Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Page 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. 31 Peningamarkaður Z Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnurelkningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar tii þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu relkningar eru með hvert innlegg bundiö í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. ínnstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 31% og á'rsávöxtun 31%. Sérbók fær strax 30%nafnvexti 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Arsávoxtun getur orðið 37.31% Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn- ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bættvið. Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefhda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir §aman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega, 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- rcikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Íbót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg-, ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí— september, október—desember. I lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávpxtun látin gilda. Hún er nú ýmist ;á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaöa reikningum með 2% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili Qg inn stæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir 1 reiknast þá 24%, án verðtryggingar. Ibúðalánareikningur er óbundlnn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200% miðað við sparnað 'með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Otlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabU. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Vextir á TrompreUtningi eru stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4.— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatímabUinu, standa vextir þess næsta tímabU. Sé innstæöa óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gUdir sem betri reynist. Ríkissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Sparlskírteinl með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin i 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með- 6.71 vöxtum. Vextir greiðast misserislegá á timabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir erú 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru Bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við.SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viöskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréf asölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími aö lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra stari og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biötími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milii sjóða og hjá hverium sióði eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrrisjóðum. IMafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en naf nvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum verður innstæðan i lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dráttarvextir I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir á ári reiknast 48%, dagvextir eru því 0.1333%. Vísitölur Lánskjaravísitalan fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í febniar. Miöað er við 100 í júní 1979. Byggingarvísitalan fýrir fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig. Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins 1984. Miðað er við 100 í janúar 1983. VEXTIR BANKft OG SPflRISJÚDA (%) innlAn með sérkjörum SJÁSÉRUST* ilii 1111 If illl II li >i innlAn överðtrvggð SPARISJÖOSBÆKUR Öbundm innstnóa 24JJ 24,0 244) 24,0 24,0 24.0 24.0 24.0 244 24,0 SPARIREIKNINGAR mánaða uppsogn 27 4 28.8 274) 27.0 274) 27.0 27.0 274) 27,0 274 6 minaAa upptögn 36,0 39.2 304) 31,5 36,0 31,5 314 30.0 314 12 mánaAa uppsögn 324) 3445 324) 31.5 324) 18 ménaAa uppxógn 374) 40,4 374) SPARNADUR - LANSRtTTUR Sparað 3-5 mánuði 274) 274) 27.0 274) 274) 27.0 274 Sparað 6 mim. og meira 31.5 30.0 274) 274) 314 304 304 UMUANSSKlMEMI T16 mánaAa 32,0 34.6 304) 31.5 31,5 31,5 324) 31,5 TEKKAKEIKNMGAR Avisanaraðmingar 22.0 2241 184) 114) 194) 19.0 19,0 194 184 Hbuparaimingar 194) 16.0 184) 1141 19.0 124) 19.0 194 184 innlAn verðirvggd SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsögn 4.0 44) 2.5 0.0 245 1.0 2.75 1.0 14 6 mánaAa uppsögn 6.5 6.5 345 3.5 3.5 3.5 34 24 34 innlAn gengistrvggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadolarar 9.5 9.5 •4) 8.0 7.6 74) 7.5 74 84 Stariingapund 10.0 945 104) 114) 104) 104) 104) 104 8.5 Vastur-þýsk mörir 4.0 44) 44) 54) 4.0 4.0 4.0 44 44 Danskar krönur 10,0 9,5 104) 84) 10.0 104) 10.0 104 ! 8.5 útlAn úverdtrvggð ALMENNIR VlXLAR llorvoxtx) 314) 31.0 31.0 31.0 314) 314) 31,0 314 314 VIOSKIPTAVlXLAR (forvoxtir) 324) 324) 324) 32.0 32.0 32.0 324 32,0 324 ALMENN SKULDABREF 344) 344) 344) 344) 34.0 34.0 34,0 344 344 VHJSKIPTASKULDABRÉF 354) 35.0 35.0 35.0 354 354 HLAUPAREIKNINGAR Yftrdráttur 32.0 32.0 324) 324) 324) 324) 32.0 324 324 ÚTLAN verðtrvggð skuldabhEf AA 2 1(2 ári 44) 44) 44) 4.0 4.0 44) 4.0 44 4,0 Lenfpi on 2 1(2 ár 5.0 5.0 5Æ 5.0 5.0 54) 54 54 5.0 útiAn til eramleiðslu VEGNA INNANLANDSSÖLU 244) 244) 244) 24.0 24.0 24.0 244 24.0 24.0 VEGNA ÚTFLUTNINGS SDR roknimynt 9.5 94» 94 14 a* u 945 94 94 Sandkorn Sandkorn Tófan friöuð? Baendur hafa allajafna lítið tófuna hálfgerðu horn- auga. Hún er lika versti vargur í búsmaia og hefur þótt réttdræp hvar sem til hennar hefur náðst. En nú , ræða bændur það sín á milU að ef tU vUl sé að renna upp biómatími hjá rebba. Upphaf þessara spádóma er að Þorvaldur Björns- son gegndi sem kunnugt er starfi veiðistjóra um nokkurt skeið. Sá er sagður byssumaður mikUl, drjúgur við að skjóta tófu, mínk og annan varg. Semsagt, dugiegur veiðimaður og umræddur sem slikur. En svo var dr. Páll Hersteinsson skipaður veiðimálastjóri. Haim hefur sérstaklega rannsakað Ufnaðarhætti tófunnar. Segja menn að honum sé sérstakiega hlýtt til þessa „skaðræðisdýrs” og nefna jafnvel þann mðguleUta að hann sé i Tófuvinafélaginu. Þvi óttast menn nú að veiðistjórinn nýi stefni að því að draga úr tófuveiðura. Beini hann fjármagni frekar í þá átt að rannsaka iifnaðarhætti rebba og stefni jafnvei að því að friða hann. Mmni skammtar Raunvextir Ahugafólk um öidurhúsa- menningu fuilyrðir að vín- glös á þeim eðlu stöðum hafi farið minnkandi að undanförnu. Er rcttUega bent á að þarna sé verið að minnka neyslu gosdrykkja í hlutfaUi við sterkari veigar. Ymislegt skondið kom fram á fundi þeim er Fram- sóknarfélag Reykjavikur hélt á dögunum. Þar var að sjálfsögðu rætt mikíð um raunvexti og eitt og annað tengtþeim. Sérstaka athygU vakti málflutningur manns eins sem kvaðst vera utan af landi. Sá sagði að auðvitað þyrftu raunvextir að vera til. Annað væri fásinna. Þessu tU stuðnings sagði maðurinn eftirfarandi dæmisögu: Það var árið 1958 að hann lagði inn á bankabók upphæð sem svaraði verði á meðal- lambl. Gleymdi hann svo bókinni góðu sem kepptist að sjálfsögðu við að „ávaxta” upphæðlna. Svo var það 24 árum síðar að bókin kom fram. Voru þá í henni rúmlega 100 krónur. Eigandinn lagði þá leið sina í kjötbúð. Þar komst hann að raun um að fyrir lambs- verðið gamla gæti hann nú fengið fáeinar rytjuiegar kótelettur. Þannig voru nú raunvextirnir þá. .. Mönnurn cr mishlýtt til tóiunnar. Eftir víðtæka og nákvæða rannsókn á máiinu er uppvist orðið að á all- fiestum veitingahúsum eru nú notuö 9 eða 10 únsu giös í stað 12 únsu áður. örfáir staðir munu þó halda sig vlð síðastnefndu stærðina ennþá. Eins hafa sérfræðingar várir i áfengisnautnum bent á fleiri nýjungar í þróun glasamála. Til að mynda hefur verið tekln upp notkun á plastglösum á einu öldurhúsi borgarinnar. Það er Þórskaffi, öðru nafni „staður hinna vandiátu”. Sexmanna- nefndin Enn befur engum dottið i hug að kasta tölu á allan þann aragrúa af nefndum sem starfandi eru viðs vegar á iandinu. Slík taln- ing jaðraði trúlega við að vera það sem nefnt er óvinnandi verk. Staðreynd- in er sumsé sú að hér teist enginn maður með mönn- um nema sæti eigi i að minnsta kosti einni nefnd. Og flestum tekst það. I Hvolhreppi var til að mynda skipuð nefnd eftir siðustu sveitarstjórnar- kosningar. Sér hún um út- hlutun verkamannabú- staða. 1 henni eiga sæti sex menn, Er nefnin þvi gjarnan nefnd manua á milli „sexmannanefndin”. Þykir hreppsbúum ekki ónýtt að hafa eina slika rétt við bæjardyrnar hjá sér. 1 nefndinui umræddu eiga sæti: einn skólastjóri, vél- virki og fjórir atvinnu- rekendur. Þykir staðar- mönnum það vera helsti Ijóður á henni að vélvirkinn skuli ekki vera með sjálf- stæðan atvinnurekstur úr þvi að nefndin fer á annað borð með máiefni þjakaðs launalýðsins. Það tekur þvi varla að bæta þvi við að Hvolhrepp- ingar eru afar ánægðir með „sexmannanefndina” sina. Umsjón Jóhanna S. Sigþórsdóttir HUNDAR ÆFÐIR í BJÖRG- r r r Námskeið var nýlega haldið í Aðaldal þar sem hundar væru æföir í björgun manna úr snjóflóðum. Að æfingunni stóðu Björgunarsveit Íslands og björgunarskóli Landssambands hjálparsveita skáta. Námskeiðið stóð í vikutíma og tóku 19 manns þátt í því með 13 hunda. Hundarnir voru þjálfaðir eftir einu al- besta þjálfunarkerfi sem völ er á. Þjálfunarkerfið er frá Foreningen Norske Lavinehunder (FNL). Kennarar á námskeiðinu voru Erla Strand og Ásgeir Sverrisson, svo og Berit Rameck og Jan Kristiansen frá FNL. UN MANNA UR SNJOFLOÐUM Námskeiö þetta er hiö annað í röð- inni var hið fyrra haldið þetta ár. -BS Björgunarsveitarmenn œfa hunda sina við björgun manna úr snjóflóðum. EM íslandshestaeiganda: LYKILLINN LÍTIÐ BREYTTUR Akveöinn hefur verið lykill til að fara eftir við val á landsliöi Islands sem fer á Evrópumótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Svíþjóð í sumar. Að venju fara sjö hestar utan og verða þeir valdir sem hér segir: 1. Stigahæsti keppandi úr tölti, fimm- gangi, hlýðnikeppni og 250 m skeiði eða gæðingaskeiði. 2. Stigahæsti keppandi úr tölti, fjór- gangi, hlýðnikeppni og víðavangs- hlaupi. 3. stigahæsti keppandi úr tölti og fimm- gangi. 4. Stigahæsti keppandi úr tölti og fjór- gangi. 5. Stigahæsti keppandi úr fimmgangi, 250 metra skeiöi og gæðingaskeiði. 6. Skeiðhestur sem náð hefur að skeiða 250 m á 23,0 sek.. Hann þarf að skila einum spretti í úrtöku á tíma undir 24,0 sek. 7. Hlutfallslega stigahæsti keppandi úr einni eftirtalinna greina: Tölti, fjór- gangi, eða fimmgangi. Nái enginn skeiöhestur settu lágmarki verður val- inn næststigahæsti keppandi í fimm- gangiogskeiði. Haldin verður ein úrtökukeppni með tvöfaldri umferð og verður árangur úr báðum umferðum látinn gilda við valið. Hver þátttakandi má vera með tvo hesta fýrri dag úrtökunnar en að- eins einn seinni daginn. Oheimilt er aö skipta um knapa eftir að keppni er hafin. Urtakan verður haldin á Víðivöllum, félagssvæði Fáks, dagana 5.-6. júlí nk. og þurfa keppendur að hafa skráð sig fjórtán dögum fyrir keppnina. Skráningarg jald er 2500 kr. fýrir hvern hest en óheimilt er að mæta með yngri hesta en 6 vetra í keppnina. Til að öðlast þátttökurétt í úrtökunni verða að hafa náðst ákveðin lágmarks- stig. Þau em fyrir fjórgangshesta: Tölt: 70 stig. Fjórgangur: 40 stig. Fyrir fimmgangshesta: Tölt: 60 stig. Fimmgangur: 50 stig og gæðinga- skeið: 55 stig. Lágmarksárangur þarf aönástálögleguíþróttamóti. — JKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.