Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Síða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
Spurningin
Hverjir heldurðu að
hreppi íslandsmeistara-
titilinn í körfuknattleik?
Bragi Guðjónsson slökkviliðsmaður:
Það verða Njarðvíkingar sem vinna að
þessu sinni.
Vigdís Þorvaldsdóttir jarðfræðingur:
Nú veit ég ekki. Ætli ég veðji samt ekki
á Valsliöið.
Ingvar Guðjónsson starfsmaður: Ég
fylgist ekkert meö körfubolta og
stendur alveg á sama um hverjir
hreppaþarsigur.
Plútó, gæludýr í Giæsibæ: Eg hef alveg
tröllatrú á liöi Hauka úr Hafnarfirðin-
um. Þeir taka Njarðvíkingana í úr-
slitaleiknum.
Árni Níelsson verslunarmaður: Það er
ekki gott að segja. Helst hef ég trú á
liöi Njarövíkinga.
Málfríður Amórsdóttir verslunarmær:
Ég hef ekki hugmynd um þaö og
treysti mér ekki til aö veðja á neitt sér-
staktlið.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Svargrein:
STEINDÓRSMÁUÐ
Kominn tími til að leigubílstjórar taki þátt i eðlilegri og heiðarlegri samkeppni, segir Guðmundur m.a. í
svargrein sinni.
Guðmundur R. Ásmundsson, fram-
kvæmdastjóri á Sendibílum hf. á
Steindórsplaninu skrifar:
I DV föstudaginn 8. mars bhtist
grein, undir fyrirsögninni Steindórs-
stöðinni verði lokað, skrifuö af Skildi
Eyfjörð leigubílstjóra sem er þekkt-
ur fyrir allt annaö en prúömennsku.
Efni bréfsins þykir mér staðfesta aö
umræddur leigubílstjóri hugsar ekki
eins og annað fólk, hvað þá aö hann
fari meö rétt mál. Leigubílstjórar
hafa stundaö þann ósóma í áratugi
aö aka út vörum og eru nú komnir
meö sérstaka skutbíla í þannig verk!
Sendibílstjórar hafa reynt aö standa
á rétti sínum og fá leigubílstjórana
til að hætta þessari iöju en jafnan
veriö svaraö á leið aö viðskipta-
vinurinn réöi viö hvem hann verslaði
og þaö væri eðlilegt aö leigubílar
stunduöu þessa vinnu þar seiu þeir
væru ódýrari. Þegar Sendibílar h/f
hófu rekstur sendibíla á Steindórs-
planinu byrjuðu þeir meðal annars
meö nýja stærö sendibíla sem viö
höfum kosið að kalla greiöaþjónustu-
leigubifreiðar. Það eru smásendi-
bílar sem bera 650 kg og eru 3mJ aö
innanmáli. Þessir bílar em ódýrari í
innkaupum en leigubifreiðar til
mannflutninga og þess vegna eru
þeir með talsvert lægri taxta. Þessu
hefur fólk áttaö sig á og mörgum
finnst hagkvæmt aö skutlast á milli
staða á svona bíl.
Viö skulum athuga að lægsta kaup
verkamannsins er í dag ekki meira
en 81,20 á tímann. Startgjald leigu-
bíla til mannflutninga er kr. 95.00 en
greiðaþjónustuleigubifreiðar kr.
75.00. En hvað segir einokunar-
hringur ieigubílstjóra viö þessu?
Þeir reka upp mikinn harmagrát og
væla um lögbrot og annaö í þeim dúr
og nú er ekki lengur eölilegt að við-
skiptavinurinn leiti þangaö sem
þjónustan er ódýrust. Er ekki
kominn tími til að þessir menn taki
þátt í eölilegri og heiðarlegri sam-
keppni um markaðinn eins og aörar
stéttir þjóðfélagsins?
Varöandi þá atburöi er geröust aö-
faranótt sunnudágsins 3. mars skal
tekið fram aö alvarlegast af öllu er
þegar leigubílstjórar tóku sér vald
sem þeir ekki hafa meö því að svipta
menn ferðafrelsi sínu. Svo langt
gengu þeir í þessum kjánaskap
sínum að þeir ollu eignatjóni með því
aö aka á eina af bifreiðum okkar.
Skjöldur segir að einn þessara bíl-
stjóra sé réttindalaus meö öllu, en
umræddur bílstjóri hefur öll réttindi
til aksturs leigubíla og samkvæmt
stjómarskrá Islands er óheimilt aö
hefta atvinnufrelsi hans þar sem al-
mannaheill krefst þess ekki. Þess
má enn fremur geta að þessi maður
er óumdeilanlega meö upp undir
heilu ári lengri starfstíma í leigu-
akstri en Þorgils Þorvarðarson,
leigubílstjóri á BSR, úthlutunar-
maöurinn sem úthlutaði sjálfum sér
atvinnuleyfi viö seinustu úthlutun at-
vinnuleyfa síöastliðið haust. Um-
ræddur Steindórsmaöur hefur
ítrekaö reynt aö leita réttar síns til
samgönguráðuneytisins sem hefur
ekki einu sinni haft fy rir því að svara
málaleitanhans.
Magnús varð fyrir óskemmtilegri reynslu í sambandi við víxlaviðskipti.
Válegur
víxill
Magnús Guðmundsson skrifar:
Snemma á síöasta ári lagöi ég leiö
mína í bankastofnun, (viö getum
kallaö bankann B.bankann) og fékk
þar fyrirgreiðslu, kr. 30.000,- til
tveggja mánaöa, sem ekkert var nema
gott um að segja. Þetta var nánast
helmingur af því sem ég fór fram á en
þaö virðist vera háttur bankanna að
lána einstaklingum aldrei meira en
helming þess sem þeir fara fram á. Nú
líður tíminn og komið aö gjalddaga
þessa ágæta víxils en í millitíðinni haföi
mér áskotnast sjálfskuldarábyrgöar-
bréf (bankamál) aðupphæðkr. 63.500,-
og var þetta bréf til sex mánaða. Hugs-
aði ég mér nú gott til glóðarinnar og
hélt meö bréfiö mitt á fund banka-
stjóra í þessum ágæta banka (við
getum kallað bankastjórann S.P.) og
sýndi honum bréfiö mitt sem ég baö
hann um aö kaupa af mér og gera þar
meö upp skuld mína viö bankann,
ásamt annarri smáskuld sem var þar
fyrir og var mér viðkomandi. S.P. tók
mjög vel í þessa málaleitan mína, bað
mig um aö skilja bréfið eftir og sagði
mér aö þetta mundi allt vera í góðu
lagi. Eg fór hinn ánægöasti úr
bankanum og dásamaöi þessa öölinga
við alla sem á mig vildu hlusta því aö
við svona banka átti maður aö eiga
viðskipti.
En því miöur var Adam ekki lengi í
paradís því aö ekki var liðinn nema ea
mánuður þegar ég fæ bréf frá lögfræö-
ingi B. bankans þar sem mér er tjáö að
ég skuldi bankanum víxil og ef ég ekki
borgi innan ákveðins tíma veröi mér
veitt aöför samkv. lögum. Mér brá aö
sjálfsögðu og flýtti mér á fund S.P.
sem rámaöi í málið og lét fletta upp
hvenær hann hefði veitt mér viötal,
sagöi hann mér bara að vera rólegum,
þetta væru smá vægileg mistök og aö B.
bankinn mundi hafa samband viö mig,
sem auövitaö var gert, því strax næsta
dag hringdi til min maður sem kynnti
sig sem yfirmann verðbréfadeildar B.
bankans. Hann sagöi mér að eitthvað
heföi fariö úrskeiðis hjá bankanum og
þeir heföu því miöur tapaö eða mislagt
bréfiö mitt, en ég skyldi engar
áhyggjur af þessu hafa þar sem þeir
mundu auglýsa bréfið glataö og væri
ég laus ailra mála. En eitthvað hefur
þetta nú breyst á þessum tíma því ég
hélt áfram aö fá vinsamlegar
orðsendingar frá lögmanni bankans og
þar sem vinsamleg tilmæli hræra allt-
af mitt litla hjarta lagði ég fyrir hann
málið eins og það gekk fyrir sig
jafnframt því aö láta hann hafa ljósrit
af skuldabréfinu.
Þessi ágæti lögmaður tjáöi mér að
hann skyldi kanna máliö og ég mundi
fá að heyra um lyktir þess innan
skamms, sem aö sjálfsögöu var rétt
hjá honum. Eg hef fengiö aö heyra frá
þeim sem ábyrgðust greiöslu víxilsins
sem ég upphaflega fékk lánaöan hjá B.
bankanum því aö þaö var verið aö gera
hjá þeim lögtak fyrir kr. 30.000,- auk
vaxta og kostnaöar.
Svo aö í dag stend ég uppi 63.500,- kr.
fátækari því S.P. kannast ekki lengur
viö málið, skuldugur við B. bankann og
búiö að gera lögtak hjá tveim vinum
mínum bara fyrir þann aulaskap minn
aö treysta S.P. fýrir bréfinu mínu og
heimta ekki hjá honum kvittun þegar
ég á sínum tima afhenti honum bréfiö.
Toskutal
yfiiiæknis
Kristrún Guðmundsdóttir hringdi:
Þegar ég las fyrirsögn á forsíöu DV
7.3. þar sem stóö: „Yfirlæknir um
barnaruglinginn: Eins og aö taka vit-
lausa tösku” hélt ég aö þama væri á
ferðinni óráðshjal óvita manns. Þegar
maður les áfram kemst maöur aftur á
móti aö því aö hér er um aö ræöa mann
í mjög ábyrgri stöðu og þaö aö hann
skuli álíta börn landsins ekki merkari
en einskisnýtar töskur, sem maður
tekur í misgripum, er forkastanlegt.
Eg vorkenni mjög f jölskyldum þeirra
manna sem álíta börn ekki meira virði
enþaö.
Yfirlæknirinn getur aö vísu ekkert
gert aö mannlegum mistökum er
starfsfólk hans gerir, en mér finnst
hann ekki mega láta svona orð út úr
sér.
Bréfritari álitur böm landsins
merkari en einskisnýtar töskur.