Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Qupperneq 6
54
DV. LAUGARDAGUR 8. JONl 1985.
Bruce Dem 09
Peter Fonda viö
\ grundrem
afbeUtósofL
ktinltfg • • •
BO!,Cr^TíCrt**‘>i",,M'n,‘
Innan kvikmyndafræðinnar er til
sérstakur flokkur bíómynda sem
kallaöar eru B-myndir. Þetta eru ódýr-
ar myndir, geröar í Bandaríkjunum
flestallar og utan viö stóru kvikmynda-
verin. Listrænn metnaöur kvikmynda-
geröarmannanna er í algeru lág-
marki; myndirnar yfirleitt fullar af of-
beldi og öörum æsilegum atburðum,
margar teljast vera visindaskáldskap-
ur. Áhorfendur þessara mynda munu
vera hér um bil sérstakur þjóöflokkur
og stunda sínar bíóferðir seint á
kvöldin.
En þó B-myndirnar séu fráleitt nokk-
ur listaverk hafa ýmsar þeirra öðlast
það sem í enskumælandi löndum er
kallað „cult-following”; svo ævintýra-
legar og óborganlegar þykja þær vera.
Nokkrir leikstjórar B-mynda eru í huga
kvikmyndaáhugamanna nánast goö-
sagnapersónur og þar ber hæst Roger
nokkurn Corman, manninn sem
kallaöur hefur veriö „konungur B-
myndanna”. Hér segir af Corman og
lærsveinum hans en í þeim hópi eru
nokkrir sem seinna hafa orðið stórlax-
ar í amerískri kvikmyndagerð.
Aldrei tekið
í tvigang
Dick Miller heitir leikari sem leikið
hefur í næstum því hundrað kvikmynd-
um en fáir lesendur munu þekkja nafn
hans. Nær allar mynda hans hafa verið
gerðar fyrir lægri upphæð en það
kostar nú að halda samkvæmi í Holly-
wood og þær hafa því ekki farið hátt.
Miller hefur meðal annars leikið í
nokkrum myndum sem Roger Corman
stjórnaði.
„Eini möguleikinn á því að endur-
taka einhverja töku í myndum Cor-
mans var ef kvikmyndavélin koll-
steyptist. Roger vissi alltaf hvernig
hægt var að stytta sér leiö aö markinu.
Á sjötta áratugnum bjó hann til mynd
sem hét Stríð gervitunglanna og mynd-
in var komin á markaö þremur vikum
eftir að Rússarnir skutu Spútnik á loft.
Þetta gekk svo fljótt fyrir sig að við
gerðum aö gamni okkar um að
Rússarnir heföu líklega stolið
hugmyndinni frá honum.”
Nú, þegar kostnaður við kvikmyndir
í Hollywood verður æ hærri og
framleiðendur heyrast hvísla í skúma-
skotum: „Tuttugu og fimm milljónir
dollara — ekki meira?” — þá skjóta
óneitanlega upp kollinum afrekssögur
af annarri gerð; sögur um ódýru leik-
stjórana. Og Corman er þar kóngur í
ríki sínu. Sumar mynda hans þykja
beinlínis klassískar, svo sem Full fata
af blóði eða Litla hryllingsbúðin, sem
söngleikurinn hans Páls Baldvins var
síðar gerður eftir. Þessar myndir voru
báðar gerðar fyrir fyrirtækið Ameri-
can International Pictures en árið 1970
stofnaði hann sitt eigiö kvikmyndaver
og kallaöi það New World Pictures.
Lærisveinarnir
gera garðinn frægan
Fyrirtæki Cormans sendi siðan frá
sér fjöldann allan af dæmigerðum B-
myndum og þar komust til vits og ára
menn sem upp á síðkastið hafa gert
garöinn frægan; leikstjórar eins og
Jonathan Kaplan (Heart Like a
Wheel), Joe Dante (Gremlins),
Jonathan Demme (Stop Making
Sense), Allan Arkush (Rock’n’Roll
High School), Paul Bartel (Eating
Raoul), Ron Howard (Splash), Amy
Jones (Love Letters), og framleiðend-
ur á borð við Jon Davison (Airplane!),
Teri Schwartz (Eat My Dust!) og Mike
Finnell (Gremlins). Og þessir menn
gengu allir í læri hjá Corman í byrjun
áttunda áratugarins; sem sé eftir að
leikstjóramir Martin Scorsese og
Francis Ford Coppola höfðu reynt sig
undir hans leiösögn.
Líf og fjör í
kvikmyndaverinu
Þessir ungu menn unnu fyrir fjarska
lág laun (Arkush segist til dæmis hafa
fengið 85 dollara fyrir að leikstýra,
ásamt öðrum, sinni fyrstu mynd fyrir
New World, Hollywood Boulevard) en
andrúmsloftið í kvikmyndaverinu
bætti mikið úr skák. Þar var alltaf líf
og fjör og þeim fannst þeir vera
lærisveinar einhvers konar seiðskratta
sem aldrei var hægt að vita upp á
hverju tæki næst.
Þegar Joe Dante hóf fyrst störf fyrir
Corman bauð framleiðandinn honum í
hádegisverð og gaf honum ýmis föður-
leg ráð. „Það sem ég man hvað best
eftir,” segir Dante, „var aö hann
þrástagaðist á því aö ég ætti alltaf að
fá mér sæti þegar tækifæri gæfist við
upptökur. „Þetta eru langir dagar,”
sagði hann. En ráðin komu að litlu
haldi því New World átti aldrei pen-
inga fyrir stólum.”
Allan Arkush var eins konar reddari
fyrir New World Pictures. I hvert sinn
sem einhver leikstjóri gat ekki staöiö
undir álaginu af gífurlegum vinnu-
hraöanum sem Corman heimtaði var
Arkush kallaður út til að klára mynd-
ina.
Leikstjórar ganga
af göflunum
Arkush hafði nýlokið við sína fyrstu
mynd þegar Corman skipaði honum
fyrir um áratug að flýta sér út í Kali-
fomíueyðimörkina þar sem leikstjóri,
óvanur hraðanum, var að brotna
niður. Þegar Arkush mætti á svæöiö
var hinn leikstjórinn alveg á síöasta
snúningi, röflaði og blaðraði, klæddur
þykkum jakka í brennandi sólarhitan-
um, og sendi aöstoðarmenn sina fárán-
legra erinda i allar áttir með því að
hóta þeim með byssu sem hann bar við
belti.
Skömmu eftir aö þetta leikstjóra-
grey hafði sig á brott fann Arkush að
hann var sjálfur hætt kominn af
streitu. „Dag nokkum vorum við á
leiðinni út í eyðimörkina meö lest
flutningabíla og hugðumst hitta leikar-
ana sem vom annars staðar á ferð.
Maður var oröinn yfirspenntur því
tökuáætlunin var svo þétt aö það mátti
ekkert fara úrskeiðis, það var varla
rúm fyrir klukkustundar töf. Mestar
áhyggjur hafði ég af því aö við misst-
um sjónar af svarta trukknum sem
geymdi mikilvægasta útbúnaöinn
okkar.
Þegar við vorum um það bil hálfnuð
leit ég allt í einu um öxl og sá hvergi
svarta trukkinn. Eg ærðist alveg og fór
að hrópa: „Guð minn góður, hvar er
svarti trukkurinn?” Þá fór fólkið að
líta skrýtilega á mig og loks sneri einn
aöstoðarmannanna sér að mér og
sagði afar blíðlega: „Allan. Þú ert í
svarta trukknum.””
Lífshæftulegar
brúður úr klefa 69
Jon Davison var nýútskrifaður úr
kvikmyndadeild New York háskóla
þegar Roger Corman hringdi og bauö
honum 500 dollara fyrir aö skrifa hand-
rit að mynd sem ákveöið hafði verið að
kalla The Deadly Dolls of Cell 69. New
World hafði þá nýlega gert nokkrar
myndir um kvennafangelsi og enn
skyldi höggvið í sama knérunn.
„A þeim tíma þóttu mér 500 dollarar
vera stórkostleg upphæð svo ég lét Joe
Dante hafa helminginn og bað hann aö
hjálpa mér að skrifa handritið.”
Þegar þeir höfðu lokið verkinu eyddi
Davison sínum hluta f járins í flugmiða
til Hollywood þar sem hann hitti
Corman. Það var fyrst þá sem hann
uppgötvaöi aö Corman vildi líka að
hann færi til Manila og geröi myndina.
„Það tók mig góöa stund að átta mig á
því að með orðunum „gera myndina”
meinti hann að ég ætti að leikstýra
henni,” segir Davison.
Myndin sem aldrei var gerð
Viku seinna hittust þeir aftur og þá
tilkynnti Corman að hann vildi að
Davison léki aöalhlutverkiö í myndinni
í þokkabót. „Eina vandamálið var að
stærsta karlhlutverkið í handritinu var
svartur karatesérfræðingur sem átti
að kýla í klessu allan her Filippseyja.”
Eftir að hann byrjaði að endurskrifa
handritið svo það rúmaöi mann sem
hvorki var svartur né karate-sérfræð-
ingur fóru vandamál Davison fyrst aö
færast í aukana.
„Eg fór að ná í vegabréfið mitt fyrir
Filippseyjaferðina. Aður hafði ég
fengið stöðumælasekt þegar ég fór út á
flugvöll til að ná í leikara í aðra Cor-
man-mynd. Kona Rogers, Julie, hafði
fullvissað mig um að hún myndi sjá
um sektina. Því virðist hún hafa
gleymt því þegar ég náði í vegabréfið
mitt á lögreglustöðinni var ég handtek-
inn og mér stungið inn fyrir umferðar-
lagabrot. Ég fékk að hringja eitt
símtal og gerði þau mistök að hringja
aftur í Julie. Þó ég væri bókstaflega
hringjandi úr steininum sagðist hún
vera önnum kafin og bað mig að reyna
að hringja aftur daginn eftir. Það eina
sem ég veit er að þessi mynd var aldrei
gerö og ég lít á þaö sem mesta happ
ferilsmíns.”
Gamlar myndir
klipptar upp á nýtt
Það var oft ekki laust við að menn
gripi „déja vu” tilfinning þegar þeir
horfðu á New World kvikmyndir, ekki
sist vegna þess að gömul filma var oft
klippt upp á nýtt þegar efni hennar
komst aftur í tísku. Ein af fyrstu
myndum Arkush Blast var í rauninni
ný útgáfa af The Final Comedown sem
gerð hafði verið nokkrum árum fyrr.
Billy Dee Williams lék aðalhlutverkið í
The Final Comedown en nú haföi
stjama hans hækkað töluvert eftir
kvikmyndir eins og Lady Sings the
Blues.
„Roger ákvað þess vegna að senda
myndina frá sér á ný en undir nýju
nafni. Þar sem upprunalega myndin
hafði veriö uppfull af mjög pólitískum
ræðum lét Roger skera hana niður í 55
mínútur og bæta síðan 20 mínútum af
hasarviðístaðinn.
Eg hafði f jóra daga til þess að taka
þessar mínútur og eftir að það var
orðið of seint reiknuðum við út að þetta
þýddi að við urðum að ná einu skoti á
fimmtán minútna fresti á upptökustað.
Fyrsta daginn sem við fórum út að
skjóta tók að rigna. Við stóöum þama
og klóruöum okkur í höfðinu og vissum
ekkert hvað við áttum að gera þegar
símasjálfsali hinum megin götunnar
byrjaði allt i einu að hringja.
„Setn betur fer sá
enginn myndina..."
Guð veit hvemig hann vissi að við
vorum einmitt þama en þetta var
Roger. Það eina sem hann sagði var:
„Ég veit hvaö þið emð að hugsa.
Regnið skiptir ekki máli, haldiði bara
áfram aö taka.” Roger var alltaf að
gefa manni stórkostleg ráð eins og:
„Allan, þú þarft að láta meira gerast í
forgrunninum. Skoðaöu David Lean.”
Og ég hugsaði með mér — hvað ætti
David Lean að vera aö gera hér, að
taka 20 mínútur af filmu á fjórum
dögum?
Sem betur fer sá enginn myndina,
eða að minnsta kosti mjög fáir. Eg
man að ég sá hana einu sinni í The
World, versta og subbulegasta bíóinu í
Hollywood. Þegar hún var búin sagði
einhver strákur við kunningja sinn:
„Mér fannst þetta nú bara ágæt