstjórinn tilkynnti farþegum sín-
um að flogið væri mun noröar en
vant væri, eöa meö strönd Græn-
lands. Þetta þýðir að flugtíminn er 30
mínútum lengri en venjulegt er meö
þriggja eöa fjögurra hreyfla þotum.
Ár og daga hefur veriö rifist um
hvort leyfa ætti tveggja hreyfla þot-
ur á þessari leið. Rök andstæöing-
anna eru aö möguleikinn á bilun eöa
óhappi á leiðinni sé of mikill. Jafnvel
þó ekkert tjón veröi, yrðu afleið-
ingarnar fyrir flugfélögin mjög nei-
kvæðar. Flugvélaframleiöendur
benda hins vegar á aö nú á dögum sé
hægt aö reiöa sig á hreyfla flugvéla.
Boeing verksmiöjumar fullyrða aö
möguleiki á bilun í hreyfli sé einn á
móti einum milljaröi flugtíma. Hve
lítill þessi möguleiki er sýnir saman-
burður við eldri geröir hreyfla sem
bila eftir átta milljón flugtíma —.
fræöilega séð.
Lítill rekstrar-
kostnaður
Enn meira máli skiptir hinn litli
rekstrarkostnaöur tveggja hreyfla
flugvélanna, sérstaklega hin litla
eyösla þeirra. Tveggja hreyfla
Boeing 767 brennir eldsneyti fyrir
um 300 þús. dollara á leiðinni frá
París tU St Louis þegar fjögurra
hreyfla þota af gerðinni 747 eyöir
eldsneyti fyrir um 564 þús. dollara.
Slík eldsneytisneysla gæti leitt til
lægri fargjalda á leiöum tveggja
hreyfla þotna. Þess vegna hafa flug-
félög þrýst á yfirvöld í Bandaríkjun-
um að leyfa tveggja hreyfla þotur á
þessari leið.
Samkvæmt ákvörðun bandariskra
yfirvalda verða tveggja hreyfla
þotur allstaöar aö vera í minna en 60
minútna fjarlægð frá næsta alþjóða-
flugvelli. Flugvellir á þeirri leiö eru
Keflavík, Sendre Stremfjord,
Frobisher Bay, Goose Bay og
Gander. Flugfélögin segja aö yfir-
völd ættu að leyfa þeim að fljúga í 90
mínútna f jarlægð frá næsta flugvelli,
því aö tveggja hreyfla þotur hafi
IMýja sparsama Airbus TA 11 þotan.
þegar sýnt hvaö í þeim býr á leiöinni
frá Kanada til Tel Aviv.
Ný, sparneytin
flugvél
Flugfélagiö Trans World Airlines
reiknar meö því aö geta sent tveggja
hreyfla vélar sínar á eölilega flugleiö
yfir Atlantshafiö á þessu sumri, er
yfirvöld hafa gefið leyfi fyrir því.
Lufthansa flugfélagiö segir aö
ýmsum atriðum þurfi að breyta áöur
en hægt sé aö senda tveggja hreyfla
þotur yfir Atlantshafið. Til dæmis
TRANS WORLO
þurfi aö koma ýmsum varahlutum
fyrir á neyöarflugvöllum. Til dæmis
heilum hreyflum, ef skipta þyrfti um
bilaöan hreyfil á leiðinni.
Brottför gæti tafist ef ekki væri
hægt aö lenda á einum neyðarflug-
velli t.d. vegna þoku. Því vilja stjóm-
endur Lufthansa að geröar veröi
nýjar og sparsamari fjögurra
hreyfla flugvélar sem hæfa til lang-
ferða. Airbus verksmiðjan hefur
fyrir nokkru hafiö framleiðslu á
slikum vélum. Hún heitir TA 11 og er
fjögurrahreyfla. -ÁE
Boeing 767 tveggja hreyfla flugvélin sem Trans World Airlines hefur
tekið í notkun.
ORVA SAMNINGAR
VOPNAKAPPHLAUPtÐ?
Á meðan stórveldin semja f ramleiðir hergagnaiðnaður þeirra sífellt f ullkomnari tortímingartæki
Stórveldahamborgari — með öllu. . .
Vopnatakmörkunarviðræður stór-
veldanna byrja í þessari viku. Marg-
ir telja aðlíkumará þvíaösamning-
ur, sem einhverju máli skipti, komi
út úr viöræðunum séu nánast engar.
Á meðan samningamenn stórveld-
anna semja um þau vopn sem nú eru
í notkun er verið aö hanna og jafnvel
framleiöa önnur vopn sem munu
gera hin úrelt. Þessi vopn eru dýr og
öflug og hönnun þeirra er komin svo
langt aö sérfræðingar telja að þegar
sé í raun orðiö of seint aö takmarka
eöa hætta viöframleiðslu á þeim.
„Vopnauppbyggingin lifir í raun
sjálfstæöu lífi,” segir Gordon Ad-
ams, sem vinnur viö aö rannsaka út-
gjöld til hermála. „Það þyrfti geysi-
lega harðan forseta og vamarmála-
ráöherra til aö stöðva slíka uppbygg-
ingu.”
Margir óttast aö „her-iönaðarsam-
steypan”, eins og Eisenhower forseti
kallaöi bandalag hergagnaframleiö-
enda, vísindamanna, uppfinninga-
manna og hersins sjálfs, sé í raun
svo valdamikil aö ekki veröi viö hana
ráöið.
„Hún er eins og gríöarstór kol-
krabbi spilltur af eftirlæti — matar-
lyst hans er ógurlega og angar hans
alls staöar,” sagði heimildarmaöur
innan bandariska þingsins.
Búast má viö aö þaö sama megi
segja um sovésku hemaðarvélina.
Þeir eru nokkrir sem telja aö tími
umfangsmikilla vopnatakmörkunar-
samninga sé liðinn. Of langan tíma
taki aö semja og tæknin yfirtaki
beinlínis samningaviöræöumar og
hvetji jafnvel til aö ný vopn séu
hönnuð til aö hægt sé að nota þau
sem peö í samningunum. Þannig
veröi samningaviðræðurnar í raun
til þess aö hella olíu á vopnafram-
leiöslubáliö.
Þaö bál logar glatt. Raunvemleg
eyðsla í hergögn í Bandaríkjunum er
nú meiri en þegar mest var eytt í
Kóreustríöinu eöa Víetnamstríðinu.
Hergagnaframleiðsla er sá broddur
viöskiptalifs sem er í ömstum vexti í
Bandaríkjunum.
Síöan 1980, fyrir fimm árum, er
búiö aö eyða þúsund miUjöröum doU-
ara í vamarmál. Þaö eru 43 þúsund
mUljaröar íslenskra króna. Fjárlög-
in 1984 vom 26 miUjarðar króna. Þaö
þýðir að útgjöld Bandaríkjamanna
til hermála undanfarin fimm ár hafa
verið tæp tvöþúsundföld útgjöld ís-
lenska ríkisins í fyrra.
Sérfræðingar segja að þrjú prósent
verkamanna hjá einkafyrirtækjum
vinni hjá fyrirtækjum í hergagnaiön-
aði. SUk fyrirtæki em orðin stærsti
vinnuveitandinn í mörgum greinum
framleiöslu.
Adams, sem vinnur hjá óháðri
rannsóknarstofnun, segir að síaukn-
ar fjárhæðir séu nú fastar í vissum
fyrirtækjum eöa vopnakerfum. Pen-
ingahlutfalUð, sem þannig sé fast
vegna undirritaðra samninga, var 27
prósent heUdarútgjalda til vamar-
mála árið 1980 en árið 1990 veröur
þetta hlutfaU 40 prósent.
„Þaö verður sífellt erfiöara aö
stjóma vexti herútgjalda í framtíð-
inni,” segir stofnun nokkur sem
vinnur í sUkum málum í Banda-
ríkjunum.
Á næstu 11 árum á að framleiða í
Bandaríkjunum 100 MX eldflaugar,
aUt aö 1.000 „Midgetman” skeyti,
sem eru Utlar heimsálfueldflaugar,
100 B1 (b) sprengiflugvélar, 132
Stealth flugvélar, sem eru ósýnUeg-
ar ratsjám, fleiri en 3.000 stýriflaug-
ar, 20 Trident kafbáta og næstum 500
Trident eldflaugar og auk þess ótrú-
legan fjölda annarra vopnakerfa,
sem flest nota nýjustu hátækni.
Bara B1 (b) áætlunin veitir 60.000
manns atvinnu í beinni vinnu viö
gerð vélanna og 200.000 óbeina vinnu
í 48 af 50 fylkjum Bandaríkjanna.
Jafnvel þó stjörnustríðsáætlun
Reagans sé enn aöaUega á teUmi-
borðinu eru framleiöendumir þegar
byrjaðir aðsækjast eftir framleiðslu-
og hönnunarsamningum.
Virt vamarmálablað segir aö
rannsóknarfyrirtæki hafi þegar
fengiö einn miUjarö doUara til aö
rannsaka möguleikana á byggingu
geimvopna.
Og þegar er byrjað að búa til tæki
sem geta gert geimvopnin óvirk.
Þannig aö jafnvel áöur en búið er aö
hanna vopnin er einnig byrjað að
hanna mótvopn. Þannig heldur
vopnakapphlaupiö áfram, í sífeUt
stærri og kostnaöarsamari
hringjum.
Umsjón: Þórir Gudmundsson