Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1985, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þeir feimnari földu sig bak við næstu virrúllur en það var ekki hægt annað en að kíkja aöeins á gestaliðið áður en al- vara námsins næði yfirtökunum. Stundaði atferlisrann- sóknir á hegöun útlendinga á leiðinni í skólann og stökk ekki bros — kannski engin furða. Flogiö var til Narssarssuaq og þaöan meö bát yfir í Brattahlíö í skoðunarferð. Farþegar voru aðal- lega efnaöir Fransmenn og Kanar, klæddir sem þeirra er von og vísa, smápöttum á Grænlandi til hinnar mestu skemmtunar. Tiplandi kerl- ingar á opnum bandaskóm er eitt af því sem sjaldséö telst á jöklaslóöum en þaö skal tekið fram að margar klæddu af sér kuldann um arma og herðar með dýrindis pelsum. Þaö glitraöi á gull í eyrum og á örmum og hefur kannski aldrei ilmað jafnmikill vellyktandi á grænlenskri grundu. Þrír strákormar sátu á bryggju- sporðinum og flissuöu af sannri inn- lifun þegar ilmandi gestirnir tipluöu yfir stórgrýtta f jöruna. Þetta leiddi hugann að feröum Arnarflugs um áriö meö ferðafólk svipaðrar tegundar þar sem flogið var yfir norðurpólinn. Farþegar skáluðu í kampavíni og fengu skjal hvar afrekið var vandlega vottfest. Ut um gluggana var oft lítið að sjá — ísinn eins langt og augaö eygði þegar viðraði. Oftast stormar vel á þessum slóðum — þá er skyggnið kannski fimm sentímetrar frá gluggabrún. Þetta féll í góðan jarðveg hjá þeim með loðnu lófana og næst barst fyrir- spurn hvort ekki væri hægt að leigja enn eina þotu — ætlunin var að nota bara gluggasætin! Þrír innfæddir pottormar sátu kímnir á bryggjusporðinum í Brattahlíð i Grænlandi og skelltu öðru hverju hressilega upp úr þegar erlendu gestirnir gengu alveg fram af þeim. ísjakarnir í Eirlksfirði minna á hraundrangana í Dimmuborgum en eru þó til annarra hluta nýttir i skemmtiferðum rikra Evrópumanna á norðurhjara. Polarmoon bar gestina frá Narssarssuaq og yfir í Bratta- hlíð og típlið yfir af landi í bátinn gekk ekki alltaf eins og i sögu — eða þannig. Texti og myndir: Borghildur Anna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.