Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. Norræna húsið í Færeyjum: Samkvæmi haldið að Hirtí forspuróum Eðvarð T. Jónsson í Færeyjum: Afskiptasemi fyrrverandi forstjóra Norræna hússins, Danans Steen Cold, var ein af orsökum f yrir því aö Hjörtur Pálsson sagði upp forstjórastarfi eftir aöeins 5 mánuði. I samtali við DV staðfesti Hjörtur að Cold hefði iðulega hringt í starfsfólk hússins og gefið því fyrirskipanir án samráös við sig. Auk þess voru bréf send út í nafni Norræna hússins án vitundar Hjartar. Færeysku blöðin eru sammála um aö þetta mál sé til hinnar mestu hneisu fyrir Steen Cold og aðra í hússtjóm- inni. Jafnframt hefur blaðiö 14. september gert opinskátt fjármála- hneyksli í sambandi viö rekstur Nor- ræna hússins. Dýrt einkasamkvæmi var nýlega haldið í nafni þess fyrir danska grafíklistamanninn Ivan Ríkisstjómin: Kennarar ekki reknir strax A ríkisstjórnarfundi var ekki tekin ákvöröun um aö leysa kennara, sem eru hættir kennslu, f rá störfum. „Um þetta atriði þótti ríkisstjóm- inni rétt aö sjá aöeins til í nokkra daga. Þaðer náttúrlega búiöaðsýna kennumnum miklu meira langlund- argeð heldur en ákvarðanir þeirra hafa gefið tilefni til. Viö ætlum enn á ný að sjá hvort kennarar láta ekki skynsemina og skyldutilfinninguna gagnvart nemendum verða yfir- sterkari,” sagöi Ragnhildur Helga- dóttir menntamáiaráðherra eftir rík- isstjórnarfundinn í gær. Hún sagði einnig að kenmmim hlyti nú að vera ljóst að fjarvist þeirra greiddi ekki fyrir iausn máls- ins. Ríkisstjórnin væri búin að gefa út yfirlýsingar sem væru mjög hag- stæðar kennurum. Það væri búið aö ganga það langt að ekki væri með nokkurri sanngimi hægt aö ætlast til að gengið væri iengra. Menntamálaráðherra sagði að það skipti ekki máli hvort dómur félli viku fyrr eða seinna í kjaradómi heldur að réttlát og sanngjörn lausn fyndist í þessu máli. Hins vegar skipti hver vika miklu máli í skóla- haldinu ograunarnúnahverdagur. Hún sagði einnig að nú væri orðin mjög hávær krafa um aö kennarar yröu leystir frá störfum. „Að þeir sem ekki fa ra að lögum í störfum sín- um verði reknir frá störfum,” sagði Ragnhildur Helgadóttir. APH Edeling. Var samkvæmiö haldiö að Hirti forspurðum. Er Hjörtur spurðist fyrir um tilgang þess var honum tjáð að veriö væri að styðja færeyska list. Tekjur af sölu listaverkanna hafa hvergikomiðfram.í bókhaldi Norræna hússins og telja færeysku blöðin að þær hafi runnið beint í vasa danska lista- mannsins. -ETJ/ÞJV j Kennarar: Starfandi styðja hætta Allflestir starfandi kennarar í fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það ástand sem nú er í kennslumálum. Þeir lýsa yfir áhyggjum sínum í sambandi viö áframhaldandi skóla- hald. Þá beina þeir óskum sínum til stjórn- valda og krefjast þess að samið veröi við kennara hið f yrsta. APH Skrýtin lending írannsókn Loftferðaeftirlit Flugmáiastjórnar rannsakar nú hvers vegna Fokker-vél Flugleiða braut flugbrautarljós í lend- ingu á Aðaldalsflugvelli í janúar síð- astliðnum. I lendingarbruninu fór flugvélin út af brautinni, rakst á flugbrautarljós og braut það. Enginn meiddist. -KMU. Forsiða færeyska blaðsins 14. september þar sem fjallað er um uppsögn Hjartar Pálssonar. Færeysk blöð hafa skrifað mikið um uppsögnina. „ Upplausnarástand" — allir farnir heim Kennslustarfið í Iðnskólanum fór algjörlega úr böndunum í gær. Nemendur voru að mótmæla því ástandi sem hefur myndast í kennslu- málum og aðgerðaleysi stjómvalda. „Það er algjört upplausnarástand héma. Nemendumir em allir farnir,” sagði skólastjóri Iðnskólans, Ingvar Ásmundsson, í gær og var heldur daufurídálkinn. Hann sagði aö þessi uppákoma væri angi af kennaradeilunni. Nemendur hefðu strax um morguninn stöðvað alla kennslu í skólanum. Síðan hefðu þeir arkað niður í bæ. Hann sagði að nú væri um 90 prósent kennsla I skólanum og næstu daga byggist hann við einhverjum kennurum sem ætluðu að snúa aftur til starfa. Nemendur sögðu skólastjóra sínum að þeir ætluðu aö mæta í skólann í dag. -APH. Bridge Bridgehátíð 1985: Olympíumeistaramir sigruðu — í sveitakeppni opna Flugleiðamótsins Þótt ólympíumeistarar Pólverja yröu drýgstir á lokaspretti opna Flugleiöamótsins í sveitakeppni þá ríkti töluverð spenna í síöustu umferðunum. Að fjórum umferðum spiluöum var sveit Þórarins Sigþórssonar efst, en sveit Jóns Baldurssonar fylgdi fast á eftir. Pólverjamir voru þó ekki langt undan, en þeir voru í hnapp með Utrecht frá Danmörku, Urvali og Suöurgaröih/f. Stefán Guðjohnsen I fimmtu umferð gersigraði sveit Jóns sveit Þórarins meöan Pólverjamir gerðu sama við sveit Suðurgarðs h/f. Það voru því Jón og Pólverjarnir sem leiddu saman hesta sína í sjöttu umferö og höföu ólympíumeistaramir betur, eða 22— 8. Sveit Orvals náði 16 stigum af Bandaríkjamönnunum í sömu um- ferð meðan Utrecht vann einnig sinn leik. Martens og Przybora, en a-v Koch og Auken. Það er alkunna að hindmnarsagn- ir geta verið tvíeggjað vopn og á því fengu ólympíumeistaramir að kenna þessusinni: Norður Austur Suður Vestur 3L dobl 5L 5S pass 6S pass pass pass Eftir hindrunarsagnir Pól- verjanna var auðvelt fyrir austur að meta spilin upp í slemmu og raunar held ég aö það heföi átt að vera auðvelt fyrir þá að ná alslemmunni. Ef austur segir sex lauf við fimm spöðum, þá koma sex tíglar hjá vestri og leiöin upp í sjö er greiðfær. Lokastaða opna Flugleiðamótsins varannarsþessi: 1. Martens, Póllandi 140 2. Urval, Islandi 137 3. Utrecht, Danmörku 132 4. Zia Mamond, Englandi 124 5. Suðurgarður h/f, Islandi 124 6. Jón Baldursson, Islandi 121 7. Olafur Lárusson, Islandi 118 8. Sig. B. Þorsteinss., Islandi 115 9. Ragnar Magnússon, Islandi 113 10. Peter Teisen, Danmörku 112 11. SteveSion, USA 112 12. ÞórarinnSigþórsson, Islandi 111 Frá opna Flugleiðamótinu. Hór eigast við sveitir Englands og Danmerkur. Talið frá vinstri: Robert Sheean, Auken, Myers og Koch. Norður gefur /allir utan hættu Nobður A 3 17 KG 0 864 Ví STUK A KG852 17 86 0 A73 * D64 * AG109532 Auítur A AD1076 17 A104 0 KD952 A - SuÐUIÍ A 94 1? D97532 0 G10 I lokaða salnum sátu n-s Möller og Blakset, en a-v Romansky og Tuszinsky. Pólverjarnir fundu alls engaslemmulykt: Norður Austur Suður Vestur pass 1S pass 4S pass pass pass Suður spilaði út tígulgosa og þaö tók Romansky nákvæmlega tíu sekúndur að fá alla slagina. Það vom 510 til Póllands. A sýningartjaldinu spiluðu I síðustu umferðinni gersigraði Urval sveit Jóns og biðu menn því óþreyjufullir úrslita úr leik Pólverjanna sem voru að spila viö sveit Ragnars Magnússonar. Pól- verjamir þurftu að vinna með minnst 18 vinningsstigum og almennt var talið að það yrði létt verk fyrir þá. Sveit Ragnars stóð þó í þeim en þeir náðu samt ekki nema 10 stigum og sigur Pólverjanna var í höfn. Hér er spil frá leik Utrecht og Póllands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.