Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR19. JUU1985. 15 Snyrtilegt um afl litast I Búrfellsvirkjun sem og Hrauneyjafoss- og Sigöldu- virkjun. Viö sjöum hör vólasamstæðurnar í Búrfellsvirkjun. Landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands? Nei, það er stíflan fyrir ofan Búrfell, sú sem ræður því hve mikið vatn streymir inn í virkjunina. Þarna var oft mikill is ö vetrum, áður en Sultartangastif lan var gerð. Þessi spennistöð er hefðbundin og fyrir utan Búrfellsvirkjun. Hún er öllu fyrirferðarminni en herbergið uppi i Hrauneyjafossvirkjun sem geymir slika stöð. Það er nýtilkomið að innanhússtöðvar urðu samkeppnisfærar við ut- anhússtöðvar í verði. bÍ^fSI Égfyein,>"* 3 hiicii Fréttir af AIDS eru vandmeð- famar V«,? AIDS A'DS - Hvað ef óunntn önœmlsbœWun? Hvaða vomofoð-. gerdlf eru I bígefð ú [slandl Smávægileg stökkbreyting ógnar mannkyni: AlDSsömu ættarog mæðiveiki flrVóVd WWfSðsVtt ^ V _... nar^W'3 LEtÐAt tVíieV ErAIDS tilviijUn? iTe FrMl^ Znl' fsbylti„ . AIDS og fjölmiðlarnir Mótufni AIDS-veiru f blóðsýni hér á landú NorðurlandaþjóÖimar hafa ákteðið að taka sýni dr blóðgjöfum ALNÆMI Spurningar og svör Embætti landlæknis hefur gefið út bækling sem ber heitið: Alnæmi — spurningar og svör. „Mikilvægt er að allir leggist nú á eitt til þess að hefta útbreiðslu alnæmis. Verður það best gert með þvi að fylgja þeim ráðum, sem eru gefin i þessu riti", segir i bæklingnum. Hór fara ö eftir spurningar og svör landlæknisembættisins um alnæmi. Hvað er alnæmi? Alnæmi (Acquired Immune Deficiency Syndrome — AIDS) er loka- stig veirusýkingar sem hefur eyöilagt ónæmiskerfi likamans og leitt til þess aö sjúklingurínn veröur berskjaldaöur fyrir ýmsum sýkingum og illkynja sjúkdómum. Veiran (HTLV-III/LAV, Human T-Lymphotropic Virus- III/Lymphadenopathy Associated Virus) getur valdiö smiti meö ýmsum hætti. Eftir að smitun á sér staö líöa í flestum tilvikum nokkrar vikur eöa mánuðir þar til líkaminn myndar mót- efni gegn veirunni. Fjórðungur þeirra sem smitast fær á næstu mánuðum eöa árum forstigseinkenni alnæmis. Enginn veit ennþá með vissu hversu hátt hlutfali smitaöra fær lokastig sjúkdómsins, til þess er of skammur tími liðinn frá því að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Talið er aö á næstu fimm árum frá smiti fái 5—20% smitaöra lokastig alnæmis. Hvenær smita menn? Telja veröur aö allt frá því ein- staklingur smitast geti hann smitaö aðra. Ekkert bendir til að myndun mótefna komi í veg fyrir aö menn smiti. Því ber aö líta svo á aö allir, sem mótefni mælast hjá, geti veriö smitber- ar. Hvernig smitast sjúklingurinn? Veiran hefur fundist í blóöi, sæði, munnvatni, brjóstamjólk og öörum líkamsvessum. Mestar líkur eru á smiti þegar blóöblöndun á sér stað, t.d. við blóögjöf. Þá er hætta á blóðblöndun þegar margir eiturlyf janeytendur nota sömu nálarnar og einnig getur viss blóðblöndun átt sér stað við samfarir. Hugsanlegt er að smit geti borist með sæðisvökva. Enda þótt veiran hafi fundist í munnvatni, er engin vissa fyrir því að hún berist milli manna með því. Sjúkdómurinn er því ekki bráösmitandi og smitast ekki við dag- lega umgengni eins og t.d. venjulega snertingu, hósta eöa hnerra og ekki heldur í matvælum, eða drykkjar- vatni. Hver eru einkenni sjúkdómsins? Forstigseinkenni alnæmis eru eitla- stækkanir, langvarandi hiti, nætur, sviti, megrun, þrálátur niðurgangur og sveppasýkingar í munni. Þegar sjúk- dómurinn er kominn á lokastig, geta komið skyndilegar húðbreytingar, langdreginn þurr hósti og andnauð með eða án hita, mikil þreyta og slapp- leiki. Hafa ber í huga að öll þessi ein- kenni geta einnig átt við marga aðra sjúkdóma. Hverjir fá alnæmi? Þeir sem eru í mestri hættu að fá þennan sjúkdóm eru þeir sem hafa kynmök við marga, eiturlyfjaneyt- endur sem sprauta sig, blóðþegar, einkum dreyrasjúkiingar sem þurfa á storkuþáttum að halda, og böm mæðra sem hafa sýkst. Hver er útbreiðsla sjúkdómsins? I ársbyrjun 1985 höföu greinst um 11.000 sjúklingar með alnæmi. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra eru í Bandaríkjunum, en sjúkdómurinn hef- ur fundist i a.m.k. 40 löndum í öllum heimsálfum. Sýkingin er þó mun út- breiddari en tölur þessar gefa til kynna. Er hægt að lækna alnæmi? Engin lækning er til enn sem komið er. Verið er að kanna virkni nokkurra lyfja gegn sýkingunni og fylgisýk- ingum hennar, en of snemmt er að spá um árangur. Er til bóluefni gegn alnæmi? Ekkert bóluefni er til enn sem komið er og ekkert er vitað hvort eða hvenær svo verður. Hvað er til varnar? Hættu á smitun með blóði má minnka með því aö nota ekki blóð til blóðgjafa sem að mótefni hafa mælst í. Þar sem sumir einstaklingar mynda trúlega ekki mótefni gegn veirunni, er mikilvægt að allir þeir, sem hugs- anlega geta verið smitaðir gefi ekki blóð. Nýlega er hafin hitun á storku- þáttum sem dreyrasjúklingar þurfa á að halda og er talið að það geti komið í veg fyrir smit. Hvernig má forðast smit? Með því að forðast kynmök við marga, sérstaklega ókunnuga. Sér- staklega ber að forðast vændi. Notkun á smokkum minnkar smithættu. Farðu mildum höndum um ástkonu eöa ást- mann og forðastu að særa eða meiða, til að minnka líkur á blóðblöndun. Hvað á ég að gera við grun um smit? Leitaðu læknis. Hægt er að mæia mótefni gegn veirunni í blóöinu og ástand ónæmiskerfisins. En ef mótefni finnast? Þú þarft reglulegt eftirlit hjá sér- fræðingum þar sem fylgst er með ástandi ónæmiskerfisins og athugað hvort nokkur einkenni sjúkdómsins séu að koma fram. Þér ber að gæta ítrustu varkárni í kynmökum og upp- lýsa rekkjunaut eða rekkjunauta um að þú hafir mótefni gegn veirunni. Haf- ir þú samfarir, eru verjur vörn gegn smiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.