Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 207. TBL.75.og11. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985. Milljarður í f iskeldið skilar tveim milljörðum í tekjur ef tir 2-3 ár: LAXABOMBUNNIKASTAÐ Á fáeinum mánuðum hafa fisk- eldisfyrirtæki hrint af stað fram- kvæmdum sem kosta munu um 400 milljónir í ár og um 600 milljónir á næsta ári, samkvæmt yfirsýn Fram- kvæmdasjóðs. Þessi fjárfesting mun skila allt að 5.000 tonnum af laxi og 10 milljón seiðum á ári eftir 2—3 ár. Söluverð er hátt í tveir milljarðar. Þetta er gróflega það dæmi sem tekið hefur á sig mynd í íslensku fisk- eldi á aðeins 6—10 mánuðum. Enginn vafi er á því að f járfesting í fiskeld- inu verður enn meiri og framleiöslan þar með. Áform og áætlanir berast Framkvæmdasjóði í stríðum straumum. Þegar á næsta ári mun fara að muna um fiskeldiö í þjóöar- búskapnum. Hér er á ferðinni skyndibylting í atvinnulífinu, sem raunar hefur ver- ið beðið eftir lengi. I fyrra var fram- leitt 131 tonn af eldislaxi og seiða- framleiösla var innan við 2 milljónir. Verðmæti var 56 milljónir. Þar að auki hófst eldisframleiösla á regn- bogasilungi. Þar er einnig um gríðarlega möguleika að ræða sem gætu skilað jafnvel enn meiri arði og á skemmri tima en laxeldið, að vissu marki aö minnsta kosti. Fiskeldisstöðvar þurfa leyfi Veiði- málastofnunar og heilbrigðisyfir- valda, svo og Náttúruverndarráðs. Frekari stjórnun eða yfirsýn er nú í mótun hjá sérstakri nefnd, svo og hjá samtökum fiskeldisstöðvanna. Reyna á að móta heilbrigða þróun með hagkvæmri nýtingu fjárfesting- ar og traustri sölu framleiðslunnar. Nú eiga minni stöðvar kost á 50% láni úr Framkvæmdasjóði út á hrein- an stofnkostnaö. Skilyrði er 25% eig- ið framlag. Stærri stöðvar mega taka 67% af stofn- og reksturs- kostnaöi að láni erlendis, en Fram- kvæmdasjóður lánar þeim 8% af stofnkostnaöi. Um 30 stöðvar eru nú i verulegri uppbyggingu. Skráðar fiskeldisstöðvar nálgast nú hins veg- ar 70. HERB Myndirnar eru mjög illa farnar og vinnur Anna Fjóla Gisladóttir Ijósmyndari aö þvi aö gera þœr upp. Á myndinni er Anna viö verkið. DV-mynd GVA „Þetta er stórkostlegur fundur. Það hafði enginn reiknað með að svona gamlar myndir væru til. Þær eru teknar níu árum eftir að ljósmyndun var fundin upp enda eru þetta, eftir því sem ég best veit, elstu útimjTidir sem teknar hafa verið á Norðurlöndum,” sagði Ivar Gissurarson, framkvæmda- stjóri Ljósmyndasafnsins. Ljósmyndasafnið hefur nú undir höndum tvær ljósmyndir sem teknar eru í Reykjavík árið 1848. Er önnur yfirlitsmynd yfir Grjótaþorpið, tekin á Hólavöllum, og trónar þar fremst Dillonshús. Hin myndin er tekin þar sem nú er Austurvöllur og sjást þar Torfan og Menntaskólinn í Reykjavík. Myndirnar voru teknar af Desclois- eaux nokkrum, sem kom hingað til lands árið 1847 með jarðfræðileiðangri og dvaldist hér um niu mánaða skeið. Að sögn Ivars voru myndirnar geymdar á skjalasafni í París og komst hann á snoðir um myndirnar í gegnum franskan ljósmyndara, Christian Rogers, sem kom hingað til lands með þær. -KÞ Fjárhagsvandi ríkissjóðs: Vantar 6,5 mæjaröa kr.? Fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, neitar að ræða um gerð fjárlaga sem stendur yfir nú. I dag verða fjárlög næsta árs rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og á morgun hjá Framsókn. Aukaríkisstjómarfundur er boöaður á morgun til aö ræða fjár- lagagerðina. Mikill vandi virðist blasa viö ríkisstjóminni. Eftir því sem næst verður komist blasir við 2,5 milljaröa halli á fjárlögum næsta ár. Niðurskurður er áætlaður um 2 milljarðar. Þama blasir við við fyrstu sýn 4,5 milljarða fjárhags- vandi. Samkvæmt heimildum DV er fjárlagagat yfírstandandi árs um 2 milljarðar. Það „gat” hefur veriö rætt um að færa yfir á reikning næsta árs. Er þá ekki fjárhagsvandi ríkis- stjórnarinnar, sem við blasir, kom- inní6,5milljarðakróna? -JH. —sjá einnig f rétt á bls. 5 30 krónumar í nýju formi „Það er komin nokkuð meiri hreyfing á þetta en verið hefur,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, um bónusviðræðurnar. Samningafundur stóð yfir frá klukkan 14 í gær til miðnættis með kvöldmatarhléi. Nýr fundur hefur verið boöaöur i dag klukkan 14. Það bar helst til tíðinda í gær að Verkamannasambandið kom kröfu sinni um 30 króna bónusálag yfir á annað form. Nýja formið er 10 króna hækkun á bónusgrunni, úr 81 krónu upp í 91 krónu, aðrar 10 krónur komi ofan á tímakaup eftir sex mánaða starfsreynslu og þriðju 10 krónumar komi eftir tvegg ja ára starf sreynslu. Viðræðurnar í gær snerust þó einkum um fastan nýtingarbónus. Stutt er talið í samkomulag um þann þátt. -KMU. Veghefill ók yf ir bíl Veghefill ók yfir fólksbíl á Reyni- grund á Akranesi síðdegis í gær. Kona, sem var ökumaöur fólksbílsins, festist í bílnum og varð að losa hana með miklum tilfæringum. Hún var flutt á sjúkrahús en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Slysiö vildi þannig til að konan hafði ætlað að leggja bílnum fyrir aftan veg- hefilinn. Skyndilega bakkaði hefillinn og ýtti bílnum á undan sér um 40 metra. Veghefillinn stöðvaðist ekki fyrr en uppi á vélarhlíf bílsins sem er mikiö skemmdur. -EH. Kjötmálið: Ákvörðunarum aðgerðirað væntaeftirhelgi Gert er ráð fyrir að lögfræðingar þeir sem kannað hafa möguleika á aðgerðum vegna innflutnings á kjöti til varnarliðsins skili skriflegri álitsgerð um málið um helgina. Þetta kom fram í samtali DV við Inga Tryggvason hjá Stéttarsambandi bænda en hann hefur haft milligöngu um málið fyrir hönd bændasamtakanna. Að sögn Inga verð- ur endanleg ákvörðun um aðgerðir tekin af fulltrúa bænda fljótlega þar á eftir. . -JKH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.