Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Qupperneq 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
Lausn á leigubíladeilunni:
Komiö verði
uppum
leynivínsala
Maöurhringdi:
Þaö hefur vart fariö fram hjá nein-
um aö um margra mánaöa skeið hef-
ur staðiö alvarleg deila milli Bif-
reiðastöövar Steindórs og sumra bil-
stjóra annarra leigubilastööva. Nú
hefur aukin harka færst í deiiuna.
Mér skilst að einn þáttur and-
stööu annarra bílstjóra gegn Stein-
dóri sé fjöldi þeirra á markaðnum.
Til aö leysa þetta mál legg ég til aö
samgöngumálaráðuneytið og lög-
reglan taki höndum saman og komi
upp um þá fjölmörgu leynivínsala
sem ég veit aö stunda flestir ótrufl-
aöir störf sin. Þá yrði nóg pláss fyrir
ráðherraleyfi til annarra.
Uppákoma
Jóns Baldvins:
MÁLAÐ
LINNI
Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaö-
ur hringdi:
Eg hef samband vegna uppákomu
Jóns Baldvins Hannibalssonar. Finnar
eru stolt þjóö, þekktir fyrir að vera
stoltastir þjóöa. Jóni Baldvini varö þaö
á aö móöga þessa þjóö en hann hefur
séö sig um hönd og beðiö þessa þjóð af-
sökunar. Eg tel að afsökun Jóns dugi
Finnurn fyllilega. Eg tel að hann
þurfi ekki aö biöja Islendinga afsök-
unar á því aö hafa skoðanir.
Nú tel ég mál að linni. Þeir Jón Bald-
vin og Páll Pétursson hafa staöiö í orö-
ræðuin vegna þessa máls en ég tel aö
þessir menn eigi að snúa sér að
íslenskum innanríkismálum, enda er
þar við ærinn vanda að glima.
Lögum um bílbelti andmælt
Björn Björnsson skrifar:
Nú liggur fyrir aö alþingismenn
samþykki breytingu á lögum um
notkun bílbelta þannig að beita skuli
sektarákvæðum gegn þeim sem ekki
aka meö bílbeltin spennt. Mig langar
til aö segja mitt álit á þessu máli. Ég
ætla aö taka það fram strax aö ég er
hlynntur notkun bílbelta.
1. Eg er mótfallinn valdbeitingu í
þessu máli þar sem vannotkunin
leiðir sjaldnast til skaöa á þriöja
aöila.
2. Eg er andvígur þessum lögum
vegna þess aö þau eru ekki tímabær.
Til eru ógrynni góöra laga og reglu-
geröarákvæða, sem varöa umferðar-
öryggi, en þeim er aðeins framfylgt
að mjög takmörkuðu leyti vegna
þess að löggæslan og dómskerfið eru
ekki nógu markviss og af því að Is-
lendingar eru upp til hópa ólöghlýön-
ir.
3. Ég er andvígur þessum lögum
vegna þess aö hér mun aðeins bætast
viö enn eitt ákvæðið sem veröur
þverbrotiö nema e.t.v. rétt á meðan
„herferðin” stendur yfir og kemur
þar af leiðandi til viðbótar við síbrot-
in, sem fyrir eru.
4. Eg er andvígur þessum lögum
vegna þess að þau eru úr samhengi
við önnur ákvæði laga og reglugerða.
Ég skal endurskoða mína afstöðu
þegar eftirfarandi atriöi hafa verið
lögleidd eða framkvæmd en þau hafa
öll áhrif á velferö þriöja aöila öfugt
við vannotkun bílbelta:
a) Reykingar bílstjóra veröi
bannaðar. Man einhver eftir því
þegar ung hjón fengu á sig stóran
jeppa við Miklatorgið vegna þess aö
bílstjóri hans var að kveikja í tóbaki
og missti þar af leiðandi stjórn á
bílnum? Ungu hjónin stórslösuðust
og munu líklega aldrei ná sér að
fullu.
b) Utispeglar og notkun þeirra
verði lögfest. Hvað eru ekki margir
búnir aö fara úr hálsliönum við það
aö líta til baka þegar þeir eru að fara
út í umferðina eöa eru að skipta um
akrein. Svo ekki sé minnst á allar
þær aftanákeyrslur, sem orsakast
m.a. af vannotkun útispegla.
c) Höfuðpúöar veröi skyldu-
búnaöur. Ekki veitir af þar sem við
eigum líklega heimsmet í aftaná-
keyrslum.
d) Framrúðusprautur (og aftur-
þar sem þaö á við) verði ekki aöeins
að vera í öllum bílum heldur verði
þær einnig að vera í lagi.
e) Neysla bílstjóra á mat og drykk
meðan á akstri stendur verði
bönnuð. Þetta sér maður daglega.
f) Saknæmt verði að aka of nærri
næsta bíl á undan miöaö viö öku-
hraða. Allir kannast víst viö þá
plágu.
g) Gildandi umferðarlögum og
reglugerðarákvæðum verði fram-
fylgt aUt árið þannig aö „herferðir”
heyri sögunni til. Þar má t.d. nefna
ökuhraðann. Hækkið hraðamörkin í
60 á Hringbrautinni, Suðurlands-
brautinni, Miklubrautinni o.s.frv.
(þar sem nú er 50) og upp í 70 þar
sem nú er 60 (Kringlumýrarbraut,
Miklabraut). En standið við það og
látið sekta alla sem fara upp fyrir
þessi hraöatakmörk. I dag er ekið á
öUum hraða á þessum götum,
jafnvel á 100.
h) Tíð skipti á akreinum verði sak-
næm svo og hægur akstur aö óþörfu.
i) Fótgangandi vegfarendur verði
beittir sektum, þegar þeir gerast
brotlegir við umferðarlögin.
j) Bannaö veröi aö setja í og nota
hljómflutningstæki í einkabUum sem
gefa út meira en 0,5 sínusvött/rás.
Algengt er aö menn aki um götur
með græjurnar stiUtar svo hátt að
engin leið er fyrir þá að skynja
utanaðkomandi hljóðmerki.
Þegar ofangreind atriði hafa verið
lögfest og/eöa þeim framfylgt þá
skal égendurskoða afstöðu mína
til lögleiðingar notkunar öryggis-
búnaöar sem getur og hefur drepið
oft og mörgum sinnum. Munið þið
eftir konunni og barninu (eöa voru
bömin tvö) sem hentust út úr
bílnum, er hann hafði fokið út af
veginum í Gilsfirði, en eiginmaður-
inn fór niður meö bUnum og lézt?
Ætla íná aö þau heföu öll látist ef bU-
beltin heföu verið notuð. Bílbeltin
heföu hins vegar getað hjálpað við
aörar aöstæður, en það er ekki
mergur málsins.
Þœr eru margar hætturnar sem leynast i umferðinni.
Aö lokum vona ég aö íslenzka
þjóöin beri í framtíðinni gæfu til að
velja sér leiðtoga og löggjafa sem
breyta stefnu fyrirrennara sinna
undanfarna áratugi burl frá aUs-
herjar forsjár „Stóra bróöur” í þá
átt að einstaklingar, fái aö taka sjálf-
stæðar ákvarðanir, beri ábyrgö á
þeim og taki afleiöingunum.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Grettisgötu 71, þingl. eign Jakobs Vagns
Guðmundssonar, Friðriks P. Guðmundssonar, Olafar J. Guömunds-
dóttur og Þrastar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
i Reykjavík og Árna Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22.
mars 1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og siðasta á hluta í Dunhaga 18, þingl. eign Þórodds Skaftasonar
og Beatrice Guido, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á
eigninni sjálfri föstudaginn 22. mars 1985 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og siðasta á hluta í Hverfisgötu 50, þingl. eign Victors J.
Jakobsen og Þórhildar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 22. mars 1985 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboö
annað og síðasta á hluta í Barmahlíð 32, þingl. eign Marinós Flovents
Birgissonar og Erlu Vilhjálmsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar í Reykjavik, Jóns Þóroddssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar
hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. mars 1985 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Hárgreiðslu-MODEL óskast
Vegna komu erlendra hárgreiðslumeistara sem kynna
CUTRIN hársnyrtivörur og nýju vor- og sumarlínuna í
hártísku fyrir fagfólki dagana 24. og 25. mars vantar
kven- og karlmodel.
Upplýsingar veittar í síma 40181 frá kl. 9—17 og í 53633
eftirkl. 18. Hringið fyrir 22. mars.
Pöntunarlistinn
ÓKEYPIS
Kannið verð og
gæði og þið munuð
sjá að Kays er
besti listinn.
Þúsund síður,
allir nýjustu sumarlit-
irnir í dömu-, herra-
og barnafatnaði —
úrval af heimilisvör-
um o.fl. o.fl.
A
RM B. MAGNUSSON
ft^l«■ HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P H. 410 - HAFNARFIRÐI