Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. Spurningin Átt þú íslenskt föðurland? (flíkina). Pálmi Ölafssun: Nei, ég á ekki slíka flík. Saga Gröndal nemi: Hvaö áttu viö? Nú, þannig. Nei, ég á ekki prjónaöar síöar nærbuxur úr islenskri ull. Brynjólfur Amundason múrari: Já, það á ég. Eg nota þaö þegar kalt er og mæli meö notkun þess fyrir hvern sem er. Birna Daníelsdóttir hjúkrunarkona: Ekki alveg ósvikið en ég á siöar buxur sem ég nota á skíöum og svoleiðis. Ásgerður Guömundardóttir nemi: Fööurland? Nei, þaö á ég ekki og klæö- istaldreisliku. Leif ur Jóhannesson hárskeri: Já, aö vísu ekki úr íslenskri ull, en ég nota síöar þegar ég fer á hestbak. Þær eru ómissandi á veturna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Verkefni fyrir íslenskar breiðþotur? Fiskflutningar fíugleiðis á Bandaríkjamarkað Lcsandi skrifar: I DV hinn 7. mars sl. var frétt um aö ferskur fiskur væri nú fluttur meö Cargolux héöan beint til Kalíforníu. Þessir flutningar hafa gefist mjög vel, aö sögn. Og er allt gott um þá aö segja. Þaö vekur þó eftirtekt að enn einu sinni skuli þurfa að notast við erlent flugfélag, sem Cargolux er nú orðið, eftir aö Elugleiöir létu eignaraðild sína í því félagi. Eins og segir í fréttinni hefur verið frekar hljótt um þessa flutninga, sem hafa verið mjög þýöingarmiklir, vegna þess hve stopult framboð hef- ur verið á fragtrými í Flugleiöaþot- um fyrir ferskan fisk. Þetta vekur aftur upp spui iiingar um þaö hvers vegna Flugleiðir hafa ekki lagt kapp á aö koma sér upp far- kosti sem er í samræmi viö nútíma flutninga bæöi hvaö varðar fólk og fragt. Flugleiðir hafa sífellt veriö aö kanna kaup á breiðþotum en nú er svo komiö aö allt slikt hefur veriö lagt á hilluna og áfram á aö notast viö gamfar og úreltar flugvélar sem þarf aö kosta offjár til endurnýjunar á svo þær fái lendingarleyfi vestra. Og þaö vekur aftur upp spurningai eins og þær hvort annað og meira st á bak við þá ákvörðun Flugleiöa. — Mundi Eimskip missa spón úr aski sinum ef Flugleiðir keyptu breiðþotur? spyr bréfritari. Til dæmis hvort Flugleiðum sé bein- bi'eiöþotum sem gætu annaö umtals- línis uppálagt aö festa ekki kaup á verðum fragtflutningum vegna þeirrar staðreyndar að Eimskipafé- lag Islands hf. á stóran hlut í Flug- leiöum! Þaö segir sig sjálft aö Eimskip myndi missa stóran spón úr aski sínum ef Flugleiöir byðu upp á breið- þotu til fragtflutninga milli Islands og Ameríku. A sama hátt má spyrja hvort þaö hafi ekki verið og myndi ekki veröa Flugleiðum til tjóns ef Eimskipafé- lagið keypti farþegaskip sem væri í stöðugum förum milli Islands og meginlandsins! Þetta var reynt meö hinu óhag- kvæma og alltof stóra farþegaskipi, Eddu, sem var aö vísu rekiö í sam- vinnu tveggja skipafélaga, Hafskips og Eimskips. Utkoman var neikvæð, og var þaö fyrirfram vitað, vegna stæiöar og óhagkvæmni skipsins. Ef hins vegar hentugt skip, segjum JOO manna skip, heföi verið tekið á leigu heföi út- koman orðiö allt önnur. Getur hugsast aö hér sé á feröinni samspil milli Eimskips og Flugleiöa um aö „skaöa” ekki hvort annaö meö breiöþotu annars vegar og farþega- skipi hins vegar? Ef svo er verður það aö teljast vítavert samspil sem hvergi er tíðkaö í viöskiptum. Slikt er t.d. algjörlega bannað í Banda- ríkjunum. Þarfasti þjónninn. Hrossseld út til slátrunar: „Stórtmál á feröinn'r Kristín Asgeirsdóttir hringdi: Nýlega var auglýst í útvarpinu eftir mönnum sem vildu selja hesta sína til slátrunar erlendis. Þetta var líka gert í fyrra og ef ég man rétt voru yfir 700 hestar seldir þannig til Hollands síö- astliöiö sumar. Mér skilst aö Hollendingarnir séu aö sækjast eftir húöinni af skepnunum enda eni fá skinn betri en hrosshúðir. Ég tel hér vera stórt mál á ferðinni. Atvinnuástandið hér á landi er ekki þaö gott aö viö megum viö því aö selja óunnar afuröir til útlendmga. Ef hross- húöir og vörur unnar úr þeim eru eftir- sótt verslunarvara þá eigum viö Is- lendingar aö leggja metnaö okkar í aö súta og vinna húðirnar sjálfir en ekki senda grey skepnurnar Ufandi um loft eöa lög í hendur einhverra útlendinga sem viö vitum ekkert um hvernig meö- höndla þær. Þetta er mál sem kemur okkur öUum við og sláturhús, sútunar- stöðvar, skinnaverkunarmenn og leð- ursmiöir ættu aö taka á þessu máli og koma í veg fyrir að við missum dýr- mætar gjaldeyristekjur úr höndum okkar. LÁTIÐ ARNARHÓLINN í FRIÐI Oddur H. Þorleif sson skrifar: Vegna óska ráðamanna seöla- musteris og bæjar okkar um „ fegrun” Arnarhólsins vil ég biöja þá, eða öllu heldur grátbæna þá, um aö láta Arnar- hólinn í friöi eins og hann er. Þaö hefur nú þegar veriö ráöist að náttúrlegu og upprunalegu umhverfi bæjar okkar og löngu tímabært aö þeim árásum linni. Nægir aö nefna uppfyllinguna í Elliða- voginn. sem dæmi um þessi náttúru- spjöll. Þessum mönnum væri nær að veita fé til uppbyggingar líknarheimilis fyrir ósjálfbjarga gamalmenni. Þaö er ófært að sjúklingar séu t.a.m. sendir beint til sins heima eftir miklar skurð- aögeröir þegar þeir hafa auðsæilega þörf fyrir umönnun hjúkrunarliðs. Þaö er lika ljóst að Elli kerling leikur marga mjög grátt þannig að sterkir persónuleikar veröa aö treysta á um- önnun og hjúkrun eins og börn. Minnist þess aö gamla fólkiö hefur átt sinn þátt í uppbyggingu borgarinnar. Arnarhóllinn fegraður á veðursælum sumardegi. Ólag á símakerfi: Tíu manns svangirá laugardagsnótt EinsvönghringiM: Aöfaranótt sunnudags vorum viö 10 manns í húsi í Kópavoginum, nýkomhi af dansleik. Við ætluðum aö hafa það virkilega þægilegt; horfa á kvikmynd af myndbandi og panta okkur eitthvað ljúffengt frá Smiöjukaffi sem er meö næturþjónustu á mat. Eg sat viö sím- ann frá klukkan hálfeitt til hálfþrjú um nóttina og reyndi aö ná sambandi viö Smiðjukaffi til að panta matinn en náöi bara sambandi viö veitingastaðii.n Y. Þetta var virkilega svekkjandi. Aö lok- um gafst ég upp á aö reyna. Eg vil beina þeirri spurningu til for- ráðamanna Smiðjukaffis hvort ekki sé hægt að breyta fyrirkomulaginu á sím- anum þarna svo að manni sé unnt aö notfæra sér heimsendingarþjónustu þeirra á mat um nætur. Mér finnst þaö alveg lágmark. Stefán Hjaltested hjá Smiðjukaffi: Þetta voru hörmuleg mistök sem við erum mjög leiöir yfir aö skuli hafa átt sér stað. Þaö sem gerðist er aö þáð er aðeins eitt símanúmer hér og höfum við neyðst til aö leyfa gestum að nota símann hjá okkur til aö ná út úr húsinu. Viö eigum von á sjálfsala sem mundi leysa það mál. Þetta sem gerðist um- rædda nótt á í raun samt alls ekki aö koma fyrir. Fólk á aö geta náö sam- bandi án mikilla vandkvæða. Allt sem viö getum gert er aö biöja konuna inni- lega afsökunar. S jónvarpið mki upp innlendar skemmtanir Ættingjaróskast Eg hef þaö fyrir tómstundaiöju í ell- inni að festa á blöö niðjatal forfeöra minna. Mér þætti vænt um ef börn Dóróteu Árnadóttur og Olafs Einars- sonar, þau Hjálmar, Sigrún, Þuriður, Arni eöa Anna, hefö’i samband viö mig, Gest Auöunssm, Birkiteig 13 í Keflavík,sími2073. 4396—9889 skrifar: Eg hef verið aö velta því fyrir mér - f hverju sjónvarpið tók ekki upp t.a Litlu hryllingsbúöina, Ríó á Broadway og Omar Ragnarsson á sama stað. Þama er um aö ræöa alveg fyrú-taks íslenskar r temmtanir. Það eru örugg- lega mai ir sem heföu áhuga á aö sjá þe'ta, f rstaklega fólk utan af landi stm í sér ekki fært að koma í bæúin. N i \ „ru afmælistónleikar FlH tekhir u; * á myndband og sýndú- í sjónvarpi. Ef samiö hefði veriö þannig að þessar skemmtanir yröu ekki sýndar fyrr en hætt væri aö sýna þær í húsunum þá hefðu þær átt frekar erindi viö þjóöúia en erlendir skemmtiþættir sem keyptir eru dýrum dómum að utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.