Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 30
DV. FÖSTUDAGUR19. JUU1985.
ICHINA CRISIS - FUUWT THE IMPERFECTION§
EYRNAKONFEKTA
LA STEELYDAN
Þegar hljómsveitin Steely Dan gaf
upp öndina fyrir nokkrum árum grétu
margir hátt og í hljóöi enda mikil
eftirsjá í jafnfrábærri hljómsveit. Nú
geta hins vegar allir syrgjendur Steely
Dan tekiö gleði sína á ný því hljóm-
sveitin er því sem næst endurfædd.
Aö vísu er Steely Dan ekki endur-
fædd sem slík en tónlistarlega má
segja aö hún sé meðal vor á ný.
Og hljómsveitin sem tekiö hefur að
sér aö halda merki Steely Dan á lofti er
breska hljómsveitin China Crisis.
Skýringin á því hversu keimlik
China Crisis er Steely Dan sálugu er sú
aö þegar undirbúningur hófst fyrir þá
plötu sem hér er til umfjöllunar —
Flaunt The Imperfection — datt ein-
hverjum í hug aö senda prufuupptökur
til Walter Becker sem áöur var helm-
ingurinn af Steely Dan á móti Donald
Fagen. Becker, sem dvalist hefur í tón-
listarlegri útlegö á Hawaii síöan Steely
og Dan hætti, féll fyrir tónlist China
Crisis og féllst á að koma til Englands
og stjórna upptökum á plötunni.
Afraksturinn er ekkert annað en
meistarastykki enda hvemig má
annað veröa þegar jafnmiklir hæfi-
leikamenn og þeir Eddie Lundon,
Garry Dalky og Walter Becker taka
saman höndum?
ÞráttfyriraöBeckerhafi greinilega
haft algjörlega frjálsar hendur með
sándiö á plötunni, sem er nauöalíkt
sándinu á síöustu plötum Steely Dan
hefur honum einnig tekist aö varðveita
séreinkenni China Crisis á plötunni.
Þannig mega báðir aöilar vel viö una
og gott betur en þaö.
Eg get ímyndað mér aö aðalástæöan
fyrir því aö Becker tók aö sér upptöku-
stjómina hjá China Crisis hafi verið sú
aö hin mjúka melódíska tónlist China
Crisis hafi hreinlega minnt hann á
Steely Dan.
Þegar maöur nefnir mjúka
melódíska tónlist halda margir að um
eitthvað væmið sé að ræða. Því er
aldeilis ekki til aö dreifa hér. Þessi
mjúka melódíska tónlist þarfnast
hlustunar og aftur hlustunar til aö
POPP
m
■ CHINA CRISIS
maöur uppgötvi töfra hennar til
fullnustu.
Flaunt The Imperfection er
nefnilega ein af þeim fáu plötum sem
maöur getur haft á fóninum hjá sér
vikum saman án þess aö fá leiöa á
henni og jafnframt alltaf veriö að upp-
götvaeitthvaðnýttítónlistinni. -SþS-
THE STYLE COUNSIL - OUR FAVOURITE SHOP:
ROS FYRIR REIDAN MANN
I
THE STYLE COUNSIL
| LOS LOBOS - HOW WILL THE WOLF SURVIVE? |
GÓÐUR UÐSAUKI
Sú hljómsveit sem valdiö hefur hvað
mestu fjaðrafoki í fjölmiölum rokksins
á þessu ári er vafalítiö
bandarísk/mexikanska hljómsveitin
Los Lobos. Um skeið var ekki hægt aö
fletta neinum blööum eöa tímaritum
inn rokk ööruvísi en aö reka augun í
greinar og myndir af strákunum í Los
Lobos — sem eru reyndar engir
stráklingar lengur, komnir hátt á
fertugsaidur, allir fjölskyldumenn og
LOSLOBOS
feöur. Ofmetin hljómsveit, segja sumir
en ég tek ekki undir það. Los Lobos er
aö minni hyggju einhver hressilegasta
sendingin sem rokkinu hefur áskotnast
um árabil.
Margt hljómar að sönnu kunnug-
lega á þessari plötu Los Lobos og rétt
er aö taka skýrt fram í upphafi aö tón-
listin er á engan hátt framsækin. Hér
er fingrum smellt i einkar fjörlegum
og glaðværum lögum sem mörg hver
eiga rætur aö rekja til rokkabillí-
tónlistar, auöveld til áheymar, ómót-
stæðileg fyrir fætur og svipta burt fúl-
lyndi á augabragði?
Þessi sumpart heimatilbúna blanda
af tónlist er stundum kölluö Tex-Mex,
spiluð upphaflega nokkum veginn á
landamærum Mexíkó og Texas og
krydduð með áhrifum úr ýmsum
áttum. Hér má greina blús, rokk og
ról með gamla laginu ásamt
mexíkönskum áhrifum í stíl og söng.
Harmóníka spilar stóra rullu, drag-
spiliö er þaniö af miklum móð í
mörgum lögum og gefur vissulega tón-
listinni dálítiö heillandi blæ.
How Will the Wolf Survive er fyrsta
breiðskífa Los Lobos en fyrir hartnær
tveimur árum kom út svokölluö mini-
lp, plata meö sjö lögum, sem heitir
„ . .. and a Time to Dance”. Sú plata
er stórum betri en breiðskífan aö mínu
áliti, en báöar gullvægar fyrir þá sem
hafa yndi af „Iéttum hljóöfæraleik og
söng” eins og stundum er tekiðtil orða.
Og spriklandi fjör aukinheldur. -Gsal.
Þaö hefur veriö sagt um Paul Weller
aö hann sé ámóta mikilvægur breska
rokkinu eins og Bruce Springsteen því
bandariska. Má til sanns vegar færa.
Báöir eru dálitlir hugsjónamenn í tón-
listarsköpun sinni, trúir rokkinu, og
yrkja báöir út frá persónulegri reynslu
sinni meðal lágstéttafólks. Springsteen
lítur aö sönnu á misfeilur þjóðfélagsins
útfrá persónulegu sjónarhomi meöan
Weller er fremur í hlutverki gagn-
rýnandans sem bendir reiöilega á þaö
sem miður fer og hikar ekki viö aö
kalla fram sökudólga meö nöfnum ef
honum býður svo við aö horfa.
Fyrir reiðan ungan mann er af
mörgu aö taka í bresku þjóðlífi og við
kynnumst því á þessari annarri plötu
Style Counsil. Paul Weller hefur
reyndar einlægt ort bitur ljóð allt frá
því hann var fyrirliði í Jam og hann
heldur sínu striki í Style Counsil þó
hvassari pólítískan tón sé vart aö finna
en einmitt á þessari nýju plötu.
Lög Style Counsil eru flest mót-
mælendasöngvar í þess orös bestu
merkingu; á plötuumslaginu hvetur
Weller hlustendur sína breska aö rísa
upp gegn atvinnuleysinu nú á ári
æskunnar undir kjöroröunum „get
organised and start taking more'
control of your lives”, — og eins má
finna á umslagi hvatningu til fólks aö
bindast samtökum gegn áfram-
haldandi framleiöslu gereyðingar-
vopna.
Samanboriö við fyrri plötu Style
Counsil, Café Blau, er tónlistin ekki
eins djasskennd og þá en rætumar þó
þær sömu: bandarísk sóltónlist og
breskt rokk, gæöavara sem fyrr frá
hendi Wellers og vörumerkiö gamal-
dags orgelspil Mike Talbots,
samherjans í hljómsveitinni. Reyndar
mætti fjölga hljómsveitarmeðlimum í
tvo, trymbilinn Steve White og söng-
konuna D.C.Lee, en bæöi leika stórt
hlutverk á plötunni svo og í hljómleika-
ferð Style Counsil í sumar.
Rétt er aö taka fram að þrátt fyrir
nokkuð þunglamalega texta er tón-
listin afar aögengileg og hrifandi,
hlýleg á köflum og má til dæmis benda
á lög eins og With Everything to Loose
og ástaróöinn Down in the Seine þvi til
staðfestu. Homebreakers er líka
fantagott.
Rós í hnappagat Style Counsil.
-Gsal.
HUÓMSVEIT BIRGIS GUNNLAUGSSONAR
FJÖRKIPPIR:
I
PARTIPLATA PYRIR
ELDRIKYNSLOBINA
Birgir Gunnlaugsson hefur haldiö úti
danshljómsveit í nokkur ár og ber ný
plata hans þess greinileg merki eins og
nafn og undirtitill ber með sér. Fjör-
kippir, tíu stuölög með hljómsveit
Birgis Gunnlaugssonar nefnist hún. Og
þeir mörgu sem einhvem tíma hafa
verið á dansleik, þar sem Birgir Gunn-
laugsson leikur fyrir dansi, vita
nákvæmlega aö hverju þeir ganga.
Fyrir mína parta finnst mér hljóm-
sveitinni takast best upp í hraöari lög-
unum samanber syrpumar Valsa-
syrpa og Eyjur og svo Vikivaki. Þetta
eru lög sem allir Islendingar kunna,
eru sungin í partíum og rútum og á
fleiristöðum.
Það eru nokkur róleg lög á plötunni,
erlend og frumsamin. Erlendu lögin
eru fengin að láni hjá amerískum
sveitasöngvurum og em í heild nokkuð
máttlaus i flutningi hljómsveitarinnar.
Tvö frumsamin lög eru á plötunni.
Annaö er Hetjan sem er eftir Nikulás
Róbertsson við texta Birgis Gunn-
laugssonar. Gott og grípandi lag sem
stendur erlendu lögunum ekki að baki
nemasíöursé.
Hitt lagið er Sumarást eftir Gunnar
Jónsson, einnig viö texta eftir Birgi en
Birgir hefur samið flesta textana sem
prýða erlendu lögin. Sumarást er ró-
legt lag sem ekki sker sig neitt úr.
Aö sjálfsögðu er Birgir Gunnlaugs-
son mest áberandi á plötunni. Hann
syngur flest lögin, auk þess sem hann
spilar á gítar. Aðrir í hljómsveitinni
eru þrautreyndir tónlistarmenn.
Gunnar Bemburg, Olafur Garðarsson
og Nikulás Róbertsson, allt tónlistar-
menn er hafa komiö víöa viö á löngum
ferli. |
Fjörkippir eru partíplata fyrir eldri 1
kynslóöina. Hræddur er ég um aö
yngstu hlustendunum þyki frekar h'tið
til tónlistarinnar koma, en pabbi og
mamma hafa ábyggilega gaman af.
HK.
SMÆLKI
Sæl nú! Et' marka má ný-
legar niðurstöður lesenda-
kosninga í Melody Maker
hafa Bretar þessa dagana
einna mest dálæti á írsku
hljómsveitinni U2. Hljóm-
sveitin er talin hafa átt bestu
plötu síðasta ár, bestu smá-
skífuna (Pride), besta ‘
söngvarann og hljómsveitin
er talin best á sviði. Pví
stingur það dálítið t stúf við
önnur úrslit kosninganna að
hijómsveitin The Smiths
hreppir efsta sætið sem
besta hijómsveitin, U2 í
öðru sæti. . . Svo áffam sé
gluggað t Meikerinn: Alison
Moyet er talin besta söng-
konan, Relax með Frankie
Goes to Hollywood besta
danslagið og maður ársins:
Bob Geldof.forsprakki Band
Aid og Live Aid. . . Og
hvað var verst? Agadoo með
Black Lave var kosið versta
lagið, Make it Big með
Wham! versta breiðskífan,
Wild Boys versta mynd-
bandið (reyndar einnig það
besta!) og verst klæddi '
tónlistarmaðurinn: Boy
George. . . Komin er út
ákaflega athyglisverð smá-
sktfa í Bandartkjunum með
söngkonu Pretenders,
Chrissie Hynde og reggí-
strákunum bresku í hljóm-
sveirinni UB40. Saman
syngja þau gamla Softny &
Cher lagið: I Got You
Babe. . . Og við lesum í
breskum heimildum að
Mezzoforte sé að gefa út í
Bretlandi á nýjan leik gamla
smellinn sinn, Garden
Party, að þessu sinni t nýrri
hljóðblöndun sem kallast:
sólarblanda (sunshine
mix). . . Pointer Sisters
slógu heldur betur í gegn á
síðasta án með plötunni:
Break Out. Nú hefur ný
plata systranna litið dagsins
ljós, heitir Contakt og fyrsta
lagið sem veðjað er á hefur
þegar tekið á rás upp vin-
sældalista: Dare. . .
Morgunblaðinu, málgagni
þungarokksaðdáenda, hefur
láðst að geta mikillar upp-
sveiflu þungarokksins
síðustu vikur vestur í henni
Amertku. Við tökum þvt
fram fyrir hendur Moggans
og segjum: plötur ttteð Ratt,
Motley Crue og AC/DC eru
á tljúgandi ferð upp banda-
ríska listann. . . Stam-lög
hafa verið nokkuð t brenni-
depii vestra eftir að
Sussudio með Phil Collins
komst á toppinn um dag-
inn. Eleiri topplög þar sem
stamað hefur veríð í viðtali
eru nefnd til sögunnar: M-
m-my Sharona tneð Knacks,
S-s-saturday Night nteð Bay
City Rollers, B-b-Benny
And the Jcts með Elton
John og You Ain't Seen
Nothing Yet með Backman
Turner Overdrive. . . Búið í
bili. . .
-Gsal.