Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Page 24
 Myriam Bat-Yosef viö eitt verka sinna. DV-myndir GVA. „Eg vildi aö ég gæti alltaf verið ófrísk en án þess aö eignast börn. ’ ’ Fremur óvenjulegt viðhorf, hygg ég. En listamaðurinn Myriam Bat- Yosef er heldur ekki giska venjuleg kona. Það kannast margir við hana enda kom hún fyrst til Islands fyrir hartnær þrjátíu árum í fylgd eigin- manns síns, Guðmundar Guðmunds- sonar, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Erró. Þau höföu kynnst í París en eins og nafn hennar bendir til er Myriam upprunalega frá Israel. Sumir halda því statt og stöðugt fram að milli Islands og Israel liggi einhverjir leyniþræðir og hvað svo sem satt er í því er deginum ljósara að Myriam tók miklu ástfóstri við Island. Þótt þau Erró slitu samvistum og Myriam búi nú í París á ný kemur hún til Islands á örfárra ára fresti og hefur haldið margar sýningar, bæði ein og með öðrum. En hvað veldur þessari ást hennar á Islandi? íslarcd er annað heimaland mitt j „Island er annað heimaland mitt. Þegar ég kom hingað fyrst var það einkum mismunurinn milU Islands annars vegar og Israel hins vegar sem heiUaði mig. Island varð fyrir mér tákn um frelsi; þetta er eyja og hefur því engin landamæri. Hér er enginn her og engin stríð. AUt þetta var ger- óUkt þvi sem ég haföi kynnst heima í Israel. En með árunum varð ég ástfangin af sjálfri náttúru landsins, af fegurö náttúrunnar hér. Sumarbirtan átti ekki minnstan þátt i því. I þessari birtu verður útsýnið dýpra; það er eins og náttúran sé einlægari. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Og hún er upprunaleg. Þegar maður flýgur vfii flest lönd Evrópu: Italíu, Frakk- land, Þýskaland þá sér maður ekkert nema regluleg, geometrísk engi og tún. Það er lítið um slíkt hér; náttúran er hreinni. Lokshef égsvomeöárunumeignast VILDIALLTAF VERA ÓFRÍSK Myriam Bat-Yosef heldur sýningu á Kjarvalsstöðum hér fjöldann aUan af vinum og kunn- ing jum sem ég met mikils. ” París er mitt heróín — En þú býrð í París? „Já, það er eiginlega mesta synd. Fólkið hér er svo mfldu gestrisnara og örlátara en Evrópubúar almennt og einkum og sér í lagi Frakkar. En ástæðan fyrir því að ég bý í París er sú að þar fær maður svo mikla listræna örvun. Það eru svo margar Ustsýning- ar, leiksýningar, bíó og þess háttar að ég get eiginlega ekki án þess verið. Þetta er eins konar eiturlyf, slæmt eiturlyf. ÆtU Paris sé ekki heróínið mitt?” Myriam — sem heitir raunar María Jósefsdóttir síöan hún geröist íslensk- ur rfldsborgari — er mikils metinn Usta- maður víða um heiminn, henni hefur verið boðið að halda sýningar í f jölda- mörgum löndum og hennar er aö góðu getið i ýmsum virtum listatímaritum og -bfflcum. Söfn í mörgum löndum hafa keypt verk hennar á veggi sína og gólf. Og nú er hún komin upp á Kjar- valsstaði og sýnir þar um 100 verk af ýmsu tagi. Það er ekki beinUnis auð- velt að lýsa verkum hennar svo ég bað hana að gera það sjálfa. íslenska sumarbirtan óviðjafnanleg ,,Á þessari sýningu sýni ég margs Blævœngur. Því miður njóta bjartir og fjörlegir litir þessara verka sín l 'rtt í svarthvítu. sýningarstað á Kjarvalsstöðum því ég get hengt þessi verk út i glugga og þannig látið íslensku sumarbirtuna skína í gegnum þau. Það er svo gerólíkt gerviljósunum i sýningarsöl- unum, hversu góö sem þau eru. Svo sýni ég alls konar hluti, málaða hluti. Þar á meðal er taflborð með segultafl- mönnum sem ég hef að vísu sýnt áöur á Islandi en hafði það með af sérstök- umástæðum. Þaö er ekkert nýtt aö listamenn glimi við taflið í verkum sínum. Marg- ir málarar hafa málað skák og þar má nefna Max Ernst, að ekki sé talað um Marcel Duchamp. Hann tefldi mikiö og undir lok ævi sinnar leit hann miklu fremur á sig sem skákmann en lista- mann. Myndhöggvarar eins og Hans konar verk; málverk, silkiverk sem ég sýni nú í fyrsta sinn á Islandi og litimir eru þeirrar náttúru að það má þvo verkin. Ég er afskaplega heppin með Myriam notast við ýmsa óvenjulega hluti í listsköpun sinni. Arp hafa líka glímt við listaverk um skák og svona mætti lengltelja. Eigin- lega á ég mér þá von að þetta verk mitt lendi í höndunum á íslenska skáksam- bandinu, annaöhvort að einhver kaupi það handa þeim eða þeir geri það sjálf- ir. Islendingar og gyðingar eru hvorir tveggja miklir skákmenn og það er einn þeirra mörgu þátta sem tengir þjóðirnar. Besta tímabil ævinnar er ég gekk með barn En þú baðst mig um að lýsa verkun- um. Þau eru sprottin innra með mér; vakna til lífsins fremur vegna sálfræði- legrar reynslu eða tákna en utanað- komandi áhrifa. Eg vinn meira út frá því sem ég vinn innra með mér en því sem ég sé. Og mörg þeirra snúast um tilf inningar mínar sem konu — þá á ég fremur við lfkama en sál. Besta tíma- bil ævi minnar og það þegar ég var frjóust listrænt séð var þegar ég gekk með hana dóttur mína. Það var eins og ég væri á einhverju dópi, ég var alltaf í rússi. Og þetta var gott dóp — andstætt vonda dópinu minu, Parisarborg. Eg sá allt í öðru ljósi. Ég sá hvemig barn- ið þroskaöist. Þá voru sónarmyndir ekki komnar til sögunnar — dóttir mín fæddist 1960 — en þegar ég sá svoleiðis myndir í fyrsta skipti þá komu þær mér ekkert á óvart. Eg hafði séð þetta sama innra með mér. Það var stærsta breytingin bæði á lífi mínu og list þegar ég varð bams- hafandi. Áður hafði ég verið eins og hver annar listmaöur; ég stóð upprétt við málaratrönurnar og málaði i abstraktexpressjónískum stíl. Eftir þvi sem á leið átti ég erfiðara með að standa lengi og þá fór ég aö vinna sitj- andi, sat í rúminu og bjó aðallega ttl klippimyndir. Og um sama leyti fór ég að uppgötva minn innri mann. Áður hafði listin veriö atvinna min, stopul kannski, en ég leit á hana sem atvinnu. Eftir þetta hefur listin verið eini lífs- máti minn. Eg vildi að ég gæti alltaf verið ófrísk en án þess að eignast börn.” Þamakomþað. -IJ. Silkimyndirnar sem öðlast eigið Irf i íslensku sumarbirtunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.