Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 8. JÚNl 1985. 53 tvo svefnpoka. Þaö renna tvær grimur á mennina í Novunni en þeir biöa átekta. „Eruö þið aö fara á Selfoss?”. Bakpokamaöurinn hefur orðið. „Nei, viö erum að fara upp á Sandskeið. Þú getur fariö í skottið,” segja þeir, augljóslega spældir yfir þvi aö böggull fylgdi skammrifi. Þaö heföi ekki veriö amalegt að fá laglegt sprund meö sér i bíltúr, en fyrst gæinn hennar fylgir með í kaupbæti þá geta þau alveg eins átt sig. Ungu mönnunum er skýrt frá mála- vöxtum. Þetta er gildra sem Helgar- blaö DV egnir fyrir bílstjóra. Annars vegar á að athuga hvort þeir taki frekar stúlkur en stráka upp í og hins vegar hvort þeim snúist hugur þegar þeir uppgötva að stúlkan er ekki ein á ferð. „Mikið ert þú snjall” Næst nema tveir karlmenn á besta aldri staöar hjá stúlkunni. Þeir aka Range Rover, liklega á leið í veiðitúr. Mennirnir láta sér ekki bregða þó að bakpokamaðurinn komi hlaupandi, segja bara: „Mikið ertu snjall að láta stelpuna húkka en fela þig sjálfur.” Þeir hlæja þegar þeim er sagt hvernig í málinu liggur. En af hverju stoppuðu þeir ekki fyrir þeim syfjaða? „Okkur leist ekkert á hann.” Kona á Fiat stöðvar bil sinn hjá stúlkunni. Tvö böm hennar sitja í aftursætinu. Þegar bakpokamaðurinn kemur hlaupandi segist hún bara vona að þau komist bæöi fyrir i bílnum. Hún vildi ekki stoppa hjá þessum syfjaða af þvi henni fannst hann „of flottur”. Þaö er liðlnn hálftími og þessi syfjaði hefur mátt horfa upp á yfir- burði hinnar kvenlegu feguröar án þess að einn einasti bílstjóri hafi stansað hjá honum. Loksins hefur hann heppnina með sér; gamall maður sér aumur á honum en ekur glaðleitur í burtu þegar sá syfjaöi hefur sagt honum alla málavexti. Læri, læri, tækifæri Stúlkan sér að hún verður að herða sig. Þegar næsti bíll ekur framhjá lyftir hún buxnaskálminni upp svo sést í beran fótlegginn. Gömul bros- andi hjón eru í bílnum en um leið og þau sjá þessar aðfarir breytast þau i gömul hneyksluð hjón. Maðurinn eykur feröina. Hvítur Land Rover er stöðvaður fyrir stúlkunni. Snyrtilegur skeggjaður ökumaðurinn býður bak- pokamanninum að setjast aftur i þegar hann kemur hlaupandi úr fylgsni sínu með farangur þeirra skötuhjúa. Bílstjórinn tekur því vel þegar honum er greint frá því að það sé verið að mynda hann og þetta sé allt saman sett á svið. En af hverju kaus hann aö aka framhjá þeim syfjaða en stansa fyrir stúlkunni? „Nú, það er alltaf skemmtilegt að vera i félagsskap myndarlegs kvenfólks.” „Sitt rétta andlit” En þessi syfjaði er alis ekki dauöur úr öllum æðum. Hann lagar til á sér hárlubbann og næstu tveir bílar eru stöðvaðir hjá honum. Stúikan brosir enn breiöar en nokkru sinni fyrr og maður í hvítum Ford stansar við hlið hennar. Stúlkan: Ert þú að fara til Hvera- gerðis? ökumaður: Eg fer austur yfir fjail. (Bakpokamaður kemur hlaupandi). B. Er ekki í lagi þó við séum tvö? ö: Hvaðan komst þú? B: Eg var hérna bak viö stein? ö: Ja, maöur á aldrei að gera svo- leiðis. B: Af hverju ekki? ö: Maður á bara að sýna sitt rétta andlit. B: En það eru miklu meiri líkur að einhver stoppi ef hún er bara ein. ö: Mér er alveg sama. Þú ert með svo mikinn farangur. Eg er með fullt skottið af trjáplöntum. B: Nú? Jæja, það nær þá ekkert iengra. Bílstjóranum var síðan sagt frá því hvemig í málinu lá. Hann var síðasta fórnarlambið þennan laugardagseftir- miðdag. Hann hafði líka á réttu að standa. Það er ekki rétt að fela sig og láta vinkonu sína húkka bíl fyrir bæði. Fólk sem hagar sér svoleiðis á ekki skilið að fá far. En það er ekki heldur rétt að aka framhjá strák sem er að húkka bil, jafnvel þó hann sé syfjulegur, og stansa hjá stelpu nokkru aftar, jafnvel þó hún sé bros- hýr. JKH „Það er alltaf skemmtilegt að vera I Þeim leist ekkert á þann syfjaða en stöðvuðu bilinn hjá stelpunni. félagsskap myndarlegs kvenfólks."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.