Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. 15 Menning Menning Menning Alþýðlegt yfirbragð Tvær listsýningar í Norræna húsinu Listsýningar í Norræna húsinu hafa veriö meö alþýölegu yfirbragði aö undanförnu. I kjallaranum hafa sýnt tveir rosknir norskir listamenn, Kaare Espólín Johnson og Knut Skinnarland sem báöir hafa varöveitt meö sér einfaldan frásagnarstíl, hvor á sínu sviði. I anddyri hússins sýnir svo finnskur myndasmiöur, Ulla Sangervo-Lappalainen, leirskúlptúra sem einnig draga dám af myndgerð al- þýðulistamanna. Um þá Espólín Johnson og Skinnar- land veit ég ekki annaö en þaö sem stendur í sýningarskrám. Sá fyrr- nefndi (sem er af íslenskum ættum) ólst upp í Norður-Noregi og virðist lífs- baráttan þar um slóðir hafa sett mark sitt á grafíkmyndir hans. Mörg verka hans fjalla um líf og starf sjómanna viö Lófót, svo og þjóösögur og ævintýri sem þeim tengjast. Álfar og bergþursar Eins og í verkum margra hálf- bernskra listamanna er stutt á milli veruleika og hugaróra í myndum hans. Veöurbaröir sjómenn ganga þar til fundar viö álfa og bergþursa. Svo mikil er frásagnargleöi Espólín Johnsons aö auðvelt er aö láta hrífast meö því sem hann setur á blaö. Þegar best lætur tekst honum sömuleiöis aö magna upp svipbrigöi og fas þess mannfólks sem hann túlkar, uns þaö virðist ekki af þessum heimi. Knut Skinnarland er jaröbundnari í list sinni og ekki uppfullur meö sama fítonsanda og félagi hans. Skúlptúrar hans, úr bronsi, tré og kljásteini, eru aöallega tvenns konar, portrettmyndir og litlar fígúratífar samsetningar. Hvort tveggja er gert af mikilli fimi en þó skera verk hans sig tæplega úr verkum fjölda annarra listamanna. Þetta á einnig viö um grafík hans og vatnslitamyndir sein hanga uppi í bókasafni hússins. ... Ekki nóg Ulla Sangervo-Lappalainen er eilítiö undarlega þenkjandi listamaöur ef marka má þaö litla úrtak verka hennar sem er til sýnis í anddyri húss- ins. Hún gerir stílfæröar „bústur" úr leir, málar þær eöa brennir björtum litum, sem er út af fyrir sig ekki frétt- næmt, nema hvaö hún virðist fara Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson aftur í þriöja eöa fjóröa áratug aldar- innar er hún staösetur manneskjur sínar í tíma. Þótt þessi verk séu ekki gjörsneydd þokka þá fæ ég ekki séö að lista- maðurinn sé á höttum eftir öðru en ein- mitt svona „nostalgíu”. Sem er ekki nóg. Væri ekki mögulegt aö fá sýnis- horn af alvöru skúlptúr frá Finnlandi til sýningar í Norræna húsinu, t.a.m. verk eftir Kain Tapper eöa Mauno Hartmann? Tréskúlptúrar þeirra ættu ekki aö vega eins mikið og leirskúlp- túrar sömu stæröar. A1 Ulla Sangervo-Lappalainen — Stúlka. MAÐUR í LANDI, LAND í MANNI Um sýningu Jóns Reykdal að Kjarvalsstöðum Ágætur listmálari hélt því eitt sinn fram í mín eyru aö góöur grafíklista- maöur þyrfti einnig aö vera góöur mál- ari. Ég var honum ekki alveg sam- mála og gat bent á nokkra úrvals grafíklistamenn, aöallega á Noröur- löndum og í Austur-Evrópu, sem aldrei heföu snert á pensli. Aö lokum sætt- umst viö á þaö að þekking á listmálun kæmi grafíklistamanni alltént til góöa. Hún veitti honum staögóöa þekkingu á gildi listatóna í uppbyggingu myndar sem kæmi honum aö gagni hvort sem hann legöi fyrir sig litgrafík eöa svart- list og skerpti öll skilningarvit hans. Jón Reykdal hefur lengi veriö meö ötulustu grafíklistamönnum okkar og þrykk eftir hann hanga á ööru hvoru heimili fólks af yngri kynslóð. Ljúfar myndir Fyrstu grafíkmyndir hans höföu stórpólitískt inntak, en í seinni tíö hefur hann einbeitt sér aö rómantísk- um náttúruhyllingum og almennum grafískum hugleiöingum um samband manns og lands. Þetta eru yfirleitt ljúf- ar myhdir og nærverugóðar, uppfullar meö jákvæöu hugarfari eins og lista- maöurinn sjálfur. Varmir litatónar haldast þar í hendur viö kröftugar áherslur, svo allt gengur upp. Jón heldur nú fjóröu einkasýningu sína aö Kjarvalsstööum og í þetta sinn sleppir hann grafíkinni, en sýnir þess í staö olíumálverk og þurrkrítarmyndir, Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sumar þeirra síöarnefndu meö vatns- lita- og viöarkolaívafi, 64 verk alls. I olíumálverkum sínum færist lista- maöurinn talsvert í fang. Mörg þeirra eru víöáttumikil og hafa fjöll og jökul- breiöur að meginstefi. Arkitektúr Móti þeim teflir hann kjarri, klöpp- um og ýmsum gróöri við fjallsrætur, ein og ein manneskja fylgir þar með eins og til viömiöunar. Hann byggir þessi verk sjaldnast upp meö óslitnum strokum pentskúfsins, heldur hleöur meö spaöa og blettar meö pensil- broddi. I heildina séö finnst mér arkitektúr þessara mynd meir sannfærandi en þær aðferöir sem listamaöurinn beitir við uppbyggingu þeirra. 1 stað þess aö tengja hina ýmsu þætti þeirra, for- grunn og bakgrunn, fólk og fjall, og skapa andrúm umhverfis, þá er eins og þær beinlínis stuðli að gliðnun þeirra, rjúfi heildarsýnina. Einnig er viss sundurgerð í litrófi málarans, sem eykur enn á óvissuna í myndunum. Inn á milli er þó aö finna smærri myndir þar sem allt leggst á eitt, bæöi í vinnubrögðum og lit. Flosmjúk birta Mundi listamaöurinn mála ööruvísi heföi hann haft málverkiö aö aöalat- vinnu en grafík sem aukagetu? Ég þarf aö ræöa þaö viö listmálarann vin minn, sem nefndur er hér í upphafi. Þurrkritarmyndir Jóns eru hins vegar heillegri og þekkilegri. Mýkt þessara lita viröist hæfa hans róman- tísku lund og hann gerir hverja mynd- ina á fætur annarri af landslagi í flos- mjúkri birti vormorguns eöa undir dúnsæng sumamætur. Enda hefur veðr- áttan verið honum hliðholl í ár. Þó langar mann stundum að sjá til tófu í þessiun myndum eöa neyra einhvern hóa undarlega digrum karlaróm. Sem sagt, ögn meiri háski væri í lagi. AI RÍKISSPÍTALARIMIR — lausar stöður Sjúkraliði óskast til aðstoðar við iðjuþjálfun á endur- hæfingardeild Landspítalans. Dagvinna eingöngu. Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi öldrunarlækningadeildar í síma 29000. Sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar Sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Húsnæði fyrir hendi. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar gefa forstöðumaður í símum 97-7402 og 97-7565 og hjúkrunarforstjóri í síma 97-7403. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað RÍKISSPÍTALARNIR — lausar stöður Starfsmenn óskast við dagheimili Kleppsspítala. Vakta- vinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Auglýsing Símavörður óskast Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða strax starfsmann til að annast símavörslu. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli, í sið- asta lagi þriðjudaginn 17. september nk. 10. september 1985, Fjármálaráðuneytið. BÓKLEG KENNSLA TIL EINKAFLUGS hefst mánudag 30. september. Væntanlegir nemendur hafi samband í síma 10880. FLUGSKÓLI HELGA JONSSONAR, Reykjavíkurflugvelli. LYFSÖLULEYFI er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Stykkishólms- umdæmis (Stykkishólms apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala (húseignin Hafnargata 1). Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Lyfsöluleyfi Ólafsvíkur- umdæmis er auglýst laust til umsóknar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Umsóknir um ofangreind lyfsöluleyfi skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 11. október nk. 11. september 1985, Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.