Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR ! 83. TBL. - 75. og 11. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1985. „Allir sem einn" klappa landsfundargestir svo undir tekur f Laugardalshöll og fagna formanni sínum, Þorsteini Pélssyni, ákaft. Landsfundur sjálfstœðismanna hófstí gær og stendur fram á sunnudag. — sjá bls. 3 og baksíðu. APH/DV-mynd GVA. Ungir f ramsóknarmenn senda Steingrími Hermannssyni tilskrif: Krefjast hótana um stjórnarslit -sjábls.2- Geir um ráðherrasæti fyrirformanninn: Best að Þorsteinn bíði? „Þaö er ekki spurning hvort Þor- steinn verður ráðherra, heldur hvenær. Sá tími mun koma,” sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í gær á landsfundi sjálfstæðismanna. Geir tók að sér fyrir hönd ráðherra flokksins að svara fyrirspumum um hvort ekki væri rétt að formaður flokksins fengi sæti í ríkisstjórninni. Geir var greinilega vel viö því búinn aö svara fyrirspumum af þessu tagi. Meðal f undarmanna var greinilegur áhugi á að fá að vita svör við þessu. Alls bárust fjórar fyrirspumir í þessa veru. Geir sagði að ef þingflokkurinn færi fram á að einhver ráðherra ætti að víkja fyrir Þorsteini bæri honum skylda til að standa upp. Utanríkisráðherrann lýsti því ná- kvæmlega hvers vegna Þorsteinn væri ekki ráðherra. Hann heföi verið kosinn eftir að kosið var til þings og ráðherrar valdir. Geir treysti sér hins vegar ekki til að segja til um hvenær Þorsteinn ætti aö taka sæti í ríkisstjóm. Hann sagði að allir ráðherramir telduað það sæti sem Þorsteinn ætti eftir að skipa yrði án efa vel setið. „Það má vel vera að reynslan eigi eftir að sýna að hann geri bæði flokknum og sjálfum sér gott aö velja einhvern annan tíma en nú. En það á fyrst og fremst að vera í hans valdi. Þá tilkynnir hann þaö til þing- flokksins sem ákveður framhaldið,” sagðiGeirHallgrímsson. -APH. Hvenærkemur Suöurlands« skjálftinn? — sjá bls. 4 Allirgagmýna bankastjóra- peningana — sjá bls. 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.