Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Síða 18
66 DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985. Varstu alltaf viss um aö Van Halen myndi sláígegn? „Alltaf viss. Viö fengum sífellt fleiri áhangendur og hljómsveitin hafði nóg að gera alveg frá byrjun. Við fundum bestu leiðina til þess aö vera trúir smekk okkar sjálfra. Markmiöiö var aö spila hvaöa músik sem vera skyldi, burtséð frá tiskusveiflum, og sýna per- sónuleika okkar sjálfra með þvi. Ef fólk kann að meta svoleiöis er maður oröinn stjama.” Drekkur þú jafnmikið og af er látiö og étur jafnmikiö af eyturlyfjum? „Eg á min góðu og slæmu timabil hvaö varðar skemmtanalífiö. Það má svo sem oft sjá mig meö flösku af Jack Daniels á sviðinu en ég klára ekki ailtaf flöskuna á einu kvöldi. Maður verður aöhalda jafnvæginu.” Brennivín og kókaín bráðdrepandi Ertu lentur í sterkum eiturlyfjum? Heróini, til dæmis? „Nei. Eg hef bara fiktaö viö þessi venjulegu rokkogról efni. Aldrei tekið heróín, ekki pillur, aldrei róandi, aldr- ei spítt. Maður veröur aö ákveöa sig. A ég að vera á fullu í dag og missa af morgundeginum? Stundum kannskl En ekki nærri eins oft og fólk heldur. Eg er aftur á móti í karate. Og karate er ekki hægt að stunda timbraöur. Eg fer svona milliveginn. Fólk segir stundum að þaö hafi verið synd að þessi eöa hinn tónlistarmaöurinn hafi dáið vegna eituriyfjaneyslu. Máliö er að hann dó ekki. Hann drap sig. A þessu er mikill munur. Ég hef enga samúö meö fólki sem drepur sig. Þó hef ég horft á marga fara forgöröum. Brennivín og kókaín — þetta tvennt er bráðdrepandi. Hvort tveggja drepur sköpunargáfuna og andann í manni... ” Ojá. En... . . . there will come a day when age will come my way. What will they say about me? Snúið og sneitt. BARA GIGOLÓ? I’mjustagigolo and everywhere I go people know the part I’m playing paying every dance selling each romance. . . Er þá tilganginum náð? Hefur David Lee Roth lokiö því hlutverki sem hann var fæddur til þess að leika; uppfyllt sitt karma, meö öðrum oröum? Þaö skyldi maöur ætla. Hann hefur fariö hamförum í islenska ríkisútvarpinu meö þá samsuðu sem hann bjó til úr lögunum Just a Gigolo og Ain’t Got No- body og vart hefur veriö til einskis unn- iö. Hvað segir hann sjálf ur? „Mér finnst þetta bara svo skemmti- leglög. Þaðerheilamálið.” Aö sönnu nokkuö undarlegur kostur. David Lee Roth er, eins og sumir kannski vita, söngvari meöhljómsveit- inni Van Halen en hún er einna fræg- ust þungarokkshljómsveita vestur í guðseiginlandi. Varö fræg fyrir lag sitt Jump á síðasta ári, en raunar mun annar þeirra Van Halen- bræöra hafa sungiö þaö. Þeir eru hollenskrar ættar eins og nafniö bendir til og viö skulum enn um sinn beina athyglinni að David Lee Roth. Hvers vegna kaupir fólk sérhunda? Hann er frumskógakönnuður og karateiökandi. Hann er ákafamaöur í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur og hann hefur mjög gaman af því aö tala — svo fremi umræöuefniö sé hann sjálfur. Hann hefur enn ekki verið staðinn aö því aö leiða hugann aö öðrum en sjálrum sér en kemst upp meö þaö vegna þess aö hann þykir vera sniðugur strákur. Svo er hann líka forríkur og getur leyft sér sitt af hver ju þess vegna. Sex plötur Van Hal- en hafa selst í rúmlega milljón eintök- um hver. Svo datt David Lee Roth í hug aö setja saman plötuna Crazy fram the Heat og hún hefur líka slegiö í gegn. Aö minnsta kosti hér í rikisút- varpinu. „Veistu að fólk kaupir sér hunda vegna þess aö þeir minna þaö á þaö sjálft? Lögin á Crazy from the Heat eru sama eðlis. Fyrir mér eru þau bara speglar. Þaö þarf engan sálfræð- ing til að átta sig á því af hverju ég valdi gamla Louis Prima lagið Just a Gigolo.” Segir David Lee Roth. Og þegar hann er spurður hvað það sé viö lagið sem höföi til hans, hvort hann sé í raun og veru svona dýrslegur — þá svarar hann: „Ekki bókstaflega.” Laumast á mynd með Marilyn Monroe David Lee fæddist i smábænum Bloomington i fylkinu Indiana. „Viö bjuggum þarna þangað til ég var sex eöa sjö ára meðan pabbi vann og læröi til læknis. Þama var stórt vatn, kvikfénaöur og hross. Viö pabbi fórum alltaf saman í bíó„ á völlinn og í leikhúsið. Eg man eftir fyrstu bíó- myndinni sem ég fylgdist meö af at- hygli frá upphafi til enda. Eg var sjö ára. Viö pabbi fórum saman og ég man aö mamma sagöi: „Ojá, þiö eruö aö fara aö sjá Hróa hött. Vertu alveg viss um að þiö fariö að sjá Hróa hött.” Eg tók eftir spennunni í röddinni. Svo fór- um við pabbi og settumst upp í bílinn og keyrðum sem leiö lá framhjá bíóinu þar sem þeir voru að sýna Hróa hött. Eg sagði við pabba: „Heyrðu, þama er Hrói höttur”. „Haföu engar áhyggjur,” sagöi hann, „viö erum að fara að sjá aðra mynd.” Eg spuröi hvaöa mynd við ætluðum að sjá. „Hef- urðu nokkum tíma heyrt um Marilyn Monroe?” spuröi hann. „Nei.” „Jæja, myndin sem við erum að fara aö sjá heitir Some Like It Hot.” Eg varð al- veg uppnuminn: „Hún hlýtur aö vera æðisleg. Um hvaö er hún?” Pabbi svaraöi: „Það skiptir engu máli. En áður en viö förum í bíó ætla ég aö segja þér allt um það um hvað Hrói höttur er”. Og svo þegar viö komum heim sagði ég mömmu auövitað alla sólar- sögunaumHróa hött.” Faðir þinn varö á endanum augn- læknir. En móðir þín ? Mamma í Góbí-eyðimörk- inni „Hún var menntaskólakennari, kenndi tónlist og tungumál - um tíma. Svo kom ég og eyöilagði allt. Eg skal segja þér eina sögu sem útskýrir móð- ur mina betur en nokkuö annaö. Þegar varð alger sólmyrkvi fyrir mörgum ár- um þá var eini staöurinn þar sem hægt var að ná fullkomnum myndum af hon- um í miðri Góbí-eyðimörkinni, 1000 David Lee Roth, söngvari Van Halen, talar um sjálfan sig' og sölóplötuna sína kílómetra frá næsta vatnsbóli. Þaö varö að flytja menn þangað í þyrlum. Þama var reist tjaldborg og einu mennirnir á svæðinu voru vísinda- menn frá NASA meö sjónaukana sína. Þaö varð aö flytja vatn daglega á svæðiö og um leiö flytja burt þá sem veiktust vegna aðstæðnanna. Jæja, þama var mamma í sumarfríinu sinu. Alein. Og skemmti sér konunglega.” Nú hefur David Lee Roth talaö full- lengi um aöra en sjálfan sig. En það lagast þegar hann er spurður hvenær hann hafi ákveöið að fara út í sjóbiss- niss. „Eg var sjö ára. Eg tilkynnti að ég vildi verða A1 Jolson. Einu plöturnar sem ég átti voru meö honum — gamlar og óbrotgjamar 78 snúninga plötur. Eg læröi hvert einasta lag og fór aö sjá hann í bíó til aö læra hreyfingarnar. Ég vildi veröa miðpunktur athyglinnar. ” Gekk til sálfræðings í 3 ár Foreldrar þínir létu þig ganga til sál- fræðings í þrjú ár. Hvers vegna töldu þau þig þurfa á slíku aö halda ? „Eg hef aldrei verið mikið fyrir mannfjölda. Eg var alltaf einn með sjálfum mér og prýðilega ánægöur meö það. Eg var hvorki óhamingju- samur né þunglyndur. En þau héldu að þaö væri eitthvað að mér. ” Svo þegar rokkiö kom til sögunnar þá fórstu aö búa til lög. Og þú hittir Eddie og Alex Van Halen og Michael Anthony þegar þú varst kominn í há- skóla. Hvers vegna fórstu yfirleitt í há- skóla? „Eg var bara að biöa þangað til ég kæmist í hljómsveit. Eg eyddi mestöll- um tima mínum i undirbúningsdeild- inni í músfktímum — fræðilegum og verklegum Eg náði aldrei neitt sér- stökum árangri. Eg gat ekki taliö nema upp að f jórum og svo þurfti ég aö byrja upp á nýtt. Van Halen-bræður voru miklu betri en ég og Michael líka. Þeir unnu öll verðlaunin.” Vissi alltaf að Van Halen myndi slá í gegn Þegar þú hittir þá kunnirðu þá vel viö þá sem persónur? Eöa vissiröu bara aö þeir væru aögöngumiði að frægöinni? „Hvort tveggja. Eg hef alltaf boriö feikna viröingu fyrir tónlistarhæfileik- um þeirra — sérstaklega Edwards. Þegar ég heyröi hann spila á gítar komst ég til sjálfs min. Eg vildi gera það sama með röddinni og hann geröi með gítamum sinum. En um þetta leyti lá minn styrkur aöallega í dansin- um. Eg vissi hvaö var góð dansmúsík og þess vegna gat ég komið okkur inn í klúbbana.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.