Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Síða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Það er löngu vitað að innri liðan getur haft áhrif á líkamsstarfsemina. Rannsóknir i Kaliforniuháskólanum í San Francisco benda til að hœgt sé að stjóma hugarástandi mað alveg nýjum aðferðum. Brostu burtu grátinn! Brostu hringinn — því það getur hreinlega orðið til þess að þér fer að líða vel ef marka má rannsóknir sem gerðar eru í The University of California í San Francisco undir stjórn prófessorsins Paul Ekman. „Það er alkunn staðreynd aö and- litshreyfingar sýna innri líðan en þess- ar rannsóknir benda til að hægt sé að breyta hugarástandi með andlitshreyf- ingum,” segir prófessorinn. „Til dæmis hjálpar aö setja upp hamingju- svip því það hefur þau áhrit á líkamann líka samkvæmt niðurstöðum í þessum tilraunum okkar. Einna helst vorum viö í vandræðum með brosiö því þaö er hægt að brosa á átján vegu, til dæmis af gleði, reiði og sorg, svo eitthvað sé nefnt. Og fyrstu tilraunir unnar í samvinnu við leikara gáfu ekki rétta mynd því þeirra atvinna er að setja upp hin ýmsu andlit og því var raunhæfara að vinna þetta meö nemendum háskólans. Greinilegt er aö með því að setja upp hamingju- svip er hægt að breyta innri líðan þann- ig aö jafnvel sára sorg má létta með breyttum andlitsdráttum, og betra hugarástand þýðir svo minni þörf á lyf janotkun sem er stórmerkilegt fyrir læknisfræði framtíðarinnar. ” Þá vitum við það — góöir hálsar — bara að brosa hvemig sem viðrar og horfa smælandi framan í heiminn. Fyrr en varir hverfa allir sjúkdómar eins og dögg fyrir sólu og tilveran veröur mun betri en áður. Liza berst við ímynd’ irnar Aðdáendur listamanna vilja seínt kyngja því ef goðin táka upp á því að vilja hreyta ímyndinni sem þeir hafa haft á hreinu árum saman. Núna eiga þeir margir í hinu mesta brasi með Lizu Minnelli sem er orðin leið á þvi að vera arftaki móður sinnar í of- drykkju og eiturlyfjaóti. Segist orð- in endanlega edrú og starfið er í fyrsta, ööru og þriöja sæti — skemmtanir og ljúfa lífiö ekki til um- ræöu. Ofdrykkja og lyf jaát hafði næstum orðið hennar bani — þá hefði reyndar Liza endanlega fetað í fótspor móðurinnar og aödáendurnir getað harmað lát hennar og örlög frá innstu hjartarótum. En Kanarnir hafa fengið sama edrúfárið og nú gengur yfir Islendinga þannig að Lísa lenti inn á þeirra Vogi — Betty Ford — meðferðarstofnuninni i Kaliforníu. Eftir aöstoð þeirra tókst henni að ná níu mánaða edrú- mennsku en taldi sig síöan þurfa á framhaldsmeðferð að halda. Þá lá leiðin til Minneapolis þar sem hún dvaldi á endurhæfingarstofnun fyrir alkóhólista síðastliðinn ferbúarmán- uð. Og lífið hefur tekið nýja stefnu sem aðdáendurnir geta illa sætt sig viö. „Það gerir mér sjálfri ekkert þótt fólk vilji engar breytingar,” segir söngkonan sjálf hin hressasta. „Sumir halda áfram að tala um inig á gamla mátann, ímynda sér aö núna hafi ég failið eða hljóti að vera að skilja við Mark. Þaö er þeirra hugar- fóstur sem mér kemur litið viö í raun og veru. Margir vilja hafa mig eins og gjósandi eldfjall og líka endur- speglun af móður minni. Það er ég bara alis ekki, sannleikurinn er sá að viö erum ólíkar og mér ber engin skylda til aö feta í fótspor hennar á einn eða annan máta. Líf mitt er stööug vinna og ferðalög sem ég reyni aö láta ekki koma niður á heils- unniog jafnvelí drykkjunnivoru það ekki samkvæmin sem voru í fyrsta sætinu. Ég tók aðallega lyf til að deyfa sárar tilfinningár, byrjaði þegar móöir mín lést að taka valium Aðdáendurnir vilja hafa Lizu sem eins konar nútímakokkteil af móður- inni, Judy Garland, og franska spörfuglinum Edith Piaf. Hlutverkið hentaði ógætlega fyrrum en núna heimar söngkonan að fá sjálf að endurskrifa rulluna. að læknisráði og eftir það myndaðist ofneyslumynstur sem ekki var í nein- um tengslum við samkvæmislíf yfir- leitt. Ofan á þetta bættist svo aukin áfengisneysla sem endanlega festi mig í netinu. En Mark heimsótti mig á Betty Ford sjúkrahúsið og eftir þaö komst hann að þeirri niðurstöðu aö hann sjálfur mætti losa sig við áfengið líka sem farið var að stjórna lífinu meira en hann haföi gert sér grein fyrir áöur. Og það hjálpaði mér stórkost- lega, það er aldrei aö vita hverníg farið heföi ef ég heföi komið heim og hann ennþá verið með sína áfengis- neyslu óbreytta. Okkur gengur vel í edrúmennskunni saman og lífiö hefur aldrei verið betra.” Þarna fetar Lísa í fótspor margra annarra stjarna sem hafa tekið upp þann sið að horfa bláedrú framan í heiminn og ræða í ákafa um heilsu- samlegt líferni. En þó er einn og einn fúll aðdáandi sem tæpir á því að hún geti nú ennþá falliö — aö ekki sé minnst á að hjónaband hennar með högglistamanninum Mark Gero standi á brauðfótum vegna barnleys- is, ferðalaga frúarinnar og alls kyns annarra vandamála. En hvískrið lætur söngkonan sem vind um eyru þjóta og skemmtir öðrum af krafti — núna í Seattle í U S A og um jólin liggur leiðin til Atlantic City. Ákveöin í því að annað- hvort skuli aðdáendur kyngja nýju ímyndinni eða snúa sér að öðrum leiðitamari skemmtikröftum í fram- tíðinni. / samkvæmis-} fötum á norðurpólnum i Það er ýmislegt sem Evrópubúar af efnaðri gerðinni stytta sér stundir við og sumt kemur auralausu hvunn- dagsfólki nokkuð spánskt fyrir sjón- ir. Einkum er það ferðamátinn sem ber annan svip á stundum en menn eiga almennt að venjast og flestir Reykvíkingar hafa einhvern tíma rennt hýrum augum í átt að erlendum skemmtiferðaskipum sem heimsækja skerið aö sumarlagi. Síðasta skemmtiferðaskipið á þessu sumri átti skamma viödvöl í Reykjavíkurhöfn en þrátt fyrir það gáfu menn sér tíma til aö hoppa aðeins hérna yfir á næstu eyju. Grænland var fyrirheitna landiö að þessu sinni og til að flytja mannskap- inn yfir hafiö var leigð þota frá Arnarflugi — skipið stóra hvílt í Sundahöfninni á meðan eyjan var skoðuð með hraöi. m sat á steini og skrifaði bréf frá Grænlandi. Langt idibréf og af og til skaut hún augunum yfir á næsta aká. I kasmirullarkápu, netsokkum, rúskinnsskóm með ósvíkna Hermésslæðu frá París umhöfuðið. ndna á rússneska vísu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.