Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14, SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., Áskriftarver.ö á mánuöi 400 kr. Verð i lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað45 kr. Stípaður sóknarkvóti Kunn er sagan af drykkjumanninum, sem að ráði lækn- is átti að halda drykkju sinni innan ákveðinna marka. Þetta gekk svo sem ágætlega að öðru leyti en því, að drykkjumaðurinn er byrjaður á kvóta ársins 1997. Þessi aðferð drykkjumannsins er nú til alvarlegrar umræðu í sjávarútveginum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur gefið upp boltann með því að missa út úr sér, að hugsanlega megi á þessu ári veiða eitthvað upp í kvóta næsta árs. Ef af því verður, má búast við, að sumir verði í maí næst- komandi búnir með kvóta ársins og byrjaðir að væla aft- ur. Hugmynd Halldórs er kjörin aðferð við að heiðra skálk- inn og refsa þeim, sem fara að með gát. Skálkamir eru búnir að stunda berserksgang í aflahrotunni í sumar. Þeir hafa mokað upp fiski í verðlitla vinnslu. Þeir hafa lokið kvóta sínum og heimta nú að vera verðlaunaðir. Eini kosturinn við hugmyndina er, að hún hefur opnað fyrir nýja umræðu um kosti og galla aflakvótakerfisins. Þetta kerfi var samþykkt með semingi fyrir tæpu ári. Síð- an hafa menn möglað og muldrað, en í stórum dráttum hefur ráðherra haft frið. Sá friður er nú úti. I rauninni hefur kvótinn haft fáa aðra kosti en þennan frið. Að flestu öðru leyti hefur hann reynzt verulega gall- aður. Til dæmis hefur hann ekki megnað að halda afla- magni niðri við það mark, sem hæfilegt er að mati fiski- fræðinga. Bæði í fyrra og í ár er aflinn langtum meiri. Kvótinn hefur líka leitt til, að smáfiski hefur verið hent fyrir borð, svo að hann íþyngdi ekki kvóta skipsins. En auðvitað er sá fiskur jafrdauður fyrir það. Ennfremur hefur kerfið flutt völd til sjávarútvegsráðuneytisins og gert ráðherra að eins konar einræðisherra. Kvótakerfið hefði orðið mun farsælla, ef það hefði heimilað frjálsa sölu á kvótum til að færa sóknina frá lé- legri útgerð yfir til arðbærrar útgerðar og fækka skipum. Því miður hefur áherzlan verið gagnstæð, reynt að hamla sem mest gegn flutningi kvóta milli skipa. Versti galli kvótakerfisins er, að það frystir aflann í þeim hlutföllum, sem verið hafa. Þeir, sem ættu að hætta veiðum, halda þeim áfram. Og hinir, sem ættu að koma til skjalanna, fá það ekki. Sem heild er sjávarútvegurinn frystur í þeim hlutföllum, sem voru fyrir tveimur árum. Um leið hindrar kvótakerfið iausn á mesta vanda sjávar- útvegsins, of miklum fiskiskipastól. Flestir voru sammála um, að skipin væru allt of mörg, þegar kvótakerfið var tekið í notkun. Þetta dýra og óarðbæra ástand hefur veriö fryst með kerfinu, sem nú er að springa. En það er ekki nóg að vera á móti þessu kerfi. Mestu máli skiptir að benda á betri leiðir. Fráleitar eru hug- myndir um, að skálkar fái að taka út kvóta næsta árs og að kvóti þessa árs verði stækkaður til heiðurs skálkunum. Því miður eru þær helzt til umræðu núna. Betra væri að hafa kvótann óbreyttan til áramóta og taka þá upp nýtt kerfi. Bent hefur verið á, að ýmsir kostir hafi verið fólgnir í skrapdagakerfinu, öðru nafni sóknar- kvótanum, sem var í gildi til ársloka 1983. Hugsanlegt væri að taka það upp í slípaðri mynd. Bezt væri að haga sóknarkvóta á þann hátt, að ríkið byði út sóknartækifærin og seldi þeim, sem hæst byðu. Þar með væri unnt að grisja út sumt af lélegustu útgerð- inni og veita hinni frelsi til að haga veiðunum skrapdaga- lítið á sem arðbærastan hátt. Jónas Kristjánsson „Gamall bandariskur rugludallur hefur orðifl átrúnaðargoð þeirra í efnahagsmálum, rétt eins og Marx sálugi hefur orðifl mörgum vinstri sinnanum." Frjálshyggja þar oghér Urslit þingkosninganna í Noregi á mánudaginn hljóta aö vera hægri mönnum mikið umhugsunarefni. Þau viröast vera enn ein vísbending um það aö hægri sveifla á Vestur- löndum sé í rénun. Og þaö sem verra er fyrir hægri menn: Þaö er hún eftir aö þeir hafa fengiö tækifæri til þess aö kynna fólki hana í raun. Sjálfsagt liggja margar orsakir til þess aö verkamannaflokkurinn norski hiröir fylgi af hægri mönnum. Því má ekki gleyma aö verkamanna- flokkurinn hefur lengi haft tögl og hagldir í norskum stjórnmálum, og enda þótt losnað hafi um tök hans í nokkurn tíma og fyrrum fylgismenn hans hafi ákveöiö aö veita hægri mönnum brautargengi til þess aö sýna hvaö í stefnu þeirra felst, þá á stefna verkamannaflokksins ákaf- lega sterk ítök í fólki. Engu aö síður viröist þaö fyrst og fremst hafa veriö hægri stefna sem kjósendur höfnuöu. Öruggt má telja aö það hafi ekki veriö ágreiningur um utanríkismál sem olli breyt- ingum og forsætisráðherra sjálfur lét þau orö falla í miöri talningu aö ekki heföi tekist aö túlka rétt fyrir kjósendur stefnu hægri flokka í heilbrigöismálum, einmitt þar sem rætt var um breytingar í anda hægri manna. Hvers vegna? Þessarar spurningar hljóta menn að spyrja nú, bæði hægri menn og aðrir. Ekki ætla ég mér þá dul aö geta svarað henni tæmandi, en benda má á nokkur atriöi, sem vafalítið koma hér viö sögu. I fyrsta lagi má benda á þaö aö raunveruleg velferö allra þegna þjóöfélagsins er hvergi meiri en í Norðvestur-Evrópu. Vissulega eru þar undantekningar, sem fyrst og fremst eru vegna ógæfu einstakl- inga, og vissulega er auði þar einnig misskipt. Engu að síöur líöur fólki þar yfirleitt betur en annars staðar og þess freistar hvorki lögreglukerfi austursins né frumskógur vesturs- ins. Enda þótt margir stynji undan þeim kvöðum sem velferöarkerfi leggur á heröar skattborgara, vilji gjarna draga úr ríkisútgjöldum og séu ómyrkir í máli um margháttaö bruðl og spillingu sem þróast innan velferöarkerfisir.s, þá vilja þeir samt ekkert missa af því sem þeir hafa. Hinn almenni borgari í þessum löndum bregst öndverður viö ef hann álítur aö veikja eigi velferöarkerfiö, enda þótt hann vilji gjarna gefa mönnum tækifæri til þess aö gera Kjallari á fimmtudegi MAGNUS BJARNFREÐSSON þaö einfaldara og ódýrara. Þarna held ég aö hægri menn hafi víöa gert skyssu. Þeir hafa túlkað stuöning almenning viö sig sem frá- hvarf frá velferðarstefnunni. Og þeir hafa gert fleiri skyssur. Þeir hafa fariö offari í málflutningi og framkvæmdum. Þeir hafa í allt of ríkum mæli reynt aö troöa amerískum kapítalisma upp á Evrópuþjóöir sem ekkert vilja meö hann hafa. Gamall bandarískur rugludallur hefur oröiö átrúnaöar- goö þeirra í efnahagsmálum, rétt eins og Marx sálugi hefur oröiö mörgum vinstri sinnanum. Þannig hafa bæöi hin svokallaöa frjáls- hyggja, sem í raun er megnasta öfugmæli og ætti að heita auðhyggja, og kommúnismi oröiö trúarbrögö öfgahópa. Hvorugt höföar til velferðarþjóöfélaga Norðvestur- Evrópu. Sá er þó mikill munur þessara trúarbragöa aö þar sem kommúnistar komast til valda er lýöræðiö afnumiö og engin leiö til baka; þar sem frjálshyggjutrúar- menn ná völdum í lýöræðis- þjóöfélögum er ekki haggaö viö kosningarrétti hins almenna borgara. Og þessi munur er vissulega mikill, svo mikill aö kjós- endur taka óhræddir þá áhættu aö fela frjálshyggjutrúarmönnum völdin til reynslu en ekki hinum. Áhrif annars staöar — og hér? Ekki er gott aö segja hvort kosningarnar í Noregi hafa áhrif annars staöar, hvort þær eru hvati eða afleiöing. Ljóst er aö frjáls- hyggjan á í vök aö ver jast í Bretlandi og litill vindur er í frjáls- hyggjumönnum annars staðar. Spennandi veröur þó aö sjá úrslitin í Svíþjóö á sunnudaginn, kannski bregðast þrautskattpíndir Svíar öðruvísi við en Norömenn. Ekki hefi ég trú á aö norsku úr- slitin hafi mikil áhrif hérlendis. Til þess eru okkar vandamál of sérstök. Viö glímum viö allt aöra hluti en aörar þjóöir í þessu heimshorni, okkar vandamál er fyrst og fremst timburmenn eftir verðbólgufyllirí undanfarinna ára. Hérlendis hafa ekki verið geröar neinar alvarlegar tilraunir til þess aö hrófla viö vel- ferðarríkinu aörar en þær sem felast í almennum samdrætti kaupmáttar, en eru ekki kerfisbreytingar í sjálfu sér. Þær fáu tiiraunir, sem gerðar hafa verið til þess aö einfalda kerfiö og gera það hagkvæmara, hafa hins vegar mætt mikilli tortryggni, svo ekki sé meira sagt, enda njóta þeir hópar, sem standa vörö um kerfið, undarlega góörar aöstööu í fjöl- miðlun hérlendis. Víst má telja að næstu almennar kosningar sem fara fram hérlendis veröi sveitarstjórnarkosningar aö vori. Þótt þær taki ávallt miö af öörum sjónarmiðum en alþingis- kosningar þá koma miklar almennar sveiflur þar einnig fram, samanber úrslitin 1978. Mestar almennar sveiflur koma fram í stærstu kjör- dæmunum og er þá höfuðborgin efst á blaöi. Þar hagar nú svo til aö vart getur talist vafi á því aö núverandi meiri- hluti og borgarstjóri fari meö yfir- buröasigur af hóimi, hvaö sem líöur öllum almennum pólitískum straumum. Allar líkur benda meira aö segja til aö túlka megi úrslitin í Reykjavík aö vori sem enn eina hægri sveiflu í íslenskum stjórn- málum. Um orsakir þess má aö sjálf- sögöu eitthvað deila, en látum þær liggja hér á milli hluta. Engu aö síöur hygg ég aö viöbrögö frænda okkar í Noregi séu æstustu frjálshyggjumönnum hérlendis þörf lexía og þá kannski fyrst og fremst þeim sem þurfa að gera þaö upp viö sig hve miklum áhrifum slíkir menn eiga aö ná innan stjórnmálaflokka. Ég hefi sem sagt trú á því aö þaö sé æskilegt fyrir borgaraleg öfl í landinu aö hörðustu frjálshyggju- mönnum sé ekki hampað meira en þörf krefur innan raöa þeirra! Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.