Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Qupperneq 16
16 DV. MÁNUDAGUR15. APRÍL1985. Spurningin Fékkst þú páskaegg? Axel Eggertsson bilstjórl: Það fengu allir páskaegg heima hjá mér og hafði það málsháttinn „Vogun vinnur vogun tapar”. Petra Jakobsdóttir flskvinnslukona: Nei, ég fékk ekkert páskaegg þessa páska og smakkaði ekki einu sinni á súkkulaði. Inga Eðvaldsdóttir afgreiðsludama: Eg hef ekki fengið páskaegg síðan ég! var 26 ára og lét allt súkkuiaðiát vera um páskana. Andri Gislason: Eg fékk eitt páskaegg númer 4. Þaö var mjög gott og máls- hátturinn var: „Enginn verður frægur afengu”. Edda Edvardsdóttir verslunarmær: Eg fékk engin páskaegg enda finnst mér þau ekki svo góð. Hins vegar fékk ég konfekt í staðinn. Hrafnhildur Jónsdóttlr verslunarmær: Eg fékk eitt páskaegg númer 3. Þaö var mjög gott en ég man ekki hver málshátturinn var. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Fagna samkeppni frá Steindórsplaninu Jens Guðmundsson skrifar: Um daginn geröi ég athugasemd við einkennilega þjónustulund reykvískra leigubílstjóra. A sama tíma og erfitt var að fá leigubíl fóru leigubílstjórar í kábojleik á götum borgarinnar. Þeir eltu greiöa- þjónustuleigubíla frá Steindórs- planinu, reyndu að króa þá af, keyra utan í þá, hleypa lofti úr dekkjunum á þeim og brjóta rúðurnar í þeim. Afkastamesti frístundapenni landsins, Kristinn Snæland, vísar þessu til fööurhúsa. Hann fullyrðir að leigubílstjórar hafi einungis tekið smástríðsdans umhverfis lögreglu- stöðina viö Hlemm til aö espa lög- regluna. Annað var það ekki. Eg ætla ekki að dæma um það hver hefur rétt fyrir sér í þessu máli, K.S. annars vegar eða lögreglan, ríkis- fjölmiðlarnir, dagblööin og bílstjórar af Steindórsplaninu hins vegar. Hitt get ég þó tekiö undir með K.S. að „ef leigubílar ættu að anna þörfinni á annatímum þyrfti að fjórfalda tölu þeirra”. Hér erum við að tala um lokunartíma öldurhúsa og þegar veður er vont. K.S. spyr hvort samhengi sé á milli athugasemdar minnar viö kábojleik leigubílstjóra og þess að hafa teiknað merki Sendibíla sf. á Steindórs- planinu. Svo er ekki. I fyrsta lagi eru Sendibílarnir á Steindórsplaninu hf. en ekki sf. I öðru lagi teiknaöi ég ekki hið ágæta merki þeirra. Mér skilst reyndar að merkið sé lítiö yngra en ég sjálfur. Ástæðan fyrir athugasemd minni viö kábojleik leigubílstjóra er einungis sú að ég sem neytandi er oröinn langþreyttur á langtímabið eftir leigubíl á annatímunum áður- nefndu. Af sömu ástæðu fagna ég samkeppninni frá Steindórsplaninu, ekki síst vegna þess að bílstjórarnir á Steindórsplaninu eru með kredit- kort í öllum sínum bílum. þeir taka lægra startgjald, þeir aka á lægri taxta og hann margfaldast ekki þótt ekið sé yfir brýr eða bæjarmörk. Nýjustu fréttir herma jafnframt aö Steindórsmennirnir hafi sótt um leyfi fyrir ódýrri þjónustu 2ja—3ja manna leigubíla. Þessu fagna ég rétt eins og Neytendasamtökin og allir þeir sem aðhyllast heilbrigða samkeppni í stað einokunar. Bréfritara finnst Megas hafa vanvirt helgi póskanna. Um tónleika Megasar: Rokkgarg á páskum Kona úr Kópavogi hringdi: Eg tel mig hvorki vera íhaldssama né gamaldags en ég má til með að lýsa vanþóknun minni á tónleikahaldi Megasar á páskadag. Það hefur verið venja að engar skemmtanir hafi verið haldnar þessa helgidaga. Messurnar hafa yfirleitt verið það eina sem farið hefur fram þessa daga. Þó að Megas hafi flutt þarna tónlist við sálma séra Hallgríms, sem vissulega eru trúarlegs eðlis, þá var þarna spiluö rokktónhst, vafalaust hávært garg sem ekki á við á sjálfan páskadaginn. Ef það verður ekki spornaö við þessari óheillaþróun strax þá getum við alveg eins búist við því að helgi páskanna verði algerlega virt aö vettugi í framtíöinni. Óþolandi kettir Kattahatari skrifar: Það á ekki af okkur að ganga, borg- arbúum, sem viljum vera lausir við skarkala sveitalifsins og hinn óþolandi ágang dýranna. Nú má halda hunda hér í Reykjavík, illþefjandi skepnur sem skíta borgina út í orðsins fyllstu merkingu. Verr er mér þó við árans kettina. Þessi illa gefnu dýr troða sér alls staðar inn og hlandlykt þeirra fyllir hvern kima borgarinnar. Þeir stökkva fyrir bíla og valda umferðar- slysum og eru svo margir að helst minnir á plágu. Dýr eiga heima í sveitum. Borgirnar eiga að vera griðastaðir okkar mannfólksins. Það væri best ef meindýraeyðir tæki sig til og kæmi öllum köttum í höfuðstaönum fyrir kattarnef. „Dýr eiga heima í sveitum," segir kattahatari m.a. Tarkowsky við komuna til íslands. Sjónvarpið sýni Tarkowsky- myndir Gunnar hringdi: Nýlega var haldin í Reykjavík kvik- myndahátíð, helguð sovéska kvik- myndaleikstjóranum Tarkowsky. Mikil umræða átti sér stað um myndir hans og reyndi sovéska sendiráðið m.a. að stööva hátíðina. Við sem búum úti á landi áttum ekki kost á því að sjá myndir þessa umdeilda leikstjóra. Því vil ég mælast til þess að sjónvarpið taki einhverjar myndir hans til sýningar. Þaö væri vel þegiö. „Kona er nefnd María Markan”: Leiðrétting vegna umræðu um sjónvarpsþátt María Markan skrifar: Ég hef orðið þess vör að nokkurs misskilnings gætir varðandi sjónvarpsþátt er var endursýndur sl. miðvikudag, eftir 13 ár. Ýmsir hafa talað viö mig um að Pétur Pétursson þulur hafi hraðað sér að ljúka samtalsþætti okkar. Að mínum dómi er Pétur mjög tillitssamur og hæverskur. Hins vegar gætti misskilnings milli upptökumanna sjónvarpsins og okkar, einkum mín. Er það skiljan- legt, í Spennu augnabliksins, þegar maöur opnar hug sinn fyrir alþjóð um sinn eigin lífsferil. Okkur Pétri hafði víst verið sagt hve langan tíma við hefðum, en einhvern veginn fór það framhjá mér. Pétur lét mig ráða feröinni í samtalinu, en var stöðugt áminntur af tímaverði sem var okkar vinsæli söngvari, Guðmundur Guðjónsson. Þegar fór að líða á seinni hluta þáttarins áttaði ég mig ekki á hvaö tímanum leið en sá að Pétri brá er tímavörður lyfti upp spjaldi og á því stóö 0. Þá sagöi ég: „Hvað, er tíminn búinn?” Þar af leiddi að Pétur vildi ekki hætta þættinum í miðri frásögn minni en þurfti náttúrlega að hraða sér mjög til þess aö ljúka efninu áður en filman væri búin og slökkt yröi á upptökutækjunum. Vonandi veit fólk nú hvernig á þessu stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.