Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. 13 Kjallarinn „Húsnæði Verndar i Teigahverfi er í sjálfu sér ekkert annað en hótel með ca 20 gestum." Hótel Vernd Húsnæöismál Verndar hafa veriö nokkuð til umræöu vegna þess, aö íbúar Teigahverfis mótmæltu því, aö félagiö flytti þangaö starfsemi sína; yröi þar meö húspláss fyrir ca 20 fyrrverandi fanga, auk starfs- manna. Borgarstjórinn bauöst til þess aö hjálpa til aö leysa vandamál- iö meö því aö borgin keypti húsiö og Vernd yröi síöan útvegaö annað hús- næöi í borginni. Þá hófst darraðardansinn. Alls konar andstæöingar borgarstjórans hafa síöan reynt að koma á hann höggi vegna þessara tillögu og aö sjálfsögöu eru hjálparmenn fanga æfir yfir því, aö þeim skuli ekki tekið eins og týnda syninum. Aðrir þurfa leyfi Eins og Reykjavík er skipulögð, þá gilda tilteknar hömlur á atvinnu- starfsemi í íbúöarhverfum. Menn þurfa td. leyfi til þess aö mega setja upp veitingastaði, og það er mjög títt, að fólk í íbúöarhverfum andmæli slíku. Menn þurfa einnig leyfi til þess aö setja upp bílasölur, og fyrir nokkru átti einn heisti bflasali Reykja- víkur, Guöfinnur, í mesta basli með aö fá lóö undir starfsemi sína. Hon- um hefur nú tekist þaö í grennd viö Miklatorg. Og sama gildir um hótel. Menn þurfa leyfi til þess að byggja hótel. Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sú, að fólk, sem á eignir í tilteknum hverfum, er taliö eiga rétt til þess aö verjast því, að svipmót hverfisins breytist, m.a. til þess aö eignir falli ekki í veröi. Húsnæöi Verndar í Teigahverfi er í sjálfu sér ekkert annaö en hótel meö ca 20 gestum. Ég er ekki viss um að þeir, sem hæst gala nú, heföu tek- iö því neitt svipað, ef íbúar Teiga- hverfis heföu t.d. veriö aö mótmæla hótelbyggingu Ölafs Laufdals. Ég held þvert á móti, að Þjóöviljinn heföi barist harkalega gegn slíkri röskun á íbúöabyggö. Þegar þar viö bætist, aö gestir hótelsins eru yfirleitt menn, sem hafa komist undir manna hendur, er þá nema eðlilegt, aö óskaö sé eftir því, aö hótelið sé reist annars staðar? Þaö er talaö um fordóma gagn- vart fyrrverandi föngum. Þaö er alls ekki um neina fordóma aö ræöa. Engir fordómar Þeir, sem þekkja til refsimála á íslandi, vita, aö menn eru yfirleitt ekki dæmdir til fangelsisvistar í fyrsta sinn, nema um alvarleg brot sé aö ræða. Og gagnvart ungum mönnum gilda sérstakar ívilnunar- regiur — þaö er frestaö ákæru, — síðan er viökomandi dæmdur í skil- orðsbundiö fangelsi — og þá fyrst er farið aö beita fangelsisdómum. Þaö er sem sagt búiö að veita viðkom- anda veruleg tækifæri og með því aö nöfn þeirra, sem dæmdir eru í refs- ingu, eru yfirleitt ekki birt, þá vita fáir af þessu. Og atvinnurekendur eru ekki andsnúnir þessu fólki og fúsir aö reyna að hafa þaö í vinnu. Island er lítiö land. Hér þekkjast allir og yfirleitt geta menn komið sér fyrir hjálparlaust og jafnframt út- vegaö sér vinnu, nema — og þar er vegna þess nema, sem Vernd er stofnuö. Sumir menn hafa nefnilega reynt svo á þolrifin í sínum nánustu og hinu opinbera, aö menn eru hættir að slátra kálfum. Vernd hefur um árabil útvegað fyrrv. föngum húsnæði, og er annað húsiö á Ránargötu en hitt á Skóla- HARALDUR BLÖNDAL HÆSTAHÉTTARLÖGMAÐUR A „Þegar þar viö bætist, aö gestir hótelsins eru yfirleitt menn, sem hafa komist undir manna hendur, er þá nema eðlilegt, aö óskaö sé eftir því, aö hóteliö sé reist annars staðar? vörðustíg. Þar eru hóparnir litlir og það verður enginn var við þá. Ég stórefa, að 20 herbergja hótel fyrir þessa menn sé skynsamlegt. Til samanburöar má nefna, aö aöeins Litla-Hraun er stærra fangelsi á Is- landi — á Kvíabryggju eru mun færri fangar og sama er aö segja um Hegningarhúsiö. Of margir saman Reyndur maöur hefur sagt mér, að hann heföi aldrei hrúgað þessum mönnum saman svona á einn staö. Þeir hafa engin umræöuefni nema gamlar glæpasögur, og það er ekki beinlínis ástæða til þess að tryggja samheldnina eftir fangelsisvistina. Það skal tekið fram, aö ég er ekki aö gera lítið úr starfi Verndar. Ég er aöeins aö benda á, að það hefur lík- lega veriö röng ákvörðun hjá félag- inu aö sameina hjálparheimilin. Kostirnir viö hagkvæmari rekstur eru mun minni en ókostimir við að safna skjólstæðingunum sama i einn staö. Og þar fyrir utan held ég, aö félag eins og Vernd eigi aö starfa í kyrr- þey. Er það í anda félagsins aö vera með svo viðamikla starfsemi, aö hver maður viti, aö þarna sé fanga- húsið — halda menn, að fangarnir fyrrverandi telji þaö eftirsóknarvert að koma aö uppljómuðu Verndarhús- inu? Nei — ætli þeir vilji ekki frekar nafnlausa húsiö á Ránargötunni eða Skólavöröustíg. Menn saka fólkið á Teigunum um fordóma? Ég spyr — af hverju var ekki keypt raöhús í Brúnalandi undir starfsemina? Þar mætti koma mörgum fyrir. Aöild borgarstjórans aö málinu kemur því hins vegar ekkert viö, hvort menn vilja hús Verndar í Teig- ana eða ekki. Borgarstjórinn geröi hins vegar þaö, sem allir skynsamir menn gera, hann bauöst til þess aö kaupa hús Verndar og beita sér fyrir því, aö félagið fengi hús annars staöar. Með því hefði fólkið í hverf- inu losnað viö starfsemi, sem þaö vill ekki, og henni markaöur staður ann- ars staöar. Þetta er borgin oft að gera — og þaö er sjáifsgt og eðlilegt. Við skulum t.d. hugsa okkur — aö Vernd heföi viljað verða við óskum nágranna sinna. Var það ekki til lausnar málinu, aö kaupandi var til- búinn strax? Haraldur Blöndal Er bjórinn allra meina bót — í áfengismálum íslendinga? Bjórbann hefur löngum veriö rök- stutt á þann veg að ef bjórinn yröi leyföur myndi þaö hafa alvarlegar afleiðingar, áfengisneysla myndi aukast verulega og áfengisvandinn vaxa aö sama skapi. Andstæöingar bjórbanns, a.m.k. sumir, eru þessu ósammála, því hefur m.a. veriö haldið fram aö því fari víös fjarri aö bjórinn sé sá skaðvaldur sem and- stæðingar hans vilja meina, þvert á móti geti hann verið allra meina bót í áfengismálum Islendinga. Eöa meö orðum Jóns Ottars Ragnarssonar f DV 30. ágúst: „Eina leiöin til aö draga úr tíðni alkóhólisma á Islandi er aö beina neyslunni yfir á veikari drykki meö því að leyfa bjór og ýta undirneyslu hans.” Jón gengur út frá þeirri forsendu að meginorsök þess aö áfengisvand- inn á Islandi sé jafnstór og raun ber vitni sé því aö kenna aö hlutur sterkra vína sé stærri hjá okkur tslendingum en nokkurri annarri þjóö. Draumar Jóns Óttars Ég er alveg sannfæröur um aö draumsýn Jóns Ottars um aukna bjórdrykkju á Islandi getur hæglega ræst. Honum mun sjálfsagt ganga ágætlega aö fá Islendinga til aö drekka bjór og ýta undir neyslu hans, þannig aö hiutfall létts áfengis í heildarneyslu þjóöarinnar aukist, en það er aftur á móti gríðarlegt verk aö fá menn til þess aö minnka drykkju sterkra drykkja og allsendis óvíst hvort það heppnast. Ég er algjörlega ósammála Jóni Ottari um að meginvandi Islendinga varðandi áfengismál sé hátt hlutfall sterkra drykkja, vandinn felst fyrst og fremst í því hvernig menn nota áfengi, en ekki aö þeir drekki áfengi af röngum styrkleika. Vandinn er aö óhófleg áfengisneysla er rótgróinn þáttur í íslensku skemmtanalífi. Til- koma bjórsins kemur ekki til með aö breyta neinu þar um, þvert á móti getur bjórneysla falliö ágætlega inn í slíka drykkjuhætti. Þá byrja menn á bjór meðan þeir eru aö hita sig upp og færa sig síöan yfir í sterkari drykki. Meginástæða þess aö menn deila hart um áfengi er sennilega sú aö verulegur hluti fólks neytir áfengis sér til ánægju án þess aö neinn um- talsveröur skaöi hljótist af en þaö breytir því ekki aö áfengi er ávana- lyf sem viss hluti fólks ánetjast smám saman og veröur meira og minna háö þvi. Alltaf hörmungar Talsmenn áfengisneyslu einblína gjarnan á hófdrykkjumennina og segja; svona á aö drekka áfengi og þá verður áfengið bara til þess að gera lífið betra og skemmtilegra, en GUÐJÓN EYJÓLFSSON KENNARI gallinn er bara aö áfengi er þaö hættulegt ávanalyf aö slíkt er nánast óhugsandi. Þegar menn skoöa kosti og galla áfengisneyslu veröa þeir aö gjöra svo vel aö horfast í augu viö staöreyndir lífsins. Þegar á heildina er litið þá hlýtur áfengisneysla ávallt að hafa miklar hörmungar í för meö sér, þótt siöir og venjur geti haft þar hvetjandi eöa letjandi áhrif. Jón Ottar leggur áherslu á gallana viö íslenska drykkjusiði. Þaö er líka önnur hlið á því máli. Áfengisneysla Islendinga hefur löngum einkennst af mikilli drykkju þegar menn neyta áfengis, en áfengis hefur hins vegar ekki almennt verið neytt upp á hvern dag sem er stór kostur. Menn sem drekka áfengi í óhófi um hverja helgi fá t.d. tíma til þess aö jafna sig aö nokkru leyti milli helga. Ef Jóni Ott- ari og skoöanabræðrum hans tekst aö innleiða daglega neyslu áfengis á flest heimili án þess aö draga úr óhóflegri neyslu, er hætt við aö tala alkóhólista hækki i staö þess aö lækka. Þó að Jón minnist ekki á hættur sem eru samfara neyslu létts áfengis, eru þær svo sannarlega til staöar. Alkóhólistar sem drekka fyrst og fremst bjór eru síður en svo óþekkt fyrirbæri. Bjórinn — nýtt tilefni til drykkju Bjór er kannski fyrst og fremst hættulegur vegna þess aö menn hafa tilhneigingu til þess að líta á bjór sem svaladrykk, og setja því ekki neyslu hans sömu skorður og annars áfengis. Auk þess sem tilkoma bjórs- ins skapar ný tilefni til áfengisneyslu enda er dagleg áfengisneysla meðal þjóða sem neyta mikils bjórs algeng. Það má vel vera að ekki veröi staö- ið á móti afnámi bjórbanns vegna þess aö andstaöan gegn því er orðin svo mögnuö. Fyrr eða síðar hlýtur því að veröa aflétt. Það er í sjálfu sér í lagi og þarf ekki endilega aö hafa alvarlegar afleiöingar í för með sér ef veröi á bjór veröur haldiö svo háu að engin hætta sé á að stór hluti þjóöarinnar fari aö drekka verulegt magn af bjór daglega. En allt tal um aö slíkar breytingar geti orðið til þess að draga úr tölu alkóhólista á Islandi er afar ósannfærandi. Guðjón Eyjólfsson ^ „Þegar litið er á heildina þá hlýtur áfengisneysla ávallt að hafa mikl- ar hörmungar í för með sér, þótt siðir og venjur geti haft þar hvetjandi eða letjandi áhrif.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.