Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 28
40
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985.
Andlát
Ingólfur Kristjánsson skipstjóri lést 4.
apríl sl. Harin fæddist i Olafsvík 6.
dcscmber 1911, sonur Kristjáns S.
lónssonarog Láru AgústuElíasdóttur.
lungst af vann Ingólfur við sjóinn,
hann var skipstjóri í f jölda ára og geröi
út frá Olafsvík, Akranesi og seinast og
lengst frá Reykjavík þar sem hann rak
útgerð með sonum sinum. Eftirlifandi
eiginkona hans er Aðalheiður Þor-
steinsdóttir og eignuðust þau fimm
börn. Utför Ingólfs verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dagkl. 15.
Elísabet Friðriksdóttir fv. handa-
vinnukennari lést 6. april sl. Hiin var
fædd að Neðri-Bakka í Nauteyrar-
hreppi við Djúp 14. apríl 1888. Foreldr-
ar liennar voru Friðrik S. Bjarnason og
Kristín Kristjánsdóttir Elisabetgiftist
Þorvaldi Sigurðssyni en hann lést árið
194(1. Þeim hjónunuin varð fjögurra
da'tra auðiö. Utför Elisalietar verður
gerðfrá Kópavogskirkju í dag kl. 15.
Katrín R. Róbertsdóttir, Hátúni 12
Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 8.
apríl. Utför hennar fer fram frá Laug-
arneskirkju þriöjudaginn 1(1. apríl kl.
i:i.:i0.
Sigurrós Þorstcinsdóttir lést 28. inars
síðastliöinn i London. Jarðarförin
hefur farið fram í kvrrþey.
Helga Ólafssou, Espigerði 14 Reykja-
vík, sem lést 1. apríl, hefur verið
jarðsett í kyrrþey að eigin ósk.
Direktor Carl Gustav Wolffbraudt er
látinn í Danmörku. Jarðsett veröur
föstudaginn 12. aprO.
Asta Olafsdóttir, Brautarholti, Kjalar-
nesi, sem lést annan í páskuin, verður
jarðsungin laugardaginn 13. apríl kl.
14 frá Brautarholtskirkju.
Vigfús Olafsson, Brekkuin Mýrdal,
sem andaðist aðfaranótt (i. apríl,
verður jarðsunginn frá Skeiðflatar-
kirkjulaugardaginn 13. aprílkl. 13.
FJÖflRIN.
Stefanía Guömundsdóttir lést 3. aprU
sl. Hún fæddist 3. október 1927 í
Hafnarfirði, dóttir Guðrúnar Sigurðar-
dóttur og Guðinundar Gíslasonar.
Eftirlifandi eiginmaður Stefaníu er
Guðbjöm Jóhannesson. Þeim hjónum
varð fjögurra bama auðið. Utför
Stefaníu verður gerð frá Hafnar-
f jarðarkú-kju í dag kl. 15.
Ulfar Kristjónsson og sonur hans,
Jóhann Óttar, fórust meö mb. Bervík
27. mars síöastliöinn. Otför þeirra fer
fram frá Olafsvíkurkirkju sunnu-
daginnl4.aprílkl. 14.
Kristín Þorvaldsdóttir hússtjórnar-
kennari, Seljavegi 27, lést 10. april.
Bcrgsteinunn Bergsteinsdóttir
andaðist 9. apríl á elliheimilinu
Sólvangi, Hafnarfirði.
Sæunn E. Klemensdóttir frá Klettstíu
andaðist á dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi að morgni páskadags 7.
apríl. Otförin fer fram frá Hvamms-
kirkju laugardaginn 13. aprO kl. 14.
Tilkynningar
Breiðholt
Munið laugardagaskólann kl. 14 i
Hólabrekkuskóla.
IMemendur Löngumýrarskóla
skólaárið 1950- 51
Veiína fundar st*in haldinn veröur í mai
vinsamlegast hafiö satnband viö Fóhönnu
Pálsdóttur. sími 9:?-5715. Huldu Oskarsdóttur.
sími ÍH-.I.W.. on Kósu Hel^adóttur. simi 9J-
JU5.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
Vorfagnaður Félags Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík verður haldinn laugardag-
inn 13. apríl í Domus Medica og hefst kl. 21.
Athygli er vakin á að þessi skemmtun er
ætluð fólki á öllum aldri og væri skemmti-
nefnd mikil ánægja að sjá margt ungt fólk á
þessari samkomu.
Það helsta til skemmtunar verður: kl. 22
stutt kvikmyndasýning frá Frönsku Rivier-
unni þar sem Snæfellingafélaginu gefst kostur
á að dvelja í september nk., kl. 22.30 kór-
söngur. Tveir kórar koma fram, Selkórinn
undir stjórn Helga Einarssonar og kór
Snæfellingafélagsins, stjórnandi Friðrik
Kristinsson. Að lokum verður dansað. Hljóm-
sveitin Skuggar leikur.
Þá vill skemmtinefnd minna á kaffiboð
félagsins fyrir eldra fólkið sem verður í
félagsheimili Bústaöakirkju sunnudaginn 5.
maí.
Gítartónleikar
um landið
1 vikunni er væntanlegur til Islands austur-
ríski gítarleikarinn Siegfried Kobilza. Eins og
mörgum mun vera kunnugt hefur hann ásamt
gítarleikaranum Simoni H. Ivarssyni fariö í
tvær velheppnaðar tónleikaferðir um Island,
fyrst árið 1979 og síðan aftur árið 1982.1 vor er
ætlun þeirra félaga aö halda i eina tónleika-
feröina enn um landiö. Þeir Simon og Sieg-
fried spiluðu á meira en 20 tónleikum í siðustu
ferð sinni á tæpum mánuði og er ætlunin að
bæta nú um betur og fara á fleiri staði úti á
landi og einnig er í bígerð að fara til Færeyja.
Siegfried Kobilza hefur gert það gott síðan
hann var hér síðast haustið 1982. Héðan fór
hann beint til New York en þar spilaði hann
við góðar undirtektir í Camegie Hall, en
samtímis héldu Julian Bream og Yepes einn-
ig tónleika í New York.
Siegfried hefur haldið marga tónleika að
undanfömu, bæði í Austurríki og víðar í
Evrópu, og einnig hefur hann nýlega lokið við
að leika inn á sina aðra hljómplötu.
Ráðgert er að Siegfried komi hingað aftur i
haust og haldi þá vikunámskeið í gítarleik á
vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar. Einnig stendur þá til að þeir Siegfried og
Símon H. Ivarsson leiki saman inn á hljóm-
plötu.
Tónleikaferð þeirra Siegfried Kobilza og
Símonar H. Ivarssonar mun hefjast síðast í
þessum mánuði og standa yfir þar til siðast i
maí. Nánar verður sagt frá tónleikunum
siðar.
Áætlun Akraborgar
Frá Akranesi
Kl. 8.30*
Kl. 11.30
Kl. 14.30
Kl. 17.30
Frá Reykjavík
Kl. 10.00*
Kl. 13.00
Kl. 26.00-
Kl. 19.00
Kvöldferðir 20.30 og 22.00.
A sunnudögum í apríl, maí, september og
október.
A föstudögum og sunnudögum í júni, júli og
ágúst.
* Þessar ferðir falla niður á sunnudögum
mánuðina nóvember, desember, janúar og
febrúar.
Golfskóli GR
Nú fer að líða að því að golfkennslan hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur hefjist utanhúss. En fram
að þeim tíma verður Golfskóli GR starf-
ræktur í nýbyggingunni í Sundlaugunum i
Laugardal. Skólinn er opinn sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl. 15.30—21.00, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 11.00—16.30.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að á
föstudögum, laugardögum og sunnudögum
geta meðlimir Golfklúbbs Reykjavikur fengið
ótakinörkuð afnot af aðstöðunni þarna gegn
50 kr. gjaldi á dag. Þó skal á það bent að
salurinn er frátekinn fyrir ókeypis kennslu
unglinga 2 tíma á sunnudögum. Kl. 11.00—
12.00 er tími fyrir unga kylfinga, sem eru
ineðlimir í Golfklúbbnum og eru vanir golf-
leik. Kl. 14.00—15.00 er timi fyrir alla
unglinga, utan klúbbs. sem innan. sem eru
byrjendur í íþróttinni.
Þá er rétt að geta um ókeypis kennslutíma
á inánudögum ki. 17.00—18.00 fyrir konur sein
eru meðlimir i GR. Einnig er rétt að minna
menn á púttkeppnina sem fer fram á hverjum
laugardegi.
Út er komið
tímaritið „IMÚ",
aprilhefti 1985. Meöal efnis í blaöinu er viötal
viö Megas í tilefni páskatónleika í Gamla biói,
upplýsingar um sýningar, leikhús og bíóin,
þættir sem vert er að sjá og hlusta á í útvarpi
og sjónvarpi, skrá yfir skemmtistaði Stór-
Reykjavíkur, ferðamál, sport og hitt og þetta.
Tímaritið NO fæst ókeypis.
HOLLEFNI OG HEILSURÆKT
Út er komið tímaritið
Hollefni og heilsurækt
3.-4. tölublaö 6. árgangur 1984. Meöal efnis í
blaöinu er: Ný viöhorf til sveppasýkingar.
Getur þú breytt lífsviöhorfum þínum? —
HeilsuhorniÖ — Hringborösumræöur um
makróbíotík — Ensk jurtalyf — Veitinga-
staöurinn Mensa heimsóttur — Kalk og beín-
þynning — Þáttur um líkamsrækt og margt fl.
Kvennahúsið, Hótel Vík
Laugardagsumræður og kaffi kl. 13.
AÐ VERÐA GAMALLI REYKJAVDí.
Guðrúnu Jónsdóttir reifar málið.
Þennan tómlega bil takst Ijósmyndari DV á i Garðabæ. Undan honum hafði verið stolið öllum fjórum
dekkjunum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var rannsókn mólsins ekki hafin þvi eigandi bilsins vissi
ekki af hvaða gerð dekkin voru undir bilnum.
Námskeið um
blaðamennsku og út-
gáfustarf
— Fyrsta sérnámskeið Fé-
lagsmálaskóla alþýðu
Menningar- og fræðslusamband alþýðu hef-
ur ákveðið aö efna til námskeiðs í útgáfu
blaða og fréttabréfa dagana 5.—10. mai i ölf-
usborgum. Námskeiðið verður sett aö kvöldi
5. maí kl. 20.30 og lýkur f östudaginn 10. maí.
Þetta er fyrsta sémámskeiðið á vegum Fé-
lagsmálaskóla alþýðu en stjóm MFA ákvað á
sl. ári að efna til styttri námskeiða í ýmsum
hagnýtum greinum auk þess náms sem boðiö
er upp á á þremur önnum skólans.
Námskeiðið er fyrst og fremst vinnunám-
skeið þar sem þátttakendum er leiðbeint við
gerð blaða og fréttabréfa með sérstakri
áherslu á hagnýtt starf á þessum vettvangi
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Námskeiðiö er opið öllum aöildarfélögum
ASI en er sérstaklega hentugt þeim sem hafa
með höndum útgáfu af einhverju tagi. Auk
þess er áhugafólk um útgáfustarf velkomið á
námskeiöið. Hámarksfjöldi er tuttugu þátt-
takendur.
Meðal efnis verður eftirfarandi: Útlits-
teiknun, leturgerðir, gerð fyrirsagna, mynd-
mál, þróun blaða, undirbúningur útgáfu og
ritstjómarstefna, viðtöl, fréttir, auglýsingar
ogfl.Þá munu þátttakendur vinna ýmis verk-
efni á námskeiðinu.
Leiðbeinendur verða starfandi blaða- og
fréttamenn auk starfsmanna í verkalýðs-
hreyfingunni.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
MFA í Reykjavík. Sími 84233.
Almanakshappdrætti
Landssamtaka
Þroskahjálpar
Dregið hefur verið í almanakshappdrætti
Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir febrú-
ar. Upp kom númerið 5795. Vinningurinn í
janúar er 2340.
Vinningar á árinu 1984, frá mars til des.:
31232 - 47949 - 53846 - 67209 - 81526 - 88273
—105262 —111140 —124295 —132865.
Hið íslenska sjóréttarfélag
Fræöafundur verður haldinn í Hinu íslenska
sjóréttarfélagi þríðjudaginn 16. april nk. og
hefst hann kl. 17 00 í stofu 201 í Árnagaröi, húsi
Heimspekideildar Háskólans. (Ath. breyttan
fundarstað.)
Fundarefni: Sjálfstæður réttur áhafnar til
björgunarlauna? Framsaga verður um nýleg-
an dóm Bæjarþings Hafnarfjarðar, sem
tengist þessu efni, og síðan verða umræður af
þvítilefni.
Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn
og aðrir áhugamenn um sjórétt og sjóvá-
tryggingarétt hvattir tU að f jölmenna.
Ættarmót í Hróarsdal
í Skagafirði
Síðustu helgina í júlí í sumar halda niðjar
Jónasar Jónssonar, bónda og smáskammta-
læknis, Hróarsdal í Hegranesi, ættarmót.
Sumarið 1980 var haldið ættarmót í Hróarsdal
og var þar fjölmenni. 1 sumar verður dag-
skráin svipuð. AðaUiátíðin verður laugar-
daginn 27. júlí. Þá verður meðal annars guðs-
þjónusta í Rípurkirkju og samkoma á eftir.
Þeir sem koma langt að geta tjaldað í túninu í
Hróarsdal frá og með föstudegi. Væntanlegir
ættarmótsgestir eru beðnir að tilkynna
þátttöku til einhverra neðangreindra: Páls
Jónassonar, Rauðagerði 26, Reykjavík, s. 91-
82505. Þórarins Jónassonar, Hróarsdal,
Hegranesi, sími um Sauðárkrók. Sigurðar
Jónassonar, Möðruvallastræti 1, Akureyri, s.
96-22529.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Aprílfundurinn, sem vera átti 4. þ.m., verður í
félagsheimili kirkjunnar fimmtudaginn 11.
apríl kl. 20.30.
BELLA
Ég ætla að biöja þig um að neita
að innleysa allar þær ávísanir sem
ég skrifa næsta mánuð...