Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. 35 * Sjónvarp Vesturland? Frá Sigurjóni Gunnarssyni, frétta- ritara DV í Borgarnesi: Fyrir skömmu barst hreppsnefnd Borgarneshrepps bréf frá fyrirtæki í Reykjavík sem nefnist Centrum. Samhljóöa bréf voru send bæjar- stjórnum Akraness og Olafsvíkur og hreppsnefndum Stykkishólms og Grundarfjarðar. 1 bréfi þessu er tilboð um að koma upp sjónvarpsstöðvum hér á Vestur- landi. Keypt yrði sjónvarpsbifreið fyrir 25 milljónir króna, sem æki á milli þorpanna og tæki upp sjónvarpsefni og sendi út. Rekstrar- kostnaður var áætlaður á mánuði 2.675.000 og tekjur á mánuöi 3.106.400. I bréfinu var auglýsingaverð sagt mjög lágt, eða 8.500 krónur mínútan, og áttu auglýsingatekjur á mánuði að vera 1.856.400 krónur. Tekjur í formi skattheimtu áttu að vera 1.250.000 krónur á mánuði og þýðir það líklega 5—600 krónur á mánuði á hvert heimili á þessum stöðum. Fréttaritari hafði samband viö Gísla Karisson sveitarstjóra og innti hann eftir afgreiðslu málsins. Sagðist Gísli litið geta sagt því bréfið hefði ekki verið tekið fyrir á hrepps- nefndarfundi. Sæmundur Bjarnason, sá er stjórnar kapalkerfinu í Borgarnesi, sagöi, er fréttamaður ræddi við hann, að sér þætti ólíklegt að hrepps- nefnd Borgarneshrepps sinnti þessu máli nokkuð enda væru tölulegar áætlanir sem fram koma í bréfinu lítt traustvekjandi. Sæmundur nefndi sem dæmi að hver mínúta í auglýsingum ætti að kosta 8.500 krónur og þó að það væri lægra verö en íslenska sjónvarpið tekur fyrir að senda auglýsingar til allra landsmanna er kostnaöurinn á hvern einstakling, sem hugsanlega getur séð auglýsinguna, margfalt hærri. -EH. Nú er tækifærið komið fyrir alla þá sem eiga myndbönd og hafa dreymt um að geta tekið sínar eiginmyndir. Pið einfald lega tengið myndavélina við myndbandstækið og byrjið að taka. Pað sem meira er, það þarf engan sérstakan Ijósabúnað, því PANASONIC myndavélarnar eru með þeim allra Ijósnæmustu sem til eru, eða aðeins 7 lux. Útborgun frá kr. 3.000.- §2 VERÐ 59*356,- li VERÐ 46.246,- 9.860 - ■ HAUSTT1LB0Ð 29.650.- Sjálfvirkur fókus. Ljósnæmi 7 lux. Ljósnæmi 7 lux. Linsa 6xzoom. Linsa 6xzoom Innbyggður hljóðnemi. Innbyggður hljóðnemi. Innbyggður skermur. Innbyggð dagsetning. Innbyggð skeiðklukka. Innbyggður öryggisloki. Innbyggður skermur. Innbyggð dagsetning. Innbyggð skeiðklukka. Innbyggður öryggisloki. Sjálfvirk lita- og birtustilling. Sjálfvirk lita- og birtustilling. Þyngd 1,1 kg. Fader. 9 VJAPIS BRAUTRHOLT 2. SÍMI: 27133. Textainnsetning með mismunandi leturgerð. Fyngd 1,3 kg. ATH. HAUSTTILBOÐIN STANDA AÐEINS TSL 29. SEPTEMBER .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.