Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR19. JULl 1985. 45 Tíðarandinn Tíðarandinn Tlðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Vinnuhópur Tónabæjar: NOG AF VERKEFNUM Vinnuhópar á vegum Æskulýös- ráös Reykjavíkur falla ekki undir Vinnuskólann í Reykjavík þó aö verkefnin sem þeir fá séu að mörgu leyti lík þeim sem vinnuskólinn fær. I vinnuhópunum eru unglingar á aldrinum 15—17 ára og eru tveir hópar starfandi í sumar. Annar er gerður út frá Fellahelli, en hinn frá Tónabæ. Verkefnum fyrir hópana er aflaö meö tilboöum sem berast frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofn- unum í Reykjavík. Hluti af Tónabæjarhópnum hefur undanfarinn hálfan mánuð veriö að vinna í einkagarði við Sólvallagöt- una og fórum viö í heimsókn til þeirra. Fyrir utan garöinn mátti sjá heilu haugana af mold og fyrir innan giröinguna var allt á fullu, skóflur á lofti og hakanum var sveiflaö fag- mannlega. Okkur tókst að fá strákana til aö taka sér smápásu og spurðum fyrst hvort vinnuhópurinn væri svona fámennur, bara þrír strákar og einn verkstjóri? „Nei, nei, stelpurnar eru aö vinna annars staöar og hinn verkstjórinn er þar,” svaraöi Kristinn Már Emilsson verk- stjóri. „1 flokknum eru 12 unglingar og þaö er jöfn skipting milli kynja, sami fjöldi er í Fellahópnum,” sagöi hann. — Hafið þiö haft nóg aö gera? „Já, og vel þaö, viö höfum mest verið hjá einstaklingum í alls kyns garð- vinnu, þetta verkefni sem við erum í núna er reyndar eitt fyrsta stórverk- efniö okkar og eigum viö töluvert eft- ir enn,” sagöi verkstjórinn. En hvemig líkar strákunum vinnan? Olfar Helgason var líka i vinnuhóp Tónabæjar í fyrra og sagði hann aö þetta væri alveg ágætt. „Kaupiö er svo sem ekkert rosalegt en bónusinn bjargar þessu, ef hann væri ekki þá væri maður í einhverju öðru,” sagði Ðlfar. Kristófer Péturs- son hætti nýlega í byggingarvinnu vegna þess aö það var verið aö fækka fólki vegna verkefnaskorts. Hann sagöi að kaupið í byggingarvinnunni hefði veriö betra, en þessi vinna væri svo sem ósköp svipuö. „Maöur er alltaf á skóflunni,” sagöi Kristófer og hélt áfram við moksturinn. Magnús Þorsteinsson var líka í annarri vinnu í byrjun sumars en hætti þar og fékk vinnu í vinnu- hópnum. „Eg var í fiski og þaö var hundleiðinlegt, þetta er mikiö betra,” sagði hann og spurði svo Kristin verkstjóra hvort hann ætti ekki að halda áfram . Já, þeir voru vinnuglaðir strákamir, enda af nógu aö taka. Að lokum spurðum viö þá hvort þeim þætti ekki verra aö stelpurnar væru annars staðar aö vinna. „Nei, þetta er alltof erfitt fyrir þær, en þær koma seinna og snyrta til eftir okk- ur,” sögðu þeir galvaskir og héldu áframaömoka. SJ. Úlfar á flaygiferfl með skófluna. DV-myndir S. Vilhjálmur og Þorvaldur i steinabeflinu, en þar þurfti að hreinsa tjarnir og snyrta til. DV-myndir S Magnús, Úlfar, Kristinn verkstjóri og Kristófer i örstuttri pásu sem þeir tóku sér rétt á meðan Sveinn smellti af þeim mynd. Unglingavinna, öðrunafni vinnuskóli í flestum stærri sveitarfélögum eru starfandi svokallaöir vinnu- skólar á sumrin sem í daglegu taii kailast unglingavinnan. Viö fórum í heimsókn í tvo skóla og spjölluðum viö nokkra unglinga sem þar vinna og flokkstjórana þeirra. Vinnuskól- arnir í Reykjavík og Kópavogi tóku báöir til starfa í byrjun júní og starfa Tjaldsvæðiö í Laugardalnum og svæöiö þar í kring er í umsjá flokks sem Huld Jónsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir veita forstööu. Okkur gekk reyndar frekar illa aö koma auga á flokkinn þar sem þær voru inni í trjá- beðum á tjaldsvæðinu ásamt tveim stelpum sem eru þær einu í flokknum eftir hádegi. „Þiö hefðu átt að koma í morgun, þá voru um 20 stelpur, en flestar þeirra sem voru eftir hádegi eru hættar eöa í fríi í dag,” sagði Huld þar sem hún ruddi sér braut úr trjábeðinu. Hún sagöi aö margar af stelpunum hefðu fariö í fiskvinnu á Kirkjusandi og aðr- ar farið í aöra vinnu. Anna Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr í Noregi, var aö reyta arfa meö flokksstjórunum. Viö spurðum hana hvernig henni líkaöi starfiö. „Agæt- lega,” sagði hún. „Reyndar getur þaö verið svolítiö þreytandi aö reyta arfa allan daginn, maður veröur lúinn í höndunum, en þetta er betra en aö hafa tiljúlíloka. I Reykjavík voru í upphafi um eitt þúsund nemendur, en nú eru þeir um níu hundruö því margir hafa farið í aöra vinnu. Aöeins tveir árgangar geta fengið vinnu hjá Vinnuskólan- um í Reykjavik, það eru 14 og 15 ára unglingar. Kaupiö hjá eldri krökk- unum er 54 krónur á tímann, en hjá ekkert aö gera,” sagöi hún. Anna Kristín sagði aö í Noregi væri nánast útilokaö fyrir krakka á hennar aldri að fá vinnu vegna atvinnuleysis. Henni fannst kaupið í vinnuskólanum frekar lélegt en endurtók samt aö þaö væri vissulega betra en ekki neitt. Unnur Hólmfríður Heimisdóttir var við sömu störf og Anna Kristín og flokksstjóramir, þ.e. aö reyta arfa.Og hvernig líkar henni svo starfinn? (Gretta) „Bara vel,” svaraði hún dræmt. Þá gripu flokksstjórarnir inn í, sem greinilega þekkja sitt fólk, og sögöu henni aö segja eins og er. „Já, ég skal gera þaö, mér finnst leiðinlegt aö reyta arfa allan daginn og er að reyna aö fá mér aöra vinnu,” sagöi Unnur, en hélt samt áfram viö vinnuna enda var af nógu aö taka í beðunum við tjald- svæðið í Laugardalnum. Viðþökkuðumþeimfyrir spjalliöog héldum í grasagaröinn þar sem við höfðum heyrt af flokki vaskra stráka. SJ. þeim yngri er þaö 48 krónur á timann. Eldri krakkarnir vinna fullan vinnudag eöa 8 tíma, en þau yngri 4 tíma. Verkefnin eru margs konar og eru flokkar frá Vinnu- skólanum um alla borg að snyrta og hreinsa ýmis opin svæöi. Guðmund- ur Guömundsson, aöstoöarmaöur skólastjóra Vinnuskólans í Reykja- vík, sagöi að hjá þeim væri í gangi bónuskerfi þannig aö duglegir krakkar ættu að geta náö töluverðri uppbót á kaupiö ef þeir ynnu vel. En í fyrra var nokkur óánægja meö kaup- iö í Reykjavík sem var töluvert lægra en í Kópavogi. I Vinnuskólanum í Kópavogi eru um 300 unglingar á aldrinum 13—17 ára sem skiptast í 20 flokka. Vinnu- tíminn hjá tveim elstu árgöngunum er 7 stundir á dag og fá þau sem eru fædd 1969 63,60 á tímann, en þau sem eru fædd 1970 fá 56,15 á tímann. Yngri árgangamir tveir vinna þrjár og hálfa klukkustund á dag og þau sem eru fædd 1971 fá 49,90 krónur á tímann en þau allra yngstu fá 37,45 á tímann. Verkefnin sem Vinnuskólinn fær eru margvísleg eins og t.d. hreinsun bæjarlandsins, gerö og viðhald opinna svæða og þjónusta viö íbúa Kópavogs, þá sérstaklega aldraða og öryrkja. T.d. tekur Vinnu- skóhnn aö sér að slá fyrir aldraöa og öryrkja en sláttur á opnum svæöum í Kópavogi er hins vegar i höndum bæjarvmnunnar. í sumar er í fyrsta skipti sérstakur flokkur fyrir fötluö ungmenni sem Vinnuskólinn sér um í samvinnu við Tómstundaráð Kópa- vogs. önnur nýjung hjá þeim í Kópa- voginum er aö nú eru í fyrsta skipti teknir inn 16 og 17 ára unglingar. Félagslif hjá Vinnuskóla Kópavogs er töluvert og sjá starfsmenn í Félagsmiðstöðinni Agnarögn aö mestu um þaö í samvinnu viö ungl- ingana í Vinnuskólanum. Þegar fer aö líöa á starfstíma skól- anna i Reykjavík og Kópavogi gera menn sér gjaman glaðan dag og slegiö er upp miklum hátíöum. í Reykjavík eru t.d. haldnar hverfis- hátíðir og ér ætlunin að halda mikla lokahátíö seinni partinn í júlí. I Kópavogi var Hlíðargarðshátíðin sl. föstudag en undirbúningur fyrir há- tíðina var eínmitt í fullum gangi þeg- ar okkur bar að garöi í gamla prests- húsinu í Kópavogi þar sem Vinnu- skólinn þar í bæ hefur aösetur sitt. SJ. Anna Kristín Þorsteinsdóttir og Unnur Hólmfriflur Heimisdóttir í arfatinslu i trjábeðinu við tjaldsvæðið i Laugardal. Þær voru sammála um að það væri ekki þafl skemmtilegasta sem þær hefðu komist í. DV-mynd S. „Þreytandi að reyta arfa allan daginn” — sagði Anna Kristín Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.