Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Qupperneq 5
DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. 5 Jenný Guðmundsdóttir á tírœðie- afmœiinu ðrið 1979. ^ Var elst íslendinga Jenný Guömundsdóttir lést aö morgni sunnudags á Vífilsstaöa- spítala. Hún var á hundraðasta og sjö- unda aldursári og elst Islendinga. -GK Selfoss: 60 nemendur hætta námi Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi: Ég átti nýlega tal viö skólameistara Fjölbrautaskóla Suöurlands, Þorlák Helgason. Hann sagði að 60 nemendur hefðu hætt námi á vorönn 1985 og tölu- vert stór hópur að auki muni sennilega ekki taka próf. Kunnugt er að í kennaraverkfallinu fóru margir nemendur í vinnu og tímdu þeir ekki að hætta í vinnunni þegar loks náðist samkomulag við kennarana. Það getur enginn dæmt nemendur hart eftir þessi miklu átök sem áttu sér staö tvisvar á þessum vetri. Jafnframt bjuggust nemendur við því að þegar loks yröi samiö gæti þriðja verkfallið skollið á þegar kjaradómur kvæði upp sinn dóm. Mötuneytis- fæði misdýrt Allt að helmings mismunur er á verði fæðis í mötuneytum á höfuöborg- arsvæðinu. Þetta er niðurstaða könnunar sem Starfsmannafélag ríkisstofnana gerði á dögunum í mötuneytum hjá ríki og einkafyrirtækjum. Matur í mötuneytum ríkisins er nær undantekningalaust ódýrari en í mötu- neytum einkaaðila enda niðurgreiddur afþví opinbera. Þómunarsumsstaðar ekki miklu, t.d. er kjötmáltíð hjá sjón- varpinu aðeins fjórum krónum ódýrari en máltíð hjá Miðfelli h/f og heit máltíð hjá Eimskip er tíu krónum lægri en í mötuneyti Amarhvols. Ödýrasti fiskurinn fæst í mötuneyt- inu Borgartúni 7. Þar kostar máltíðin 50 kr. en 63 kr. í mötuneyti sjónvarps- ins. Odýrasta kjötmáltíöin kostar 57 kr. í mötuneyti Landsbankans og Hús- næðisstofnunar við Laugaveg 77. Dýr- asta kjötmáltíðin er hins vegar á boð- stólum í Miðfelli hf. Þar kostar kjöt- máltíðin 128 kr. eða helmingi meira en sambærileg máltíö hjá Landsbanka og Húsnæðisstofnun. -ÞJV Ný erlend lán Undirritaður hefur veriö í London nýr lánssamningur Landsbanka Is- lands og 18 erlendra banka til fimm ára. Samningurinn er í því fólginn að Landsbankinn gefur út innlánsskír- teini, víxla og aörar skuldaviðurkenn- ingar til skamms tíma og mega allt að 110 milljónir Bandaríkjadollara vera í umferð á hverjum tíma. Erlendu bank- amir munu hver fyrir sig géra tilboð í þessi skuldaskjöl og Landsbankinn mun taka tilboöum að því marki sem hann telur hagkvæmt. Náist ekki með þessum hætti sú upphæð sem Lands- bankinn hefur þörf fyrir hverju sinni eru erlendu bankarnir skuldbundnir til að lána Landsbankanum þaö sem á vantar, allt að 77,5 millj. Bandaríkja- dollara á umsömdum hagstæöum kjömm. -h.heL YSI Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavík. ARGUS<€>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.