Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR15. APRIL1985. 15 högga sveifla hiá Curtis Strange Bandaríkjamaðurinn Curtis Strange var eflaust sá sem mest kom á óvart í U.S. Masters golf- keppninni. Strange setti nýtt met í keppninni. Aldrei áður hef- ur kylfingur sem lenti í einu af efstu sætunum byrjað jafnilla og Strange gerði á fyrsta degi keppninnar. Þá lék hann á heil- um 80 höggum. Hann sannaði það síðan á öðrum degi keppn- innar að sú frammistaða gaf ekki rétta mynd af getu hans í golfinu. Hann lék á 65 höggum, einu höggi frá vallarmetinu. Hvað slæma byrjun varðar þá kemst Bandarikjamaðurinn Craig Stadler næstur Strange. Stadier vann U.S. Masters árið 1976 eftir að hafa leikið á 75 höggum fyrsta daginn. -SK. U.S. MASTERS I U.S. MASTERS • Tom Kite komstekki áfram. Frægirkappar komust ekki íúrslitin Það voru margir frægir kappar sem urðu að sætta sig við að kom- ast ekki í úrsiitin á U.S. Masters. Þar á mcðal voru þeír Fuzzy Zöll- er og Tom Kite frá Bandaríkjun- um og gnmla kempan Arnold Palmer. Palmer tðk þátt í U.S. Masters í 31. skipti. Tom Kite var að keppa í 14. skipti í keppninni og það hefur aldrei áður átt scr stað að hann hafi ekki komist í úrslitakeppnina. -SK. Áhugamenn- irnir stóðu sig vel Áhugamennirnir John Inman og Sam Randolph, sem komu mest á óvart á fyrsta degi U.S. Masters.i urðu frekar aftarlega á merlnni J þegarupp varstaðið. John Inman lék 72 holurnar á 303 ] höggum en Sam Randolph stóð sig | mun betur og hafnaðl í 20. sæti á 290 | höggum ásamt nokkrum öðrum. Randolph lék síðustu 18 holurnar á 73 höggum en Inraan á 77 höggum. Randolph stóð sig best ábuga- j manna á mótinu en næstur honum kom Jerry Haas á 293 höggum. Góð frammistaða á fyrsta H.S. Masters mótinu. -SK. Þriðji sigur Evrópubúa Sigur Vestur-Þjóðverjans Bern- hards Langer á U.S. Masters í gær j er þriðji sigur Evrópubúa á mótinu frá upphafi. Aður hafa þeir Sever- iano Ballesteros og Gary Player I sigrað. Ballesteros er frá Spánl en | Player frá Suður-Afriku. Það vekur óneitanlega ataygli að tveir keppendur frá Evrópu skip- uðu tvö efstu sætin að þessu sinni. Níu keppendur sem ekki eru frá Bandaríkjunum komust i úrslita- keppnina. A eftir tvímenningunum í fyrstu sætunum kom David Gra- ham frá Ástraiiu. Vallarmetið var í hættu Besta skorið 65 högg en lélegast 83 Enginn kylfingur náði því takmarki að setja nýtt vallarmet á Augusta golf- vellinum þar sem U.S. Masters fór fram. Þeir Sandy Lyle, BreUandi, og Curös Strange, USA, komust næstir því, báðir náðu að leika 18 holurnar á 65 Hér fer á eftir lokaröö keppenda á U.S. Masters í golfi sem lauk í gærkvöldi: Bernhard Langer V-Þýskalandi Seve Balls teros, Spáni Curtis Strange Kaymond Fioyd JayHaas Jack Nicklaus Craig Stadler Gary Hallberg Bruce Lietzke David Graham, Ástraliu Lee Trevino Tom Watson Fred Cauples JohnMahffey Bill Kratzert Isao Aoki, Japan Gary Koch Lanny Wadkins Wayne Levi Jim Thorpe 72-74-68-68 =282 högg 72- 71-71-70=284 högg 80-65-68-71=284 högg 70- 73—69—72=284 högg 73- 73-72-67=285 högg 71- 74—72-69=286 högg 73-67—76-70=286 högg 68-73-75—70= 286 högg 72- 71-73-70=286 högg 74- 71—71-71=284 högg 70—73—72—72=287 högg 69—71—75—72=287 högg 75- 73-69-70 = 287 högg 72- 75—70—71=288 högg 73— 77—69—69=288 högg 72—74—71—72=289 högg 72—70—73—74=289 högg 72- 73-72—73=290 högg 75—72-70-73=290 stig 73— 71—72—74=290 högg Sam Randolph (áhugamaður) 70—75—72— 73=290 Mark McCumber Tim Simpson Sam Randolph (áhugamaður) Sandyule, Bretlandl Andy Bean Nlck Faldo, Bretlandl Johny Miller Corey Pavin Hai Sutton högg 73-73-79-65 = 290 högg 73—72—75—70= 290 högg 70-75—72-73=290 högg 78-65-76-73=292 högg 72—74—73—73=292 högg Jerry Haas (áhugamaður) 75=293 Sam Torrance, Bretlandi JoeySindelar CalvinPeete Gary Player, Suður-Afríku Larry Nelson Hale Irwin Lennie Ciements Mark Lye David Edwards ScottSimpson Ronnie Black Bob Gilder 73-73-75-71=292 högg 77-68-76-71=292 bögg 72—75—75-70=292 högg 77-69-70-77=293 högg 76—69—73— högg 73-73-75-72=293 högg 73—73—75—72=293 högg 75—70—74—74=293 högg 71- 75-73—75 =294 högg 73— 75—74—72=294 högg 78-71-73-72=294 högg 75-75—73-71=294 högg 72— 73-79—70=294 högg 74- 72-77-72=295 högg 71— 73—77—74=295 högg 74—71-75-75=295 högg 72— 75—81—68=296 högg höggum en vallarmetið er 64 högg. 65 högg voru sem sagt besta skorið á mót- inu. Lélegasta skorið átti Bob East- wood, USA, sem hafnaði í neðsta sæti á mótinu er hann lék 18 holurnar á 82 höggum á þriðja degi keppninnar. Næstlélegasta skorið í úrslitakeppn- inni (tvo siðustu dagana) átti Bob Gild- er, USA, einnig á þriðja degi, 81 högg. Lélegasti árangur einstakUngs á 18 iholunum frá byrjun mótsins átti hins jvegar Bandaríkjamaðurinn Arnold Palmer en hann lék fyrsta daginn á 83 ihöggum. -SK. * Harðri barúttu ar lokifl. Þeir Bemhard Langer og Seve Ballesteros sjúst hér ganga holuna. Sín Égmun vinni —sagði Vestur-Þjóðverjinn Bernhard Langer eftir að hann hafði „Ég fann fyrir pressunni sem var á mér lokakaflann og gerði allt sem ég gat til að vera rólegur. Reyndi að leika af yfirvegun og skynsemi og ég get ekki sagt annað en að það hafi tekist bærilega," sagði Vestur-Þjóðverjinn Bernhard Langer í gærkvöldi eftir að hann hafði sigrað í einu af mestu golfmótum ársins hjá atvinnumönnum, U.S. Masters. Mót- ið fór fram í Augusta í Bandaríkjunum og komust færri áhorfendur að en vildu til að fylgjast með öllum bestu kylf- ingum heimsins leika listir sínar. Keppnin var mjög spenn- andi allan tímann en um tíma i gær virtist sem Bandaríkja- maðurinn Curtis Strange ætlaði að vinna öruggan sigur. En glæsilegur leikur Þjóðverjans á síðustu níu holunum ásamt Spánverjanum Severiano Ballsteros gerði út um vonir Bandaríkjamanna. Þeir félagar, Langer og Ballesteros, léku saman í holli og lengi vel mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. Curtis Strange hafði fjögurra högga forystu þegar fyrri níu holumar síðasta dag- inn höfðu verið leiknar. En smátt og smátt tókst Bemhard Langer að draga á Bandaríkjamanninn og þegar líða tók að lokum fór Curtis Strange að gera afdrifarík mistök. Á 13. holunni lenti hann með kúlu sína í læk. Kúlan lá nokkuð vel og freistaðist Strange til að slá hana úr vatninu. En ekki tókst betur til en svo að hún fór nokkra senti- metra upp úr læknum og rann rakleitt ofan í hann aftur. Hann gaf sér góðan tíma og ákvað að slá aftur i stað þess að taka víti. Og höggið heppnaðist full- komlega. Á15. brautinni lenti Strange í svipuðum vandræðum er kúla hans lenti í tjöm. Hann varð að taka víti og fór holuna á einu höggi yfir pari. Langer kom á eftir og bætti um betur og lék á einu höggi undir pari. Þjóðverjinn var nú farinn að síga á Strange og taugar Bandaríkjamanns- ins virtust búnar. Langer fékk þó „Bógí” (eitt högg yfir pari) á næst- síðustu holuna en það dugði Strange ekki. Langer og Ballesteros léku af miklu öryggi lokaspölinn, Bailesteros að visu mjög óheppinn í púttunum. Mörg pútt hans enduðu i holukanti og oft munaði ekki nema millimetrum. Ef Ballesteros hefði haft smáheppni með sér á lokaholunum hefði sigurinn eflaustorðiðhans. Langer hafði ástæðu til að gleðjast Fögnuður Þjóðverjans Bemhards Langer í lokin var mikill. Fyrsti sigur hans á meiri háttar golfmóti meðal at- vinnumanna í höfn og í fyrsta skipti sem Vestur-Þjóðverji sigrar í meiri háttar golfmóti. Og ekki var lítil ástæða fyrir Langer að gieðjast þegar hann tók við peningaverðlaununum í lokin. Langer var 6,5 milljónum íslenskra króna ríkari eftir keppnina. Ekki er þó hægt að meta heiðurinn sem sigrunum fylgir til fjár en hann er gífurlegur. Eftir keppnina klæddi Ben Crenshaw, sigurvegarinn frá í fyrra, Langer í græna jakkann. Miklu tauga- stríði var lokið og nú hefur Langer möguleika á að vinna „ásana fjóra” en það eru fjögur mestu golfmót ársins hjá atvinnumönnum kölluð. Það er U.S. Masters, U.S.-open, British Open og PGA-open. Sárasjaldan í golf- sögunni hefur það skeð að einn og sami golfleikarinn hafi unnið öll þessi mót. „Eg er rétt að byrja" Bemhard Langer sagði eftir keppn- ina: „Ferill minn í golfinu er rétt að byrja. Eg mun koma á óvart og vinna fleiri stóra sigra. Vissulega kom það mér nokkuð á óvart að ég skyldi sigra í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.