Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 2
2
Fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum:
Býður nær
tvöföld laun
—að auki frítt fæði, húsnæði og ferðir
„Þetta er í fyrsta skipti sem frysti-
hús hefur samband við okkur vegna
mannaráðninga. Það er greinilegt að
það leggur mikla áherslu á að fá til sín
fólk,” sagði Guðni Jónsson, en ráðn-
ingaþjónusta, sem hann rekur, lét
birta athyglisverða auglýsingu í
Morgunblaðinu á þriðjudag.
I auglýsingunni er óskað eftir fisk-
verkunarfólki til starfa hjá fisk-
vinnslufyrirtæki á Vestfjörðum. I boði
eru fríar ferðir, fæði, húsnæði og dag-
vinnukaup sem nemur 160 krónum á
tímann. Byrjunarlaun í þessari starfs-
grein eru tæpar 90 krónur samkvæmt
launataxta.
Guðni sagði að ekki væri Ijóst hvort
eitthvað af þessari vinnu gæfi fólki
tækifæri á bónusgreiöslum en ljóst
væri að mikil atvinna er í boði.
Veðja upp á fé
lánadrottna?
„Það er mjög óvenjulegt að fisk-
vinnslufyrirtæki geti boðið aðkomufólki
betri kjik- en heimamönnum, en þar er
raunin í þessu tilviki ef í boði er frítt
fæði og húsnæði,” sagði Þórarinn V.
Þórarinsson hjá Vinnuveitendasam-
bandinu þegar auglýsingin var borin
undir hann. „Annars hefur oft komið í
ljós í sambandi við umræðu um kjara-
mál aö ein tala út úr kauptaxta segir
ekki til um hver kjörin eru þó að tíma-
kaup fisvinnslufólks sé tæpar 100 krón-
ur, þá má auka tekjurnar mikið með
bónusvinnu, allt að 40 til 50%. Munur-
inn þarf því ekki að vera jafn mikill og
hannsýnist.”
Þórarinn sagði aö það hefði oft kom-
ið fyrir að sama fyrirtækið hefði kom-
ist í fréttir einn mánuöinn fyrir hátt
kaup en þann næsta vegna þess aö þaö
væri á hausnum og hefði þörf fyrir
opinberan fjárstuðning. I þessu tilviki
væri hugsanlegt að fyrirtækið væri að
brúa eitthvað bil og sæi sér hag í að
bjóða þessi kjör, en jafn líklegt væri að
hér væri verið að veðja upp á fé lána-
drottna.
Sýnir að hægt er að
borga meira
Karvel Pálmason, varaformaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagðist
telja þessa uglýsingu augljóst dæmi
þess að fiskvinnslufyrirtækin gætu
borgað meira en um er samið. „Það
gleður mig að heyra þetta nú, þegar í
hönd fara samningar um bónusgreiðsl-
ur til fiskvinnslufólks. Þaö ætti ekki að
vera vandamál að ná hagstæöum
samningum,” sagði Karvel. „Það er
augljóslega mikill skortur á góðu
vinnuafli í frystihúsunum og hann er
meiri núna en oft áður vegna þess hve
launinerulág.”
Karvel sagðist treysta því að fisk-
vinnslufyrirtæki byðu heimafólki igildi-
þeirra hlunninda sem aðkomufólki
stendur til boða í formi launa, fæðis,
ferða og húsnæðis.
Vaxandi skattheimta:
Sifellt meira af tekjum
þjóðarinnar er hirt í skatta
Háldardcatthamta rikis og svdtar-
félaga hefiu- vaxið hröðum skrefum á
undanfömum árum að því er segir í
nýútkomnu fréttabréfi Verslunarráðs
Islands.
Verslunarráðið skoðar skatt-
heimtuna bæði sem hlutfall af vegri
þjóöarframleiðslu og vergum þjóðar-
tekjum á þáttavirði. (Tekjur fram-
Ieiðsluþátta: vinna og fjármagn).
Vergar þjóðartekjur eru reiknaðar
þannig að óbeinir skattar eru dregnir
frá þjóðarframleiðslunni en fram-
leiðslustyrkjum er bætt við.
Heildarskattheimtan er mun meiri
sem hlutfall af vergum þjóðartekjum
en þjóðarframleiðslu. Fyrir síðasta ár,
1984, var hlutfallið 53% á móti 40%.
En hvort hlutfallið á að nota? Hag-
fræðingar spyrja sig sjálfir þeirri
spumingu. Til frekari útskýringar
búum við á DV til smáskýringardæmi.
lmyndum okkur að vara kosti 100
krónur (þjóðartekjur). Við hana
bætast 25 krónur í söluskatt (óbeinn
skattur) þegar hún er seld. Varan er
því komin upp i 125 krónur (þjóðar-
framleiösla).
Á að nota hlutfallið 25 krónur af 100,
eða 25 af 125. Fyrra hlutfalliö gefur
25% söluskatt en þaö seinna 20%. Hér
er dæmið einfaldað, aðeins verið með
söluskatt. I „praksís” er það öll skatt-
heimtan sem er tekin og borin saman
við þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur.
Að mati Verslunarráösins gefur það
réttari mynd að reikna skattheimtuna
sem hlutfall af þjóðartekjum. Rökin
eru þau að þjóðartekjumar séu jú þær
tekjur sem nýtast til að greiða skatt-
ana.
Þá má geta þess að afskipti ríkis og
sveita af efnahagslifinu eru oft skoðuö
út frá heildarskattheimtunni.
JGH
Heildarskattheimta sem hlutfall af vergum
þjóðartekjum.
Heildarskattheimta sem hlutfall af vergri
þjóðarf ramleiðslu.
Ríkið tekur sitt hvemig sem ö stendur. Ofengreindar skýringa-
myndir or afi finna í nýjasta hefti Verslunarráfis fslands.
DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985.
Margar hendur vinna lótt verk, stendur einhvers stafiar. Fatlaða fölkifi i hjólastólunum komst inn ó rófin-
ingaskrifstofuna eftir að hjólpsamar hendur bóru fólkifi upp tröppurnar bröttu. Hór er hlustað ó Ástu
Schram, til vinstri, eina starfsmann öryrkjadeildarinnar, lýsa starfi sinu. DV-mynd VHV.
Hjólastólaf ólk kemst ekki inn á skrif stof una sem f er
með atvinnumál þeirra:
„Þetta er ekki
gæfulegt”
„Jæja krakkar, hvemig eigum við
að komast héma upp? Em einhver
heljarmeimi sem vinna héma?”
Þessar og viðlika spumingar
heyrðust fyrir utan öryrkjadeild
ráðningaskrifstofu Reykjavíkurborg-
ar í gærdag. Þar var samankominn
hópur ungs fólks, fatlaðs fólks, flest
bundið hjólastólum. Fólkið var að
vekja athygli á að á skrifstofu þeirra,
sem það þarf að koma á til að leita sér
að vinnu, er því lífsins ómögulegt að
komast inn. Astæðan er sú aö þar er
alls ekki gert ráð fyrir ferðum hjóla-
stólafólks, heldur einungis háar,
brattar tröppur sem þarf að komast
upp til aö komast inn í húsið.
„Við viljum vekja athygli á því að
við komumst ekki hjálparlaust inn í
húsið sem öryrkjadeild ráðningar-
skrifstofunnar er til húsa í,” sagði
Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur,
einn úr hópnum, í samtali við DV.
„Fatlaö skólafólk þarf aö fá sumar-
vinnu eins og aðrir en Reykjavíkur-
borg gerir ekkert til að leggja því lið. Á
skrifstofunni er aðeins einn starfs-
maður, Ásta Schram, og þótt hún sé öll
af vilja gerð kemst hún ekki yfir að
anna öllu þvi sem hún vildi. Þetta er
þvíekkigæfulegt.”
Jóhann Pétur sagði að þessi aðgerð
væri liður í samnorrænu samstarfi,
bræðrasamtökum Norðurlanda-
þjóðanna, í málefnum fatlaðs fólks
sem hygðist vekja athygli á sér á ári
æskunnar. Hann sagði að í nóvember,
nánar tiltekið vikuna 12. til 16., yrðu
sérstakar aðgerðir af hálfu sam-
takanna á öllum Norðurlöndunum.
Þessi mótmælastaða í gær væri aðeins
forsmekkurinn að því sem þá yrði gert,
svona rétt til aö koma málunum á
framfæri í fjölmiðlum.
90 á atvinnuleysisskrá
Hjá ráöningaskrifstofunni eru 90
fatlaðir á atvinnuleysisskrá þessa
stundina. Áð meöaltali tekst að útvega
8 til 9 manns vinnu á mánuði en alltaf
bætast við jafnmargir eða fleiri á
skrána mánaðarlega. Mannekla háir
mjög starfi ráðningaskrifstofunnar
þar sem mun meiri vinna fer í hverja
atvinnuumsókn heldur en ef um heil-
brigt fólk væri að ræða. Oft á tíðum
þarf starfsmaöurinn að fara heim til
viðkomandi umsækjanda þar sem um-
sækjandinn kemst ekki til starfs-
mannsins á skrifstofuna. Skrá þarf
ýmislegt fleira á slíkri umsókn en
öðrum, til dæmis heilsufar og hvað
viðkomandi treystir sér til að gera.
Nokkrum hefur verið útveguð
sumarvinna viö skógrækt og á Múla-
lundi. Hins vegar gengur mjög treg-
lega aö útvega fólki þessu skrifstofu-
störf. Starfsmaður skrifstofunnar ver
miklum tíma í það að heimsækja fyrir-
tæki en forstöðumenn þeirra eru ekki
nógu minnugir á tilveru þessa fólks, að
mati þeirra sem um þessi mál fjalla,
þegar þá vantar fólk til vinnu. Þá kom
fram í máli fólksins að ef til vill ætti
það sjálft einhverja sök á hversu illa
þetta gengi þar sem oft bilaði kjarkur
fatlaöa fólksins þegar starfiö væri
fengið. Það hefði sumt hvert aldrei
komið á vinnumarkaöinn og þætti þaö
ekki standa jafnfætis öðru fólki þegar á
hólminn kæmi.
Einnig kom fram að lengi hefði veriö
reynt aö bæta aðstöðuna fyrir fatlað
fólk við inngöngu skrifstofunnar.
Athugaður heföi veriö möguleiki á að
gera rennibraut fyrir hjólastóla, en
það þætti ekki fýstilegur kostur þar
sem tröppumar væru of brattar. Þá
hefði og komið til tals að setja þar lyftu
en ekkert orðið úr því.
Þá hefur og lengi staðið til að fá
betra húsnæði fyrir starfsemina. Ekki
hefur orðið úr því enn. -KÞ.
Samkomulagið um íslenska álfélagið:
Hlutafjáraukning um
40 milljónir dollara?
„Við höfum unniö á. Við erum
öruggir um að þessi samningur
skilar okkur því sem okkur ber,”
sagöi Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráöherra á fundi með blaðamönnum
í gær. Þar kynnti hann nýundirrit-
aöan samning á milli ríkisstjómar-
innar og Alusuisse um skattamál
Isal. Samningurinn var undinritaður
með fyrirvara. Lögfrasðingar beggja
aðila munu vinna áfram að end-
anlegri gerð formlegs samnings sem
verður síðan lagður fyrir ríkisstjóm
ogAlþingiíhaust.
Helstu niðurstöður sam-
komulagsins era að í sambandi
við ákvæðin um útreikning á
nettóhagnaði Isal verða teknar upp
nýjar reglur. Sérstök viðmiðunar-
verð verða notuð til að ákvaröa sölu-
verö á áli frá bræðslunni og
kostnaðarverð á súráli og raf-
skautum til bræðslunnar í skattalegu
tilliti. Þessar reglur veröa endur-
skoðaöar með vissu millibili.
Ákvæöi um eignamat og afskriftir
af fastafjórmunum Isal verða endur-
skoðuö og hlutafé verður aukið.
Nýtt endurmat á eignum fyrirtæk-
isins mun vera um 89 milljónir
dollara. Hlutafé verður aukiö um
30—40% af langtímaskuldum fyrir-
tækisins sem gæti þýtt um 40 milljón
dollara hlutafjáraukningu.
Framleiðslugjaldi Isal veröur
þannig háttað að félagið greiði
áfram lágmarksskatt, sem svarar 20
dollurum á hvert áltonn frá
bræöslunni, við útskipun og án tillits
til hagnaðar. En skattur umfram
þetta lágmark verður greiddur
árlega með tilliti til hagnaðar á und-
anfarandi ári samkvæmt ákveðnum
skattstiga.
Sverrir Hermannsson kvaö menn
bjartsýna um hag fyrirtækisins og
sagðist eygja hagnað af því strax á
næsta ári. „Fyrirtækiö verður vel ó
hryggnum reist, bæði tæknilega og
fjárhagslega”. Varöandi viðræður
um stækkun ólversins í Straumsvík
eða nýja eignaraðila var ekkert að
segja. En um þann þáttinn sagði
ráðherra „Orkuverð fer
lækkandi ogsamkeppninvaxandi”.
-ÞG.