Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Side 2
2 DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. Fmmvarpum fiskveiðistjórnun straxíhaust? HEF ENGA TRÚ Á AÐ SVO VERÐI” —segir Bjöm Dagbjartsson Sjávarútvegsráðherra stefnir að því að frumvarp um fiskveiðistjóm- un líti dagsins ljós strax í upphafi Al- þingis nú í haust. Þá yrði endanlega hægt að taka afstöðu til þess hvort kvóti verður færður á milli ára. „Eg tel að þetta sé ákaflega mikil bjartsýni að halda að Alþingi sé til- búið að móta fiskveiðistefnuna áður en fiskiþing, aöalfundur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og aðalfundur Sjómannasambandsins verða haldnir,” segir Bjöm Dag- bjartsson alþingismaður um ráða- gerðir sjávarútvegsráöherra. Björn bendir einnig á að allt tal um að færa til kvóta milli ára einskorðist viö það að á næsta ári veröi aöeins um aflakvóta að ræða. Ekki sé með nokkru móti hægt að færa sóknar- mark á milli ára. Ljóst er að tillögur fiskifræðinga munu liggja fyrir á næstunni. Fiski- þing verður 11. nóvember og ákvörö- un um aðalfund LIO verður tekin á næstunni. „Mér þykir full ástæöa til að um- ræða fari fram á þessum fundum áð- ur en Alþingi ræðir um fiskveiði- stjómun,” segir Ágúst Einarsson hjá LÍÚ. Hann segir að sín skoðun sé sú að áfram verði að notast við kvóta- kerfið og þeir sem hafa hallmælt því hafi ekki komið með neinn valkost í staðinn fyrir það. „Eg hef enga trú á því að þessum málum verði lokið fyrir desember- mánuð. Við skulum heldur ekki gleyma því að um þetta frumvarp verður að ræða sex sinnum og f jalla um í nefndum. Og ef það verður ekki tilbúið fyrr en í desember er ákaf- lega lítið gagn af því að færa kvóta á milli ára,” segir Bjöm Dagbjarts- son. APH Talsverö byggö er nú risin á Stigahliðarlóðunum frœgu sem seldarvoru háu verði fyrir rúmu ári. Þessi mvnd er tekin ofan úr Húsi verslunarinnar og er horft til suövesturs yfir Alftanes. 1 -KÞ/DV-mynd VHV. Lögreglustjóraslagurinn: Sex menti sóttu um Umsóknarfrestur um lögreglustjóra- embættið í Reykjavík er runninn út. Samkvæmt upplýsingum dómsmála- ráðuneytisins bárust sex umsóknir um embættið. Umsækjendur eru Böðvar Bragason sýslumaður, Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri, Stef- án Hirst skrifstofustjóri lögreglu- stjóraembættisins, Sverrir Einarsson sakadómari og William Möller aðal- fulltrúi. Þorsteiun Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í sam- tali við DV að ekki væri útilokað að fleiri umsóknir væru á leið í pósti. Ráð- herra er heimilt aö taka við umsóknum sem berast seint ef honum sýnist svo. Þorsteinn sagði að nú fengi ráðherra til sín umsóknimar og hann tæki ákvörðun um það hver yrði ráðinn lög- reglustjóri í Reykjavík. Þorsteinn sagðist telja að niðurstaðan ætti að liggjafyrirfljótlega. „ Verðum að bföa og sjá” — segir Magnús Torfi um horfurnar ískreiðarsölu „Það hefur enginn neina hugmynd um það hverjar eða hvernig þær reglur verða sem hin nýju stjómvöld eru að setja sér í þessum málum. Hins vegar virðast þessir menn vera að koma á aukinni festu og reglu svo það er engin ástæða til að ætla að þeir greiði ekki skuldir sínar við okkur,” sagði Magnús Torfi Olafsson, blaðafulltrúi ríkis- stjómarinnar, spurður um horfumar á því að Nígeríumenn keyptu áfram skreið af Islendingum. „Þarna hafa orðið mannaskipti í æðstu embættum. Nýju stjórninni þótti fyrri stjómin orðin of losaraleg, bæði hvaö viðkom stjóm landsins og fjár- hag. Það vita allir að Nígeríumenn hafa verið að greiða upp í skuldir sínar við okkur. Það er ekkert sem bendir til að ekki verði framhald þar á nema síður sé, en skuldir þeirra við okkur eru aðeins dropi í hafið í allri skulda- súpuþeirra.” — Heldur þú að okkur takist að ná einhverjum samningum við þá um kaup á skreið? „Það hefur enginn hugmynd um á þessu stigi. Þessir menn eru að setja sér nýjar reglur svo við verðum að bíða og sjá hverjar þær verða,” sagöi MagnúsTorfiOlafsson. -KÞ Sjóflutningar varnarliðsins: Útboðið afturkallað Bandaríska flotamálaráðuneytið hefur afturkallað útboö á sjóflutning- um fyrir vamarliðið á Keflavíkurflug- velli. Var útboðiö afturkallað vegna formgalla. Einkum var það tvennt sem varð til þess að útboöiö var afturkallað. Ekki hafði verið auglýst sú fyrirætlun að bjóða flutningana út en það skal gert með 15 daga fyrirvara samkvæmt lög- um. Þá var ekki birtur formlega úr- skurður um að farmgjöld Rainbow Navigation Inc. væru óeðlilega há, en af þeim ástæðum átti að bjóða flutning- ana út. Er gert ráð fyrir að flutningarnir verði boðnir aftur út í næsta mánuði. -JSS. NORRÆNA UÓDUSTARHÁ TÍDIN - ÞRIÐJA KVÖLD: Fjarstaddir Ijóma Þriðja upplestrarkvöld ljóðahá- tíðar hóf Svíinn Harald Forss sem nú er að verða hálfáttræður. Hann var ilia fyrir kallaður að lesa ijóö aö þessu sinni, náði lítt til áheyrenda, og stóð stutt við í ræöustól. Forss er úr þeim fræga skáldhópi sem kom fram í Svíþjóö á fimmta áratugn- um, módemistar (atómskáld, fyrtiotalistarna). Jóhannes úr Kötlum birti þýðingu sína á Ijóði eftir hann 1945, sem Einar Bragi las næst á eftir Forss: „Ofar skuggunum”, magnað kvæði myrkurs og ástríöna. Norðmaöurinn Sigmund Mjelve (f. 1926) las næst úr ljóðabálki miklum i stíl Ljóðaljóða biblíunnar — stuttar, einfaldar setningar — um líkamlegt samband kynjanna, og var eiginlega ekkert lostafullt við það tal; um samband foreldis og barns, líkamlegt enn, og samband manna við náttúruna. Allt var þetta ein- hvern veginn takmarkað við eilíf grundvallaratriði, ofar tíma og rúmi. Loks las hann tvö stutt ljóð í sama dúr. Mjelve er fæddur og uppalinn í Kina og kunnur fyrir þýðingar sínar á kínverskum ljóðum. George Johnston frá Kanada (f. 1913) fékk fyrst Karsten Hoydal til að lesa færeyska þýöingu sína á fyrsta ljóöinu sem Johnston svo las, var þetta til að ná norrænu sam- bandi, sagði skáldið. Tertar hans virtust mér vera sannkölluð „opin ljóð”: einföld lýsing hversdagslegra Úuta i hversdaglegum orðum, já- kvæð frásögn af ánægju talandans af einföldu lífi, fegurð sveitarinnar, veðrinu, gönguferð með sonum sín- um, góöum kvöldverði. Johnston lauk lestri sinum á þýðingu sinni á ljóði eftir Knut ödegárd, sem sá á- stæöu til.að taka fram að hann hefði ekki sett sjálfan sig á dagskrá. Bókmenntir Örn Ólafsson Eftir hlé las Ámi Sigurjónsson sænskar þýðingar á ljóöum tveggja skáldkvenna sem verið hafa áber- andi fjarstaddar: Ingibjörg Haralds- dóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Mun það vera út af þjarkinu um skáldaval fyrir hátíðina, en á henni hefi ég hitt fræga skáldkonu sem skipt hafði um skoðun (því miöur án yfirlýsinga) frá því hún hvatti konur til að hunsa hátíðina. Ljóð Ingibjarg- ar er einfalt og sterkt, lýsir fyrsta stjómmálanámi barns. Drepfyndið og grípandi kvæði Steinunnar: „Fyrir þína hönd” naut sín ekki á sænsku, fannst mér, því hljómfallið fór forgörðum, og einnig dæmigerðir frasar stúlkunnar sem talar. Einnig las Árni sænska þýðingu á kvæði úr „Reiðhjól blinda mannsins” eftir Sjón. Arqualuk Lynge, ráðherra í Grænlandi, átti að flytja ljóð sín sem fulltrúi þjóöar sinnar, en komst því miður ekki. Enn hljóp Einar Bragi í skarðið og bjargaði málum með lestri úr bók sinni með þýðingum grænlenskra ljóða. Fyrst voru þrjú ljóð eftir Arqaluk, síðan ljóð eftir Aqvigssiaq Möller og Ole Komelius- sen. Þetta voru einföld ljóð en sam- þjöppuö, háðsk lýsing á böli því sem fylgir lífi fómarlamba síðnýlendu- stefnunnar. Sláandi ljóð og sterk. Síöust las ljóð sín þetta kvöld Vilborg Dagbjartsdóttir. Og var verðugur hápunktur kvöldsins. Flest ljóðanna voru gamalkunnug, en síst verri fyrir það: Á Vestdalseyri, Skref, „Á fermingardegi systur minnar blómstraði snædrottningin”. Hvað sem Vilborg yrkir um, tunglför eða eitthvað einkalegra, þá miðar hún þessi yrkisefni út frá sterkri, upprunalegri skynjun bernskunnar, og á hennar máli. Drengur sem varð undir grjóthruni við steinaleit er fulltrúi allra þeirra sem látið hafa lífið í leit að vísindalegri þekkingu — af því að af þessu dæmi geta lesendur skynjað yrkisefnið. Auðvitað er Vilborg ekki njörvuð viö þessa aðferð, en þetta er til marks um skáldgáfu hennar. I kvöld lesa ljóð sín þau Einar Már Guðmundsson, Þorsteinn frá Hamrí, Britta Marakatt frá Samalandi, Peter Sandelin frá Finnlandi, og Englendingurinn David Gascoyne, einn örfárra eftirlifandi surrealista sem virkur var fyrir stríð, skáld sem nýtur æ meiri viðurkenningar. Sviinn Harald Forss hóf lesturinn í gærkveldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.