Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Side 14
62
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNl 1985.
Mozart að fá sér kaffi i Salzburg.
þessum ferðum okkar og við snerum
aftur heil niöur á jafnsléttu eftir aö
hafa virt fyrir okkur skíðafólkið.
Badgestein
Badgestein var næsti viðkomustaður
okkar. Staðurinn er frægur fyrir böð
sín og heilsusamlegt vatn. Maður tók
enga sénsa og hélt sig við bjórinn.
1 Dorfgestein var næst á dagskránni.
Það virtist vera ódýrasti staðurinn af
þeim sem við heimsóttum. Rólegur
staður, vel fallinn til útivista. Agæt
andstæða við Wunderbar í Zell am See.
Dorfgestein var síöasti viðkomustaður
okkar í Austurríki og næst fórum við til
Frankfurt.
I Frankfurt er gerólíkur andi miðað
við það sem maður kynntist í Salzburg.
Allt miklu stærra og stórborgarbragur
sem maður verður var við í aftursæti
ieigubils með talstöð, útvarp í gangi og
við blasa ljósaskilti sem bjóða upp á
allar tegundir af klámi. Búðarglugg-
amir buðu nú einnig upp á rafmagns-
tæki á góðu verði og tískufatnað.
Við heimsóttum Davíð Vilhebnsson í
' Frankfurt en hann veitir skrifstofu
Flugleiða þar forstöðu. Davíö sagði
okkur að aðsókn Bandaríkjamanna
væri undirstaða þess að flugið til Salz-
burg yrði reglubundið í framtíðinni.
Dæmið myndi aldrei ganga upp með
Islendingum einum. Hann sagði okkur
að feröir til Islands væru afar dýrar
fyrir venjulega Evrópubúa en áhugi
fyrir þeim væri mikill.
Winterberg
Hann heitir Rudi Knapp, kappinn
sem sótti okkur daginn eftir til aö sýna
, okkur Winterberg, síðasta viðkomu-
staðinn í þessari ferð. Við fengum
hvert um sig raöhús til að hafa það
huggulegt í og síðan skoöuðum við
svæðið. A staðnum er til dæmis sund-
laug, tenniskennsla, bóling, aðstaða til
að fara í pEukast og tepokakast!, auk
tívolís í nágrenninu. Rudi Knapp talar
íslensku og vinnur af kappi við að þýða
. alla bæklinga á staðnum á þá tungu.
Hann sagði að bráðlega yrði matseöill-
inn tilbúinn á íslensku. Ekkert sérlega
aökallandi fannst mér því hann var svo
góður aö þaö var hægt að panta blind-
andi af honum þó maöur skildi ekki
orð.
Sæmundur Guövinsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði okkur í því sambandi
vs*
frá manninum sem var í París. Hann
varð að gera blindpöntun vegna tungu-
málaörðugleika. Fyrst pantaöi hann
og fékk grænmetissúpu. Þá ætlaði
hann að snúa sér aö aðalréttinum en
fékk blómkálssúpu. Þriðju tilraunina
gerði hann neðar á matseðlinum og
fékk franska lauksúpu. Súpumáltíð
mannsins var farin að vekja verulega
athygli á veitingastaðnum þannig að
hann hugöist reka af sér slyðruorðið og
pantaði eftir neðstu linunni á matseöl-
inum. Þá fékk hann tannstöngul.
Eftir dvölina í Winterberg var flogið
heim. Rudi ók okkur til Lúxemborgar
og við hinkruöum eftir vélinni þar. I
ljós kom að við vorum að fljúga heim á
þrjátíu ára afmælisdegi Lúxemborgar-
flugsins. A þessu tímabili hefur flug-
félagið flutt fimm milljónir manna til
og frá Lúxemborg.
Boðið var upp á kampavín á leiðinni
(að vísu ekki drukkið úr háhæluðum
skóm).