Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 36
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1985..
ArnarflugíArabíu:
SjöDC-8
þotur og átján
erlend-
ar f lugáhaf nir
Pílagrímaflug Arnarflugs í Saudi
Arabíu hefst 1. ágúst næstkomandi.
Áætlað er að félagið fljúgi með yfir 100
þúsund pílagríma. Um 200 manns
vinna að þessu verkefni hjá Arnar-
flugi. Flugvélarnar verða sjö DC-8
þotur og flugáhafnir 21.
„Verkefnið gengur út á að flytja píla-
gríma frá Alsír, Egyptalandi og Túnis
yfir til borgarinnar Jedda í Saudi Ara-
bíu,” sagði Agnar Friðriksson, for-
stjóri Arnarflugs, í morgun.
Hann sagði að þeir væru nú þegar
með fjórar DC-8 vélar í gangi suður
frá, í kennarafluginu svokallaða, en
það verkefni hófst 10. maí síöastliðinn.
„Vélarnar, sem við erum með, leigð-
um við af KLM og franska félaginu
UAS. Þær þrjár sem bætast við koma
frá Bandaríkjunum og Kanada.”
— Hvað um flugáhafnir?
„Sjálfir komum við með 3 áhafnir,
en við erum með flugmenn í vinnu frá
mörgum löndum, eins og Bandaríkjun-
um, Kanada, Frakklandi, Sviss, Bret-
landi. Það er þegar búið aö fá þær 18
erlendu áhafnir sem við þurfum í þetta
verkefni,”sagðiAgnar. -JGH
Tæknideildin
fullmönnuð:
Útvarpað
á rás tvö
um helgina
Utvarpað verður með eðlilegum
hætti á rás 2 um næstu helgi. Mikið
álag hefur verið á tæknimönnum
Ríkisútvarpsins að undanförnu vegna
sumarleyfa og þess vegna varð að
hætta við að útvarpa frá rás 2 sl.
sunnudag.
Um næstu helgi verður tæknideild út-
varpsins fullmönnuð þannig að engin
hætta er á aö dagskrárliðir falli niður.
sos
Sjúkdómsvaldar visnu í sauðfé og ónæmistæringar skyldir:
Bandalag jaf naðarmanna:
■ :
FUNM MEÐ ÓÁNÆGÐUM
„Við þingmennimir ræddum við
þann hóp fólks sem mikið var í frétt-
um fyrir um það bil hálfum mánuði.
Eg held að það hafi komið í Ijós að
ágreiningsefni voru ekki eins stór og
veigamikil og virtist af fréttum,”
sagði Stefán Benediktsson, þing-
maöur Bandalags jafnaðarmanna,
um fund sem haldinn var í veitinga-
húsinu Ladtjarbrekku síðdegis í gær.
„Það var algjör samstaða. Það er
ekkert sem ber á millí þingflokksins
og þessa hóps,” sagði Kristín
Kvaran alþingismaður.
Garðar Sverrisson, starfsmaður
Bandalags jafnaðarmanna, sagði:
„Það er ekkert leyndarmál að
hópurinn lýsti eindregnum áhuga á
því að Bandalag jafnaðarmanna
legði aukna áherslu á þá jafnaðar-
stefnu, þann sósíal-demókratisma,
sem viö lögöum upp með á sínum
tíma.
Á fundinum var rætt um áherslur
og taktík B.J. í nútíð og framtíð,
einkum og sér í lagi með hliðsjón af
nýsköpun klassiskrar jafnaðar-
stefnu.”
Svör þremenninganna benda ekki
til að það kraumi undir niðri innan
flokksins, eins og aðrar heimildir
gefa til kynna. Samkvæmt þeim
heimildum á ágreiningurinn eftir að
koma betur upp á yfirborðið með
haustinu.
— KMU
Sólarlandaferðir:
„Vorið
erfitt”
Mun minni þátttaka varð í sólar-
landaferöum í maí og júní en ferða-
skrifstofumar reiknuöu með. Talað er
um að samdrátturinn sé i kringum 15
til 20%. Júlí og ágúst virðast hins veg-
ar ætla að verða toppmánuöir.
„Vorið var erfitt. Það sýnir sig að
þegar páskarnir eru snemma, þá er
vorið alltaf erfitt í sólarlandaferðum.
En það er fullt hjá okkur í júlí og
ágúst,” sagði KarlSigurhjartarson hjá
Urvali.
„Vorið var greinilega verra en í
fyrra, en þá var þetta líka eins og best
gerist, óvenjugott. En það er líflegt
núna og til dæmis uppselt í næsta
mánuði,” sagði Ingólfur Guðbrands-
son hjá Utsýn.
„Við höfum verið mjög heppnir í ár,
erum með um 15% aukningu í sólar-
landaferðum í maí og júni og allt upp-
selt í sumar,” sagði Helgi Jóhannsson
hjá Samvinnuferðum.
Þær ferðaskrifstofur sem fengið
hafa minni þátttöku hafa brugðist
meðal annars við með því að sameina
ferðir, og þess eru dæmi að ferðir hafi
verið felldar niður til að verjast mestu
áföllunum.
En nú virðist semsé ganga vel hjá
ferðaskrifstofunum, spár standast og
þær eru sólarmegin í tÚverunni. -JGH
Skólastofa I hrakningum. Í nótt átti að flytja skólastofu norður í land ð þar til gerðum flutningavagni
úr Raykjavik. Þegar upp é Kjalarnes kom, á móts við Sjávarhóla, vildi ekki betur til en svo að vind-
hviða tók völdin og fór tengivagninn meö skólastofuna á hliðina, sem hún er þar enn. -KÞ/DV-mynd S
Rannsóknir ónæmis-
„Það hefur ekki komið til tals að
við tækjum að okkur rannsóknir
vegna ónæmistæringar. Hins vegar
værum við reiðubúnir til viðræðna
um það, og ef neyðarástand skapast
hikum við ekki viö að gera alla
mögulega hluti,” sagði Guðmundur
Pétursson, forstööumaður tilrauna-
stöðvar Háskólans að Keldum, í
samtaliviðDV.
Um alllangt bil hafa staðið yfir
rannsóknir að Keldum á visnu í
sauðfé. Hefur komið í ljós að skyld-
leiki er milli þeirra veira sem valda
visnu og ónæmistæringu.
„Það er ekki hægt að segja að bein
tengsl séu þarna á milli. Hins vegar
er greinilegur skyldleiki í samsetn-
ingu erfðaefnis þama, og ýmis sér-
kenni beggja þessara sjúkdóma til-
heyra sama veiruflokki. Þá má
nefna þaö að fleiri hæggengum
sýkingum, til dæmis í kúm og hross-
um, má Úkja viö ónæmistæringu,”
sagðiGuðmundur.
— Hvemig litist þér á að taka við
rannsóknum á ónæmistæringu?
„Það hefur ekki komið til tals, en
ef það yrði þyrfti að kanna það mjög
vel. Það má segja að við séum að
komast í húsnæðishrak, en þá kemur
aftur spumingin um það hvað er
mest aökallandi. Við værum reiðu-
búnir til viðræðna um þetta án allra
skuldbindinga fyrirfram. Með þeim
aðbúnaði, sem við höfum í dag,
þyrftum við aö ýta öðru út til að taka
þettaaðokkur.”
— Myndi það kosta mikið að setja
upp rannsóknaraðstöðu fyrir
ónæmistæringu hjá ykkur ?
„Já, þetta væri ekki hægt, nema
það kostaöi eitthvað, en hversu
mikið er ómögulegt að segja, þar
sem við höfum ekki velt þessu dæmi
fyrir okkur,” sagði Guðmundur
Pétursson.
-KÞ