Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Side 39
DV. MANUDAGUR15. APRlL 1985. 39 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losaö innstæöur með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verötryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lff- eyrissjóðum eða almannatryggingum. ínnstæður eru óbundnar og óverötryggðar. Vextir eru 31% og ársávöxtun 31%. Sérbók fær strax 30% nafnvexti, 2% bætast síðan við eftir þverja þrjá mánuði sem imistæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Ársávoxtun getur orðið 37.31% Innstæöur eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankbin: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn: ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bætt við. , Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggöan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bomir 5aman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir em færðir misserislega( 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess timabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Ábót er annaðhvort 2,75% og fuil verðtryggi, ing, eins og á 3ja mánaöa verðtryggðum sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir i árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundkin. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí— september, október—desember. 1 lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta áviixtun iátin gildp. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum meðt 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á verötryggðum 6 mónaða reikningum með 2% vöxtum. , Sé lagt inn á miðju timabili ,Qg inn stæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir reiknast þá 24%, án verðtryggingar. ibúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. i Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við spamað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Útlán eru með hæstu vöxtum bankans ó hverjum tima. Sparnáður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartimabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru. stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4.— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatímabilinu, standa vextir þess næsta timabil. Sé innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun -borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem betri reynist. Ríkissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæöir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til lO. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með- 6.71 vöxtum. Vextir greiöast misserislegá á tímabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi.' Upphæðir erú 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskírteini með hreyfanlegum *iöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkurSDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtimi eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóðk eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lifeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrrisjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en naf nvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum verður innstæðan i lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í þvítilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 4% á mánuði eða 48% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1333%. Vísitölur Lánskjara vísitala. er 1106 stig í april, en var 1077 stig í mars. Miðað er við 100 í júní 1979. Bvggingarvísitala á öðrum arsfjórðungi 1985, april-júní, er 200 stig, miðað við 100 í janúar 1983, en 2.963 stig, miðað við eldri grunn. A fyrsta ársfjórðungi í ár var nýrri vísitalan 185 stig. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA1%) INNLAN með sérkjqrum SJA sérlista il I l ! illiil !i li ii li »1 innlAn úverðtryggð 245 24,0 24.0 SPARISJÓOSBÆKUR Úbundin nutæói 24.0 24,0 244) 24.0 24.0 245 245 SPARIREIKNINGAR mánaða uppsögn 27J 28,8 274) 27.0 275 275 275 274) 275 6 mánaðs uppsógn 38,0 39.2 304) 315 365 31.5 315 305 31,5 12 mánaða uppsögn 32.0 34,6 32.0 31.5 325 18 mánaða uppsögn 37 J0 40.4 3741 275 275 275 SPARNAÐUR - LAMSRÍTTUR Spanð 3-5 mánuði 27,0 275 27,0 275 Sparað 6 mán. og maáa 31Æ 30.0 275 275 315 305 305 innlAnsskIrteini T1 6 mánaða 32.0 34.6 304) 315 31.5 315 195 315 TéKKAREIKNINGAR Avisanaraitningaí 225 22.0 125 115 195 195 195 Hlauparaiiningar 19,0 164) 125 115 195 125 195 195 innlAn verðtryggo 2.75 15 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 4,0 4.0 25 05 2.5 15 35 6 mánaða uppsögn 6,5 65 35 35 3.5 3.5 35 2.0 innlAn gengistryggð 75 95 GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadolarar 9Í 9.5 85 8.0 15 75 75 Storlngspund m 9.5 105 115 135 105 105 105’ 125 Vsstur þýsk mörk 44) 45 55 55 4.0 4.0 45 55 Danskar krónur 10.0 95 105 15 105 105 105 105 105 litlAn úverðtryggð 315 ALMENNIR VlXLAR Iforvaxtvl 31,0 314) 315 315 315 315 315 315 VKJSKIPTAVlXLAR (forvoxtw) 32.0 32.0 32.0 325 325 325 325 325 ALMENN SKUIOABREF 34.0 344) 345 345 34.0 34.0 345 345 VIÐSKIPTASKULOABRÉF 35.0 355 35,0 355 355 35.0 HLAUPAREIKNINGAR Yfxdráttur 32,0 32.0 325 325 325 325 325 325 325 utlAn verðtryggð 4.0 4.0 45 SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 44) 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri an 2 1/2 ár 5.0 54) 5,0 5.0 5.0 5.0 55 5,0 5,0 útlAn til franileiðslu 245. VEGNA INNANLANDSSOLU 244J 24,0 24.0 24,0 24.0 24.0 245 245 VEGNA UTFLUTNINGS SDR reðuámynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9.75 9.75 Sandkorn Sandkorn Að koma bfln- um í gegn Bílaskoðun er nú að fara af stað af fulium krafti. Þá fær margur maðurinn haus- verk við að finna leiðir til að koma druslunni í gegn án þess að þurfa að kosta alltof miklu til. Það er gamal- þekkt bragð að senda eigin- konuna og láta hana blikka skoðunarmanninn annað slagið meðan hann reynir að finna bílnum allt til for- áttu. Sumir segja þó að þetta ráð dugi ekki eins vel og áður — sem að vísu er ótrúlegt. I fyrrasumar þurfti bíleigandi í bæ við Eyja- fjörð að fara með rauða, sænska bílinn sinn til skoðunar. Gallinn var bara sá að nagladekkin voru enn undir og eitt Ijósker brotið. i Maðurinn átti engin boðleg sumardekk og ljósker fékkst ekki. Hann greip því til þess ráðs að tala við kunningja sinn, sem á eins bíl, og fá lánuð hjá honum sumardekkin og ljóskerið. Sá rauði rann í gegnum skoðunina og svo var bara farið aftur, nagladekkin sett undir og brotna Ijós- kerinu smellt á. Ekkert mál. Kaffihús á Akureyri ! Hvort sem það er Baldri Hermannssyni að þakka , eða Akureyringum sjálfum þá virðist núna allmikil vakning á Akureyri til að hressa svolitið upp á bæinn. (Margir hafa kvartað sáran : undan því að ekkert sé hægt að gera þar sér til ; skemmtunar. Kannski hefur það þó best komið í Ijós með því að ferðamenn 'keyra oftast í gegn, í það minnsta standa þeir stutt við. Nú fyrst virðist veitinga- húsaaldan, sem skall á Reykjavik fyrir nokkrum árum hafa komist norður fyrir fjöll og er til dæmis búið að opna fyrstu krána. í vor bætist að minnsta kosti einn matsölustaður við og sumir hinna eldri taka breytingum og stækka. Það hillir líka undir miklar úr- bætur í hótelmálunum. Það nýjasta i þessari vakningu er að í vor ætla nokkrir framtakssamir ein- staklingar að opna kaffihús á annarri hæð í húsi við Ráðhústorg. Þar hefur undanfarið verið unnið að þessu og á kaffihúsið að taka 60—70 manns í sæti. Messan sem gleymdisf Páskamessa útvarpsins var í skritnara lagi. Sam- kvæmt prentaðri dagskrá átti að útvarpa henni frá Akureyrarkirkju klukkan 8.00 en það fór svolítið úr böndunum vegna þess að einhverra hluta vegna fékk tæknimaður RÚVAK aldrei boð um að þessi útsending ætti að vera. Það var ekki fyrr en tíu minútum áður en útsendingin átti að hefjast sem Birgir Snæbjörnsson hringdi i Björn Sigmundsson tækni- mann og sagði ósköp hóg- værlega: „Fyrirgefðu að ég hringi svona snemma morguns en áttirðu ekki að vera hjá mér, vinur.” Nú upphófust miklar símhringingar suður og inn- anbæjar sem stóðu í um 10 mínútur. 1 fyrstu leist Birni ekkert á að hægt væri að bjarga málinu enda tækja- búnaðurinn i útvarpshúsinu og linan sem er i kirkjuna ótengt. Það varð þó úr að Birgir ætlaði að draga svolitið að byrja á meðan Björn næði í snúrur og hljóðnema og símamaður færi til tenginga á sím- stöðinni. Fyrir sunnan var þulurinn settur i að afsaka milli laga. Jólalögin framundan Meira um páskamessu út- varpsins: Klukkan 8.15 byrjaði Birgir að messa fyrir troðfullu húsi. Rétt á eftir geystist Björn tækni- maður inn gólfið og upp í kór kirkjunnar þar sem hann reif upp hljóðnema og stillti upp á háa súlu. Kirkjugestir störðu í forundran á aðfarirnar. Síðan rauk hann að næstu innstungu og stakk i sam- band — messan var komin í loftið klukkan 8.26. Það náðist siðasti sálmuriuu fyrir predikun. Meðan á messunni stóð þeyttist Björn svo fram og aftur um kirkjuna með hljóðnema og snúrur til að ná því sem var að gerast. Það er mál manna að kirkjugestir viti lítið hvað Birgir sagði i i predikuninni þvi tækni- maðurinn átti alla athygli þeirra. Fyrir sunnan var líka allt á öðrum endanum vegna þessa. Engin dag- skrá var til vara og þulur þurfti að notast við ein- hverjar plötur sem voru við höndina. Þær voru hins veg- ar ekki allar í takt við tímann. Ef messan hefði dregist miklu lengur lá nefnilega fyrir að gripa þyrfti til jólalaga. Það hefði nú aldeilis orðið sögulegt á morgni páskadags. Umsjón: Jón Baldvin Hall- dórsson. Menning Menning Menning HUGSAÐ TIL JAPAN — sýning B jargar Þorsteinsdóttur í Norræna húsinu Rök og formfesta hefur frá upphafi einkennt myndlist Bjargar Þor- steinsdóttur, grafík sem málverk. Listamaðurinn gerir ekkert óyfir- vegað eða af fingrum fram heldur gefur hann sér skýrar hugmyndaleg- ar og formrænar foreendur áður en hann hefst handa, vinnur síðan skipulega úr þeim. Tilviljanir og óvæntar uppákomur eru ekki vel- komnar. Þetta er myndlist skýrt afmark- aðra forma, eintóna eða einlitra flata sem byggðir eru upp eins og steinn af steini svo áhorfandi velkist aldrei í vafa um tengslin þeirra á milli, svo og atburðarás í hverri mynd. Frumleg reiknisnilli Myndmálið sprettur úr þeim tæknivædda, skipulagða heimi sem við lifum í og er e.t.v. tilraun lista- mannsins til að komast aö niðurstöðu um hann án þess að draga réttmæti hans í efa. Björgu hefur tekist býsna vel að vinna að myndlist sinni á þessum grundvelli. Þegar best lætur hafa myndir hennar til að bera sjónrænt aðdráttarafl frumlegrar reiknisnilli og innihalda miklar víðáttur lita. I vereta falli hefur rökvísi listamanns- ins þrengt að tjáningunni og mynd- kerfið tekið völdin. Þannig var stundum allur máttur úr fígúratífu myndefni úr einkaheimi Bjargar, t.a.m. fatnaðinum, vegna þess hve mjög hann var njörvaður niður af af- , strakt línum og flötum og ennfremur fannst mér „sendibréfasería" henn- ! ar lokað og tilbrigðalítið myndkerfi. Völundarhús litanna Ný sýnir Björg collagemyndir, eða Pappirsverk eftir Björgu Þor- steinsdóttur. Myndlist Aöalsteinn Ingólfsson klippimyndir, í kjallara Norræna hússins og sýnir jafnframt á sér nýja hliö í glímunni við myndflötinn. Rök- vísin er þar enn fyrir hendi, en hún er nú í aukahlutverki. Skynhyggjan leikur hins vegar aöalhlutverkið. Ahorfandinn lendir inni í eins konar völundarhúsi hins skynræna þarsem mikilfenglegir fletir sterkra, djúpra lita keppast um athygli hans, draga hann að sér og leitast við að halda honum föngnum. Svo magnaður er seiður þessara mynda að talsverða fyrirhöfn þarf til aö slíta sig frá þeim. Nú ræðst náttúra þessara lita vita- skuld af þeim miðlum sem notaðir eru. Handunninn japanskur pappír er gegnumvættur í litum og þegar hann er orðinn þurr klippir lista- maðurinn hann niður og notar í myndir. En sú ákvörðun listamanns- ins að nota þennan miöil er í sjálfri sér vísbending um breytt viöhorf. Japönskljóð Eg sagði að rökvísin væri enn við- stödd og hún kemur fram í sjálfri samsetningu hinna lituðu flata. Þeir eru nær eingöngu ferhymdir og rekja má hvemig myndirnar fá end- anlegt form. Stórir fletir mynda oft- ast bakgrunn og fletir minnka þegar „nær” er komið og „fremstu” form- in verða oft afar smágerð og fíngerð. Það sem helst má finna að stærri pappírsverkum Bjargar er einmitt það að þessi smágerðu form drepa stundum á dreif athygli áhorfand- ans, gera hann ónæman á slagkraft meginmálsins í myndunum. Björg hefur sjálf ekki losnað alveg undan álögum hinna djúpu lita og á þaö til að koma af staö of hvellum samleik þeirra, þannig að einn dumbrauður litur gerir annan rauðan tón mátt- vana á fletinum. Meðan rekja má stærri pappirs- myndirnar Ú1 eldri afstraktlistar (mér kemur t.d. Hofmann í hug er ég skoða þær) þá sverja smærri klippi- myndir sig í ætt við seinni tíma sam- klipp (Motherwell, svo og „okkar eiginn” Magnús Kjartansson). Þar fer Björg sparlegar með efnivið sinn, tekur ýmsa áhættu og situr á endan- um uppi meö japönsk ljóð eins og þau gerastfegurst. AI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.