Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
Frjáist.óháÖ dagblað
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. E YJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMULA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgroiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð 6 mánuði 330 kr. Verð i leusasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Staða „litla bróður”
Flóö pappírs og hanastél einkenndu þing Norðurlanda-
ráös eins og jafnan áöur. Viö bættust nokkrar uppá-
komur, sem heppnuöust misjafnlega. Páll Pétursson for-
seti þingsins telur þetta hafa verið eitt hið merkasta af
Norðurlandaþingum. Fyrir crfckur íslendinga skiptir
þingið þó ekki sköpum.
Samþykkt var efnahagsáætlun fyrir stóru bræöurna
okkar. Þetta getur orðiö þeim hagstætt. Viö vorum
spyrtir viö Grænlendinga og Færeyinga í minniháttar
aðgeröum fyrir „noröur-vestur Norðurlönd”, svona eins
og til málamynda.
Tillaga okkar manna um stöö hérlendis fyrir lífefna-
iönað var auðvitað fryst.
Við viljum vinna meö öðrum Norðurlöndum. Af því
getum viö margt lært, og þeir af okkur. Viö getum haft
samstöðu víöa. En við viljum ekki leggjast undir neitt ok,
sem stóru bræðurnir kunna aö vilja setja á okkur. Viö
viljum ekki fylgja blindandi þeirri leiösögn, sem þeir
bjóöa litla bróöur.
Sumir kvarta yfir, aö ekkert náöist fram um sjónvarps-
samvinnu Norðurlanda. En spyrja má: Viljum viö
íslendingar greiða fyrir að fá eitthvaö af sjónvarpi frá
öðrum Noröurlöndum, til dæmis norskt síðdegis-
sjónvarp? Líklegt er, aö viö vildum heldur fá aðgang að
brezku sjónvarpi, svo aö dæmi sé tekið. Líklegt er, aö viö
séum sízt verr komnir, þótt viö sleppum viö Nordsat.
Við höfum haft samvinnu viö Noröurlöndin í starfi
Sameinuöu þjóöanna. Það samstarf hefur verið of mikið,
ekki of lítið. Viö eigum enga samleið meö þeim forystu-
mönnum á Norðurlöndum, sem styöja einræðisríki þriðja
heimsins í tilraunum til að kúga fjölmiölun í þróunar-
ríkjunum.
Tvö önnur Norðurlanda, Noregur og Danmörk, eru meö
okkur í Atlantshafsbandalaginu.
En Svíþjóö og Finnland standa utan þess.
Stjórnvöld í Svíþjóö og Finnlandi reyna gjarnan aö
biðla til Sovétríkjanna, sennilega af ótta viö voldugan
granna. Margt er brogaö í hlutleysisstefnu þessara ríkja.
Ekki er ástæöulaust að tala um „finnlandiseringu”,
þegar rædd eru samskipti Finria viö Rússa.
Þarna kemur fram skýr munur á þeirri utanríkisstefnu,
sem meirihluti íslendinga styður, og utanríkisstefnu
tveggja stóru bræöranna.
Margt er líkt í utanríkisstefnu íslendinga og þeirra
hægri manna, sem nú stjórna í hinum NATO-ríkjunum,
Noregi og Danmörku.
En meirihluti íslendinga hafnar undirlægjuhætti
stjórnarandstæðinga í þessum löndum við Sovétveldiö.
Viö eigum aö stunda samstarf viö öll þau ríki, þar sem
hagsmunir og viðhorf fara saman. En í hvívetna verðum
við, lítil eyþjóð, að gæta þess að varöveita okkar eigin
málstaö. Viö megum ekki blindast svo af norrænni
væmni, aö þetta gleymist.
Uppákomur settu nokkurn svip á þessa samkomu
Noröurlandaráðs, „græningjar”, Jón Baldvin Hannibals-
son og Árni Johnsen. Margt er til í því, sem þeir Jón
Baldvin og Árni lögöu til mála. Ástæðulaust er aö gera
mikiö úr því, aö þeir hafi „móðgað” einhverja. Verst er
fyrir Jón Baldvin, aö hann klúöraði sínu máli með rugli
og svardögum um, aö hann heföi ekki sagt það sem hann
hafði sagt svo og með ótímabærri afsökunarbeiðni viö
Finna vegna hins alþjóðlega hugtaks „finnlandisering”.
Haukur Helgason.
Kjallarinn
Sólarkveðja með
átthagarembu
Fyrsti mars. Þaö er logn, skýjaö
og hitinn átta gráöur. Sólskin var í
gær. Svosem ekkert sérstakt veöur,
en menn mega þó þokkalega við una
þegar tillit er tekiö til árstímans.
Rás 2 var eitthvaö aö tala um rok og
rigningu fyrir sunnan í gær. Þetta
getur varla staðist. Slíkt veðurlag
hélt maöur aö væri óþekkt í hinum
sælu, sólríku Suöurbyggðum.
Selstöðukaupmenn
Þaö er upphafið á veldi hinna sælu
Suöurbyggöa aö í þeim stað er þá var
nefndur Hólmskaupstaður, eða bara
Hólmurinn, reis dönsk selstöðuversl-
un, og aðrir verslunarstaöir risu til
dæmis í Hafnarfirði og á Suðurnesj-
um. Þá tóku ýmsir æöstu umboðs-
menn hins erlenda einveldis sér ból-
festu á þessu svæöi og útrýmdu
hinum fornu og merku höfuðstööum
REYNIR ANTONSSON
STJÓRNMÁLAFRÆÐIIMGUR
AKUREYRI
fullkomnustu forrit, þá er alls ekki
víst aö hin kalda rökvísi tölvanna
gefi þau svör sem óskaö er. Þaö er
nefnilega engan veginn víst aö þessir
þjóöflutningar séu eins hagkvæmir
eins og menn vilja vera láta.
Þaö eru mörg rök sem hníga aö því
að hagkvæmt sé aö halda öllu land-
inu í byggö. Hér skal ekki frekar
fjallað um hin mannlegu rök sem
engar tölvur, hversu fullkomnar sem
þær eru geta metið. Þessi mannlegu
rök kalla sumir einu nafni átthaga-
rembu og virðast ýmsir Reykvíking-
ar engir eftirbátar annarra í þeirri
list. Víkjum þá aö þeim beinu hag-
rænu rökum sem færa má aö byggða-
stefnu. Þá ber fyrst aö nefna öll þau
verömæti sem fara myndu í súginn
ef þjóöin öll yröi flutt til Suöur-
byggða, öll milljónamannvirkin sem
stæðu ónotuö þegar þjóöin væri
komin „suður á bankanna vald”. Þá
ber aö nefna öll þau vandræði sem af
því myndu hljótast ef eitthvaö brygöi
út af meö veöurfar á því takmarkaða
svæöi sem ætlaö væri til landbúnað-
ar, en sem kunnugt er, þá er það
sjaldgæft svo ekki sé meira sagt að
illa ári samtímis í öllum
landshlutum. Vísast um þetta mál til
Veðurstofu Islands sem staðsett er í
Reykjavík og ætti því ekki aö gefa
rangar upplýsingar landsbyggöinni í
hag. Þá hef ég ekki enn heyrt þess
getið aö virkjanir sem því nafni geta
heitiö hafi veriö reistar í Reykjavík.
„Mörgum sveitarstjórnarmönnum á sjálfu höfuðborgarsvæöinu er
farið að óa við útþenslu þess og vilja breytta stefnu, enda sjálfsagt
enginn leikur að stjórna borgarskrimsli."
Almannavarnir
Hér skal aö lokum nefndur einn
þáttur sem lítið hefur farið fyrir í
allri umræðunni um byggöamál.
Reykjavík stendur á mörkum
tveggja hættusvæða. Annars vegar
hins mikla jarðskjálftasvæöis á
Suðurlandi og hins vegar eins
virkasta eldgosasvæðis landsins á
Reykjanesi. Svo gæti hæglega farið
aö neyöarástand skapaðist í hinum
blómlegu Suðurbyggöum vegna
náttúruhamfara, og yröi því ekki
lítiö öryggi í því að vita af allstórum,
blómlegum þéttbýliskjörnum í
öörum landshlutum, þó ekki væri
nema til aö koma í veg fyrir hungurs-
neyð, að ógleymdum þeim mögu-
leika aö til staðar væru í landinu
fullkomin sjúkrahús sem slyppu
alf arið viö skemmdir.
Þaö kann aö vera aö eitthvaö þurfi
aö grisja byggðina í landinu og lík-
lega er sú stefna í byggðamálum
hagkvæmust aö byggja upp þrjá til
fjóra öfluga höfuðstaði í landinu
9 „Þessi mannlegu rök kalla sumir
einu nafni átthagarembu, og virðast
ýmsir Reykvíkingar engir eftirbátar
annarra í þeirrilist.”
landsins og menningarsetrum
Hólum og Skálholti, aö ógleymdum
sjálfum Þingvöllum. Allt þetta
gerðist á mesta afturfararskeiöi
þjóðarinnar fyrr og síöar. Sú
söguskoöun Baldurs frænda míns
Hermannssonar að hengja ætti stór-
riddarakross á danska selstöðukaup-
menn og embættismenn ásamt
íslenskum leiguþýjum þeirra, aö
sjálfsögöu aö þeim látnum, kann að
eiga fullan rétt á sér. Að minnsta
kosti verður því ekki neitað aö frum-
leg er hún.
Tilviljanir
Ef frá er talin þjóðsagan um ribb-
aldaforingjann Ingólf Arnarson sem
vann sér þaö helst tii frægðar aö
myröa þræla bróður síns fyrir þá sök
eina aö þeir losuðu sig viö kvalara
sinn, þá verður að segjast aö vöxtur
og viögangur Reykjavíkur og ná-
grennis hefur aö miklu leyti oröið
fyrir röö meira og minna samverk-
andi tilviljana. Framsýni einstakra
manna eöa náttúrugæði, hvaö þá
veöursæld, eiga þarna sáralítinn
þátt. Hér gefst ekki rúm til að f jalla
um þessa þætti, en nefna má í þessu
sambandi þilskipaútgerö einkaaöila
sem leiddi til hrikalegrar rányrkju á
Faxaflóanum, hermangsgróöa, og
síðast en ekki síst gífurlega sam-
þjöppun efnahagslegs og pólitísks
valds sem á síðustu áratugum hefur
leitt til hreinnar nýlendustefnu meö
tilheyrandi fjármagnsflutningum,
oft á tíðum jafnvel í nafni byggða-
stefnu, sbr. höll framkvæmdastofn-
unar viö Rauðarárstíginn.
Af hverju
byggðastefnu
Það kann aö vera aö hinir tölvu-
væddu hagspekingar á Nordalsstöð-
um (þaö musteri mun reyndar aö
verulegu leyti vera reist fyrir lands-
byggöarfé) kunni aö meta þær nýju
hugmyndir sem litið hafa dagsins
ljós, aö best sé aö flytja allan skrílinn
á gósenheiöar Suöurbyggöa. En þó
þeir þykist hafa búiö til heimsins
(þar á meöal Isafjörð) ásamt
nálægum sveitum. En fara verður
varlega í slíka grisjun og taka fuUt
tiUit til mannlegra sjónarmiöa.
Annars eru þaö ekki landsbyggðar-
menn einir sem nú tala um nauðsyn
jafnvægis í byggð landsins. Mörgum
sveitarstjómarmönnum á sjálfu
höfuöborgarsvæöinu er fariö aö óa
viö útþenslu þess og vUja breytta
stefnu, enda sjálfsagt enginn leikur
að stjórna borgarskrimsli. Svo viö
tökum nú bara eitt dæmi. Hvar á aö
fá heimdislækna handa öllum
Isfiröingunum þegar þeir eru komnir
í Breiöholtið. Og hvar á að taka
peninga tU aö byggja fyrir þá skóla,
félagsmiöstöövar eUUieimUi og
annaö það sem ómissandi véröur að
teljast í nútíma borgarsamfélagi?
Reynir Antonsson.