Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Qupperneq 22
i\70 ÐV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndaleikstjérinn Carlos Saura Vinsælasta kvikmyndin á nýafstadinni kvikmyndahdtíd var spænska myndin CARMEI\ sem Carlos Saura leikstýrdi Nú er kvikmyndahátíð fyrir árið 1985 nýlega yfirstaðin. Að sögn að- standenda hátíðarinnar var aösókn góð þótt boðið væri upp á færri mynd- ir en oftast áður. Sú mynd er naut mestra vinsælda var spænska mynd- in CARMEN leikstýrð af Carlos Saura. Þessi 53 ára Spánverji er ís- lenskum kvikmyndahúsagestum ekki ókunnur því nokkrar mynda hans hafa verið sýndar bæði sem mánudagsmyndir Háskólabíós og á fyrri kvikmyndahátíðum. Má þar nefna PEPPERMINT FRAPPÉ, CRIA CUERVOS, ELISA VIDA MIA og DEPRISA DEPRISA. Það er því ekki úr vegi aö kynna Carlos Saura dálítið nánar fyrir lesendum. Saura fæddist í borginni Huesca í norðurhluta Spánar. Faðir hans starfaöi í fjármálaráðuneytinu. Saura nam stuttan tíma verkfræði en gaf það nám upp á bátinn og geröist ljósmyndari. Árið 1952, þegar hann var tvítugur að aldri, skráði hann sig í spænska kvikmyndaskólann, Instit- uto de Investigaciones y Estudios Cinematográficos og útskrifaðist þaðan sex árum síöar. Persónulegar myndir Meðan á náminu stóö hóf Carlos aö gera kvikmyndir. Þar á meöal var hehnildarmyndin CUENCA. En fyrstu kvikmyndina í fullri lengd gerði hann árið 1959 en það var LOS GOLFOS. Síðan þá hefur Carlos gert sautján myndir og skapaö sér nafn sem fremsti leikstjóri Spánverja og sá leikstjóri sem nýtur mestrar virðingar á erlendri grund. Myndir hans eru nokkuð persónulegar og endurspegla þaö breytingaskeið sem spænska þjóðin hefur orðið að ganga í gegnum sl. 25 ár. Sjálfur telur Saura að aðeins tvær myndir hans fjalli um þjóöfélagslegt ástand á Spáni en það eru myndirnar Ana y los Lobos (1972) og Mamá Cumple CienAnos (1979). Þau vandkvæöi sem fylgdu því að gera kvikmyndir í stjórnartíö Francos hafa sett svip sinn á per- sónulegan stíl Saura. Saura byggir myndir sínar mjög mikið á þeirri menningarlegu arfleifð sem varð- veist hefur í spænskum bókmenntum en auk þess blandar hann saman minningum og raunveruleika en því hefur hann miklar mætur á. Ut- koman er mjög sérstæður og oft á tíðum magnþrunginn kvikmynda- stíll. Þessi stfll Saura kemur ef til vill best fram í myndunum CRIA CUERVOS <1975) og ELISA VIDA MIA (1977). Fyrri myndin fjallar um hluti sem gerðust í barnæsku sögu- hetjunnar en sú síðari um unga konu sem hittir föður sinn sem hún hafði verið án sambands við síðan í æsku. Dóttir Chaplin Báðar þessar myndir endurspegla vel hve mikil áhrif sambýliskona Saura hefur á kvikmyndir hans. Ger- aldine Chaplin hefur unnið og starfað með Saura i meira en tíu ár. Saura vill helst alltaf starfa með sama fólk- inu við gerð mynda sinna. Elías Querejeta hefur verið framleiðandi allra nema fimm mynda Saura og Luis Cuadrado var kvikmyndatöku- maður allra mynda Saura þangaö til hann varð blindur 1974 en þá tók Teo Escamilla við og hefur unnið síðan með Saura. Síðast en ekki síst hefur Pablo del Amo klippt allar myndir Saura frá upphafi. Nýrri myndir Saura hafa beinst inn á aðrar brautir en eldri myndir hans. 1 myndinni LOS OJOS VENDA- DOS, sem gerð var 1978, fjallar Saura um hryðjuverkastarfsemi. DEPRISA DEPRISA frá árinu 1981 fjallar síðan um afbrotaunglinga. Sú mynd hlaut þó nokkurt umtal þegar einn leikaranna var handtekinn fyrir vopnað rán skömmu áður en myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. En með myndum sínum með Antonio Gades, sem er einn þekktasti dansari Spánverja í dag, hefur Saura fikrað sig meira inn á braut leikhússins. Gades hefur leikið í tveimur myndum Saura eða CARM- EN og BODAS DE SANGRE. Eftir að hafa fylgst með Gades i CARM- EN, sem sýnd var nú á kvikmynda- hátíðinni, er auðvelt að skilja hvers vegna samstarf þeirra Saura er svona árangursríkt. Bakgrunnurinn Fyrir ekki löngu birtist athyglis- vert viðtal við Saura í breska kvik- myndatímaritinu Stills. Hér á eftir fer hluti af þessu viðtali í islenskri þýðingu. SP.: Hvemig uppgötvaðir þú kvik- myndina? SV.: Gegnum ljósmyndunina, gegn- um myndefnið. Þegar ég var átta ára gamall varð ég ástfanginn af stúlku og vantaði eitthvað til minja um hana. Þetta er ástæðan fyrir því að ég tók mina fyrstu ljós- mynd. En þetta er nú ekki nema hálf- ur sannleikur. Eins og flestir krakk- ar var ég heillaður af kvikmyndum. Ég vildi fara í bíó daglega og varð stundum að stela fyrir aðgangseyrin- um. Það var því þegar ég var 10 eða 11 ára gamall að ég heillaðist af kvik- myndunum. SP.: Hvers konar myndir voru sýnd- ar þá i kvikmyndahúsum á Spáni? SV.: Aöallega bandarískar myndir. Við fengum þær á undan Frökkum. Við vissum allt það sem hægt var að vita um bandarískar kvikmyndir á árunum 1930 til 1950. Á valdatíma Francos voru bandarísku dreifingar- fyrirtækin þau einu sem voru virk. Auðvitað voru þýskar myndir sýndar í stríðinu en ég man bara eft- ir bandarísku myndunum. Ég man t.d. bara eftir bandarískum myndum frá tímum borgarastyrjaldarinnar í Barcelona en ég rugla þeim og göml- um sovéskum myndum saman. Ég rugla Walt Disney myndum og POT- EMKIN saman frá þessum tíma. Fyrsta myndin Þegar ég lauk skyldunámi hóf ég ljósmyndun fyrir alvöru. Ég hafði framköllunaraðstööu og fékk mikinn áhuga á tæknilegu hliöinni. Og þaö var einmitt þá sem ég fékk áhuga á kvikmyndun, þ.e. út frá sjónarhóli ljósmyndarans sem framleiðandi heimiidarmynda. Sem ljósmyndari var ég að taka heimildarmyndir af stööum og fólki með það að marki að gefa út bók um Spán. Ég fór því að gera tilraunir með kvikmyndatöku- vél eftir að ég fór í kvikmyndaskól- Ég gerði að visu stutta kvikmynd fyrir kvikmyndaskólann sem kallað- ist LA TARDE DEL DOMINGO en frá minum bæjardyrum séð var hér ekki um merkilega mynd aö ræða. Síðan hittist hluti okkar sem voru við kvikmyndaskólann, þ.e. ég, Mario Camus og Angelo Fons, og ræddi möguleikann á því að gera kvik- mynd. Við fundum framleiðandann Pedro Portabella og útkoman varð mín fyrsta mynd, LOS GOLFOS. Ritskoðun SP.: Gekk myndin vel á Spáni? SV.: Nei, ekki sérstaklega vel. Það voru klipptar 10 minútur af mynd- inni, ef til vill meira. Ég varð sann- færður um að ég fengi aldrei tækifæri til að gera aðra mynd. Góður vinur minn, Tomas Gutierrez Alea, hafði boðið mér til Kúbu. Hann hafði dval- ið hjá mér í Madrid áður en Castro kom til valda og hann hafði einnig verið með mér og bróður mínum í Cuenca. En ég fór ekki. Erlendis var LOS GOLFOS vel tekið og ég byrjaði á öðru verkefni með Mario Camus sem nefndist LA BODA. En kvik- myndaeftirlitið bannaði þá mynd alla, svo ég endaði með að gera myndina LLANTO POR UN BAND- IDO. Þetta átti að vera stórmynd en framleiðandinn, Jose Luis Dibildos, var samtímis með aðra stórmynd í framleiöslu svo allt tækniliðið sem átti aö vinna við mína mynd var upp- tekið við gerð hinnar. SP.: Hvað getur þú sagt okkur um myndimar sem þú gerðir með Ant- onioGades? SV.: Það er erfitt að losna við þá til- finningu að sérhver mynd sé sú sið- Hér sjást þrir þekktir spænskir ieikstjörar, þeir Luis Bunuel, Saura og Luis-Garcia Berlanga. Hér sést Carlos Saura ésamt bróður sínum. Atriði úr myndinni Crisa Cuervos en Geraldine Chaplin hefur verið sam- starfsmaður og sambýliskona Carlos Saura í yfir 10 ár. Hún er hægra megin á snyndinni. ann og það var ekki fyrr en þar að ég gerði mér grein fyrir því aö ég vildi verða kvikmyndaleikstjóri. Fyrst leikstýrði ég heimildarmynd sem hét CUENCA árið 1958. Þetta var mynd sem ég gerði næstum einn á báti fyr- ir utan vin minn Antonio Alvarez sem er nú látinn. Það tók mig eitt ár að gera myndina. Þetta var fyrsta verk mitt sem atvinnumanns. asta sem maður ætlar að gera. I hvert skipti sem ég lýk við mynd hugsa ég með sjálfum mér að nú muni ég ekki gera fleiri myndir. En það má líka segja að mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að gera ballett- mynd. Þegar ég var ungur tók ég ljósmyndir af dönsurum á Granada og Santander hátíöunum. Þá komst ég að því aö mér þótti gaman að fylgjast með æfingum. Ég kann ekki vel við sýningarnar sjálfar. Klass- ískar ballettsýningar eru svo „geril- sneyddar”. En meðan æfingar standa yfir liggur eitthvaö dulrænt í loftinu, eitthvað magnað í tengslum við alla þessa líkamlegu áreynslu, æfingarn- ar og nákvæmnina sem þörf er á. Ég var búinn að gleyma þessu eftir að éghóf kvikmyndagerð. Þetta var ekki nema hluti af viðtal- inu við Saura þar sem margt annað forvitnilegt kemur í ljós. Eftir að vin- sældir CARMEN komu í ljós á kvik- myndahátíðinni skulum við vona að kvikmyndahúsaeigendur fari að sýna Carlos Saura myndum meiri áhuga svo við þurfum ekki aö bíöa til næstu kvikmyndahátíðar árið 1987 eftir nýrri mynd frá Saura. B.H. Heimildir: Stills 8. hefti Intemational Fil Guide 1984 og 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.