Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. 7 Neyfendur Neytendur Neytendur Neytendur Af blýlausu bensíni Bandaríkjamenn eru nú aö því komnir aö banna allt bensín er inni- heldur blý. Margir umhverfissérfræö- ingar í Evrópu eru einnig á sama máli og telja mengun af völdum bensíns vera orðna mjög alvarlegt vandamál. „Ég kann vel aö meta hreint loft og er sáttur viö aö borga fyrir þaö. Viö vitum aö mengun af völdum bíla er alvarlegt vandamál og því lengur sem þessi mengun heldur áfram því erfið- ara veröur vandamáliö. Stööuvötnin í Skandinavíu og skógarnir í Þýskalandi eyöilögöust ekki á einum degi,”segir Michael P. Walsh, bandarískur mengunarsérfræðingur. I Bandaríkjunum ganga nú þegar um 60 prósent bifreiða fyrir blýfríu bensíni. Samt sem áöur er verið aö yfirvega hvort ekki eigi aö ráöast í al- gert bann viö notkun bensíns er inni- heldur blý. Rannsóknir sýna aö erfitt er aö setja einhver ákveöin mörk á skað- semi blýs á heilsu fólks og náttúru. Það eru sérstaklega börn sem eru viðkvæm fyrir mengun frá bensíni. 1 löndum Efnahagsbandalags Evrópu hefur einnig sterklega komiö til tals aö banna alfarið bensín er inni- heldur blý. En margir eru mótfallnir því aö slíkar ákvaröanir verði teknar. Þeir telja aö þessu fylgi mikill kostnaöur og gagniö veröi takmarkað. Þaö sé því ráðlegast að bíöa og sjá hvað tæknin getur gert í framtíðinni til að leysa þessi vandamál. „Ef viö bíðum eftir því bíðum viö of iengi. Þaö er mín reynsla eftir 15 ára starf við mengunarvarnir. Maöur nær bestum árangri og fyrst meö því aö setja fram kröfur. Annars hvílir engin pressa á framleiöendunum,” segir Michael P. Walsh mengunarsérfræð- ingur. Sórfræðingar teija mengun af völdum bensins nú vera orðna alvarlegt vandamál. - STÓRKOSTLEGT TILBOÐ - i | ' ' • .■ ‘j! . . . '. ■ MERKI UNGA FÓLKSINS Gull — system — 1 2 x 40 vött Þetta er samstæða með öllu: útvarpi, magnara, segulbands- tæki, plötuspilara, tveimur hátöl- urum og skáp. Um gæðin þarf ekki að fjöl- yrða, Marantz-gæðin eru löngu landsþekkt. Ekki spillir verðið eða kjörin því við bjóðum þessa frábæru Mar- antz-samstæðu á ómót- stæðilegu tilboði. 27.980,- stgr. Útborgun kr. 7.000.- Eftirstöðvar á 8 mán. Takmarkað magn VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.