Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS1985.
3
Þrátt fyrír228milljón króna hagnað:
Flugleiðir sleppa við
tekju- og eígnarskatt
Flugleiðir munu hvorki greiöa
tekjuskatt né eignarskatt á árinu
1985 þrátt fjrir 228 milljóna króna
hagnaö á árínu 1984. Astæðan er sú
aö skattalögin heimila fyrírtækjum
aö flytja áfram ójafnaö tap frá fyrri
árum. Flugleiöir geta þannig flutt
ójafnað tap upp á 1.408 milljónir
króna áfram og dregiö hagnaöinn
frá.
Þetta gat félagiö einnig gert í fyrra.
Hagnaður ársins 1983 nam 108
milljónum króna. Hvorki tekju- né
eignarskattur var þá lagður á fyrir-
tækiö. Framreiknað tap erfiöleikaár-
anna 1979 tU 1980 kom til f rádráttar.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
námu rekstrartekjur Flugleiöa á
síðastliðnu ári 4.197 milljónum
króna. Þá hafa verið dregin frá um-
boöslaun feröaskrifstofa og annarra
upp á 250 milljónir króna. Stærsti
tekjuþátturinn er farþegaflugiö. Þaö
gaf 3.236 milljónir króna í tekjur. Af
vöru- og póstflutningum komu 345
milljónir króna, af leiguflugi 243
milljónir króna, af hótelrekstri 240
milljónir króna og flugvéla- og
áhafnaleiga skilaöi 194 milljónum
króna.
Rekstrarútgjöldin námu alls 3.945
milljónum króna. Beinn flugrekstur
kostaöi 1.547 milljónir króna, viöhald
flugvéla kostaði 435 milljónir króna
og hótelrekstur kostaöi 186 milljónir
króna.
Afskriftir námu 148 milljónum
króna.
Liðurinn fjármunatekjur og fjár-
magnsgjöld var neikvæður um 173
milljónir króna. Gengismunur var
neikvæður um 479 milljónir króna og
vaxtagjöld og verðbætur neikvæðar
um 185 milljónir króna. Reiknaöar
tekjur vegna verðbreytinga námu
hins vegar 442 milljónum króna.
Athygli vekur aö eiginfjárstaöa
félagsins er orðin jákvæö um 50
milljónir króna. Slíkt hefur ekki
gerst frá því erfiðleikarnir hófust á
síöasta áratug. I fyrra voru
skuldimar til dæmis 163 milljónum
króna hærri en eignimar.
Þaö mun einnig þykja tíðindi að
stjórn Flugleiða hyggst leggja til á
aðalfundinum næsta fimmtudag aö
tíu prósent aröur verði greiddur af
hlutfé.
-KMU.
Kjartan Ragnarsson, leikari í Gísl:
Fótbrotnaði
á sviðinu
Á sýningu á leikritinu Gísl í Iönó á
sunnudaginn varö Kjartan Ragnarson
leikari fyrir því slysi aö detta og fót-
brotna í miöri sýningu. Þetta gerðist
þegar fyrsti þáttur var hálfnaöur og
pindi Kjartan sig á leiksviöinu þangaö
tilsýningulauk.
„Eg er á dansskóm meö nælonsól-
um í leikritinu. Það er komið nýtt teppi
á pall fyrir utan sviöiö og þegar ég var
aö fara-út af sviöinu féll ég einn metra
niður af pallinum. Eg var svo vitlaus
að ég hélt aö ég hefði tognað en ekki
brotnaö og hélt áfram aö leika.
Eg plataöi áhorfendur og sleppti öll-
um erfiðum hreyfingum. Fóturinn
dofnaði fljótt en margoft var ég að því
kominn aö láta stoppa sýninguna.
Þaö var ekki fyrr en tveimur og
hálfum tíma seinna aö ég komst upp á
spítala. Þá var fóturinn á mér oröinn
allbólginn. Eg var drifinn beint í
aögerð meö brotinn sperrilegg alveg
niöurviööklann.
Ég verö f rá í sex vikur. Jón Hjartar-
son leikari tekur viö hlutverki mínu í
Gísl og Karl Ágúst Ulfsson leikur Hvin
físibelgjastagara en þaö hlutverk hef
ég veriðaðæfa.
Kjartan sagði að það hefði aldrei
gerst svo hann vissi aö hætt hefði verið
leik í miöri sýningu. Það væri svo mik-
iö mál aö endurgreiða öllum miöana og
setja upp aukasýningar. Svo yröi auð-
vitaö einhver leikaranna aö koma
fram á sviðið og segja áhorfendum tíö-
indin.
-EH.
Ratsjárstöðvar:
Fæla þá frá sem hér
fara með illum hug
„Tilgangurinn meö ratsjárstöðvun-
um er fyrst og fremst til vamar. Til að
tryggja fullveldi landsins og fæla þá
frá sem ef til vill fara hér um með Ul-
um hug,” sagöi Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra í umræðum á Al-
þingi í gær.
Steingrimur J. Sigfússon, Alþýðu-
bandalagi, og Kolbrún Jónsdóttir,
Bandalagi jafnaðarmanna, hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar um að
falliö veröi frá hugmyndum um aö
reisa nýja hemaðarratsjárstöðvar á
Islandi eins og stendur í tillögunni.
Steingrímur mælti fyrir tillögunni í
gær. Hann sagöi m.a. aö aukin umsvif
á sviöi hernaöar hérlendis brytu alger-
lega í bága viö þann almenna friðar-
vilja og háværar kröfur um afvopnun
sem risiö heföu á siöustu árum.
Utanríkisráðherra sagði aö vissu-
lega væri ástæða til aö fylgjast meö
ferðum Sovétmanna í okkar flughelgi
og gera gagnráðstafanir. Því væri eöli-
legur áhugi Islendinga á aö koma á ný
upp ratsjárstöðvum á Vestfjörðum og
á Noröausturlandi sem starfræktar
vom fyrir 20 árum. -ÞG
Límdi hassið við líkamann
— úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald
Tæplega þrítugur maöur var í gær
ússkurðaður í 30 daga gæsluvarðhald
eftir aö hafa verið tekinn með 1,6 kíló
af hassi á Keflavíkurflugvelli.
Var maðurinn farþegi með vél sem
var aö koma frá Lúxemborg. Fann
hasshundurinn lykt af töskum manns-
ins. Flygst var með manninum þegar
hann sótti töskumar og hann síöan
gripinn í tollafgreiöslunni. Var hann þá
meö hassið innanklæða, límt utan á
líkamann. Hefur hassiö sennilega
komist í snertingu viö farangurinn á
einhvem hátt og skilið eftir lyktina.
Yfirheyrslur standa nú yfir hjá
fíkniefnalögreglunni. -EH.
Hluti Fella- og Hólakirkju
vígður
Á sunnudaginn kemur mun biskup að innrétta sjálft kirkjuskipiö.
Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, Þetta verður fyrsta kirkjan sem
vígja hluta af kirkju Fella- og Hóla- vígð verður í Breiöholti en þar búa um
safnaöar. Búiö er aö ganga frá 25.000 manns. Kirkjan stendur viö
safnaöarsal, kennslustofu, skrifstof- Hólaberg88. AE.
um, anddyri og fleiru. Aöeins er eftir '
Sviðsmynd úr Gisl. Kjartan Ragnarsson i hlutverki sinu, aftarlega til hægri.
ÞEIR NERIO
OGMAimZIO
eru komnir tíl að taka við borðapöntunum!
f
Gestgjafarnir eldhressu á La Traviata veitinga-
staðnum á Rimini, íslandsvinirnir Nerio og Maurizio
skelltu sér rakleitt til íslands þegar við sögðum
þeim að Riminiferðir sumarsins væru nú að
fullbókast hver af annarri. Þeir verða á söluskrif-
stofu Samvinnuferða-Landsýnar í Austurstræti á
mánudaginn til að létta undir með starfsfólki
italíudeildarinnar og til að gefa gestum og gang-
andi góð ferðaráð.
Á morgun, laugardag, verða Nerio og Maurizio
„gesta- gestgjafar“ á Sælkeranum í Austurstræti
frá kl. 13-18. Þeir bjóða alla gamla, nýjaog
væntanlega kunningja frá Rimini hjartanlega
velkomna, og ef við þekkjum þá rétt verður
börnunum sérstaklega vel tekið. Og f
Sælkeranum segjast þeir ætia að taka við
borðapöntunum fyrir gesti La Traviata I sumar!!!
ÍSælkeranum kl.13-18
laugardag
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727