Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 23
DV. MÁNUDAGUR15. APRlL 1985. 23 íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir Guðmundur stöðvaði sigurgöngu Brodda — varð íslandsmeistari íeinliðaieik íbadminton á Akranesi Broddi Kristjónsson, íslandsmeist- ari í einliðaleik í badminton sl. fimm ár, varð um helgina að láta sér lynda annað sætið í einiiðaleiknum í meist- araflokki er islandsmeistaramótið fór fram á Akranesi. Guðmundur Adolfs- son sigraði Brodda i úrslitum einliða- leiksins 18-15 og 15-12. í tvíliðaleik karla, þeir sigruðu Snorra Ingvarsson og Árna Þór Hallgrímsson í úrslitaleiknum, 18—16 og 15—11. Broddi vann annað gull sitt á mótinu í tvenndarleiknum þar sem hann lék með Kristínu Magnúsdóttur. Þau unnu Þorstein og Ingu í úrslitaleik, 15—4 og 15—7. TBR átti alla vinningshafana í meistaraflokknum. Auk keppni í meistaraflokknum var keppt í 1. flokki reyndist Akumesingurinn Asa Pálsdóttir sigursæl. Vann gull í öllum grein- unum þrem, einliðaleik, tvíliðaleik og tvennd- arleik. Haraldur Hinriksson vann Hauk Finnsson í úrslitaleik einliðaleiksins i karla- flokki, þeir félagar urðu siðan saman Islands- meistarar í tvíliðaleiknum. -f ros • Guðmundur Adolfsson. Hörður skoraði sigurmarkið þegar FH vann Keflavík FH vann Keflavík í fyrsta lelk Lltlu- bikarkeppnlnnar er fram fór á laugar- daginn i Hafnarfirði. Sú litla knatt- spyrna er sást i leiknum kom í fyrri hálflelk, þá náðu Hafnfirðingarnir að tryggja sér sigurinn (1—0) með marki Harðar Magnússonar (Ólafssonar, Bjössa bollu). Fimm liö taka þátt i mótinu, FH, IBK, IA, Breiðablik og Haukar. -fros Þórdís Edwald sigraði í einliðaleik kvenna, hún sigraði Kristínu Magnús- dóttur 11-2,8-11 og 12-10. I tvíliðaleiknum lék Þórdís með Elísabetu Þóröardóttur og sigruðu þær Kristínu og Ingu Kjartansdóttur í úr- slitum 15—2,9—15 og 15—5. Broddi og Þorsteinn Hængsson unnu Skíða- kappar íslands — voru ekki ofarlega á blaði íNoregi ogSvíþjóð Það er ekki bægt að segja að besta skíðafólk Islands bafi gert stormandi lukku á skiðamótum í Tromsö í Noregi og Ternaby í Svíþjóð um helgina. Islandsmeistarinn i alpagreinum karla, Guðmundur Jóhannesson frá Isafirði, hafnaði i 69. sæti í svigi af áttatíu keppendum i Ternaby i Sviþjóð. Guðmundur fékk tímann 2:39,86 min. Daniel Hilmarsson frá Dalvík varð í 53. sæti á 2:36,81 min. Svíinn Jurgen Sundqust varð sigurvegari á 2:28,26 mín. Islensku stúlkurnar kepptu á méti í Tromsö í N-Noregi. Guðrún H. Kristjánsdéttir, Isiandsmeistari í alpagreinum, varð í 22. sæti í svigi á 2:17,75 mín. Tinna Traustadéttir, vinkona Guörúnar frá Akureyri, varð í 36. sæti á 2:22,95 min. Katrín Bjerner frá Svíþjéð sigraði á 2:05,94 min. -SOS r I I I r r le ie |l lí ln |8f I ir ! I |tc Þ 1° 1« L íþróttir Stjarnan og FH áfram Stjarnan og FH tryggðu sér éttinn til að leika í undanúrslitum ikarkeppni HSl í gærkvöldi. Tveir ■ikir voru á dagskrá, í fyrri leikn- m sigraði Stjarnan Þrótt, 36—28, ftir að Garðbæingarnir höfðu haft inu marki yfir í hálfleik, 14—13. .eikurinn var jafn fram i síðari álfleik en þá hættu Þróttarar að afa áhuga á leiknum og Stjarnan láði góðri forystu. Mörk Stjörnunnar: Sigurjón og Hannes , Magnús 7, Guðmundur 6, Hermundur 4, lyjólfur og Gunnlaugur 2, Skúli 1. Mörk Þréttar: Konráð 10, Páll 7, Sverr- •4, Birgir 3, Lárus og Haukur 2. I seinni leiknum sigraði FH HK, 31—25, ftir að FH hafði haft 14—13 yfir í hléi. HK-ingar komu mjög á óvart með óðum leik gegn FH, þeir höfðu lengi vel jrystuna gegn Islandsmeisturunum en urftu síðan að gefa eftir í lokin. Mörk FH: Kristján 9, Sveinn 7, Guðjón !. og Guðjón Á 4, Oskar og Valgaður 2, 'orgils Ottar, Sigþór og Stefán 1. Mörk HK: Björn 8, Olafur og Kristinnö, lagnar og Stefán 3, Rúnar 1. -frosj Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin -er kraftmikiI, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla — því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.