Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirfarandi starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við félagsmiðstöðina Þróttheima. • Forstöðumaður við félagsmiðstöðina Bústaði. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundafulltrúi Fríkirkjuvegi 11, sími 21769. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 22. apríl 1985. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á Heiöarási 1, þingl. eign Kristins Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans, og Ara Isberg hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var i 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 1. og 11. tbl. þess 1985 á hluta i Glæsibæ 6, þingl. eign Magnúsar Andréssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Fjöður ínatt þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 LANDSSÖFNUN UONS Menning Menning Menning THORSPLANIÐ í HAFNARFIRÐI Vegna blaöamáls í NT í síðasta mánuöi um Thorsplanið í Hafnarfiröi vil ég taka eftirfarandi fram: Þaö minnir mig á þaö aö svona glópska og lögleysa hefði aldreiö komið fyrir okkur þrjá samtals, á skrifstofu bæjarfógeta á Akranesi, þegar ég vann þar sem ungur maður ásamt Þórhalli Sæmundssyni, eins og fyrir- sagnargrein í NT-blaöinu, þar sem stendur aö Hf.-bær hafi tekið lóðar- svæði Thorsplansins „eignarnámi vegna fyrningarhefðar og brostinna forsendna á upphaflegum samn- ingi”, eins og haft er eftir þeim bæjarstjórnarmönnum í framan- greindu þlaði, og þaö eignarnámi án greiðslu. Af þvi að ég hefi átt í erfið- leikum v/sölu og skiptingar og íbúöarbyggingar Þýskubúðar v/Straum við þessa menn, og hefi rit- að i (DV) þetta blað 7. des. ’84, um verðgildi Þýskubúðar o.fl., sem fyrr er nefnt. Ég hefi starfað viö löggæslu (ólærður „lögfræðingur”) undanfar- in 40 ár, viö tollgæslu og skrifstofu- vinnu, eins og áður segir, og hefði aldrei trúað þessari vitleysu bæjar- stjórnar og það af „lögfræðingum”, innan gæsalappa, eða lögfræðingum, án gæsalappa. Ég hefði haldið að eignir, þ. á m. lóðir, gætu ekki orðast eöa orðiö hefð. — Að slíkt gæti aöeins átt við hegðun og framferði og ávana o.fl. af slíku tagi. Kjallarínn PÁLL HANIMESSON, FYRRV. TOLLFULLTRÚI Ég hefi þegar ritað tvö vinsamleg bréf til Arna Grétars Finnssonar, forseta bæjarstjórnar, sem ég hefi haft tiltrú á (sem millilið), þ.e.a.s. Ama Grétari, sem lipurmenni og beð- ið hann ásjár um vinsamleg áhrif og samningalipurö við mann í þessum „viðskiptum”. Ég er ekkert að biöja Arna að hraða þessum sáttatillög- um, síður en svo, en vonast þó til að hann láti verða af þessari góðsemi sinni við mig og frænda sinn, Kristján Jónsson, tengdason minn. Ég treysti einnig á góðsemi annarra og velvilja í þessu máli minu og konu minnar og uppkominna barna sem nú eru aö byggja og ég hefi ekki get- að hjálpaö fjárhagslega vegna lé- legrar afkomu sem embættismaður hjá ríkinu. Kannski þurfa bæjarstjórnarvöld í Hafnarfirði að fá á sig rassskell varðandi Thorsplaniö, og „meira að segja byggt hús og götur” á þessu landsvæði. Það er sennilega best fyrir mig og fjölskyldu mína að bíða átekta og sjá fram á yfirburði og sigur lögfræðings Landsbankans í þessu máli. Páll Hannesson. Æk „Það er sennilega best fyrir mig w og fjölskyldu mína að bíða átekta og sjá fram á yfirburði og sigur lög- fræðings Landsbankans í þessu máli.’ Umbúnaður margra skjala i Þjóðskjalasafninu er afar fornlegur. Að sögn þjóöskjalavarðar er umbúðapappirinn súr og skemmir skjölin. Þegar hefur verið unnið nokkurt starf við að koma skjölunum í betri og aðgengilegri umbúðir. LIGGJA HEIMILDIR UNDIR SKEMMDUM? — ráðstefna um varðveislu sögulegra heimilda í Lögbergi á morgun kl. 14.00 „Það vantar mikið upp á að safnið hafi sinnt skyldum sínum til þessa,” sagði Olafur Ásgeirsson, nýráðinn þjóð- skjalavörður, um ástandið á Þjóð- skjalasafni Islands. „Að vísu er þessi stofnun ekki öflug en engu að síður hef- ur hér veriö óþarflega mikill hæga- gangur á öUu. Safnið hefur hvorki get- að veitt viðtöku þeim skjölum sem því ber né lagt fræðimönnum í té fuUnægj- andi aðstöðu til rannsókna,” sagöi Olafur. Aðstaða tU varðveislu heimUda verð- ur rædd á ráðstefnu sem félagiö Ingólf- ur heldur nú um helgina. Olafur flytur þar framsögu um hlutverk Þjóðskjala- safnsins. „Gildi svona ráðstefnu er fyrst og fremst það að þar gefst tæki- færi tU að vekja athygli á ástandinu,” sagði Olafur. „Þar verða auðvitað eng- in mál leyst, engu aö síður er mikU-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.