Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 2
2 DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. Árangur þríhlifta viðræðnanna: Ráða hvort stjórnin fellur eða stendur „Ég skal heita því í starfi minu sem formaöur aö gera heimspeki framfaranna aö kjarnanum í okkar starfi. Þá mun okkur vel famast og islensku þjóöinni sem viö höfum boðist til að vera í forystu fyrir,” sagði Þorsteinn Pálsson er hann ávarpaöi landsfundarfulltrúa er ljóst var aö hann haföi verið endurkjörinn formaöur Sjálfstæöisflokksins. — segir Þorsteinn Pálsson I viötali við DV sagöi Þorsteinn Pálsson aö mikil eindrægni hefði ríkt áþessumfundi. „Þaö er ljóst að þessi fundur hefur markaö mjög skýra stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum. Meginþungi allra umræöna hér hefur lotið aö því að hefja beri nýtt tímabil framfara- sóknar. Eg lít s vo á að okkar verkefni núna veröi aö fylgja þessu hart fram og knýja á um þá þætti sem höfuðáhersla veröur lögð á viö okkar samstarfsaöila. Við munum fylgja fram þeirri stefnu sem viö höfðum markað að reyna aö koma á þríhliða viðræðum um aö verja kaupmátt og hefja sókn til bættra lífskjara. Þetta er þungamiðjan í því sem viö munum láta reyna á núna. Þetta ræöur úr- slituni um hvort núverandi stjórnar- samstarf stendur lengur eöa skem- ur,” sagði Þorsteinn Pálsson, ný- kjörinn formaöur. Þorsteinn ítrekaöi fyrri afstööu sína til setu í rikisstjórninni. Hann sagði hins vegar aö meginháherslan yröi lögö á að knýja fram málefni flokksins. „Aö því mun ég vinna,” sagöi Þorsteinn. APH Sigrinum fagnað. Þorsteinn Pálason, formaður Sjálfstæðisflokksins, og varaformaðurinn, Friðrik Sophusson, fagna sigri i gærkveldi. Friðrik Sophusson varaf ormaður: Mikilvægt að skulda- söfnun verði hætt Fjaðrafok á landsfundi Mikið fjaörafok og uppistand var á landsfundi sjálfstæðismanna þegar samþykkt hafði veriö tillaga ails- herjamefndar um aö atkvæði í þing- kosningum ættu aö vera jafnvæg, óháð búsetu. Svo virtist sem fundar- menn heföu samþykkt tillöguna án þessaö vita um hvaðhún fjaliaði. Forsaga málsins var sú aö á laugardag var mælt fyrir niðurstööu allsherjarnefndar. Þar er m.a. gert ráð fyrir því aö endurskoöun stjórnarskrár Islands ljúki hiö fyrsta. Þá er forystu flokksins falið að beita sér fyrir breytingum á stjómarskránni sem' tryggi jafnan rétt kjósenda og jafnvægi atkvæöa óháð búsetu. Þessar breytingar séu enda í anda stefnu flokksins. Tillaga þessi var síðan lögð fýrir fundinn til atkvæðagreiðslu. Hún var samþykkt. Skömmu seinna vaknaði hluti fundarmanna upp við vondan draum. Búiö var aö samþykkja mái semer mjög umdeilt innan f iokksins. Á fundinum upphófst mikiö f jaöra- fok. „Það varð allt vitlaust,” eins og einn f undarmaðurinn orðaði það. Þess var krafist að tillagan yröi tekin upp aftur. Bent var á að ekki hefði verið búið aö dreifa henni á borð fundarmanna þegar atkvæða- greiðsla fór fram. Þorsteinn Pálsson tók af skariö og Iagði til að máliö yröi tekið til um- ræðu aftur. Pálmi Jónsson lagði til að upphaflegri tillögu yrði vísaö frá. Seinna dró hann sína tillögu til baka. Einar GuÖfinnsscm lagöi til að þessari ályktun allsherjarnefndar yrði visað til miðstjórnar og þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Eftir snarpar deilur um þessi atriði var samþykkt tillaga Einars. Þorsteinn Pálsson lofaði einnig að skipa nefnd í miðstjórn til að kanna máliðtilhlítar. Aronskan beið lægri hlut Landsfundarmenn vildu ekki að bandaríska varnarliðið borgaöi fyrir Islendinga lagningu þjóðvega hér á landi. Leynileg atkvæðagreiðsla þess efnis fór fram á fundinum. Aöeins greiddu um 500 f undarmenn atkvæði. A móti voru 312, með 153 og auöir seölar voru 38. Þaö var Asgeir Hannes Eiríksson sem óskaöi eftir því að fundurinn tæki afstöðu til þessa máls. Hann sagði þaö vera mikilvægt þó aö forysta flokksins heföi veigrað sér viö því f ram að þessu. Margt benti til þess aö vilji flokksmanna væri í þá veru að Varnariiðiö ætti aö standa í auknum mæli undir framkvæmdum hér á landi. Hann vitnaöi til afstöðu sjálfstæðismanna í síöasta prófkjöri og niðurstaöna skoöanakannana í þessuefni. Björn Bjamason, aðstoðarritstjóri Morgunblaösins, mæltist til þess aö fundarmenn greiddu atkvæöi á móti þessari tillögu enda væri hún. í alla staði óraunhæf. Aður hafði Asgeir Hannes lagt sömu tillögu fyrir utanríkisnefnd þar sem hún var felld með öllum greiddum atkvæðum nema hans eigin. -APH. „Þegar við förum út af þessum fundi skulum við strengja þess heit að útbreiða skoöanir okkar. Viö skul- um láta andstæöinga okkar finna fyrir því aö viö höfum komið hingaö saman til að þétta fylkingar okkar,” sagöi Friðrik Sophusson er hann á varpaði landsfundinn er ljóst var aö hann haföi verið endurkjörinn vara- formaöur Sjálfstæðisflokksins. Friðrik Sophusson sagði í viðtali viö DV aö aðaláherslupunktar þessa landsfundar sæjust best í stjórn- málaályktuninni og verkefna- skránni, sem ungir sjálfstæöismenn lögðu fyrir fundinn. „Eg tel mikilvægt að landsfundur- inn hefur tekiö ákvöröun um að hætta beri skuldasöfnun erlendis. Sú ákvörðun þýðir auðvitaö aö viö þurf- um að taka afleiðingunum af slíkri stefnumótun,” sagöi Friörik. Hann benti einnig á að álit fundarins um húsnæöismálin væru mikilvæg. Þá benti Friörik á að hann væri ánægöur með að tiliaga hans um að leyfðar yröu auglýsingar í frjálsum fjölmiðlum ætti svo mikinn hljóm- grunn. Hann taldi talsverðar likur á að útvarpslagafrumvarpið yröi af- greittnúívor. <pu EINHUGUR í KJÖRI FORMANNS OG VARAFORMANNS Þorsteinn Pálsson var einróma Friörik Sophusson var einróma endurkjörinn formaður Sjálfstæðis- kjörinn varaformaður Sjálfstæðis- flokksinsálandsfundinumígær. flokksins. Af 955 greiddum Af 955 greiddum atkvæðum fékk atkvæðum hlaut Friðrik 746 atkvæði, Þorsteinn 892 atkvæði. Næsti maður Davíö Oddsson 93 atkvæði og Sverrir varDavíöOddssonmeð20atkvæði. Hermannsson48atkvæði. hhei. Vilja áfram sölueinokun? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi tillögu þess efnis aö einka- réttur einstakra söluaöila á þýöing-_ armestu sjávarafurðum yröi afnum-’ inn nú þegar. Tillaga þess efnis var borin fram þegar almenn umræöa var um ályktun um atvinnumál. Hörður Einarsson landsfundarfulltrúi lagði fram tvær breytingartillögur við ályktunina. Báðar hans tiUögur voru feUdar. Þær voru báöar um að kveðið yrði fastar aö oröi um að frelsi á sviði útflutnings sjávarafuröa yröi komiðá. „Einokun sölusamtakanna heföi þegar valdið miklum skaöa,” sagði Höröur. Nú væri útflutningur iön- aðarvara frjáls og engin rök væru fyrir því að slíkt hið sama væri ekki á sviöisjávarafurða. Töluverðar umræður urðu um þessi mál. Viðskiptaráðherra mælti • gegn þessum breytingartiUögum. Þorsteinn Pálsson sagöi aö hann teldi þaö koma nægUega skýrt fram í ályktuninni að stefna bæri aö frelsi á þessu sviöi. Þá benti hann einnig á að framleiðendur sjálfir væru hliðhollir þessu kerfi. Ef þeir myndu lýsa yfir andstöðu sinni væri engin ástæöa aö halda verndarhendi yfir þessum fýrirtækjum. Hann mælti með því aö ályktunin y röi samþykkt óbreytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.