Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 40
FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efla er notafl i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1985. Húsbyggjendur hjá Steingrími í morgun: „Erum ekki að biðja um ölmusu” I morgun gengu forráðamenn sam- taka áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum á fund Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra. Niöur- stöður fundarins voru ekki ljósar þeg- ar blaðið fór í prentun í morgun. „Við ætlum að gera honum grein fyr- ir baráttumálum okkar,” sagöi Ög- mundur Jónasson, einn talsmanna hópsins, við DV. „Viö munum lýsa fyr- ir honum hvaða afleiöingar misgengi lánskjaravisitölu og launa hefur haft . fyrir fólk. Háir vextir, skortur á skammtíma lánsfé auk slæmra greiðsluskilmála á fasteignamarkaði hafi rofið eðlilegt samhengi í húsnæðis- málum.” I þessu sambandi bendir hópurinn á að ungu fólki, sem kaupir húsnæði í fyrsta sinn, fækkar stöðugt, húsbyggj- endur og húsakaupendur eiga í sífellt meiri erfiöleikum með að standa í skil- um. Fólk sem fór út í húsnæðiskaup eöa byggingar og gætti þess vel að reisa sér ekki huröarás um öxl verður núna vegna gerbnjyttra forsenda að " horfast í augu viö afborganir af lánum sem eru aö vaxa því yfir höfuð. „Viö heyrum að það er miklu meiri harka og þungi á bak við þaö fólk sem hefur haft samband viö okkur, en við höfðum gert okkur grein fyrir,” sagði Ögmundur. Hann sagði einnig að þaö væri ástæða til að vekja athygli á því að þessi hópur væri ekki að biðja um nein- ar ölmusur. Málið snýst um kynslóð sem vill ekki láta okra á sér. „Þessa okurstarfsemi ætlar fólk aö stöðva,” sagöi ögmundur Jónasson. APH Byssuskotí handlegginn Skot úr haglabyssu hljóp í handlegg á manni í Breiðholti í nótt. Um klukkan fjögur var tilkynnt að maöur væri að munda byssu í húsi í Breiðholtinu og kom lögreglan á staðinn. Maður var fluttur á slysadeild með talsvert sár á upphandlegg eftir hagla- skot. Talið er að um voðaskot hafi ver- ið að ræða. Maðurinn verður liklega sendur í geðrannsókn. Hannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar. -EH. Bílstjórarnir aðstoða 25ÚBÚ senDiBiiBSTöÐin LOKI Bjórínn ná/gastf Skólast jórar orðnir óþreyjuf ullir: Verda aukakennarar ráðnirá næstunni? Skólastjórar í framhaldsskólum hafa heimild til aö ráða íorfalla- kennara vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólastarfinu. Það er ljóst að hver dagur er nú dýrmætur og því meira sem kennslutapiö verður eru likur meiri á því að þessi önn verði að engu hjá fjölmörgum nemendum. Enn er ekki vitað um skólastjóra sem hafa ráðið til sín for- fallakennara. „Við erum að sjálfsögðu orðnir óþreyjufullir. Nú er sá tími aö koma að það verður ekki lengur stætt á því aö ráða ekki aukakennara,” sagði Guðni Guðmundsson, rektor í MR, í viðtali við DV. „Hins vegar er ljóst að það liggur ekki á lausu neitt kennaralið sem getur hlaupið inn í þessi störf. Sann- leikur er sá að þegar við erum aö ræða um menntaskólastigið að þá hleypur enginn inn af götunni og fer að kenna stæröfræði héma. Það gerir enginn Pétur og Páll. Slíkt fólk liggur ekki á lausu og viö höfum meira að segja verið í vand- ræðum með að fá kennara viö skólann undir venjuiegum kringum- stæðum. Það þarf yfirleitt að leita að mönnum í raungreinamar á hverju ári.” — Hvernig er ástandið í MR? „Það er mjög slæmt þvi við keyrum aöeins á rétt rúmlega 50 prósent dampi. Reyndar er það mis- jafnt eftir bekkjum,” sagði Guðni Guðmundsson rektor. APH Húsvörðurinn fylgir tveimur konum inn 1 ‘ lyftuna. „Konurnar hérna í blokkinni ganga með veggjum af ótta við árásar- manninn." DV-mynd GVA. Myndbönd í f jörum á Akranesi: Menn velta nú vöngum yfir því hvort smyglvamingurinn sem toll- gæslan hefur leitað dyrum og dyngjum að undanfömu i Álafossi reki nú á fjörur á Akranesi. I gær fundu tveir menn sem voru á gangi í f jörunni á sunnanverðum Skagan- um, þar sem heitir Steinsvör.ll ómerkt myndbönd. Tollvörður á staðnum kom strax á vettvang og fundust brátt tvö myndbönd í við- bót. Að sögn hefur veriö mikið brim að undanfömu þar til í gær að öld- umar fór aö lægja og varningurinn gat stöðvast í fjömnni. Ekki leit út fyrir aö spólumar hefðu legið lengi í sjó. Leitinni verður haldið áfram i dag en í gær gengu tollverðir og lögregla f jörur á Akranesi og lóðs- bátur var fenginn til aðstoðar við leit. HB/EH Óttaslegnar konur í fjölbýlishúsl: A ttræður árásarmaður réðst á sextuga konu Mikill ótti ríkir meðal kvenna í f jöl- býlishúsi við Austurbrún í Reyk javík hér í borg eftir að áttræður maður réðst á konu í blokkinni. A sunnu- dagskvöld réðst öldungurinn, sem þama býr, á sextuga konu og veitti henni ljóta áverka. Konan hefur nú flúiö blokkina og býr hjá ættingjum sínum af ótta viö manninn. „Hann hefði sennilega drepið hana ef ég hefði ekki heyrt neyðarópin og komiö til hjálpar,” sagði Gestur Stef- ánsson, húsvörður að Austurbrún 6, í samtali við DV. Arásarmaöurinn býr á fyrstu hæð en þar fyrir framan lyft- una hélt hann konunni nauðugri. „Hann hafði barið hana og þaö vom áberandi fingramerki bæði á hálsi og handleggjum. Eg fór með konuna á Slysavarðstofuna en lögreglan kom og handtók manninn sem var alveg snaróður.” Gestur sagði að maðurinn hefði bú- ið í blokkinni í tæp tvö ár. Hann væri drykkjumaöur og alltaf að áreita konumar. „Þær em alveg lafhrædd- ar við þennan mann. Hann hefur hvað eftir annaö reynt að lokka þær inn til sín með ails konar gylliboðum. Konumar laumast bókstaflega með veggjum til þess að varast að lenda í klónum á honum en oft stendur hann ogvaktarlyftuna.” Gestur sagði að þrátt fyrir háan aldur væri maðurinn eitilhress og ekki skorti hann kraftana. „Það átti að koma maður frá Félagsmála- stofnun til þess aö ræða við hann í dag. A meöan er hann í íbúðinni sinni og íbúamir dauðskelkaöir,” sagði Gestur. -EH. 4 \ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.