Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Page 7
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNl 1985.
55
mynd.” Og hinn svarar: „Já, hún var
ókei. En ég gæti svarið að ég hefði séö
hana einhvers staöar áður.” Og ekki
aðundra ...”
„Sýnishorn úr
næstu mynd"
Arkush og Dante byrjuðu upphaflega
á því að setja saman „sýnishorn úr
næstu myndum” hjá New World. „Við
fórum alltaf að sjá myndina sem við
áttum síðan að sjóða niður í auglýs-
ingu,” segir Arkush, „og síðan skrupp-
um við á fund til Rogers. Hann sagði
alltaf það sama: „Þessa mynd seljum
við á grundvelli kynlifs og ofbeldis.”
Það var sama hvort um var að ræða
Big Bad Mama eða Amarcord eftir
Fellini, sem Roger hafði á sínum snær-
um. Roger vildi nektarsenur og bíla-
eltingarleiki. Hann lét okkur selja
Amarcord eins og hún væri ítölsk
táningagamanmynd sem af tilviljun
væri eftirFellini.”
Áhorfendur gabbaðir
upp úr skónum
Það besta við að klippa saman þessi
sýnishorn, að sögn Dantes, var að þeir
gátu búið til alveg splunkunýjar
myndir sem áttu næsta lítið skylt við
þá mynd sem raunverulega var verið
að auglýsa. „Hugmyndin var að safna
saman filmubútum með mikilli stíg-
andi svo fólk gabbaðist til að halda að
myndin væri spennandi. Jafnvel þó svo
það væru 90 mínútur á milli góðra sena
i bíómynd þá klipptum við þær saman.
Hvenær sem atburðarásin varö hæg
bættum við inn í sýnishom skotum sem
við áttum af manni aö skjóta af byssu
upp í loftið eða þyrlu að springa í loft
upp. Það var notað í mörg sýnishom.
Og þegar við vorum að búa til
auglýsingamynd fyrir TNT Jackson þá
tókum við senu þar sem einhver var að
kaupa hveiti og með textanum einum
breyttum við þessu í senu þar sem
vondir menn voru að smygla lífshættu-
legu „Kína-hvítu” inn í landið.
Japanir klipptir út
og Lorne Greene inn
í staðinn
Eftirlætið mitt var Flóðbylgjan,
japönsk mynd sem Corman dreifði. Við
klipptum burt allar senur þar sem
Austurlandabúar sáust á tjaldinu og
komum í staöinn fyrir senum af Lorne
Greene á þingi Sameinuöu þjóðanna,
rétt eins og hann væri með í allri mynd-
inni. Síðan hristum við myndavélina
og dreifðum hveiti út um allt svo þaö
var eins og jarðskjálfti stæði yfir.
Okkur hefur greinilega tekist vel upp.
Þetta var ein af þeim sjaldgæfu
myndum þar sem fólk sem kom út úr
bíósalnum sagði fólkinu sem stóð í biö-
röðaðfaraheim.”
Jonathan Kaplan, sem síðan hefur
gert rómaöar myndir á borð við Heart
Like a Wheel og Under the Edge, hóf
einnig feril sinn hjá Roger Corman.
Strax á fyrsta degi sem unnið var að
tökum á myndinni Stúdentakennar-
arnir komst hann í kynni við eilíft
vandamál hjá New World Pictures:
skort á aukaleikurum vegna peninga-
leysis.
Corman á skrifstofu sinni; Paul Bartel virðist eiga eitthvað sökótt
við hann en Washington og Nixon halda aftur af honum.
Arkush og Joe Dante voru látnir búa til „sýnishorn úr nœstu
mynd" af japönsku myndinni Flóðbylgjan. Þeir klipptu burt alla
Austurlandabúa en bœttu Lorne Greene inn i staðinn.
Hvernig 5 mönnum
er breytt í heilan hóp
„Eg var kominn aö þeim stað í hand-
ritinu þar sem sagði: Skot á sal fullan
af stúdentum. Ég leit í kringum mig og
sá að við höfðum ekki nema fimm
aukaleikara. Hvernig átti að breyta
þeim í heilan hóp af krökkum?
Þegar ég náði í Roger í símanum
sagöi hann: „Sjáðu tii, Jonathan. Eg
tók upp stríðið milli Italíu og Grikk-
lands með fjórum mönnum og einum
runna. Þú hlýtur að geta búið til hóp úr
þessu.”
Eg notaði síðan langa linsu, lét auka-
leikarana hlaupa í hring, lét aðstoöar-
mennina fara í nýja jakka og ganga
fyrir framan myndavélina. Voila!
Fullt í húsinu.”
Buðust til að gera
ódýrustu mynd
fyrirtækisins
Annað vinsælt ráð New World til að
útvega fólk í hópsenur var að halda
tombólu. „Þar sem viö höfðum ekki
efni á að borga neinum,” segir Davi-
son, „lofuðum við þeim sjónvarpstæki
á tombólu eftir vinnu. Svo fórum viö og
keyptum notaö litsjónvarp á 100 doll-
ara og þannig gátum við útvegaö
okkur hundrað aukaleikara.”
I B-myndunum er ímyndunaraflið
það eina sem getur komið í stað pen-
inga. Joe Dante viðurkennir kindar-
lega aö hinar ógnvekjandi stjörnur í
hryllingsmynd hans, Piranha, hafi í
raun verið gúmmífiskar sem filmaðir
voru á botni sundlaugar í Los Angeles.
Þeir Dante og Arkush voru enn í
sýnishornunum þegar þeir ákváðu að
tími væri kominn til þess að þeir legðu
út á braut leikstjórnar. Með hjálp
Davison, sem hafði verið hækkaður í
Ein af frægustu
myndunum sem Corman
lét gera hjá New World
var Death Race 2000.
Hér er David Carradine í
mikilfenglegu hlutverki
sinu.
Alan Arkush klippti myndina The Final Comedown með
Billy Dee Williams niður, bœtti tuttugu mfnútum við hana
og — voilal Til varð splunkuný mynd sem kölluð var Blast.
tign og gerður yfirmaöur framleiðsl-
unnar hjá New Worlds, lögðu þeir net
sín fyrir Corman. Hugmyndin var
ómótstæðileg fyrir Corman, þóttust
þeir vita; þeir buðust til þess að gera
ódýrustu mynd sem New World hefði
nokkru sinni framleitt.
Bútar úr gömlum
kvikmyndum klipptir
inn í nýja
„Þaö sem gerðist var að Jon Davison
lenti á fylliríi með Roger eftir hádegis-
verð og veðjaði við hann að við gætum
gert mynd fyrir 60.000 dollara,” segir
Arkush. Odýrustu myndir Cormans
fram aö því höfðu kostað um 100.000
dollara.
Roger varð stórhrifinn. Ekki
aðeins vegna þess að myndin yrði
svona ódýr heldur var ætlunin að nota
búta úr öðrum kvikmyndum til að fylla
inn í nýju myndina. Það voru meira að
segja myndir sem ennþá var verið að
sýna í bíóhúsunum, Crazy Mama og
DeathRace 2000.”
„Engir tveir mega
passa saman"
Eftir að hafa komið sér upp lager af
filmubútum og skeytt þá saman eftir
reglunni: „Engir tveir mega passa
saman”, þá tóku þeir upp það sem eftir
var af myndinni, Hollywood Boule-
vard. Myndin naut nokkurra vinsælda í
ýmsum þröngum hópum enda mun
söguþráðurinn vera fullkomlega út í
hött. Að nafninu til er fylgst meö basli
kvikmyndagerðarmanna hjá fyrirtæk-
inu Miracle Pictures og ber það meira
en lítið svipmót New World. Hún var
tekin upp á aöeins tíu dögum og flestir
leikararnir eru starfsmenn New
World, þar á meðal Paul Bartel (sem
leikur brjálaöan leikstjóra) og Jona-
than Kaplan (óhæfur aöstoðarmaöur
hans). Eins og Dante segir sjálfur
hógværlega er eini galli myndarinnar
sá að „ef maður þekkir ekki til þá er
myndin hreinasta bull. Það gerast allir
þessir brjáluöu hlutir en eina ástæðan
fyrir þeim er sú að við áttum filmubút-
ana viöhöndina.”
Rifrildi, niðurlæging
brottrekstrar
Ein af þeim New World myndum
sem hvað best gekk var sú sem lagði til
ýmsa búta í Hollywood Boulevard:
Death Race 2000. Leikstjóri var Paul
Bartel, sem aö líkindum er frægastur
fyrir Eating Raoul.
„Roger var að fara af staö meö Big
Bad Mama og hann lét mig leikstýra
hluta myndarinnar sem aðallega
byggðist upp á nokkrum bílaeltingar-
leikjum qg slagsmálum. Myndin
heppnaðist mjög vel og New World
græddi sand af peningum á henni. Þá
var komið að Death Race 2000 sem átti
aö vera stórmyndin hjá fyrirtækinu
árið 1974 og af því Roger þóttist sjá að
ég væri góður í hasar bauö hann mér
myndina. Eg er ekkert hrifinn af bíla-
leikjum og raunar ekki af bílum sem
slíkum en tók þetta engu að síöur aö
mér. Næsta árið gekk á með handrits-
breytingum, rifrildum, niðurlægingu
og brottrekstrum.
Handriti breytt
eftir útliti bíla
Bílarnir í myndinni voru í smíðum
næstum jafnlengi og handritiö sjálft og
einu sinni í viku fórum við að skoöa
hvernig þeir litu nú út. Einn bílanna
leit út eins og mannýgt naut, annar
eins og krókódíll, sá þriðji eins og
sprengja og svo framvegis. Ef einn bil-
anna leit betur út en hinir hverju sinni
heimtaði Roger að aðalhetjan fengi
þann bíl og þá þurfti að breyta handrit-
inu til þess að skaplyndi hetjunnar
hæfði bílnum.
En loksins var þetta búið og þá
tókum við myndina upp á fjórum
vikum. Klippingin tók álíka tíma og
Roger þoldi ekki niðurstöðuna. Það
var ekki nóg blóð en of mikið af
bröndurunum. Endirinn var alveg frá-
leitur í hans augum. Þegar David
Carradine keyrir burt og ekur yfir Don
Steele í lokin þá vildi Roger að Steele
yrði tættur í sundur meö vélbyssu. Ég
sagði: „Svona nú, Roger, þessi mynd
fjallar um að keyra fólk niður og hún
veröur aö enda þannig.”
„Nei,” sagði Roger, „Frankenstein
er oröinn forseti Bandaríkjanna og for-
seti Bandaríkjanna keyrir fólk bara
ekkiniður.”
Blóðslettum laumað
inn í eftir á
Eg hlustaði ekki á hann og tók þetta
bara upp á minn hátt. Hann hefur
aldrei fyrirgefið mér. Hann var mjög
reiður.
En Roger sendi þá út annað kvik-
myndagengi til þess að taka upp
nokkrar senur þar sem höfuö fuku og
blóöiö rann í sti íðum straumum. Þessu
bætti hann síðan inn í myndina en
neyddist til að taka meirihlutann út
aftur þegar kvikmyndaeftirlitið hótaði
að banna myndina innan 18 ára. Undir
eins og eftirlitið hafði svo leyft
myndina fyrir 16 ára og eldri laumaöi
hann þessum senum flestum inn á
nýjan leik. Þetta var plagsiöur hans
þegar kynlíf og ofbeldi voru annars
vegar.
Við vorum eiginlega aldrei á einu
máli um þessa mynd en hún gekk ljóm-
andi vel. Eg hafði unnið fyrir Roger í
heilt ár að þessari mynd og fengið 5000
dollara í laun og einu sinni bauð hann
mér í stað bónusar hluta af ágóðanum.
En þegar peningarnir fóru að streyma
í kassann afhenti hann mér 500 dollara
bónus og þóttist ekkert muna eftir
ágóðahlutnum. Hann útskýrði fyrir
mér aö bókhaldið væri alltof flókið til
að slíkt væri mögulegt...”
Samantekið, snúið og sneitt: -IJ.