Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. ^lp smiður Umsóknarfrestur um stöðu smiðs á trésmíðaverkstæði Þjóðleikhússins er framlengdur til 24. apríl. Starfið felur í sér smíði leikmynda og leikmuna, svo og aðra trésmíðavinnu í Þjóðleikhúsinu eftir því sem aðstæð- ur leyfa. Iðnaðarmenntun er áskilin. Ráðningarkjör eru samkvæmt samningum BSRB og fjármálaráðherra. Umsóknum, sem greini frá menntun og starfsreynslu sé skilaðtil skipulagsstjóra Þjóðleikhússins. Þjóðleikhússtjóri. TIL SÖLU ISUZU TROOPER ÁRGERÐ1984 ekinn 9 þús. km, litur grár/sanseraður, vökva- stýri/bremsur TILSÝNISÁ AÐALBÍLASÖLUNNI MIKLATORGI SÍMI: 19181 WORD - RITVINNSLA Word ritvinnslukerfið er með nýjustu ritvinnslukerfum á markaðnum í dag, hannaö fyrir IBM einkatölvur. Það býður upp á mjög margar aögerðir sem hingað til hafa ekki þekkst meðal ritvinnslukerfa á smátölvum. Segja má að Word nálgist það að geta framkvæmt aðgerðir sem einungis sérhannaðar ritvinnslutölvur hafa hingað til getað unnið. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að vinna með ritvinnslukerfið að námskeiðinu loknu. ÞÁTTT AKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM og Atlantis einka- tölva. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari hjá Stjórnunarfélagi íslands. TÍMIOG STAÐUR: 22.-25. apríl kl. 13.30-17.30 í Síðu- múla 23. TIUCYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ★ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunar- sjóður starfsmannafélags ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku í þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. ^STJÓRNUNARFÉIAG ISLANDS SkXJMÚLA 23 SÍMI 82930 Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós r Texti: Asgeir Eggertsson í mars ðrið 1983 varð eldsvoði í Álafossverksmiðjunni i Mosfellssveit. Að mati sérfræðinga var um ikvaikju að yfiriögðu ráði að ræða. í þessu tilviki tókst ekki að hafa upp á brennuvarginum. Er eldvamaeftir- lit og rannsókn brunamála í molum? Mikið hefur verið rætt og ritað um brunamál hér á landi, ekki síst vegna þess að mikiö hefur verið um stór- bruna í atvinnufyrirtækjum. I mörgum tilvikum hefur atvinnulíf lamast í byggðarlögum þar sem stór atvinnufyrirtæki hafa brunnið. Eftir- grennslan hefur stundum leitt í ljós að um vanrækslu eða jafnvel íkveikju hefur verið að ræða. I þessu sambandi er rætt um að lög sem varða eldvarnaeftirlit og rannsókn brunamála séu allgloppótt. I kjallaragrein í DV segir Guömundur Einarsson alþingismaöur: „Það leitar að manni sá ótti að hér séu enn á ferð kerfisklíkumar og kunningjaþjóðfé- lagið. Hvaða sambönd gera mönnum kleift að hundsa kröfur um úrbætur ár eftir ár? Hvers vegna eru þeir ekki kærðir samkvæmt lögum? Hvers vegna finnur lögreglan aldrei brennuvargana?” DV leitaði álits Alexanders Stef- ánssonar félagsmálaráðherra sem yfirmanns brunamála á íslandi og spuröi hann hvort lög og reglur um þessi efni væru eins gloppótt og um er rætt. „Ég held aö þingmaðurinn hafi rasað um ráð fram í þessum efnum, því aö allt sem hann segir er órök- stutt. Hins vegar vil ég ekki segja að ekki sé hægt að gera betur, því að nóg er til af lögum og reglugerðum. Það er bara spuming um hvemig þeim er framfylgt. Eg hef boöaö til mín brunamálastjóra og stjórn Brunamálastofnunar og munum við ræða þessi mál. Eg sem ráðherra hef reynt að vinna að því að gera Bruna- málastofnun jjað kleift að sinna sínu hlutverki, en því má ekki gleyma að þaö eru sveitarfélögin í landinu sem sinna brunaeftirliti,” sagði ráöherr- ann. I bréfi sem Landssamband slökkviliðsmanna hefur sent þing- mönnum segir að lög sem varða brunamál séu ekki nógu skýr. Bruna- málanefndimar hafi oftast verið skipaðar frammámönnum úr hér- aðinu, en oft hafi það verið fyrirtæki þeirra eða nánustu ættingjar sem voru brotleg. Því væri ekki rétt að láta sveitarstjómir sjá um bruna- eftirlit. Alexander sagði að þetta væru full- miklir sleggjudómar. Lögin væru skýr, sveitarstjómir ættu að sjá um brunavamir, en Brunamálastofnun ætti aö vera leiðbeinandi aðili og stuðla að því að lögum væri fram- fylgt. „Að mínum dómi hafa orðið mjög miklar framfarir í þessum málum, og er stööugt verið að vinna að þessu áfram, þó að mönnum sýnist fram- farir, ekki hafa orðið nógu miklar,” sagöi Alexander. Er þörf á nýjum lögum? „Það er rétt, ég tel núgildandi lög ekki nógu vel úr garöi gerð, en við verðum að starfa eftir þeim,” sagði Þórir Hilmarsson brunamála- stjóri. „Að mínum dómi eru erfiðleikamir oft hjá slökkviliðs- stjórunum sem oft eiga erfitt með að ná málum fram í sinni heimabyggð. Samkvæmt lögum er Brunamála- stofnun ætlað að jafna hugsanlegan ágreining milli slökkviliðsstjóra og fyrirtækja. Það hefur komið fyrir í eitt skipti aö þurft hefur að veita sveitarstjóm áminningu fyrir vanrækslu í brunamálum.” Þórir sagði að lögin þyrftu að vera fljótvirkari varðandi brot á reglum athuganir starfsmanna Brunamála- stofnunar ríkisins hafi bent til alvar- legs gáleysis eða jafnvel ikveikju af mannavöldum,” sagði Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags Islands. „Eftirfarandi lögreglu- rannsóknir hafa ekki verið í takt við þær niðurstöður. Það má segja að auðveldara sé að staðhæfa að orsök hafi verið íkveikja en að benda á brennuvarginn. Að minum dómi þurfum við ekki ný lög heldur þarf að efla rannsóknir lögreglunnar og treysti ég Rannsóknarlögreglu ríkisins fullkomlega til þess. Við þurfum að framfylgja betur þeim lögum sem viö búum við, bæði varðandi brunavamir og réttar- farið.” ifc m '■ á ______1___________________ Á Raufarhöfn kviknaði í frystihúsi Jökuls í desember árið 1984. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsofni. Hann komst upp í gegnum timburloft og i umbúðalager frystihússins. en nú er. Brunamálastofnun þyrfti aö hafa eins konar eldvamaeftirlit í höndum sér. Það þyrfti svo að hafa meira vald og geta höggviö beint á lagabrotin. „I dag þarf aö fara mjög flókna leið. Fyrir bragðið leyfa margir aðilar sér að fresta úrbótum í bruna- vömum. Það getur verið að svo hittist á að eigendur frystihúsa séu í bæjarstjóm, ég veit ekki hvort hægt er aö ræða um kunningsskap í litlum bæjarfélögum þegar þar er fjallað um gallað kerfi eldvama, en hlut- verk alþingismannanna er að setja okkur lög og þetta eru þau lög sem við verðum að starfa eftir.” Verður að framfylgja betur núgildandi lögum „Eg hef áöur vikið að því að „Samkvæmt bótaskyldu sinni verður Brunabótafélag Islands að borga að fullu tjón sem orðiö hefur. Ef brennuvargurinn næst eignast félagið endurkröfurétt bótanna og vil ég til dæmis nefna brunann á Ála- fossi 1983. Ennþá hefur lögreglan ekki haft uppi á þeim sem þar kveikti í.” Ingi R. Helgason segir í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 21. mars siðastliöinn að rannsóknir á bruna- málum séu sjaldan í takt við þær upplýsingar sem Brunamálastofnun veitir. I þessu sambandi sagði Jón Helgason dómsmálaráðherra aö vissulega ynni lögregla samkvæmt bestu samvisku aö rannsókn málanna. Hins vegar myndi hann óska eftir greinargerð frá Inga R. Helgasyni um þau atriði sem betur mættu fara í rannsóknarmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.