Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 23
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. 23 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd .... ” • • _ _ S • Æ í v' Sprengivarpan hlaðin í einu launsátrinu, sem skæruliðar veita stjórnarherflokkum og Sovétmönnum. hafa til umráða, heldur það vatn sem hægteraðná í. Áróður í lestrarherferð — Enn eitt dæmið um endurbótatil- lögur stjórnvalda var lestrarherferð. En hér var sami tvískinnungsháttur- inn. Þaö er vissulega rétt, sem komm- únistar bentu á, aö stærsti hluti afghönsku þjóðarinnar er illa læs og skrifandi. Þess ber þó aö geta Afghanir þekkja yfirleitt stafrófið og kunna lítið eitt til lestrar. Það er hefð fyrir því að Afghanir læri að lesa í moskunum. Auðvitaö var það þó nauösynlegt að bæta lestrar- og skriftarkunnáttu alþýð- unnar en það sem stjómvöld geröu kom því ekkert viö. Eina kennsluefnið var áróöursefni frá stjómvöldum um ágæti stjómarinnar og sovéska kerfis- ins. Og þetta átti að vera grundvöllur lestrarherferðarinnar. — Markmið kommúnistanna er ekki menntun heldur innræting og heila- þvottur. Um leið og áróðurinn fyrir lestrarherferðinni var mestur lögðu stjórnvöld háskólann svo að segja niöur. Þeir kennarar og nemendur sem neituöu aö ganga í kommúnistaflokk- inn voru reknir úr skólanum eða jafnvel myrtir. M.a. af þessum sökum flúðu margir menntamenn frá Afghanistan. Lokuðu skólum — Allt sem stjómvöld gerðu var í beinni þversögn við yfirlýsingar þeirra. Þannig lokuöu þeir öllum skól- um sem reknir voru á grundvelli múhameöstrúar en það voru einmitt þeir skólar þar sem lestrarkennsla fór áöur fram. Þeir sögöust ætla aö mennta fólk, en jafnvel þeir nemendur sem voru að ljúka námi voru látnir hætta ef þeir gengu ekki í kommúnista- flokkinn. Á stuttum tima hafa verið geröar margar stjórnarbyltingar. Var mikill munur á valdaklikunum? Það hafa vissulega veriö mikil valdaátök milli herforingjanna sem hafa farið með völdin. Þessi valdaátök hafa þó aö mestu veriö í samræmi við hagsmuni Sovétríkjanna. Þannig var Sovétvininym steypt af stóli og við hon- um tök Sovétvinurinn Amin. Þó þetta kunni að viröast einkennilegt þá lágu hér sovéskir hagsmunir að baki. Amin var varaformaður þess hóps inn- an kommúnistaflokksins sem Taraki var formaður fyrir. Þegar Amin tók við völdum lét hann birta nöfn 13 þúsund manna sem hann sagði að heföu verið myrtir í stjórnartíð Tarakis. Með þessu ætluðu Sovétmenn að byrja upp á nýtt, breyta ásjónu sinni og fá almenn- ingsálitið með sér. Það átti aö kenna Taraki um undangengin mistök. Allt fór þó á sama veg sem fyrr. Fólk vissi vel hver Amin var og blóðbaðiö hélt áfram þar til hann varð einnig að víkja. Knúin til að gera innrás — Það var í þessari stöðu sem Sovét- rikin sáu sig knúin til að gera hina opinberu innrás. Til aö viöhalda ítök- unum var ekki önnur leið fær. — Þaö var og er enginn munur á stjómarháttum Tarakis, Amins og núverandi valdhafa undir stjórn Karmals. Þeir eru einfaldlega strengjabrúður sem er algerlega stjórnaö af Sovétmönnum. Þeir eru svo til valdalausir sem einstaklingar og hlýða fyriimælum. Þetta sést meðal annars á því aö „traustir” stjómar- meðlimir hafa flúiö um leið og þeir hafa haft tækifæri til. T.d. hafa tveir fulltrúar afghönsku stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum flúið með stuttu millibili. Þeir vildu ekki vera strengja- brúðurSovétríkjanna. Hvernig brugðust Afghanir við innrás Sovétríkjanna? Afghanistan er óvefengjanlega fá- tækt land en fólkið var mjög glaðsinna og stolt. Allt sem við höfðum áöur hefur nú verið lagt í nist, en stoltið hefur þjóðin þó ennþá. — Eftir því sem sovéski herinn hefur verið lengur í Afghanistan hafa hemaöammsvif hans breyst. Aöur réöust sovéskir hermenn á fáa staöi og foröuöust aö drepa óbreytta borgara. En nú, eftir að þeir hafa tvöfaldað her- styrk sinn, eru þeir byrjaöir að gera sprengjuárásir á stærri bæi. Baráttan viö andstööuöflin er orðin mun grimmúðlegri en fyrr. Um leið hafa andstöðuöflin styrkt stööu sína og skipulagt sig betur. Enn er von til að hægt verði að sameina allar andstöðu- hreyfingarnar í eitt sterkt afl. Það ríkir mikil samstaða á meðal baráttu- hópanna innan landamæranna, en aftur á móti eru deilur í flóttamanna- búðunum í Pakistan og Iran. Hvaða vandi hrjáir andstöðuöflin mest og hvaða líkur eru á að and- spyrnuhreyfingunum takist að sigrast á innrásarliðinu? Það er skortur á mat og vopnum. Þau vopn sem við höfum yfir að ráða eru aðallega fengin frá afghanska hemum, bæði í gegnum liöhlaupa og herfang. Bæði í Afghanistan og í flótta- mannabúðum er mikil örbirgð og efnahagur landsins, sem var bág- borinn fyrir, er nú orðinn geig- vænlegur. Viö höfum lýst því yfir aö við þiggjum stuðning frá hverju því landi og samtökum sem em tilbúin að styöja okkur án skilyrða. Þaö er vonlaust verk að berjast við stórveldi eins og Sovétríkin nema að fá utanað- komandi hjálp. Hingað til hefur efna- hagslegur- eða hemaðarlegur stuðn- ingur ekki verið mikill, en við erum mjög þakklátir fyrir þann siðferðis- lega stuðning sem viö höfum fengið. Sadat hjálpaði — Við höfum fengiö nokkra aðstoð utan frá. Sérstaklega studdi Egypta- land okkur á dögumSadats. Viö teljum aö Sadat hafi veriö góður leiðtogi og samband okkar viö hann var mjög gott. Við getum ekki komiö með ákveðiö dæmi um hvemig íslamskt ríki við viljum byggja upp, en þaðstjómar- form sem Sadat stóð fyrir í Egypta- landi var að minnsta kosti mun betra en það sem viö þekkjum frá Iran undir stjórn Khomeinis. — Þaö voru margir sem gagnrýndu Sadat fyrir náin tengsl hans við Banda- ríkin en þaö er önnur saga. Viö teljum að Sadat hafi haft mun betri skilning á íslamenKhomeini. — Ástandið í Afghanistan í dag er þannig að Sovétríkin ráöa yfir höfuð- borginni Kabúl og nokkmm öðmm þéttbýlisstöðum í landinu. Að öðru leyti er landið í höndum frelsissveit- anna. Sovétmenn hvergi óhultir Það má segja að 80% af landinu sé í höndum frelsishreyfinganna og sovéskir hermenn em ekki óhultir neins staðar. Jafnvel á leið til slátr- arans þurfa þeir aö ferðast í bryn- vörðum herbílum. Annars myndu þeir verða skotnir. Og þeir geta ekki hætt ser meira en 10 kílómetra út fyrir Kabúl eftir að rökkva tekur. M.a. vegna þessa er ennþá útgöngubann í Kabúl á kvöldin — þótt ótrúlegt sé. — Það sem okkur stendur mest ógn af í dag er að þeir eru byrjaðir aö senda unga krakka í skólun til Sovét- ríkjanna og ef þeir halda því áfram getur sú þróun orðið hættuleg. Því þeú- geta ekki breytt afstööu okkar kyn- slóðar né þeirra sem eldri eru. Ég hef aftur á móti miklar áhyggjur af því ef ný kynslóð kemur sem er fullkomlega heilaþvegin af Sovétmönnum. Biðstaða — Almennt má segja að nú sé bið- staða í átökunum. Sovétmenn hafa aukið styrk sinn, en samtímis hefur andstaðan orðið öflugri og skipu- lagöari. Meö þessu á ég ekki við að ég hafi misst vonina um að okkur takist að hrekja sovéska innrásarliðiö á brott. Þeir hafa sínar langtímaáætl- anir og við gemm okkur fullkomlega grein fyrir því. Við þörfnumst stuönings og það sem fyrst. Það þýðir ekkert aö sjá eftir því síðar að afghanska þjóðin hafi glatað sjálfstæði sínu. En það sem gerir okkur bjart- sýna er fyrst og fremst trúin. Fyrir Afghani stendur valið einungis milli frelsis og dauöa. Það er einnig skilningur okkar að gegn þeim, sem reyna að kúga okkur, veröi að berjast með öllum tiltækum ráðum. Og það er einmitt þetta sem við eigum við þegar við tölum um heilagt stríö. — Hér er um að ræða gjörólíka túlkun á heilögu stríöi en þá sem Khomeini leggur í þaö. Hann virðist hafa sagt hálfum heiminum stríð á hendur. Heilagt stríð á aðeins við ef einhver gengur á rétt okkar. — Vissulega er rétt að Sovétríkin eru stórveldi, en það er annar máttur sterkari og það er trúin. Þessu trúa Afghanir í raun og veru. Þess vegna mun um við ber jast til sig urs. Afghanistan, stór- brotið land og þjóð, margbrotin saga Afghanistan er oft í fréttum, en jað eru yfirleitt deilur stórveldanna sem þykja fréttaefni. Spurningin hefur verið um réttmæti innrásar Sovétríkjanna. Minna hefur verið fjallað um afghönsku þjóöina og sögu hennar. Innrás Sovétríkjanna hefur valdið mikilli röskun hjá þessari fá- tæku en stoltu þjóð. Talið er að yfir 5 milljónir flóttamanna séu nú víðs- Eftir síðari heimsstyrjöldina reyndu Afghanir að tryggja sjálf- stæði sitt. Þeir gerðu samninga við Bandaríkin, Kína, en þó aðallega Sovétríkin. Bæði Sovétríkin og Bandaríkin studdu Afghani efnahagslega. I sameiningu bættu stórveldin vegakerfið, en Sovétríkin studdu að auki bættar flug- samgöngur, komu á fót afghönskum vegar um heiminn og þar af um 4 herforingjaskólum og aðstoðuðu við milljónir í Pakistan og eúis og flestum er kunnugt ríkja hatrömm átök í landinu. Eins og mörg önnur lönd sem til- heyra þriðja heiminum er Afghanist- an nýlega orðið sjálfstætt. I Afghanistan búa yfir 20 milljónir manns og skiptist þjóðin í mörg þjóðarbrot. Fjölmennastir eru Pash- tunar, eða um 60%, síðan koma Tasjikar sem eru um 30% og 5% þjóðarinnar eru Usbekar. Að auki finnast önnur þjóðarbrot s.s. gyðingar, shikar, hindúar og fólk ættað f rá Miö-Asíu. Hin langa saga Saga Afghanistan er margbrotin. Þeim hefur staðið ógn af nágrönnum sínum bæði í austri og vestri. Landinu hefur oft verið skipt upp og Afghanir hafa oft orðið að lúta erlendum yfirráðum. Þar að auki hafa innanríkisátök verið tíö. Langalgengustu trúarbrögöin í Afghanistan eru múhameðstrú sem á sér rætur allt til áttundu aldar þegar landiö tilheyrði kalifa- veldinu. Trúarbrögðin eru vissulega sterkt sameiningarafl út á viö en veldur oft deilum innan landamær- anna. Stöðug ógnun nágranna- ríkjanna hefur einnig vakið með þeim sterka þjóðerniskennd og kom það skýrt fram í andstöðu þeirra gegn yfirráðatilraunum breska heimsveldisins. Árið 1838 réöust Persar með hjálp Rússa inn í Vestur-Afghanistan. Englendingar töldu þetta ógnun vegna þess aö Rússar myndu þá ná yfirráðum yfir Indlandshafi og buöu Afghönum stuðning til að hrekja innrásarliðið á brott. Afghanir neituðu aö þiggja aöstoö og töldu nóg komið af erlendri íhlutun. Breska heimsveldiö svaraði með innrás og lagði landið undir sig þrátt fyrir harða andstöðu Afghana. Eftir mikil átök og ítrekaðar uppreisnir sáu Bretar sig tilneydda til að hörfa frá Kabúl, en þrátt fyrir ósigur héldu Bretar áhrif um sínum í Afghanistan. Frá miðri 19. öld réðu Bretar yfir Afghanistan en allt fram til 1907 stóðu deilur um landamærin milli Rússlands og Afghanistan. Bretar og Rússar viðurkenndu landamæri Afghanistan árið 1907 og sama ár veittu Bretar Afghönum sjálfstæði, þó með þeim fyrirvara að utanríkis- pólitík þeirra mótaðist af hagsmunum breska heimsveldisins. I fyrri heims- styrjöldinni lýstu Afghanir sig hlut- lausa og skömmu eftir styrjaldarlok kröfðust þeir fulls sjálfstæðis í sam- ræmi við Versalasamninginn. Afleiðingin varð stríð milli Breta og Afghana sem lauk með því aö sjálf- stæði Afghana var viðurkennt árið 1921. Sjálfstæði og efnahagsleg uppbygging Eftir sjálfstæðið var reynt að koma á ýmsum endurbótum að vest- rænni f yrirmynd en það mætti mikilli andstöðu í upphafi. Þegar á leið fengu nýsköpunarhugmyndirnar fylgi og friöur ríkti innanlands fram að síðari heimsstyrjöld. uppbyggingu á vinnslu olíu og gass. Tvívegis var komið á 5 ára áætlun- um, fyrst 1956 og síðan 1961. Uppbyggingin í Afghanistan var að mestu f jármögnuð af Sovétríkjun- um. Afghanir tóku lán í Sovétríkjun- um og greiddu síðan aftur í hráefn- um s.s. gasi og meö heföbundnum út- flutningsvörum þeirra, skinni og ávöxtum. Þrátt fyrir efnahags- tengslin, sem voru Sovétríkjunum mjög í hag, reyndu Afghanir að halda sjálfstæði sínu á pólitíska svið- inu. Innanlands áttu sér ekki stað miklar breytingar og var haldið í ævaforn vinnubrögð og samfélags- skipulag. Endurbætumar voru aö mestu bundnar við höfuðborgina, Kabúl, og hinar stærri borgir. Stjórnarbylting Arið 1973 geröi hinn sovétmenntaði her stjórnarbyltingu, setti konung- inn af og nam stjómarskrána úr gildi. Leiðtogi landsins varð her- foringinn Daoud. Hann setti fram, ásamt öðrum leiðtogum stjórnar- byltingarsinna, stefnuskrá um um- bætur sem fólu m.a. í sér þjóðnýt- ingu banka og endurskipulagningu utanríkisverslunarinnar. Að auki var ákveðið að setja á stofn sam- yrkjubú og farið var á stað með lestrarherferð. En stjómin naut hvorki stuðnings fólksins í landinu né herforingjanna. Endurskipulagningu landbúnaðarins var mætt með tor- tryggni úti á landsbyggðinni. Herfor- ingjunum þótti aftur á móti gengið of skammt. Daoud reyndi að halda sjálfstæði sínu gagnvart Sovétríkj unum. Herforingjamir steyptu Daoud af stóli 1978. Þessi átök voru að mestu einangruð við Kabúl og aörarstærriborgir. Innrás Sovétríkjanna Herforingjamir áttu í miklum innbyrðis deilum en voru þó flestir hlynntir því að efla tengslin við Sovétríkin, sem m.a. kom fram í því að sovéskum ráðgjöfum fjölgaði til muna á flestum sviðum stjómsýslu, Aukin áhrif Sovétríkjanna voru óvinsæl meðal almennings, sér- staklega úti á landsbyggðinni. Fjöldi þjóðarbrota sem aðhylltust múham- eðstrú lýsti yfir„ heilögu stríöi gegn yfirráðum Sovétríkjanna og þáver andi herforingja, Taraki. Eftir mikil innri átök í hernum, sem m.a blönduðust trúardeilum og leiddu til morðsins á Taraki, misstu her foringjarnir það mikið af sjálfstæði sínu að opin leið var fyrir beina hem aðaríhlutun Sovétríkjanna. Mikið er deilt um hvort beðiö hafi verið um aðstoð Sovétrikjanna eða hvort um hafi verið að ræða beina innrás. En það skiptir ekki meginmáli sem kom ið er. Eins og núverandi leiðtogi afghönsku stjómarinnar, Dabral Karmal, hefur sagt, þá var aðstoð frá Sovétríkjunum óhjákvæmileg eftir morðið á Taraki. Innrás eða ekki, innrás er orðið að smámáli miðaö við þær hörmungar sem stríðið hefur haft í för með sér und- anfarinár. Örn Jónsson/Kristján Ari Arason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.