Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 21
DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. 21 íþróttir íþróttir íþróttir Dalglish ekki með gegn íslandi Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Atli nefbrotn- aði eftir 63 sek. — íleik Dusseldorf gegn Stuttgart Frá Atla Hilmarssyni, frcttamanni DV í V-Þýskalandi: — Atli Eövaldsson varð fyrir því óhappi, eftir aðeins 63 sek. í lcik Stuttgart og Diisseldorf, að nef- brotna. Atvikið átti sér stað þegar Atli og Andreas Miiiler stukku saman upp i skallaeinvigi. Þrátt fyrir nefbrotið lék Atli með Diissel- dorf allan leikinn. Það er óvíst hvort Atli getur leikið nœsta ieik Dusseldorf, gegn Mannheim. Gerd Zewe er einnig meiddur hjá Diisseldorf sem er komið í alvarlega fallhættu. | • Atli Eðvaldsson. -AH/-SOS. Miklar öryggis- ráðstafanir í Laugardalnum Yf ir 1000 skoskir áhorfendur koma til Reykjavíkur til að sjá HM-leik íslands ogSkotlands — Skoskur öryggisráðgjafi væntanlegur til Reykjavíkur á morgun og vallarstjóra Laugardalsvallarins. >á mun hann kanna Laugardalsvöllinn en Skotar hafa óskað eftir því aö skosku áhorfendumir verði inni í sér- girðingum þannig að þeir geti ekki fariö inn á völlinn óhindraðir. Það er ljóst að miklar varúðar- ráðstafanir verða gerðar fyrir leikinn. Skoska knattspymusambandið sér eingöngu um sölu aðgöngumiða í Skotlandi þannig að sambandið hefur yfirumsjón með hverjir koma hingað til að sjá leikinn. Það er reiknað með að áhangendur skoska landsliðsins komi tii Reykjavíkur sama dag og leikurinn fer fram og að þeir fari héðan fljótlega eftir leikinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að það er ekki til hótel- pláss í Reykjavík fyrir þann mikla fjölda knattspymuáhugamanna sem kemur frá Skotlandi. -SOS. Það bendir allt til að Kenny Dalglish, knattspyrnukappinn snjalli hjá Liver- pool, geti ekki leikið með Skotum gegn Islendingum í HM-keppninni á Laugar- dalsvellinum 28. maí. Heldur ekki þeir John Wark og Alan Hansen sem einnig leika með Liverpool. Astæðan fyrir því er sú að líklega leikur Liverpool til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða daginn eftir að landsleikurinn fer fram á Laugardals- vellinum. Urslitaleikur EM fer fram í Rotterdam í Hollandi 29. maí. -SOS. • Kenny Dalglish. Það er ljóst að miklar öryggisráðstaf- anir verða í Reykjavik fyrir heims- meistaraleik tslands og Skotlands á Laugardalsveilinum 28. maí. Það er reiknað með að yfir 1000 skoskir knatt- spyrnuáhangendur komi til að sjá leik- inn sem er afar þýðingarmikill fyrir Islendinga og Skota, en Skotar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sinum, 0—1, gegn Spánverjum og Walesbúum. Hingað til landsins er væntanlegur á morgun öryggisráðgjafi frá skoska knattspymusambandinu. Hann mun ræða við lögregluyfirvöld í Reykjavík 4 s&\ Sigurður er óstöðvandi — skoraði 10 mörk gegn Kiel. Er nú langmarkahæstur íV-Þýskalandi Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Sigurður Sveinsson er hreint óstöðvandi þessa dagana með Lemgo — hann skorar og skorar. Hann var í miklum ham á laugardaginu er hann skoraði 10 mörk gegn Kiel. Það dugði þó ekki til sigurs — Jóhann Ingi Gunnarsson og lærisvelnar hans fóru með sigur af hólmi í Lemgo, 17—21. • Siguröur er nú langmarkahæstur í V-Þýskalandi, hefur skorað 154 mörk í Bundesligunni. • Þá má geta þess að dregiö var i aðra umferð bikarkeppninnar um helgina. Lemgo dróst gegn 2. deildar- liðinu Barmstedt, Essen gegn Metaloplastika lagði Atletico Metaloplastika vann sigur, 19—12, yfir Atletico Madrid í fyrri úrsiitaleik félaganna í Evrópukeppni meistara- liða. Leikurinn fór fram í Sabac i Jágó- slavíu. 4 þás. áhorfendur sáu leikinn og voru heimamenn yfir, 9—6, í leikhléi. Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum voru: Mctaloplastika: Mrkonja 6, Vujovic 5, Isakovic 4, Portner 2, Vukovic 1 og Cvetkovic 1. Atletico Madrid: Millian 5, Alonzo 3, Reino 1, De la Punete 1, Parilla 1 og Ström 1. Seinni leikurinn fer fram í Madrid 21. apríl. -SOS. Ribe tapaði Ribe, liðið sem Gísli Felix Bjarnason og Gunnar Gunnarsson leika með í Danmörku, náði ekki að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í handknattieik. Félagið lék gegn HIK í Ribe og mátti þola stórtap, 18—29. -SOS. • Sigurður Sveinsson. Dusseldorf og Wanne-Eiken gegn Alderhold. -AH/-SOS. • Skoskir knattspyrnuunnendur eru skrautlegir. Þessi mynd var tekin af nokkrum Skotum á Spáni árið 1982 þegar HM fór þar fram. DV-mynd: Sigmundur. Ömar Torfa opnaði markareikning sinn — skoraði tvö mörk þegar Framarar lögðu KR-inga að velli, 3-0 Omar Torfason, landsliðsmaður- inn snjalli í knattspyrnu, kom held- ur betur til leiks á vel pássuðum skotskónum þegar Framarar tryggðu sér sigur (3—0) yfir KR- ingum í Reykjavikurmótinu i knattspyrnu á gervlgrasvellinum i Laugardal í gærkvöldi. Framarar tryggðu sér þar með aukastig. Guðmundur Steinsson skoraði fyrsta mark Fram í leiknum, en síðan tók Omar til sinna ráða — skoraði tvö mörk. Framarar yfir- spiluðu KR-inga algjörlega í leikn- um og gátu unnið stærri sigur. > Ómar Torfason. — Eg var að mörgu ieyti ánægö- ur með leikinn og baráttuna hjá strákunum, sagði Asgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir leikinn. — Mörkin sem við skoruðum voru vel gerð og þau gátu orðið fleiri. Hall- dór Pálsson, markvörður KR, bjargaði td. tvisvar sinnum mjög vel, á síðustu stundu, sagði Asgeir. — Þessi leikur sýndi að strákarn- ir geta gert góða hluti þegar þeir mæta til leiks með réttu hugarfari og gefa alit í leikinn, semþeir eiga, sagði Ásgeir. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.