Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR12. APRIL1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StiórnarformaOur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12—14. SlMI 686611. Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SfMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarveröá mánuði 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr.
Helgarblaö 35 kr.
Er „sjálfstæðisstefnan” til?
Landsfundur Sjálfstæöisflokksins hófst í gær. Fundur-
inn hlýtur að taka mikilvægar ákvaröanir um stefnu
flokksins. Ekki er búizt viö, að þær spár margra rætist, aö
meö landsfundinum verði endi bundinn á núverandi
stjórnarsamstarf. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í
æðsta forystuliði. Eitt hlýtur landsfundurinn að skoða
sérstaklega: Er hin margumrædda „sjálfstæðisstefna”
til?
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa löngum fjallað
um sjálfstæðisstefnuna og skilgreint hana. Viö stofnun
Sjálfstæðisflokksins árið 1929 var mörkuð grundvallar-
stefna hans. Þar segir meðal annars, að barátta flokksins
sé á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis. Birg-
ir Kjaran fjallaði um þetta í grein fyrir tuttugu og sjö ár-
um og sagöi um þróun mála: „Að dómi sjálfstæðismanna
hefur á síðari árum gætt mjög hættulegrar öfugþróunar
varðandi hið íslenzka ríki, vald þess og verksvið. Afskipti
ríkisvaldsins af högum einstaklinga hafa farið stöðugt
vaxandi, og á mörgum sviðum hefur verið þrengt að
frelsi þeirra, jafnframt því sem ríkið hefur í æ ríkari mæli
gerzt beinn aðili að atvinnurekstri, ýmist með fríðindaaö-
stööu í samkeppni við einstaklinga eða það hefur
skammtað sér lögverndaða einokunaraðstöðu og þannig
útilokaðeinkareksturinn. . .”
Hversu gild eru þessi ummæli ekki enn í dag og jafnvel í
ríkari mæli en þá var? Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjar-
lægzt markmiðin, sem sett voru í upphafi. Er hann ekki
eins og hinir flokkarnir flokkur fyrirgreiöslupólítíkusa,
sem hygla gæðingum í kjördæmi en stýrast ekki af hug-
sjónum? Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ýmsum málum
„stærsti Framsóknarflokkur” landsins? Á þetta er bent
hér, af því að ástæða er til að ætla, að landsmenn nytu
góðs af auknu frjálsræði einstaklinganna. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur í tímans rás orðið samdauna hinum
flokkunum, kerfisflokkur ekki síður en þeir og stundum
fremur en þeir, af því að hann hefur verið stærri og sterk-
ari.
Nú þegar sjálfstæðismenn koma saman til landsfundar
blasir við þeim mikið fylgistap samkvæmt skoðanakönn-
unum. Sams konar kannanir og nú gefa Sjálfstæðisflokkn-
um 36—37 af hundraði atkvæða sögðu fylgi hans fyrir um
ári vera nærri helming þeirra, sem á annað borð tóku af-
stöðu.
Sjálfstæðisforystan getur þó enn sagt, að fylgið sam-
kvæmt skoðanakönnunum sé ekki svo langt undir kjör-
fylgi í síðustu kosningum, að þann mun megi vinna upp.
Það er rétt, en verður örðugt verk.
Líklega munu sjálfstæðismenn á þessum landsfundi
ekki kjósa að hlaupa fyrir borð á stjómarskútunni. En
yrði þessi fundur með nógu lýðræðislegum brag, er tími
til kominn, að þeir ræði málin í hreinskilni. Ætlar flokkur-
inn að vera „Framsóknarflokkur” eða „frjálshyggju-
flokkur”?
Væntanlega verður forysta flokksins ekki sótt til saka
fyrir minnkandi velgengni flokksins síðustu misseri. Þor-
steinn Pálsson hefur verið valdalítill sem formaður. Ráö-
herrasveitin hefur farið sínu fram. 1 þeirri sveit sýnist að
vísu sitt hverjum, en útkoman hefur gjaman orðið, að
framsóknarstefnan hefur orðið sjálfstæðisstefnunni yfir-
sterkari, þegar á reyndi, þó með nokkrum undantekning-
um. Ungir framsóknarmenn eru um þessar mundir að
setja fram kröfur, sem sumar stefna í frjálshyggjuátt.
Ætla sjálfstæðismenn að vera meiri framsóknarmenn en
ungir f ramsóknarmenn ? Haukur Helgason.
H vað er til ráða í húsnæðismálunum?
NÝTUM EINKA-
FJÁRMAGNK)!
Þaö er rétt sem þeir Haukur
Helgason og Jónas Kristjánsson hafa
sagt í leiöurum DV. Umræðan um
húsnæðismálin er botnlaus tunna.
Hún snýst öll um leiðir til ráðstöfun-
ar á peningum sem ekki eru til.
Vandinn í húsnæðismálunum er
ekki að finna nýjar leiðir til þess aö
lána peninga. Samt er þaö alfa og
omega allrar umræðunnar. Menn
skiptast á upphrópunum um Búseta-
kerfi, verkamannabústaðakerfi og
aörar mismunandi útfærslur á sjálfs-
eignarkaupleigu- eða leigukerfum í
húsnæðisöflun og lánveitingaleiöum
til þeirra.
Þessi umræöa sniðgengur sjálfan
kjama málsins — þann að
peningarnir til lánveitinganna eru
einfaldlega ekki til. Það er til lítils aö
opna nýjar lánaleiðir ef engir
peningar eru til þess aö lána.
Létta leiðin Ijúfa
Eignalaus fjölskylda. leysir ekki
fjárhagsvanda sinn með því aö opna
fleiri innlánsreikninga sé ekkert til
að leggja inn. Húsbyggjendur leysa
ekki fjárhagsvanda sinn með því að
fjárvana húsnæðislánakerfi fjölgi
heitum umsóknareyöublaða. Slikar
„lausnir” eru samt sem áður
dæmigerðar fyrir íslenska umræðu.
„Létta leiðin ljúfa”. Þessi dæmigerði
veruleikaflótti frá óþægilegum
staðreyndum. Þessi eilífa árátta að
hægt sé að leysa allra vanda án þess
að nokkur þurfi nokkum tíma
nokkuö á sig að leggja.
Félagsmálaráðherra er síður en
svo öfundsverður í þessari stöðu.
Honum dugar ekki „létta leiðin
ljúfa”. Hann verður að finna
peninga. Hvar?
Skattar og
skyldusparnaður
I því máli eru allir ósköp hlédræg-
ir. Einna helst er verið að hvislast á
um skattlagningarleið eða skyldu-
sparnaðarleið. Engar „hreyfingar”
eru þó stofnaðar um hvernig á að út-
vega peningana með sama hætti og
„hreyfingar” eru stofnaðar um
hvernig sé best að brúka þá.
Þrátt fyrir fjárvöntunina í
íbúðabyggingunum er samt sem
áður mikið fé í umferð sem fest er í
fasteignum. Stórhýsi Islenskra aðal-
verktaka viö Höfðabakka í Reykja-
vík eitt út af fyrir sig er ígildi 70
íbúða húss. Fjölmargir slíkir stórir
steinsteypukastalar eru úti um allar
þorpagrundir þar sem einstaklingar
og félög hafa verið að fjárfesta
aflögufé sitt í fasteignum sem síðan
hafa verið leigðar undir vaming og
vélar eða standa auöar.
Hér stœðu nú 70—100 ibúðir ef aðeins vœri gert eftirsóknarverðara að
festa fó i húsnœði fyrir fólk fremur en i steinsteyptum umbúðum utan
um skrifstofur.
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
aðgerðum sem tryggja að f járfesting
í húsnæði utan um fólk sé arðvæn-
legri en fjárfesting í húsnæði utan
um skrifstofur, húsbúnaö og bíla.
En það er fleira hægt að gera á
svipuðum vettvangi. Risinn er í
landinu mjög öflugur verktakaiðnað-
ur sem m.a. byggir á stórvirkum og
afkstamiklum vinnuvélum. Sérstak-
lega hvað alla jarðvinnu varðar
hefur reynslan sýnt að vérk eru
unnin fyrir tilboðsverð sem er langt
undir kostnaöaráætlunum opinberra
aðila sem byggja útreikninga sína á
hefðbundnum vinnubrögðum. Sama
myndi gerast í byggingariðnaðinum
ef menn aöeins leyföu því að gerast.
A.m.k. í Reykjavík og öllum
stærstu bæjunum á að vera grund-
völlur fyrir sameiginlegu útboði ríkis
og sveitarfélags, ekki aðeins á
byggingum nokkurra tuga íbúöa
heldur á fuilnaðarframkvæmdum
við heilu íbúðahverfin; þ.e. auk
£ „Umræöan um húsnæðismálin er
botnlaus tunna. Hún snýst öll um
nýjar leiðir til að lána peninga sem
ekki eru til.”
„Banna, banna"!
Þegar á þessa hluti er minnst eru
menn fljótir aö rjúka til og hoppa á
billegustu lausnina eins og alltaf.
„Bara banna þetta,” er viðkvæðið.
Hverju væru menn nær?
Kjami málsins er auðvitað sá aö
þeir sem eiga peninga festa þá
frekar í svona fasteignum en t.d. í
íbúöarhúsnæði tii sölu eða leigu af
því þeir telja hið fyrmefnda hag-
kvæmara. Það er því sem þarf að
breyta.
Meö ívilnunum á sviði skattamála,
afskrifta o.fl., á að laða þetta fjár-
magn frá skrifstofuhöllunum yfir í
íbúðarhúsnæðið. Sjái einstaklingar
og félög, sem eiga fé aflögu, sér
meiri hag í að festa það í mannvirkj-
um utan um fólk fremur en í stein-
steyptum umbúöum utan um lagera,
skrifstofur og bíla þá veröur það
auövitaö gert. Þangaö leita
fjármunimir sem mests arös er von.
Islendingum hefur gengið ákaflega
ilia að skilja þaö einfalda lögmál.
Hér vilja menn „absalútt” að ár
renni upp í móti og þykir ekki áhorfs-
mál að setja um siíkt lög ef það ger-
ist ekki með góðu.
Væri meiri fjárhagslegur ávinn-
ingur fyrir Islenska aöalverktaka að
festa fé sitt í íbúöarhúsnæði en skrif-
stofuhöll þá stæði nú sjötíu íbúða hús
á lóðinni við Höföabakka í staö þess
hrikalega mammútaskrifstofukom-
plex sem gnæf ir þar við himin.
Notum einkafjármagnið
Auðvitaö eigum viö að nota einka-
fjármagnið í miklu ríkari mæli til
íbúöamálanna en viö nú gerum. Ekki
með boðum og bönnum, sem ávallt
verða sniögengin, heldur með
byggingar ibúöa, af ýmsum stæröum
og geröum, frágangur lagna, gatna-
kerfis, lýsingar, þjónustu- og félags-
miðstöðva o.þ.h. Þrír til fjórir slíkir
framkvæmdaaðilar ættu t.d. aö vera
að byggja upp Grafarvoginn og
myndu gera það miklu fljótar og
ódýrar bæði fyrir einstaklingana og
þjóðarheildina en þau hundruö hús-
byggjenda sem þar hamast nú í
aukavinnu nótt meö degi.
Á þessum vettvangi liggja stóru
tækifærin til mikilla umskipta en
bollaleggingarnar um viðbótar-
skatta og skyldusparnað, sem með
hreinum hörmungum gætu e.t.v.
gefið nokkra tugi milljóna, eru í
fyrsta lagi um tittiingaskit og í öðru
lagi úrelt gamaldags rugl sem ætti
aðskrínleggjast.
Sighvatur Björgvinsson.