Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bensínsprengjum varpað að husum leiðtoganna Skipuleggjendur verkfalls blökku- manna í Port Elisabeth í Suður-Afríku segja að ráðist hafi verið á hús þeirra með bensínsprengjum. A sama tíma hækkar stöðugt tala látinna í óeirðunum í blökkumannahverfum landsins. Talsmaður lögreglu sagði að tveir menn hefðu farist í gær þegar bensín- sprengju var varpað á hús þeirra. Oeirðirnar byrjuðu á föstudag. Þær fylgdu í kjölfarið á verkfalli sem fé- lagasamtök blökkumanna stóðu fyrir vegna verðhækkana. Leiðtogar þessa félags, Pebco, segjast vera í lífshættu vegna sprenginganna. I gær lögðu félagasamtökin til að blökkumenn sneru aftur til vinnu og flestir gerðu það. Fleiri en 200 manns hafa dáið í óeirðum í Suður-Afriku á einu ári. Oeirðimar eru taldar eiga rætur sínar í slæmum lífsskilyrðum blökkumanna í landinu. Belgíustjóm stóðst vantrauststillöguna Sikkaieiðtoginn Longowal i harbergi sinu í húsi ð lóð Gullna hofsins. Hann hótar nú annarri bylgju mótmœlaaðgerða. DV-mynd ÞóG Belgíustjóm hélt velli í gær í at- setningar stýriflauga Bandaríkja- kvæðagreiðslu í þinginu vegna upp- mannaáherstöðþeirraviðFlorens. Tupamaros leiðtogi frjáls úr fangelsi Leiötogi gömlu Tupamaros áfram ætla að berjast fyrir skæmliðasveitanna í Uruguay er nú laus úr fangelsi. Hann var hand- tekinn 1972 en losnaði þegar hin nýja lýðræðisstjóm landsins leysti stjórnmálafanga úr haldi. Leiðtoginn, Raul Sendlc, segist skoðunum sínum en innan ramma stjórnmálanna. Hann vill nú að Umguay neiti að greiða erlend bankalán og að landareignir stór- bænda verði þjóðnýttar. Samsteypustjóm frjálslyndra og sósíaldemókrata, undir forystu Wilfried Martens, fékk á sig van- trauststillögu. Hún stóðst hana með 116 atkvæðum gegn 93. A föstudag fékk stjórnin stuðning neðri deildar þings- ins til að setja flaugamar upp. Strax eftir að úrslit atkvæðagreiðsl- unnar urðu kunn hrópuðu mótmæl- endur í þingsölum vígorð gegn kjarna- vopnum. Belgíustjóm óttaðist að sumir þing- manna sinna kynnu að bregðast stjórn- inni svo hún kallaöi alla ráðherra heim til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. En þingmenn stjórnarflokkanna greiddu ekki atkvæði gegn eigin ctjóm. Sikkar boða mótmælaað- gerðir á ný NAMAMENN í VERKFALLI Um 1.700 kolanámamenn eru í verk- falli í dag í Bretlandi, aðeins tveimur vikum eftir að verkfalli þeirra lauk. I Markham námunni í Norður-Englandi gengu 1.000 námamenn út af vinnustað eftir að stjóm námunnar tilkynnti nýja vaktaáætlun. I Suður-Wales neita 700 manns að vinna. Yfirmenn námunnar segja að aðeins sé vinna fyrir 250 manns vegna þess að ekki sé hægt aö anna ýmsum viðgerðum vegna yfir- vinnubanns sem námamenn em í. Bílstjóri í sykurstuldi Bílstjóri Margrétar Danadrottning- ar hefur verið handtekinn fýrir meiri- háttar sykurþjófnaö. Bílstjórinn og tveir meindýraeyðar eiga að hafa stol- ið meira en fimm tonnum af sykri á tveggja ára tímabili og selt vissum smákaupmönnum sem voru með í spil- inu. Þetta komst allt upp þegar aðrir kaupmenn fóru að fá grunsemdir um sykursölu samkeppnisaðilanna. Bílstjórinn var handtekinn þegar hann var aö losa sykur úr sínum einkabíl. Meindýraeyðarnir munu hafa rænt sykrinum þegar þeir áttu aö vera að leita að músum í sykurvöm- skemmum. Námamenn virðast akki hafa fengið nóg af verkföllum enn. Krístnir skjóta á Ubanonsher Vopnaðir hópar kristinna manna neyddu þúsundir múslima til aö flýja frá úthverfum Sídon-borgar í gær. Leiðtogar múslima skelltu skuldinni á Israel fyrir ofbeldi í borginni undan- fama tvodaga. Heimildarmenn segja að menn „Líbönsku hersveitanna,” sem eru skæruliðasveitir hliðhollar Israelum, hafi skotið úr launsátri á hermenn Líbanonshers, sem nú reynir að koma svæðinu undir sina stjórn. Sex manns hafa látið lifið og næst- Aðalstjórnmálaflokkur sikka á Ind- landi, Akali Dal, heitir því að halda áfram mótmælaaðgerðum sínum gegn stjóminni ef að kröfum hans verður ekki gengiö. Yfirvöld hafa þó fyrir löngu alfaríð hafnað sumum kröfun- um. Flokkurinn efiiir til allsherjarfundar í Amritsar í Punjab-fylki en það er hin helga borg sikka. Hefur Akali Dal boð- að að mótmælaaögerðimar hefjist 13. apríl. Um tólf milljónir sikka búa í Punjab. Meðal þeirra, sem sækja Akali-fund- inn er forseti flokksins, Harchand Singh Longowal, sem látinn var laus úr fangelsi fyrr í þessum mánuði. Longowal var meðal þeirra sikka sem handteknir voru í Amritsar í áhlaupi hersins þar í júní i fyrrasumar. um 50 særst i skærum undanfama daga. Múslimar saka menn hliðholla Isra- elum um að reyna að valda illindum á svæöinu sem Israelsher hefur nýlega yfirgefiö. Dýrtað verða mál Ræningjar rændu bankabíl þegar bílstjórinn stöövaði bílinn og fór út að létta á sér. Þeir höfðu hálfa milljón dollara upp úr krafsinu eða um 20 milljónir íslenskra króna. At- burðurinn gerðist íBrasilíu, um370 kílómetrum norður af Buenos Air- es. Ræningjarnir réðust á bílinn á krossgötum úti á landsbyggðinni og yfirbuguðu bílstjórann og þrjá starfsfélaga hans áður en þeir komust á brott. Lyf gegn herpes Komið er fram lyf sem getur haldið einnigsemkrem. ar. Herpes er mjög útbreiddur sjúk- kynsjúkdómnum herpes í skefjam. Nú er verið að prófa lyfið á sjúkra- dómur. Talið er að 80 prósent Dana Lyfið heitir Acyklovir, og gengur undir húsum í Danmörku og þar er það gefið hafi smitast af munnherpes og 20 pró- j vörumerkinu Zorivax, og er f ramleitt í s júklingum með sprautu. Ekki er vitað sent haf i herpes á kynfærum. Bretlandi. Danir vonast til að fá lyfið í nákvæmlega hverjar aukaverkanirnar töfluformi innan tveggja mánaða og geta orðið en þær eru ekki taldar mikl- Átta drepnir í róst- um á Indlandi Götubardagar héldu áfram langt fram á nótt i elsta hverfi Ahmedabad i vesturhluta Indlands. Þar liggja átta í valnum eftir að herliði var sigað á stúdenta, sem stóðu fyrir róstum á mánudag þegar þeir efndu til mót- mælaaðgerða vegna þeirrar stefnu há- skóla stjórnarinnar og yfirvalda að fylla ekki tölu námsmanna við skólann eða starfsmanna hjá þvi opinbera, öðruvisi en gera ráð fyrir svo og svo mörgum sætum fyrir fátæka. — Ot- göngubann hefur verið sett á í Ahmed- abad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.